Morgunblaðið - 27.08.1985, Side 50

Morgunblaðið - 27.08.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 1985 íslandsmeistarakeppnin í rallakstri: Níu ökumenn eiga möguleika á titlinum STAÐAN í íslandsmeistarakeppninni í rallakstri er fremur óljós, þó aöeins tvö mót af sex séu eftir, þ.e. Ljómarallið og Haustrallið. Tveir af efstu ökumönnum keppninnar geta ekki keppt á næstunni og þetta veldur því að fjölmargir ökumenn eiga nú óvænt góða möguleika á titlinum. Ásgeir Sigurðsson er efstur að j'v stigum í Islandsmeistarakeppn- inni með 44 stig, en hann hefur ekið Ford Excort í ár og ekið grimmt. Ef ekki væri fyrir óhapp í Húsavíkurrallinu í júlí væri hann nú líklegastur til að næla í titil- inn. En eftir að hafa náð öruggri forystu í Húsavíkurkeppninni ók hann útaf, fór fjórfalda veltu og keppnisbíll hans gjöreyðilagðist. Situr hann því eftir með sárt enn- ið og þarf hugsanlega að horfa á eftir titlinum vegna bílleysis, a.m.k. ef helstu keppinautar hans standa sig vel í næstu keppni. „Ég get ekkert gert fyrir Ljómarallið vegna peningaleysis, ef ég reynist eiga möguleika eftir þá keppni, þá leigi ég bíl í Haustrallið," sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Einn helsti keppinautur hans um titilinn er einnig ófær um að keppa. Þar er Ómar Ragnarsson, sem hefur verið frá keppni vegna meiðsla er hann hlaut er hann var að skemmta áhorfendum á Broad- way í sumar. Þrátt fyrir vilja og þótt hann hafi reynt að finna ýms- ar leiðir til að keppa virðast hon- um allar bjargir bannaðar. Ómar hefur 35 stig til íslandsmeistara- titils en hann er núverandi hand- hafi hans. Tveimur stigum meira en ómar hefur Þórhallur Krist- jánsson á Talbot Sunbeam Lotus. Hann er sá sem hefur pálmann í höndunum, er efstur þeirra sem geta keppt. Ef hann skilar sér sæmilega áfram í Ljómarallinu gæti hann hæglega orðið ís- landsmeistari, þó hann hafi ekki verið alfljótasti ökumaður ársins. „Ef það gengur vel í Ljómanum, þá fer maður að spá í íslands- meistaratitilinn. Ég er ofar en ég átti von á því mér hefur ekki fund- ist ganga neitt sérstaklega vel. Ómar væri langefstur ef hann hefði verið með í allt sumar,“ sagði Þórhallur. Með 30 stig er Birgir Bragason, sem ekið hefur heldur ófrýnilegri og gamalli Toyota Corolla. Hann hefur skilað bílnum í tvígang í annað sætið þó bíll hans sé ekki sá besti. Ekki er ljóst hvort hann keppir meira, en möguleikar hans eru góðir. „Tölfræðilega á ég enga Efstur í fslandsmeistarakeppni rallökumanna, en bfllaus í næstu keppni er Ásgeir Sigurðsson. Hann gjöreyðilagði Escort keppnisbfl sinn í Húsavíkurrallinu eftir að hafa náð forystu. Hér huga viðgerðarmenn hans að bílnum. möguleika, en þetta er spurning um að hafa bíl í góðu ástandi, því Ljómarallið er erfitt," sagði Birg- ir. Maðurinn sem allir áttu von á að myndi sópa að sér verðlaunum í keppnum ársins kemur næstur með 26 stig, en það er Bjarmi Sig- urgarðarsson. Hann hefur ekið Talbot Sunbeam Lotus, sigrað einu sinni en önnur mót hafa verið líkust martröð fyrir hann vegna bilana og annarra óhappa. Bjarmi er þó manna líklegastur til að standa sig í Ljómarallinu. Ef allt gengur upp í lokakeppnunum tveimur gæti titillinn hæglega lent í höndum hans. Á eftir Bjarma koma þrír öku- menn í einum hnapp. Óskar Ólafs- son á Escort, Þorsteinn Ingason á Toyota Corolla og Jón Ragnarsson á Éscort, þeir hafa allir 20 stig. „Ég er ekkert að hugsa um ís- landsmeistaratitilinn, heldur ætla ég að vinna Ljómann. Ég held að ég eigi enga möguleika í titilinn," sagði Þorsteinn. En það eru ekki aðeins ökumenn sem fá stig til íslandsmeistara, aðstoðarökumenn fá slíkt hið sama. Þar er fyrstur Pétur Júlí- usson með 44 stig, en engan bíl til að sitja í lengur. Sigurður Jensson hefur 37 stig, ekur með Þórhalli. Jón Ragnarsson er með 35 stig, en er farinn að aka sjálfur, þannig að stigin verða ekki fleiri. Gestur Friðjónsson hefur 30 stig eftir að hafa ekið með Birgi Bragasyni. Síðan koma fjórir aðstoðaröku- menn með 20 stig, Árni Óli Frið- riksson, Birgir Viðar Halldórsson, Rúnar Jónsson og Sighvatur Sig- urðsson. Til að glöggva lesendur á stöð- unni má geta þess að fyrir sigur fá ökumenn og aðstoðarökumenn 20 stig, annað sæti 15, þriðja 12, fjórða 10, fimmta 8, sjötta 6 og síðan færri stig fyrir næstu sæti á eftir. G.R- Jón Ragnarsson útskýrir eigin aksturstfl fyrir bróóur sfnum Omari. Ómar veröur að láta sér slíkt nægja í næstu keppni, a.m.k. ef hann fer að læknisráði vegna meiðsla á hálsi. Jón er ofarlega bæði í keppni ökumanna og aðstoðarökumanna. Morgunblaðið/GunnlauKur Rögnvaldsson Af þeim sem geta keppt eru Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson efstir til íslandsmeistara ökumanna og aðstoðarökumanna. Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 DIN 17100 Þykktir 3.0-50 mm. Ýmsar stærðir, m.a. 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 „Nýja keppnissvæð- ið skemmtilegt“ — sagði sigurvegarinn Jón Hólm „MÉR FANNST draga heldur í sundur með okkur Jóni, þegar ég var kominn með forystu. Er ég var kominn með gott forskot ók ég af öryggi og tók enga áhætta. Það hefði verið nóg að gera eina vitleysu í akstri til að missa fyrsta sætið,“ sagði sigurvegarinn, Jón Hólm, í samtali við Morgunblaðið aðspurður um keppnina í úrslitariðlinum, þar sem helsti kcppinautur hans var nafni hans Jón Ragnarsson. „Þetta var ágætt, þ.e. að sigra. Ég var reyndar heppinn að slátra ekki vélinni í byrjun þegar nær öll vélarolían fór af bílnum í und- ankeppninni. Það kviknaði rautt ljós í mælaborðinu þannig að ég stoppaði. Eftir viðgerð gat ég síðan haldið áfram. Brautin var mjög þung í lokin, en nýja svæðið sem keppnin fór fram á er skemmtileg. Það mættu þó vera fleiri „spitt- kaflar“,“ sagði Jón. MorKunblaAið/Gunnlaugur RðgnvaldsBon • Jón Hólm fagnar sigri í Svala- rally-crossinu á sunnudaginn. Hann vann eftir að litlu munaði að hann dytti úr keppni í undan- keppninni er öll olían fór af vél VW-keppnisbíls hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.