Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAGUR 1. SEPTBMBER1985 Eg er hérna í vetrarfríi," seg- ir hann með íbyggnu brosi, því vLssulega hljómar það undarlega af vörum íslend- ings að kalla frí í júlí vetrarfrí, nema þá um kaldhaeðnislega fyndni sé að ræða, eða kveinstafi yfir því að ekki einu sinni þegar sól er haest á lofti skuli vera boðlegt veður sólþyrstum almenningi á klakanum. En það var engu slíku til að dreifa hjá Hilmari Kristjánssyni, þess sem til er vitnað, enda maðurinn ekki líklegur til að kveinka sér (þótt vissulega sé hann ekki með öllu laus við kaldhæðni). Hann var einfaldlega að vísa til þeirr- ar staðreyndar að nú væri vetur (ef vetur skyldi kalla) „þarna niður frá“, þar sem hann befur alið manninn sl. tvo áratugi — í Suður-Afríku. Flestir sem voru komnir til vits og ára í kringum 1960 muna ugg- laust eftir Hilmari: hann var að- sópsmikill í útgáfumennskunni, gaf meðal annars út Vikuna um skeið, auk annarra tímarita, stofnaði prentsmiðju og gerði alvarlega til- raun til að gefa út framsækið dagblað; Mynd hét það og kom út í þrjár vikur árið 1962, sniðið í anda þýska blaðsins Bild. Góð hugmynd að sogn gamaireyndra blaðapúl- hesta, sem hefði gengið upp ef ekki hafði komið til bilun í prentsmiðju og prentaraverkfall. Mynd fór sem sagt á hausinn, sem var dýrt spaug fyrir Hilmar og sjálfsagt áfall fyrir kapítalíska hugsjón hans, því hon- um er lítt að skapi að ríkið og stétt- arfélög setji hugviti og framtaki einstaklingsins miklar skorður: „Ég óttast þennan „creeping socialism", hvað á maður að segja, „skríðandi kommúnisma*, sem læðist inn um bakdyr þjóðfélaga án þess að menn taki eftir því, og fyrr en varir er ekki hægt að snúa sér við í friði fyrir kröfum og skorðum „velferðarþjóðfélagins“,“ segir hann, og bætir því við að það séu varla meira en sjö þjóðfélög á jarð- arkringlunni þar sem sæmilegt við- skiptafrelsi ríkir, ósvikinn kapítal- ismi, og Suður-Afríka sé, góðu heilli, eitt þeirra. Sem var ástœöan til þess að þú fluttir þangað á sínum tíma, stað- kæfði ég. ríminu, en inn í landið komst ég.“ Hilmar hefur margt brallað frá því að hann kom til Suður-Afríku, en lengstum hefur hann starfrækt þar prentsmiðju, og þá helst gefið út dagbækur af ýmsu tagi. Um tima var hann með 80 manns f vinnu. „En nú er ég að breyta til,“ segir hann, „fara út í aðra sálma. Ég lok- aði prentsmiðjunni um áramótin og seldi vélarnar, því það hefur verið óskapleg kreppa í Suður- Afríku undanfarið, verri en heims- kreppan 1929 að sumra mati, þótt nú sé eitthvað farið að rofa til.“ Oa hvað á aðfara út í næst? „Eg veit það ekki ennþá!“ var svarið, en hlátrinum sem fylgdi gaf til kynna að hann hefði ekki miklar áhyggjur af framtíðinni. „Það stendur ekki beint til að fara að draga saman seglin, ég finn mér nýjan farveg, og svo gef ég enn út stærstu dagbókina og þá sem ég hef grætt mest á. Management Diary heitir hún, og er eins konar skipulagsdagbók fyrir menn í viðskiptum, ekki ósvipað Time Manager, sem þekkt er hérlendis. Hún kemur út í 250 þúsund eintök- um.“ Það er freistandi að líta á Hilm- ar sem kaldrifjaðan eiginhags- munasegg, sem setur markaðslög- málin ofar mannlegum verðmæt- um og svífst einskis í „taumlausri sókn sinni eftir hámarksgróða“, svo gripið sé til slagorða, úreltra að vísu, sem vinstrisinnaðir mennta- skólapiltar hampa stundum á fund- um í ræðufélaginu. Hann hendist yfir á hinn helming hnattarins, þar sem jarðvegurinn er frjósamari (vinnuaflið ódýrara, skattbyrðin minni, viðskiptafrelsið meira), þar sem hann fær notið sinna kapítal- ísku krafta í landi, sem hefur til skamms tíma (og sumir segja enn þann dag í dag, þrátt fyrir marg- háttaðar breytingar) dregið skarpa línu milli manna eftir litarhætti, gósenland hvíta gróðapungsins, sem heldur hinum minni máttar, svörtum almúganum, niðri með ofríki og fordild. Og hefur ekki betri smekk en að gangast óhikað við sjálfum sér sem gallhörðum Hilmar Kristjánsson MorgunblaSið/Emilia Rætt við Hilmar Kristjánsson útgefanda, sem búið hefur í Suður-Afríku sl. tvo áratugi VIÐTAL: GUÐM. PÁLL ARNARSON Maður plantar ekki kartöflum í hrauni „Já, Mynd fór yfir um og ég þurfti að byrja á viðskiptum upp á nýtt, og taldi vænlegast að freista gæfunnar í nýju landi. Ég var að leita að frjósömum jarðvegi, því maður plantar ekki kartöflum i hrauni.“ Ódýra vinnuaflið í Suður-Afríku hefur freistað? „Frelsið freistaði. En hitt er ann- að mál að mér gekk ekkert allt of vel að fá innflutningsleyfi. Þeir vildu æstir fá mig í Astralíu, þar sem ég sótti einnig um og gerði stuttan stans, en i Suður-Afríku var aðeins sóst eftir fólki með verk- þekkingu ... “ Ekki hefur þig skort verkþekk- ingu? „Nei, en það stóð „útgefandi“ á passanum mínum, og allt sem við- kemur blöðum og blaðamennsku er illa séð þar neðra. Ég þurfti uppá- skrift hjá atvinnuveitenda í Suð- ur-Afríku um að ég ætti vinnu trygga, svo ég keypti fyrirtæki í Suður-Afríku á meðan ég var í Ástralíu og skrifaði svo pappíra upp á það að ég tæki sjálfan mig í . vinnu! Þetta ruglaði þá heilmikið í kapítalista (en það orð, guð veit hvers vegna, vekur í hugum sið- prúðra mannvina neikvæðar hug- renningar, kannski um óhefta bar- áttu þar sem þeir einir lifa af sem best vegnar). Ég vék að þessu við Hilmar á nærgætinn hátt, spurði hann hvort aðskilnaðarstefnan sem stjórnvöld Suður-Afríku hafa lengstum rekið færi ekki fyrir brjóstið á honum, hvort honum þætti ekki sanngjarnt að svarti meirihlutinn og kynblendingar fengju meiri hlutdeild og rétt til þátttöku í þjóðlífinu, ættu rétt á sama kaupi og tækifærum og hvíti maðurinn? „Það eru tvær hliðar á öllum málum og ekkert land er jafn mis- skilið og Suður-Afríka,“ svaraði Hilmar og gaf sér góðan tíma. „Það stafar af því að menn bera þetta land sífellt saman við Evrópu og Ameríku — sem er ósanngjarn og óraunhæfur samanburður, þvf landið er óvart í Afríku og því ætti með réttu að miða Suður-Afríku við aðrar þjóðir í þeirri álfu Og sá samanburður segir athyglisverða hluti: í Afríku búa 514 milljónir manna, þar af 24 milljónir í Suð- ur-Afríku og af þeim eru 5 milljón- ir hvítir. Með öðrum orðum búa 5% af íbúum Afríku í Suður-Afríku og hvítingjar Suður-Afríku eru 1% af þeim sem byggja Afríku alla. En taktu nú eftir: Um helmingur þess sem framleitt er í allri Afríku er framleitt í Suður-Afríku, þar er 50% af bílaeign Afríku og þar er neytt milli 60 og 70% þeirrar raf- orku sem Afríkumenn búa yfir. Þetta eru gallharðar staðreyndir, sem segja sína sögu. Menn geta svo alltaf deilt um pólitík, en mfn skoð- nun er sú að Suður-Afrfka væri ekki það sem hún er ef hvfti kyn- stofninn hefði ekki haft töglin og hagldirnar í stjórnsýslunni. Það er einfaldlega staðreynd sem verður að horfast í augu við að svertingj- arnir f Afríku eru áratugum — ef ekki hundruðum ára — á eftir hvfta manninum hvað varðar menntun, menningu og þroska. Sem er hið stóra vandamál Suður- Afríku, þetta hyldýpi á milli hins þróaða hvíta minnihluta og hins gjörsamlega vanþróaða svarta meirihluta. Og vandi stjórnarinnar sérstaklega er hvernig hún á að láta alla íbúa landsins taka þátt í stjórninni án þess að kerfið hrynji. það er pólitískt mat hvernig á að leysa þetta vandamál, en svo mikið er víst, að það verður ekki gert með því að taka upp regluna einn maður eitt atkvæði. Það þýddi einfaldlega hrun Suður-Afrfku.“ Þeim svörtu er þá ekki treystandi til að ráða sínum ráðum? „Þeim er ekki treystandi til að stjórna landinu, svo mikið er vfst, en það er ekkert sem mælir á móti því að þeir fari að einhverju leyti með sín mál. f Suður-Afríku eru átta kynbálkar, og þeim hefur lengi staðið til boða nokkurt sjálfsfor- ræði. Sumir kynbálkarnir vilja það ekki, en nokkrir þeirra eru þegar sjálfstæðir, en heimurinn vill ekki viðurkenna það, þrátt fyrir að Suður-Afríka líti á lönd þeirra sem sjálfstæð rfki og hafi veitt þeim gífurlegan stuðning. Á sfðustu fjárlögum var gert ráð fyrir hvorki meira né minna en 40 milljörðum íslenskra króna til uppbyggingar þessara ríkja. (Sem vel að merkja mætir nokkurri andstöðu hjá hvft- um, því þeir borga brúsann. Hvít- um mönnum finnst sérkennilegt að koma inn i nýju borgirnar sem þeir hafa sjálfir byggt fyrir svertingj- ana, glæsilegar borgir, planlagðar út í ystu æsar, en búa svo sjálfir f gömlu og ljótu borgunum við hlið- ina á. Það er viss urgur í mönnum út af þessu.)“ En svertingjar hafa ekki sitt eig- ið þing. „Nei, það er ekki tfmabært. Mörgum finnst reyndar sem stjórnin hafa farið heldur geyst undanfarið f því að veita kynblend- ingum og Indverjum sitt eigið þing. Það eru þrjú þing f Suður-Afrfku, fyrir hvita, kynblendinga og Ind- verja. Þegar ég kom fyrst til Suður- -Afríku voru stjórnmál lítið rædd. Búarnir kusu stjórnarflokkinn, National Party, en Englendingarn- ir stjórnarandstöðuna. Þetta var tiltölulega rólegt þar til þjóðernis- flokkurinn tók 180 gráðu stefnu- breytingu, sem varð til þess að nfu þingmenn sögðu sig úr flokknum og stofnuðu nýjan flokk, fhaldsflokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.