Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Frá vinstrí til hegri: Ólafur Björnsson fyrrv. prófessor, Ágúst Þorraldsson á Brúnastöðum, bóndi, Eysteinn Jónsson, Þórarínn Þórarinsson, Sverrir Júlíus- son, Halldór E. Sigurósson, Brynjólfur Bjarnason, Oddur Ólafsson að baki Siguróar Bjarnasonar, Asberg Sigurðsson, að baki hans Bjarni Ásgeirsson og fyrir framan hann Gunnar Jóhannsson, Steinþór Gestsson, Steingrímur Aðalsteinsson, Guðmundur I. Guðmundsson, Stefán Jónsson, Eggert Þorsteinsson, Guðlaugur Gíslason, Gils Guðmundsson, að baki hans Friðjón Skarphéðinsson, Jónas Rafnar, Tómas Árnason, Jón Þorsteinsson, Auður Auðuns, Davíð Ólafsson, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Sigurður Óli Ólafsson, Kjartan Jóhannsson, Birgir Finnsson, Hannibal Valdimarsson. Lávaröadeildin kemur saman á Þingvöllum Á DÖGUNUM tóku fyrrverandi al- þingismenn sig saman og béldu til Þingvalla þar sem rifjuð voru upp gömul kynni og árin á þingi. Margir í „Lávarðadeildinni“ eins og þegar var farið að kalla bópinn, hafa ekki sést í mörg ár og þótti því vel til fundið að kalla hópinn saman á ný. Miklar breytingar í öllum flokkum „Þetta er í fyrsta sinn, sem við hittumst og er það að þakka nokkrum framtakssömum í hópn- um að við erum hér saman komin. Mörg okkar hafa ekki sést í ára- tugi en ég vona að framhald verði á,“ sagði Auður Auðuns, eina kon- an í hópi þrjátíu þingmanna sem þarna voru komnir saman. — Hafið þið fyrrverandi þing- menn hugsað ykkur að bindast samtökum og leggja eitthvað til þjóðmálanna eins og víða þekkist erlendis? „Nei, um það hefur ekki verið rætt að svo komnu máli. Við erum hér samankomin til að rifja upp fyrri kunningsskap og gamla tíma og það vill nú svo skemmtilega til að ég hef sennilega setið á þingi með öllum sem hér eru, fyrst sem varamaður og seinna sem kjörinn þingmaður. — Finnst þér þingmenn og Al- þingi hafa tekið breytingum frá því þú sast á þingi? „Það hafa orðið miklar breyt- ingar í öllum flokkum og ef við tökum Sjálfstæðisflokkinn sem dæmi þá ríkir ekki sú samheldni innan hans í dag og gerði þegar ég þekkti best til. Þar skortir mikið á en með nýjum mönnum koma nýir siðir.“ — Telur þú að skortur á sam- heldni dragi úr áhrifum þing- manna og þingsins? „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að á undanförnum árum hefur i auknum mæli verið gert lítið úr störfum Alþingis og þing- menn nærri taldir óþurftarmenn. Hinsvegar má minna á að hver þjóð fær það þing, sem hún á skil- ið, í það minnsta þar sem viðhafð- ar eru frjálsar lýðræðiskosn- ingar.“ — Áttu einhver ráð að gefa? Auður Anðuns fyrrveraudi alþingis- maður. „Ekki nein ákveðin en það er ýmislegt, sem ekki fer jafn vel og skyldi og stafar það fyrst og fremst af því hversu oft er látið undan þrýstingi en ekki tekið á vandanum af ákveðni og festu." Aðferðir í pólitík hafa breyst — Hyggst „Lávarðadeildin“ beita sér fyrir einhverjum sér- stökum málum nú þegar hún hef- ur komið saman? „Ég tel fráleitt að það komi til mála,“ sagði Eysteinn Jónsson þar sem hann stóð á tali við Hannibal Valdimarsson. — Hvernig líst þér á þjóðmálin í dag? „Ætli ég vilji nokkuð segja um það, ég er önnum kafinn við að rifja upp það sem liðið er og hef því ekki haft tækifæri til að kynna mér málin nægilega vel. Væri ég hinsvegar í þeirri aðstöðu að þurfa að leggja á ráðin þá yrði að reyna á það. Eg geri sem sé alls ekki ráð fyrir því að við förum að leggja á ráð í pólitíkinni því við erum flest- ir komnir á þann aldur að við höll- um okkur frekar að krossgátunum en að reyna að greiða úr póli- tískum flækjum.“ — Eru stjórnmál og umræður um þau önnur en þú þekktir til? „Áðferðir í pólitík hafa breyst mikið á síðari árum, til dæmis með tilkomu íslenska sjónvarps- ins, sem hefur haft gífurleg áhrif á alla, bæði þá sem horfa á, stjórnmálamenn og ekki síst fréttamenn. Sjónvarpið er mun sterkari miðill heldur en menn höfðu áður og áhrif þess þar af leiðandi mikil. Nú er meira um óformlegar og formlegar viðræður við stjórnmálamenn í fjölmiðlum en áður var meira treyst á ræðu- höld stjórnmálamanna á fundum og í útvarpi. Þetta á meðal annars sinn þátt í þeim breytingum sem orðið hafa í pólitík á undanförnum árum.“ Áttum saman margar gódar stundir — Hvað finnst þér um þau vandamál sem verið er að fást við í þinginu í dag? „Ég get ekki betur séð en að þeim svipi til þeirra, sem verið var að fást við fyrir rúmum tuttugu árum þegar ég sat á þingi,“ sagði aldursforsetinn í hópnum, Sigurð- ur Óli ólafsson. „Og svona úr fjar- lægð séð virðist mér sem núver- andi þingmenn fari nokkuð vel með þann vanda sem verið er að glíma við svo að ég legg ekki í að fara að ráðleggja þeim neitt." — Verður hjá því komist að ræða stjórnmál á samkomu sem þessari? „Við minnumst ekki á pólitík heldur tölum við um það sem við áttum saman í gamla daga þegar við hittumst hér gamlir félagar sem ekki hafa sést árum saman. Hér verður tekinn upp gamli þráð- urinn frá árunum á þingi því allir vorum við góðir kunningjar og áttum saman margar góðar stund- ir eftir þingfundi þó að menn stæðu fastir á sínu í þingsalnum." Áhyggjur af því að menn séu farnir að sætta sig við hersetuna — Gætir þú hugsað þér að leggja eitthvað til málanna ef leit- að væri til þín? „Það kann að vera að ég gerði það,“ sagöi Brynjólfur Bjarnason, sem er næstur aldursforsetanum að árum. „En það er ekkert hlust- að á okkur gömlu mennina lengur. Þetta er allt orðið svo breytt frá því sem áður var og ætli stærstu breytingarnar hafi ekki orðið eftir að ég lét af þingmennsku 1956“ — Hverjar finnst þér vera helstu breytingarnar? „Ja, ég skal ekki segja. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að menn séu í dag farnir að sætta sig við hersetuna, af því hef ég mestar áhyggjur þvf þar er spurningin um lff okkar og dauða.“ — Þú setur hersetuna ofar efnahagsvandanum ? „Efnahagsmálin eru svo gjör- breytt frá þvf sem áður var að ég vil ekki dæma neitt um þau, en Alþýðubandalagið hefur ekki stað- ið sig nógu vel í hermálinu og þrátt fyrir að grundvallarsjón- armið flokksins séu þau sömu og áður þá hafa áherslur sem lagöar eru á málefnin breyst.“ KG Eysteinn Jónsson og Hannibal Valdimarsson fyrrverandi þingmenn. Aldursforsetar í hópnum þeir Brynjólfur Bjarnason og Sigurður Óli Ólafsson fyrrverandi al-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.