Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 .VÖRU STNIN6AR 16.—20. sept. Birmingham Stærsta plast- og gúmmfiðnaðarsýning I Evrópu I ár. ★ Yfir 1000 fyrirtæki frá 25 þjóðlöndum sýna þaö nýjasta I framleiðslu sinni: Efni, vélar, áhöld, mót. ★ Fullunnar og hálfunnar vörur til framleiðslu og vinnslu úr plasti og gúmmfi. ★ Fararstjóri á vegum Iðntæknistofnunar islands. Hópferð 15. september anugo 12.—17. sept. Köln Stærsta alþjóðlega matvælasýning sinnar tegundar f heim- inum. 5000 sýnendur á 227.000 fermetra svæði sýna: ★ Allar tegundir matvæla og drykkja. ★ Tæki og vélar, stórar og smáar til framleiðslu og pökkunar. ★ Matur og drykkur til einkaneyslu, heildsölu, smásölu og framleiðslu fyrir hótel, veitingahús og skyndibitastaði. ★ Allar nýjungar í matvælaiðnaði undir einu þaki. Hópferfl 11. september. SofaiÆsteknisk Konference 8.-9. okt. Kaupmannahöfn Ráðstefna varðandi framtíðar tæknibúnað skipa og mönnun þeirra. Haldin af Norræna Vélstjórasambandinu 8. og 9. október. Fjallað verður um: ★ Aöal og hjálparvélar. Uppbygging kerfa og niðursetn- ingu á tækjum. ★ Sjélfvirknibúnað og tölvustýringu. Viðvörunar og stýribúnað, fjarskipti, stjórnun og eftirlit með farmi. ★ Stærð áhafnar og vinnuumhverfi. Rekstraráform skipseigenda, kröfur yfirvalda, kröfur flokkunarfélaga, sálræn vandamál áhafna vegna umhverfis. ★ Panelumræða sem þátt taka í: Skipseigendur, yfirvöld, flokkunarfélög og vinnueftirlit. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa. Ráðstefnugjald 600 d. kr. öll gögn innifalin varðandi ráðstefnuna og 2 máltíðir. Hópferfl 4. okt. i samráði við Vélstjórafélag ísiands. i nbnjitíiTiat: 8.—17. nóv. PARIS Alþjóða byggingavörusýning. Alhliða byggingavörur: ★ Veggfóður, málning, vegg- og gólfklæðning. ★ Gólf og veggflísar, rafmagnstæki, Ijós, eldhústæki, arinar. ★ Hreinlætistæki, fylgihlutir og fittings. ★ Handverkfæri, rafmagnsverkfæri, trésmlöavélar, plastik og gler. ★ Festingar, viöarplast og járnfittingar, læsingar, járnvörur, einangrunarefni, skilrúm, sundlaugar. ★ Gólfteppi, áklæði, panelar. ★ Flutningatæki, lyftarar, kranar, vélar og áhöld til húsbygg- inga. INTERCLIMA 85 PARIS 12.-17. nóv. Alþjóðasýning á upphitunar-, frysti- og loftræstikerfum. ★ Meira en 50.000 fermetra sýningarsvæði. Í!l MIÐSTÖDIIV AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Áskorun FÍ til borgaiyfirvalda: Nefnd fulltrúa til að leysa vanda dagvistunar í Reykjavík „MIKILS misskilnings hefur gætt í allri umfjöllun um starfsmannahald á dagvistarheimilum Reykjavíkur- borgar aó undanfórnu," segir í áskor- un stjórnar Fósturfélags Islands til borgaryfirvalda, sem borist hefur Morgunblaðinu. Borgaryfirvöld hafa haldið á loft þeim kauphækkunum sem fóstrur fengu í síðustu kjarasamningum. Reyndin var hins vegar að byrjun- arlaun fóstra hækkuðu aðeins um 1.623 kr. eða 8,06% og mesta hækkun fengu menn eftir 18 ára starf eða um 17,45%. Meðaltals- hækkun allra borgarstarfsmanna var 8,70% eða hærri en hjá nýbyrj- uðum fóstrum. Langur vinnutími, mikið álag svo og ábyrgð á uppeldi ungra barna er ekki metið til launa hjá fóstrum eða aðstoðarfólki. Hins vegar fór fram starfsmat á Akur- eyri, sem færði fóstrum þar 4 þús- und króna hækkun á mánaðarlaun. Sýnir það brýna nauðsyn þess að endurmeta kjör fóstra. Á síðustu árum hefur orðið æ erfiðara að fá hæft fólk til starfa á dagvistarheimilum og fóstru- skortur hefur ekki minnkað í Reykjavík, þó svo að Fósturskóli íslands hafi útskrifað 285 fóstrur á síðustu 5 árum. í skýrslu Bergs Felixsonar til stjórnarnefndar Dagvistar barna segir eftirfarandi um starfsmannahaldið 1984: „Skv. könnunum, sem gerðar voru, þá hættu 8 forstöðumenn, 42 fóstrur og 86 sóknarstarfsmenn störfum á leikskólum á árinu 1984 eða alls 3.136 starfsmenn, en um áramót gegndu 223 starfsmenn þessum sömu störfum. Á sama ári hættu 2 forstöðumenn, 39 fóstrur og 185 sóknarstarfsmenn á dag- heimilum eða alls 226 starfsmenn. Um áramót gegndu 353 starfs- menn þeim sömu störfum." Reikna má með að breyting á starfsmönnum verði enn meiri á þessu ári að óbreyttu ástandi. Lýs- ir stjórn FÍ þungum áhyggjum sínum vegna þeirra örðugleika sem þessi hreyfing skapar í uppeldis- starfinu og minnir enn og aftur á að það eru börnin sem gjalda þessa ástands. Um áratugaskeið hefur þess verið krafist að uppeldi ungra barna á dagvistarheimilum sé i höndum fóstra. Staðreyndin er aftur á móti sú að i núverandi starfsmannaeklu hafa borgaryfirvöld eingöngu rætt leiðir til að fá ófaglært fólk til að leysa vandann. Fjöldi fóstra eru i öðrum störfum eða heimavinnandi og harmar stjórn FÍ áhugaleysi borgaryfirvalda á að fá þær til starfa. Stjórn FÍ fagnar því framtaki að auka starfsmenntun ófaglærðra starfsmanna með námskeiðshaldi, en undirstrikar að það kemur ekki í stað fóstra. Hins vegar hefur sókn ungs fólks i námsbrautir uppeldisstétta minnkað og er það afleiðing af lélegum launakjörum. Þeirri þróun þarf að snúa við með bættum launum og vinnuskilyrð- um og lýsir stjórn FÍ eftir tillögum borgaryfirvalda í þvi skyni. Fóstrur og forstöðumenn hafa ítrekað vakið athygli yfirvalda á starfsmannavanda dagvistar- heimila en ekki fengið viðbrögð sem skyldi. Stjórn FÍ skorar þvi á borgaryfirvöld að setja á laggirnar nefnd fulltrúa allra þeirra sem hlut eiga að máli til að leita lausna hið fyrsta. ÆflNQASTÖÐIN ENGIHJALLA 8 • ® 46900 HAUSTDAGSKRÁIN LÍKAMSRÆKT í TÆKJASAL: ÆFINQASIOÐIN ENGIHJALLA 8 * W 46900 Kvennaleikfimi Byrjenda- og framhaldsflokkar. 4 vikna námskeið 2svar í viku. Styrkjandi, vaxtarmótandi og friskandi leikfimi. Komið í góðan félagsskap. Aerobíc fyrir unglinga Stelpur og strákar 13 ára og eldri. Frábært stuð meö nýjustu lögunum. Mætum öll í Engihjallann. Leikfimi ffyrír barnshafandi 2svar í viku létt hreyfing, slökun og styrkjandi æf- ingar. Líkamsrækt á þessum tíma á ekki síður rétt ásér. Slökun: Ljósalampar — vatnsgufubað — nuddpoítar. Þetta er bara byrjunin, seinna kemur meira. Innritun í öll námskeió í síma 46900, 46901 og 46902 frá kl. 14.00. Frábær aöstaða til líkamsræktar. Styrkjandi — megrandi og hressandi æfingar í velbúnum tækjasal. Ótal möguleikar. Komdu, fáðu æfingakerfi við þitt hæfi. Frjáls mæting, mánaöarkort fyrir karla og konur á öflum aldri. AEROBIC 4 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið. Kennt 2—3 í viku. Hörku leikfimi eykur þol og styrk með dúndur músík. Æfingar meö lóöum 4 vikna styrkjandi leikfimi með lóðum og þyngingum. Frískandi félagsskapur og árangurinn lætur ekki á sér standa. Kennt 2svar í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.