Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 36
36 M0Re-UNBLADIg?8UtWUDAGUR 1. SEPTEMBER198S' fHwgtsi Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Ræöa Þorsteins Pálssonar Yfirlýsing Þorsteins Páls- sonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, í ræðu á Akureyri í fyrradag um vanþróað og staðn- að peningakerfi vekur óhjá- kvæmilega mikla athygli. í ræðu þessari, sem flutt var við setningu þings ungra Sjálfstæð- ismanna, hélt formaður Sjálf- stæðisflokksins því fram, að hluta af vanda framleiðsluat- vinnuvega þjóðarinnar mætti rekja til þessa staðnaða kerfis og að það væri öndvert einstakl- ingum í viðléitni þeirra til þess að koma upp húsnæði. Þorsteinn Pálsson staðhæfði í ræðu sinni, að í engu lýðræðis- þjóðfélagi væri banka- og sjóða- kerfið ríkisrekið í jafn miklum mæli og hér á íslandi og furðu gegndi hvað almenningur hefði verið seinþreyttur til vandræða. Þorsteinn Pálsson sagði m.a.: „Krafa okkar er sú, að brjótast út úr stöðnuðu kerfi, sem stenzt ekki samjöfnuð við peninga- kerfi þeirra þjóða, sem búa við minni ríkisafskipti, meira frjálsræði og meiri velmegun." Vafalaust eiga þessi ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins eftir að vekja upp miklar um- ræður um starfshætti banka og fjárfestingarsjóða. Það er auð- vitað ljóst, að bankakerfið hefur verið að veikjast stöðugt á síð- asta einum og hálfum áratug. Það er að hluta til afleiðing þess efnahagsástands, sem hér hefur ríkt og hefur leikið bankana grátt. Jafnframt hafa stjórn- völd hneigzt til þess að leysa bráðan vanda atvinnuveganna á kostnað bankanna. Um langt árabil önnuðust Landsbanki og Útvegsbanki fyrst og fremst viðskipti við sjávarútveginn. Máttur Útvegsbankans til þess að taka á sig þær byrðar á erfið- um tímum hefur farið stöðugt þverrandi og nú er svo komið, að Landsbankinn er með mik- inn hluta sjávarútvegsfyrir- tækja landsmanna á sínum herðum. Afleiðing þess er sú, að bankinn kemst ekki út úr skuldastöðu við Seðlabankann og eiginfjárstaða hans versnar. • Að öðru leyti er auðvitað al- veg ljóst, að það fyrirkomulag, sem hér ríkti þar til fyrir einu ári, að öll starfsemi bankanna var samhæfð, samráð jafnvel um afgreiðslutíma og allar vaxtaákvarðanir í höndum Seðlabankans, hlaut að leiða til stöðnunar. Peningakerfið gat ekki þróazt með eðlilegum hætti eins og Þorsteinn Pálsson benti réttilega á í Akureyrarræðu sinni. Við slíkar aðstæður leitar framþróunin sér að nýjum far- vegi. Merkilegasta nýjungin í peningamálum okkar síðari ár- in er áreiðanlega vöxtur verð- bréfamarkaðar, þótt þar hafi ýmsar hættur verið á ferðum eins og Morgunblaðið hefur bent á. Aukið frjálsræði í vaxta- ákvörðunum fyrir ári leiddi til skemmtilegrar samkeppni á milli banka og sparisjóða, sem komið hefur neytendum til góða. Hins vegar hefur fremur hægt á þeirri samkeppni síðasta misserið og er það illa farið. Alvarlegasta afleiðing van- þróunar peningakerfisins er auðvitað sú, að hún hafi hamlað framförum í atvinnulífinu. For- vígismenn í atvinnurekstri þekkja það áreiðanlega vel, að peningakerfi okkar hefur ekki verið þjónustusinnað. Þess vegna hefur mun meiri tími stjórnenda fyrirtækja farið í umfjöllun um dagleg fjármál en eðlilegt getur talizt og önnur verkefni setið á hakanum. Hús- byggjendur þekkja hið sama. Ræða Þorsteins Pálssonar er til marks um, að Sjálfstæðisflokk- urinn hyggst knýja á um hrað- ari framþróun í peningakerfinu. , BÚR og ísbjörninn ær viðræður, sem nú standa yfir milli forráða- manna ísbjarnarins og Bæjar- útgerðar Reykjavíkur um sam- runa eða aukið samstarf þess- ara fyrirtækja geta markað þáttaskil í sjávarútvegi og fisk- vinnslu, ef vel tekst til. Þar er brotið upp á nýjum leiðum til þess að takast á við djúpstæðan vanda í undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Til þess að leggja út í þessar viðræður þurfti kjark og fram- sýni af hálfu eigenda Isbjarnar- ins og pólitíska djörfung borg- arstjórans í Reykjavík. Eins og við mátti búast hefur þessi við- leitni verið túlkuð og gagnrýnd á hinn þrengsta veg af hálfu minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn. Ýmist er því haldið fram, að Sjálfstæðisfíokkurinn í borgarstjórn sé að bjarga ís- birninum eða að eigendur ís- bjarnarins muni fá Bæjarút- gerðina á silfurfati. Slík um- fjöllun sýnir aðeins smæð þeirra, sem að henni standa. Verði niðurstaðan í þessum við- ræðum jákvæð mun hún verða upphafið að umfangsmikilli endurskipulagningu í sjávar- útvegi og fiskvinnslu. ér er fallegt þegar vel veiðist. Þessi stutta setning, sem höfð var eftir fiskimanni í strjál- býli, segir fleira — og ristir dýpra — en í fljótu bragði virðist. Þá orðin vóru töluð var sjávarafli það sem skildi milli feigs og ófeigs í byggð hans sem og flestum öðrum í landinu. Svo er raunar enn, ef grannt er gáð. Þessi veruleiki vefst hinsvegar fyrir fleirum en áður. Allt kapp er lagt á það að „vita meira og meira um minna og minna". Það, sem er utan Hringbrautar „fagsins", getur allt eins verið á annarri plánetu, þó um sé hnotið dag hvern. „Hér er fallegt þegar vel veiðist." Þessi hlýju orð heyra til gærdeginum. Hver talar um fegurð Akrafjalls eða Skarðsheiðar í tengslum við aflakvóta líðandi stundar? „Donkíkvótar" mið- stýrðs skrifræðis taka sér ekki fagur- yrði í munn. Flest bendir á hinn bóginn til þess að menn geti, þrátt fyrir gamalgróinn hér- aðaríg, orið sæmilega sáttir við þá stað- hæfingu, að hvarvetna sé fagurt undir heiðum sólarhimni. Suðvesturhorn landsins hefur og skartað sínu fegursta á því sumri, sem senn kveður. Elztu menn muna ekki aðra eins tíð. Góðviðrið hefur létt marga lundina; lyft þyngstu yglibrúnum upp í hársrætur. A þessu blessaða sumri kom á daginn, sem ýmsa grunaði, að Reykjavík er fög- ur borg. Hún á gömul borgarhverfi, sem minna um margt á sjávarþorp í öðrum landshlutum. Hún á ný borgarhverfi, sem teygja sementsturna til himins. Hún á borgarhverfi í hinum marg- breytilegustu myndum. Það er vissulega ómaksins vert, jafnvel fyrir borinn og barnfæddan Reykvíking, að skoða borg- arhverfin, eitt af öðru, vel og vandlega. Hann verður margs vísari. Borgin á einnig sínar vinjar, sem ljúft er að leita til á sólríkum dögum: Skrúð- garðinn í Laugardal, Miklatún, Lysti- garðinn við Tjörnina og Öskjuhlíð. Hið næsta Reykjavík en utan byggðar er ótrúlegur fjöldi göngu- og ökuleiða, sem eru mikið augnayndi. Það þarf svo sannarlega ekki að leita langt yfir skammt að fegurð og fjölbreytni, sem hvarvetna blasir við augum í Reykjavík og næsta nágrenni, einkum þegar vel viðrar og fiskurinn tekur í flóanum. Nálægt níutíu þúsund utanferðir ís- lendinga 1984 skila sjálfsagt sínu — í einni og annarri mynd. Konum og körl- um hins langa vinnudags og langa skammdegis er sól suðursins sízt of góð. En sumarið, sem er að kveðja, stóð fyrir sínu hér í borginni. Eftir það skiljum við betur orð borgarskáldsins, Tómasar Guðmundssonar: Jafnvel gamlir símastaurar syngja/ í sólskininu og verða grænir aftur. Vöxtur höfudborgar Það hefur vissulega sitt hvað breytzt í henni Reykjavík frá því að „fornar súlur fjutu á land" í árdaga íslandsbyggðar. Árið 1910, fyrir 75 árum síðan, vóru Reykvíkingar orðnir 11.600 talsins. Samkvæmt íbúaskrá 1. desember sl. teljast þeir 88.745. Sú alhliða uppbygging, sem vexti af þessu tagi fylgir, hefur ekki komið af sjálfu sér. Reykvíkingar hafa átt því láni að fagna, lengst af, að hafa fram- sýna og framtakssama borgarstjóm. Frá þeirri reglu er sennilega aðeins ein undantekning, skammt að baki, er vinstri flokkar réðu ferð. Sú undantekn- ing varð blessunarlega stutt. Reykjavík hefur vaxið stanzlítið gegnum tíðina en hinsvegar ekki „jafnt og þétt“. Bakslag kom í seglin þrjú ár á síðari hluta áttunda áratugarins, 1976, 1977 og 1978. Á þessum árum vóru burtfluttir úr borginni, umfram að- flutta, samtals 3.596, eða að jafnaði 1.200 á ári. Hins vegar vóru 1.619 að- fluttir, umfram brottflutta, 1981—1983, eða 540 að jafnaði hvert áranna, sam- kvæmt Árbók Reykjavíkur 1984, sem Fjármála- og hagsýsludeild borgarinnar vinnur. Samtímis hafa grannbyggðir vaxið ört. Fjöldi fólks, sem þar býr, sækir vinnu til Reykjavíkur og þjónustu ýmis konar. Dæmi eru og hins gagnstæða. Samvinna sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu er óhjákvæmileg á fjölmörg- um sviðum — og fer vaxandi. Bezt fer á því að Reykjavík og önnur byggðarlög á höfuðborgarsvæðinu vaxi hóflega. Það er engu byggðarlagi greiði gerður með því að raska eðlilegu byggðajafnvægi í landinu. Ef nýta á hyggilega þær auðlindir sem forsjónin hefur lagt okkur upp í hendur til fram- færslu, nýta gögn og gæði lands og hafs, þarf að byggja landið allt. Víða í strjálbýli eru mikil verðmæti í hvers- konar aðstöðu, sem rangt er að skilja eftir van- eða ónýtt. Það kostar og mikla fjármuni að byggja slíka aðstöðu á nýj- um stað eða stöðum, ef fólksstreymi frá strjálbýli til Faxaflóasvæðisins verður vaxandi. Reykvíkingum ber að rækta með sér velvild til strjálbýlissvæða og skilning á högum þeirra, sem þar búa. Fjöldi átt- hagafélaga í Reykjavík ber þessari við- leitni vitni. Á sama hátt eiga landsmenn allir að tileinka sér hlýhug til höfuð- borgarinnar, hvar fornar súlur flutu á land og vísuðu hinum fyrsta íslendingi til búsetu. Reykjavík er fögur borg. Hún hefur margt að bjóða, þó sitthvað megi enn bæta, eins og gengur. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur látið hendur standa fram úr ermum, undir forystu ungs og framtakssams borgarstjóra, Davíðs Oddssonar, sem nvtur trausts og stuðn- ings þorra fólks. Á síðasta ári kjörtíma- bils má að vísu gera ráð fyrir ýmsum skringilegheitum minnihlutahópa. Því ber að taka með bros á vör, ekki sízt í þessu sólríka tíðarfari. Breyttir búskaparhættir Framleiðsla kindakjöts langt umfram innlenda framleiðslu hefur lengi við- gengizt. Umframframleiðslan hefur verið flutt á erlenda markaði, mikið niðurgreidd. Lengi framan af, ekki sízt á viðreisnarárunum (1959—1971), vóru útflutningsbætur með búvöru viðráð- anlegar. Tilkostnaður framleiðslunnar á þessum árum óx ekki mikið hraðar en söluverð hennar erlendis. Þetta gjör- breyttist snemma á áttunda áratugnum, þegar óðaverðbólgan festi rætur. Hún harðlokaði erlendum búvörumörkuðum, nema með himinháum útflutningsbót- um, sem urðu skattþegum ofviða. Þau pólitísku öfl, sem axla stjórnarfarslega ábyrgð á verðbólguþróuninni eftir 1970, hjuggu í raun að rótum íslenzks land- búnaðar, sem og annarrar útflutnings- framleiðslu. Bændur brugðuzt við vandanum með eftirtektarverðum hætti. í fyrsta lagi fækkuðu þeir sauðfé verulega. í annan stað snéru þeir sér í vaxandi mæli að öðrum búgreinum, einkum loðdýrarækt. í þriðja lagi stofnuðu þeir ný hags- munasamtök, Landssamband sauðfjár- bænda, til að styrkja stöðu framleiðslu- greinarinnar. Langstærsti kindakjöts- salinn úr landi, Samband íslenzkra samvinnufélaga, hefur sætt vaxandi gagnrýni, fyrst og fremst fyrir kléna frammistöðu sem söluaðili, en jafn- framt fyrir háan milliliðakostnað bú- vöru, sem bitnað hefur jafnt á framleið- endum og neytendum. Sérhæfðir aðilar, sem kannað hafa kindakjötsmarkað í Bandaríkjunum, gagnrýna harðlega frammistöðu Sam- bandsins. Þeir telja að breytt neytenda- viðhorf vestra hafi ekki verið nýtt nægj- anlega í markaðsöflun. Þar gæti sívax- andi andúðar almennings á „ónáttúru- legum" framleiðsluháttum og lyfjanotk- MORGUNBLAÐID, SUNNLDAGUR 1. SKPTKMBER.1985 B__&L - REYKJAVÍKURBRÉF t, laugardagur 31. ágúst un í landbúnaði og annarri matvæla- framleiðslu. Ný markaðssókn í Bandaríkjunum verður hinsvegar ekki auðveld. Banda- ríkin eru kröfuharður markaður. Slíkur markaður vinnst ekki nema með mikilli vöruvöndun og mikilli vörukynningu. Landssamband sauðfjárbænda stefnir hinsvegar að því að vinna markað vestra fyrir villibráð eða lúxusvöru í há- um gæðaflokki. Loðdýrarækt Hröð uppbygging og framþróun hefur átt sér stað í loðdýrarækt. í ársbyrjun 1981 vóru starfrækt 13 loðdýrabú í land- inu. 1983 eru þau orðin 86. í byrjun þessa árs 141. Búunum fjölgaði úr 13 í 141 á fjórum árum. Jón Ragnar Björnsson, formaður Landssambands íslenzkra loðdýrarækt- enda, komst svo að orði í blaðaviðtali 13. ágúst sl.: breytingu á jarðræktarlögum 1979 ...“ Áður en frekar verður fjallað um þetta efni skal lítillega vikið að fóður- stöðvum fyrir loðdýrabú. „Fóðurstöðvarnar verði samvinnu- fyrirtæki" Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, segir í tilvitnuðu viðtali: „Gert er ráð fyrir að fóðurstöðvarnar verði samvinnufyrirtæki bændanna sjálfra. Þeim verður komið fyrir þar sem hráefnið fellur til, í sjávarþorpum hvarvetna um landið... Búið er að ákveða hvar fóðurstöðvarnar verða og um leið hver loðdýraræktarsvæðin verða. Það eru eða verða fóðurstöðvar á Sauðárkróki, Selfossi, Borgarnesi, Pat- reksfirði og á Flateyri." Búnaðarmálastjóri tengir þessar fóð- urstöðvar fyrir loðdýrabú, sem „búið er „Við höfum gert eins konar fimm ára áætlun um þróun í loðdýrabúskapnum. í henni er reiknað með að árstekjur auk- izt úr 75 m.kr. í fyrra í 1.6 milljarð króna á þessu tímabili. Þá verða þúsund ársverk við þessa grein, en í landbúnaði eru nú um sjö þúsund ársverk." Formaðurinn sagði ennfremur að loðdýrabúum fjölgi um næstu áramót um því sem næst 100. Framleiðslan í fyrra hafi verið 28 þúsund refaskinn og 22 þúsund minkaskinn. Takizt að fram- fylgja fimm ára áætluninni verði árs- framleiðslan í lok tímabilsins 375 þús- und refaskinn og 1.000.000.— minka- skinn. Þjóðviljinn hefur eftir Jónasi Jóns- syni, búnaðarmálastjóra, „að eftir fimm ár verði mögulega starfandi 1000 — 1500 loðdýrabú, auk þess sem búin eigi eftir að stækka að umfangi." Löggjafinn, Alþingi, kemur einnig við sögu þessarar þróunar. „Lög um breyt- ingu á jarðræktarlögum, nr. 79 29. maí 1972“, sem samþykkt vóru á Alþingi 19. júní 1985, mæla svo fyrir um „framlög til búnaðarframkvæmda": „X. — Til loðdýrabygginga: Framlag má nema allt að 30% af áætluðu kostn- aðarverði þessara bygginga, allt að 600 fermetra að flatarmáli á býlí“. í skýringu á þessari lagagrein, sem fylgdi frumvarpinu, segir: „framlag samkvæmt X.—lið er ætlað sem stuðn- ingur við loðdýrarækt. Er það framhald á þeirri stefnu, sem mörkuð var með „1) Unnin er áætlun fyrir heila búgrein, ' sem á að hafa 1,6 milljarða króna tekjur eftir fimm ár . .. og gefa eitt þúsund árs- störf í lok áætl- unartímans. 2) Heimild er fyrir því í jarð- ræktarlögum að ríkið, skattborgarar, axli allt að 30% stofnkostnaðar við byggingu loðdýrahúsa. 3) Gert er ráð fyrir því, sam- kvæmt stað- hæfíngu bún- aðarmála- stjóra, að fóðurstöðvar loðdýrabúanna verði sam- vinnufyrirtæki að rekstrar- legri uppbygg- ingu. 4) Búið er að ákveða hvar fóðurstöðvarn- ar eiga að vera. _ 5) Það er eðli- legt að einhver staldri við og spyrji: hvar á einkaframtak- ið heima í þess- ^ um áætlunum?“ að ákveða hvar verða", við fóðurfram- leiðslu til fiskeldis. Orðrétt segir hann: „Við erum vel í sveit settir með fóður- framleiðslu til fiskeldis, því þar er í grundvallaratriðum notað sama fóður og til loðdýraræktar. Það má nýta allan fiskúrgang og allan úrgangsfisk í fisk- eldisfóður og ef vel er á málum haldið er hægt að framleiða 500 þúsund tonn af því á hverju ári.“ Það er vissulega fagnaðarefni, hver áhugi er á loðdýrarækt og hve vel hefur miðað áleiðis í því efni að fjölhæfa at- vinnulíf í strjálbýli. Hinsvegar er ástæða til að staldra við og íhuga nokkra meginpunkta málsins, sérstak- lega með hliðsjón af staðhæfingum búnaðarmálastjóra um rekstrarlega uppbyggingu greinarinnar: • 1) Unnin er áætlun fyrir heila bú- grein, sem á að hafa 1.6 milljarð króna tekjur eftir fimm ár, ef fram fer sem horfir, og gefa um eitt þúsund ársstörf í lok áætlunartímans. • 2) Heimild er fyrir því í jarðræktar- lögum að ríkið, skattborgarar, axli allt að 30% stofnkostnaðar við byggingu loðdýrahúsa. • 3) Gert er ráð fyrir því, samkvæmt staðhæfingu búnaðarmálastjóra, að fóð- urstöðvar loðdýrabúanna verði sam- vinnufyrirtæki að rekstrarlegri upp- byggingu. • 4) Búið er að ákveða hvar fóðurstöðv- arnar eiga að vera. • 5) Það er eðlilegt að einhver staldri við og spyrji: hvar á einkaframtakið heima í þessum áætlunum? Fagna ber allri framvindu og nýsköp- un í þjóðarbúskapnum. Loðdýrarækt spannar tvímælalaust mikla möguleika fyrir íslenzka bændastétt, þó fram- leiðslan, eða sala hennar, sé háð tízku- sveiflum. Þess verður hinsvegar vel að gæta að eðlileg samkeppni og framtak einstaklingsins, sem er sterkasti aflgjaf- inn í allri verðmætasköpun og öllum framförum, fái að njóta sín hér sem annars staðar. Miðstýring og ofstjórn, sem bryddir á í framangreindum tilvitnunum, þurfa endurskoðunar við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.