Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 31
31 - arbátur skorinn og er það tug- þúsundatjón. Það er í fyrsta skipti nú í sumar á liðlega 20 ára starfs- ferli Gúmmíbátaþjónustunnar að brotist er inn á verkstæðið, sagði Ásgeir óskarsson, forstjóri Gúmmíbátaþjónustunnar. Morgunblaðið hafði samband við Magnús Jóhannessen siglinga- málastjóra og spurði hann hvort mikil brögð væru að því að skemmdir væru unnar um borð í bátum í sambandi við eiturlyfja- leit. Magnús sagði að mjög litið hefði borið á slíkum skemmdar- verkum undanfarin ár þegar horfið var frá því að hafa eiturlyf í lyfjakistum skipa og björgunar- báta, en áður voru slík skemmdar- verk all tíð. „Ákvörðun um að hætta að hafa eiturlyf í lyfjakist- um björgunarbáta og skipa var tekin að vel athuguðu rnáli," sagði Magnús, „og þegar sagan var skoðuð kom í ljós að þessi lyf höfðu ekki verið notuð í skipun- um. Því þótti ekki ástæða til að hafa eiturlyf um borð í skipum, því það virtist freista margra sem víluðu ekki fyrir sér að vinna skemmdarverk á öryggistækjum. Það er því engin eiturlyf að sækja lengur í skipaflotann. Það er mjög al varlegt þegar ráðist er á þennan hátt á öryggistæki og alverst er það þegar slíkt er gert um borð í skipum þannig að menn geta farið á sjó án þess að taka eftir slíku, en sem betur fer hefur borið lltið á þessu undanfarin ár, enda út í hött að reyna slíkt.“ Sexburar á Spáni Alicante, Spáni, 30. igúst ÞRIGGJA barna móöir hefur fætt fyrstu sexburana, sem litið hafa dagsins Ijós á Spáni, að því er for- ráðamenn Alicante-spítala sögðu í dag, fostudag. Konan hafði notað frjósemislyf. Fimm sexburanna, stúlkur, fæddust á fimmtudag, og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Drengur, sem fæddist síðastur í röðinni, dó í morgun af völdum öndunarerfiðleika. Móðurinni, Germinu Ferry Climente, heilsast eftir atvikum vel, en hún er 28 ára að aldri. Börnin fimm sem lifa vógu frá rúmum tveimur og hálfri mörk upp í rúmar þrjár merkur. Tvö af börnunum, sem konan átti fyrir, eru tvíburar. Ónæmistæring: Smit finnst á Grænlandi Kaupmaniubörn, 30. ágúst Frá NJ. Bmun, (inenhadslrj. MorgunblaMns. Heilbrigðisyfirvöld í Nuuk, höfuð- stað Grænlands, hafa staðfest, að mótefni gegn ónæmistæringu hafi fundist í blóði manns þar f bæ. Jörgen Böggilds, landlæknir á Græn- landi, segir þó, að maðurinn sýni enn sem komið er engin sjúkdómsein- kenni. Þessar upplýsingar komu fram á ráðstefnu um heilbrigðismál, sem nú er haldin í Nuuk, en hana sitja grænlenskir og danskir lækn- ar ásamt fulltrúum landstjórnar- innar.- í viðtali við grænlenska útvarpið sagði Böggilds landlækn- ir að ekki teldu menn hættu á, að ónæmistæringin breiddist jafn hratt út á Grænlandi og gerst hefði í Bandaríkjunum og Evrópu. Staða kynhverfra manna, sem eiga mest á hættu, er með nokkrum öðrum hætti á Grænlandi en viða annars staðar og hætta á smiti með blóð- gjöf er mjög ólíkleg. í Grænlandi er enginn blóðbanki, heldur er kallað á blóðgjafa þegar þörf er á og því betra að fylgjast með hugs- anlegum smitberum. MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 1 ■ I Vinningar í Happdrætti Sjálfsbjargar í LOK júlí si. var afhentur aðal- vinningur í Happdrætti Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra. Jón Pétursson, dýralæknir á Egilsstöðum, hlaut vinninginn, sem var Mitsubishi-jeppi. A myndinni afhendir Vikar Davíðs- son, gjaldkeri Sjálfsbjargar, Jóni og konu hans jeppann. HEIMA VARINIAR LIÐIÐ HEMPELS - þakmálning, sérhæfð á þakjárn HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábæra viðloðun og veðurþol. Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á islenskum hafskipum þar sem álagiö nær hámarki. DYNASYLAN BSM 40 vatnsfæla og VITRETEX plastmálning - koma i veg fyrir steypuskemmdir eða lagfæra þær með réttri meðhöndlun Tvær yfirferðir með DYNASYLAN BSM 40 og síðan tvær yfirferðir með VITRETEX plastmálningu tryggir margra ára endingu. VITEETE Plastmálnii Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmidjan Dugguvogi Sími 84255 CUPRINOL - alvörufúavarnarefnið sem fegrar og fyrlrbyggir CUPRINOL fúavarnarefnið greinist í 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda viðarlita. 3. Þekjandi lituð fúavörn ( 7 litum. 4. Grænt fúavarnarefni í vermireiti og á gróðurhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.