Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 64
qH papt UrXfíti,XTQrdp r arrr»ArTTii/MTf2) nuit i«rx Tr»ar»A 64 mGRGUNBLADID, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Flugslysið í Manchester Það var fólk ofan á mér og undir mér. Ég barst með straumnum út á væng og við stukkum." Ofsahræðsla Anna Findlay frá Yorkshire, sem sat rétt hjá hreyflinum sem sprakk, sagði: „Ég varð felmtri slegin. Við sáum eldinn fyrir utan og gerðum okkur enga grein fyrir því hve hratt hann mundi breiðast út. Rúður brotnuðu vegna hitans. Tíminn stóð kyrr. Við horfðum á eldinn og vissum ekki hvað til bragðs ætti taka. Enginn hreyfði sig strax. Þegar hreyfing kom á fólkið datt það og margir urðu undir. Fleira fólk hefði komizt út, ef við hefðum ekki fyllzt ofsahræðslu og ef við hefðum farið eftir settum reglum. Þegar ég hafði tekið þá ákvörð- un að færa mig tróðst fólk undir og lá á göngunum milli sætarað- anna. Ég steig yfir fólkið og sæt- isbökin og ruddist bara út. Ég náði varla andanum vegna reyksins. Það voru farþegarnir, sem spörkuðu i hurðirnar svo að þær opnuðust upp á gátt. Ég hélt að dagar mínir væru taldir. Allir, sem voru þarna í flugvélinni, voru snaróðir og ég hugsaði um það eitt að bjarga mér.“ Felmtri slegnir áhorfendur á flugvellinum lýstu því hvernig flugvélin hefði brunað eftir flugbrautinni og reykjar- og eldstrókur staðið aftur úr henni áður en hún rann út af brautinni og nam staðar. „Ég trúi því ekki að svona marg- ir hafi farizt," sagði Tim Laverick frá Wirral. „Mannslif virtust ekki vera í mikilli hættu. Flugstjórinn virtist ráða við ástandið og vita hvað hann var að gera.“ Eftir slysið var frá því skýrt að starfsmenn flugturnsins hefðu gefið Peter Terrington flugstjóra, sem komst lífs af, fyrirmæli um að skipa farþegunum að yfirgefa flugvélina um leið og hún nam staðar. Þess vegna kom fréttin um að farþegarnir hefði fengið skipun um að sitja kyrrir þeim óþægilega á óvart. Ekki er ljóst hver gaf skipunina. Grunur lék á að það hefði verið flugstjórinn, en nú virðist að skip- unin hafi komið frá flugþjóni. Flugstjórinn var í stöðugu sam- bandi við flugturninn og flugrit- anum var bjargað. Svört aö innan David Ashworth, kaupsýslu- maður frá Manchester, hafði skip- unina að engu og hjálpaði Kathl- een konu sinni og tveimur sonum þeirra hjóna, 11 og 13 ára, að kom- ast út um framdyrnar. „Enginn annar fór út í fimm eða sex sekúndur og hægt hefði verið að bjarga mörgum mannslífum. Ég sagði öllum að koma,“ sagði hánn. „Engin önnur tilkynning var lesin upp þegar farþegunum hafði verið sagt að þeir yrðu að sitja kyrrir í sætum sinum," sagði Ashworth, Blinduðust Farþegarnir blinduðust af reyknum og margir tróðust undir þegar þeir reyndu að ryðjast út með miklu írafári. Nokkrir, sem komust lífs af, hafa sagt að þeir hafi setið kyrrir í sætum sínum með spennt örygg- isbelti í 10 til 15 sekúndur, án þess að gera sér grein fyrir því að eldur var að læsa sig um flugvélina. (Úr Observer) Tvennar afturdyr flugvélarinnar voru ónothæfar og farþegarnir ruddust fram í dauðans ofboði. Reykur blindaði þá og eitur- gufur urðu þess valdandi að þeim lá við köfnun. Þeir klifruðu yfir sætisbök og tróðust yfir fólk, sem datt ■ göngunum milli sætanna. Tollfrjáls varningur og handfarangur dreifðust út um allt og töfðu flóttann. Slökkviliðsmenn leita í flakinu á flugv ellinum f Manchester. EINHVER hrópaði: „Verið róleg og setjizt — það verður allt í lagi,“ þeg- ar flugstjóri brennandi Boeing-flug- vélar BritLsh Airtours, dótturfyrir- tækis brezka flugfélagsins British Airways, stöðvaði hana eftir spreng- ingu í hreyfli í flugtaki á flugvellin- um í Mancbester í síðustu viku. Þessi skipun kann að hafa valdið dauða einhverra þeirra sem týndu iífi í eldsvoðanum, 52 farþega og tveggja flugfreyja. Þetta var mesta flugslvs Breta í 13 ár og síðast í röð óvenjumargra flugslysa á þessu ári. Rúmlega 1.000 hafa beðið bana í flugslysum á aðeins rúmum tveimur mánuðum og þetta er mesta flugslysaár sögunnar. Alls hafa rúmlega 1500 farizt í 15 flugslysum það sem af er árinu, a.m.k. 245 fleiri en 1974 þegar fyrra met var sett. Flugvélin, sem kviknaði í á flugvellinum í Manchester, átti að fara tii grísku eyjunnar Korfu og var á rúmlega 150 km hraða og í þann mund að hefja sig til flugs þegar sprengingin varð og eldur kom upp í hreyflinum. Alls tókst 81 farþega að bjarga sér út. Tveir slökkviliðsmenn slösuðust. Orsök slyssins var sprenging í brunaholi vinstri hreyfilsins, sem var bandarískur af gerðinni Pratt & Whitney JT8D-15. Eldsneytis- geymir brotnaði og eldur kom upp í afturhluta flugvélarinnar. Far- þegaklefinn fylltist af reyk á ör- fáum sekúndum. „Ég held að við höfum ekki orðið nógu hrædd í fyrstu þegar far- þegaklefinn fór að fyllast af reyk — við gerðum bara ráð fyrir að allt yrði í lagi,“ sagði Debra Wall- ey frá Preston. „Ég komst út á vænginn og það var eins og að vinna stóra vinninginn í happ- drættinu." Keith Middleton, rúmlega tví- tugur Liverpoolbúi, sagði að mað- ur fyrir aftan sig hefði velt þvi fyrir sér með stökustu ró hvort sprengingin stafaði af því að hjólbarði hefði sprungið og kvart- að yfir því að það gæti haft í för með sér sex tíma töf. „Ástandið var auðvitað miklu alvarlegra, eins og við komumst brátt að raun um,“ sagði Middle- ton. „Við heyrðum að flugstjórinn tilkynnti eitthvað í kallkerfið, en enginn greindi orða skil. Þegar við litum út um gluggann sáum við að það var kviknað í vængnum. Flugstjórinn virtist hemla, flugvélin rann til hliðar og fór út af flugbrautinni. Þá barst reykur inn í klefann. Fólk fór að reyna að komast út um gluggana og hljóp að dyrunum eins hratt og það gat. Eldtungur fóru að teygja sig inn og ég náði ekki andanum. Flugvél- in fylltist þykkum, svörtum reyk. Fólk fyrir aftan mig hrópaði og mér datt í hug að hjálpa þvi, en það þjónaði engum tilgangi. Ég hefði fest mig eins og það. Mörg börn voru í flugvélinni. Allir æptu, hrópuðu og ýttu. Sum- ir duttu á gólfið og tróðust undir. Fólkið smeygði sér úr sætunum og allir reyndu að troða sér áfram. Einn af flugþjónunum þreif í mig og fleygði mér niður rennu.“ Lágu í kös Mike Mather frá Cheshire fannst nóg um óðagot farþeganna þegar reykurinn barst inn í vélina: „Allir höfðu haldið að eldurinn mundi slokkna þegar vélin næmi staðar og gripið yrði til slökkvi- tækjanna, en þá bárust reykur og eldtungur inn í flugvélina. Allt fólkið lá í kös í þröngum göngunum milli sætanna. Fólkið lá hvert ofan á öðru og allir reyndu að komast út. Ein flugfreyjan þreif mig úr sæti mínu og mér tókst að koma mér út um framdyrnar. Um 30 manns voru fyrir framan mig og þegar ég fór niður rennuna fann ég kröftugan hitastraum, sem mig sveið af, og fékk brjóstsviða." Michael Loftus frá Stockport og kona hans björguðu tveimur ung- um börnum sínum út á hægri vænginn og stukku með þau til jarðar. Frú Loftus, sem hafði setið þremur sætum frá vænghurðinni, sá ekkert fyrir froðu slökkviliðs- manna þegar hún kom út á væng- inn. „Síðan birtist Michael út úr froðunni," sagði hún. Mark Tatlock frá Northwich sagði að flugstjórinn hefði kastað rennúnni úr framhluta flugvélar- innar og síðan tekið til við að ýta fólki niður hana. „Þegar við vorum komin niður sáum við eldsneyti leka úr vængnum og flæða út um allt,“ sagði hann. „Þegar eldurinn barst inn í flugvélina urðu allir skelfingu lostnir," sagði hann. „Fólkið fyrir aftan mig ruddist áfram og ýtti mér út um dyrnar. Þegar ég and- aði að mér svörtum reyknum fann ég til sársauka. Ég dró einu sinni að mér andann og hélt að dagar mínir væru taldir. Yítíslogunum Flóttinn úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.