Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 1
120SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 195. tbl. 72. árg. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jámbrautarslys: Viðurkennir hraðaakstur 43 manns bíða bana Argenton-sur-Creuse, Frakklandi, 3l.ágúst.AP. ÖKUMAÐUR farþegalestarinnar, sem fór út af brautarteinum í nótt með þeim afleiðingum að 43 manns a.m.k. biðu bana, var handtekinn í morgun og settur í gæzluvarðhald eftir að hann viðurkenndi að hafa brotið hraðareglur á þeim slóðum, sem lestin fór útaf. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að fínnast í braki lestarinnar. Slysið varð 300 km suður af París. Slösuðust $5 manns, þar af 40 lífshættulega. í hópi hinna látnu eru brezkir og spænskir ferða- langar. Talið er að orsök útafakst- ursins sé hraðakstur. Farþegalestin var á leið frá París til borgarinnar Port Bou við Miðjarðarhaf, með viðkomu í Limoges og Toulouse. Flestir vagnanna voru svefnvagnar. Fór hún útaf teinunum upp úr mið- nætti rétt við borgina Argenton— sur-Creuse. Tveir öftustu vagn- arnir ultu yfir á næsta spor nán- ast beint í veg fyrir aðvífandi póstlest á norðurleið, svo árekstri varð ekki forðað. Nær allir, sem týndu lífi, voru í vögnunum tveim- ur. Hraðatakmörkun var í gildi á slysstaðnum vepia uppsetningar nýs merkjakerfis járnbrautanna. Hraði var takmarkaður við 30 km/klst., en talið er að lestin hafi verið á tvisvar til þrisvar sinnum meiri hraða. Slysið verður á þeim tíma er milljónir Frakka snúa heim úr sumarleyfi. Er þetta þriðja mann- skæða járnbrautarslysið í Frakk- landi á skömmum tíma. Sam- gönguráðherra landsins fyrir- skipaði í morgun úttekt og endur- skoðun á öryggisráðstöfunum frönsku járnbrautanna. Hinn 3. ágúst biðu 32 bana og 165 slösuð- ust er tvær lestir skullu saman og 5. júli biðu 8 bana og 55 slösuð- ust er lest ók á vörubíl á brauta- mótum. Morgunblaðiö/Arni Scberg Ungir Skagamenn "H AKURNESINGAR eru einkum þekktir fyrir tvennt, að eiga góða knattspyrnumenn og mikla fiskimenn. Sumir þekktir Skagamenn sameina hvort tveggja eins og dæmin sanna. Á bls. 28 og 29 í blaðinu í dag er sagt frá miklum endurbótum, sem gerðar hafa verið á stærsta fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi, Haraldi Böðvarssyni og Co. hf. Njósnamálin i Vestur-Þýskalandi: Uppljóstranir raktar til flótta KGB-manns Bonn. Mflnnó, 31. ágúat AP. ÍTALSKT dagblað hélt því fram í dag, að vestur-þýski gagnnjósnamað- urinn Hans-Joachim Tiedge hefði flú- ið til Austur-Þýskalands af ótta við að verða afhjúpaður eftir að sovéskur sendimaður og háttsettur maður í KGB flúði ■ Róm. Er látið að því liggja, að uppljóstranirnar að undan- fórnu megi rekja til þessa Sovét- manns. Jafnaðarmenn, helsti stjórn- arandstöðuflokkurinn ■ V-Þýska- landi, hafa kraflst þess, að innanrík- isráðherrann segi af sér vegna njósn- amálanna. „Við getum ekki lengur horft aðgerðarlausir á“ Vaxandi áhugi í Noregi á samvinnu við ísiendinga um að snúast gegn áróðri grænfriðunga „VIÐ GETUM ekki horft aðgerðar- lausir á, að atvinnu- og afkomu- grundvöllur fjölda fólks í strandhér- uðum Noregs verði eyðilagður með aðgerðum grænfriðunga og viljum þess vcgna, að eitthvað verði gert Við metum mikils þær viðræður, sem íslenski siávarútvegsráðherr- ann, Halldór Asgríntsson, hefur beitt sér fyrir á þessum vettvangi og viljum taka þátt í þeim,“ sagði Finn Bergesen, einn af frammámönnum í Norges Fiskarlag, samtökum flski- manna í Noregi, i viðtali við blm. Morgunblaðsins, en í Noregi er nú vaxandi áhugi á að Norðmenn og fslendingar og aðrar þjóðir á norð- urhveli snúist sameiginlega gegn þeim áróðri, sem rekinn er gegn sel- og hvalveiðum. „Við höfum engan áhuga á að seffla grænfriðungum sérstaklega stríð á hendur en við getum ekki lengur setið með hendur í skauti og horft á meðan fótunum er kippt undan afkomu fjölda manna á landsbyggðinni. Þess vegna vilj- um við að eitthvað verði gert og metum mikils þær viðræður, sem íslenski sjávarútvegsráðherrann, Halldór Ásgfimsson, hefur beitt sér fyrir. Við erum reiðubúnir til að ræða þessar hugmyndir við ís- lendinga," sagði Finn Bergesen en tók það fram, að enn hefðu engar ákvarðanir verið teknar. Paul Birger Torgnes, embættis- maður í norska sjávarútvegsráðu- neytinu, tók i sama streng og Bergesen og sagði, að Norðmenn, fslendingar og Kanadamenn ættu að hafa samvinnu um að kynna málstað sinn. „Við teljum þó ekki eðlilegt að berjast gegn einstök- um samtökum eins og t.d. græn- friðungum, heldur að við samein- umst um málefnalegar röksemdir, sem menn verða að taka afstöðu og tillit til, líka grænfriðungar. Stjórnvöld eru ekki fráhverf þess- ari hugmynd en enn hefur engin formleg fréttatilkynning verið gefin út. Við höfum hins vegar skýrt frá þessum viðhorfum okkar við norsku blöðin,“ sagði Torgnes. Mikill og vaxandi áhugi er nú á því meðal þjóða á norðurhveli að sameinast um að gæta hagsmuna sinna og hafa þær hugmyndir t.d. bæði komið fram i Kanada og á Grænlandi. Dagblaðið Corriere della Sera í Mílanó segir í dag, að flótta Tiedg- es, v-þýska gagnnjósnamannsins, megi rekja beint til þess, að á fyrsta degi ágústmánaðar hvarf í Róm Sovétmaðurinn Vitaly Yurt- chenko, ráðgjafi í sovéska utanrík- isráðuneytinu og háttsettur maður í KGB, sovésku leyniþjónustunni. Fullvíst þykir, að hann hafi leitað hælis á Vesturlöndum. „Tiedge flúði ekki austur til þess eins að biðja þar um pólitískt hæli, heldur vegna þess, að hann óttaðist upp- ljóstrun,“ sagði i blaðinu. Þar var því einnig haldið fram, að Sov- xétmenn væru nú að kalla heim marga njósnara á Vesturlöndum af ótta við, að Yurtchenko svipti af þeim hulunni. Jafnaðarmannaflokkurinn i Vestur-Þýskalandi hefur krafist þess, að Friedrich Zimmermann, innanrikisráðherra, segi af sér vegna njósnamálanna en innanrík- isráðuneytið fer með málefni leyni- þjónustunnar. Segja talsmenn flokksins, að njósnirnar séu hneyksli, sem hafi stórlega skaðað öryggi landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.