Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
Innbrot í leit að eiturlyfjum f lyfjakistum skipa:
„Engin eiturlyf lengur
í lyfjakistum skipa“
—segir siglinga-
málastjóri
BROTIST var inn í Gúmmí-
bátaþjónustuna i Örfirisey
nótt eina í vikunni, í annað
skiptið á nokkrum vikum, en
auðsætt var á ölium verksum-
merkjum að verið var að leita
að opíum í lyfjakistum
gúmmíbjörgunarbáta. Það
eru hins vegar um þrjú ár
liðin síðan hætt var að hafa
opíum í lyfjakistum björgun-
arbáta og lyfjakistum skipa
og hafðist því ekkert upp úr
krafsinu í innbrotinu.
Innbrotsþjófurinn fór í fjórar
lyfjakistur sem stóðu óinnpakk-
aðar, gramsaði i þeim en tók
ekkert úr þeim. Hins vegar var
hurð í húsinu eyðilögð. í inn-
brotinu fyrir nokkrum vikum var
aftur á móti einn gúmmíbjörgun-
Ein lyfjakistan sem faríð var í, ea eafin eitarlyf ern (lyfjakistam í skipum.
30Z afsláttur
Við veitum 30% afslátt af barnamyndatök-
um með 12 prufumyndum og 2 13 x 18 cm
stækkunum.
Ath.gildir til 15.september
Pantið tíma strax.
bama&fjölskyldu-
Ijósmyndir
Austurstræti 6, sími 12644.
Bergþóra og
Graham Smith
rugla saman
reitum sínum
Hljómplötur
Sigurður Sverrisson
Bergþóra Árnadóttir og Graham
Smith
Það vorar
Þor
Bergþóra Árnadóttir hefur
vaxið mjög ört á síðustu árum,
ekki aðeins sem söngvari heldur
og sem laga- og textasmiður.
Þessi tilraun hennar nú á plöt-
unni Það vorar með Graham
Smith er mér hins vegar ekki
alls kostar að skapi á köflum.
Svo ólíkir tónlistarmenn eru þau
tvö aö samkrull þeirra gæti aldr-
ei orðið annað mislitur blending-
ur. Svo er og raunin.
Lögin á plötunni eru 10 talsins
og á Bergþóra 6 þeirra. í það
heila á litið finnst mér lögin
hennar miklu betri og lög Gra-
hams á fyrri hliðinni eru ekki
aðeins tormelt heldur i mínum
eyrum síbylja einfalds stefs sem
er ofnotað. Lögin hans á B-hlið-
inni eru hins vegar miklu áheyri-
legri.
Það hlýtur alltaf að vera tvf-
eggjaö fyrir tónlistarmann eins
og Bergþóru aö klæða lög sín i
búning eins og þann sem er að
heyra á þessari plötu. Ekki að-
eins eru útsetningar mjög breytt-
ar frá fyrri plötum hennar held-
ur er hljóðfæraskipan allt önnur.
Mér finnst lög Bergþóru ekki
samin fyrir þessa meðferð.
Þegar rennt er yfir plötuna
nokkrum sinnum verður það
ennfremur Ijósara með hverri
hlustun að eðlilegra hefði verið
að aðskilja lög þeirra Bergþóru
og Grahams, þ.e. hafa t.d. lög
hennar öll á sömu hlið.
Langsamlega besta lag plöt-
unnar er hið gullfallega Lffs-
bókin, þar sem eðli laga Bergþóru
kemur hvað skýrast fram. Ein-
falt, blátt áfram og hrifandi.
Heildaryfirbragð plötunnar er
aftur á móti fremur ruglingslegt.