Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
.VÖRU
STNIN6AR
16.—20. sept.
Birmingham
Stærsta plast- og gúmmfiðnaðarsýning I Evrópu I ár.
★ Yfir 1000 fyrirtæki frá 25 þjóðlöndum sýna þaö nýjasta I
framleiðslu sinni: Efni, vélar, áhöld, mót.
★ Fullunnar og hálfunnar vörur til framleiðslu og vinnslu úr
plasti og gúmmfi.
★ Fararstjóri á vegum Iðntæknistofnunar islands.
Hópferð 15. september
anugo
12.—17. sept.
Köln
Stærsta alþjóðlega matvælasýning sinnar tegundar f heim-
inum. 5000 sýnendur á 227.000 fermetra svæði sýna:
★ Allar tegundir matvæla og drykkja.
★ Tæki og vélar, stórar og smáar til framleiðslu og pökkunar.
★ Matur og drykkur til einkaneyslu, heildsölu, smásölu og
framleiðslu fyrir hótel, veitingahús og skyndibitastaði.
★ Allar nýjungar í matvælaiðnaði undir einu þaki.
Hópferfl 11. september.
SofaiÆsteknisk
Konference
8.-9. okt.
Kaupmannahöfn
Ráðstefna varðandi framtíðar tæknibúnað skipa og mönnun
þeirra.
Haldin af Norræna Vélstjórasambandinu 8. og 9. október.
Fjallað verður um:
★ Aöal og hjálparvélar. Uppbygging kerfa og niðursetn-
ingu á tækjum.
★ Sjélfvirknibúnað og tölvustýringu. Viðvörunar og
stýribúnað, fjarskipti, stjórnun og eftirlit með farmi.
★ Stærð áhafnar og vinnuumhverfi. Rekstraráform
skipseigenda, kröfur yfirvalda, kröfur flokkunarfélaga,
sálræn vandamál áhafna vegna umhverfis.
★ Panelumræða sem þátt taka í: Skipseigendur, yfirvöld,
flokkunarfélög og vinnueftirlit.
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa. Ráðstefnugjald
600 d. kr. öll gögn innifalin varðandi ráðstefnuna og 2 máltíðir.
Hópferfl 4. okt. i samráði við Vélstjórafélag ísiands.
i nbnjitíiTiat:
8.—17. nóv.
PARIS
Alþjóða byggingavörusýning. Alhliða byggingavörur:
★ Veggfóður, málning, vegg- og gólfklæðning.
★ Gólf og veggflísar, rafmagnstæki, Ijós, eldhústæki, arinar.
★ Hreinlætistæki, fylgihlutir og fittings.
★ Handverkfæri, rafmagnsverkfæri, trésmlöavélar, plastik og
gler.
★ Festingar, viöarplast og járnfittingar, læsingar, járnvörur,
einangrunarefni, skilrúm, sundlaugar.
★ Gólfteppi, áklæði, panelar.
★ Flutningatæki, lyftarar, kranar, vélar og áhöld til húsbygg-
inga.
INTERCLIMA 85
PARIS 12.-17. nóv.
Alþjóðasýning á upphitunar-, frysti- og loftræstikerfum.
★ Meira en 50.000 fermetra sýningarsvæði.
Í!l MIÐSTÖDIIV
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Áskorun FÍ til borgaiyfirvalda:
Nefnd fulltrúa til að leysa
vanda dagvistunar í Reykjavík
„MIKILS misskilnings hefur gætt í
allri umfjöllun um starfsmannahald
á dagvistarheimilum Reykjavíkur-
borgar aó undanfórnu," segir í áskor-
un stjórnar Fósturfélags Islands til
borgaryfirvalda, sem borist hefur
Morgunblaðinu.
Borgaryfirvöld hafa haldið á loft
þeim kauphækkunum sem fóstrur
fengu í síðustu kjarasamningum.
Reyndin var hins vegar að byrjun-
arlaun fóstra hækkuðu aðeins um
1.623 kr. eða 8,06% og mesta
hækkun fengu menn eftir 18 ára
starf eða um 17,45%. Meðaltals-
hækkun allra borgarstarfsmanna
var 8,70% eða hærri en hjá nýbyrj-
uðum fóstrum.
Langur vinnutími, mikið álag
svo og ábyrgð á uppeldi ungra
barna er ekki metið til launa hjá
fóstrum eða aðstoðarfólki. Hins
vegar fór fram starfsmat á Akur-
eyri, sem færði fóstrum þar 4 þús-
und króna hækkun á mánaðarlaun.
Sýnir það brýna nauðsyn þess
að endurmeta kjör fóstra.
Á síðustu árum hefur orðið æ
erfiðara að fá hæft fólk til starfa
á dagvistarheimilum og fóstru-
skortur hefur ekki minnkað í
Reykjavík, þó svo að Fósturskóli
íslands hafi útskrifað 285 fóstrur
á síðustu 5 árum. í skýrslu Bergs
Felixsonar til stjórnarnefndar
Dagvistar barna segir eftirfarandi
um starfsmannahaldið 1984:
„Skv. könnunum, sem gerðar
voru, þá hættu 8 forstöðumenn, 42
fóstrur og 86 sóknarstarfsmenn
störfum á leikskólum á árinu 1984
eða alls 3.136 starfsmenn, en um
áramót gegndu 223 starfsmenn
þessum sömu störfum. Á sama ári
hættu 2 forstöðumenn, 39 fóstrur
og 185 sóknarstarfsmenn á dag-
heimilum eða alls 226 starfsmenn.
Um áramót gegndu 353 starfs-
menn þeim sömu störfum."
Reikna má með að breyting á
starfsmönnum verði enn meiri á
þessu ári að óbreyttu ástandi. Lýs-
ir stjórn FÍ þungum áhyggjum
sínum vegna þeirra örðugleika sem
þessi hreyfing skapar í uppeldis-
starfinu og minnir enn og aftur á
að það eru börnin sem gjalda þessa
ástands.
Um áratugaskeið hefur þess
verið krafist að uppeldi ungra
barna á dagvistarheimilum sé i
höndum fóstra.
Staðreyndin er aftur á móti sú
að i núverandi starfsmannaeklu
hafa borgaryfirvöld eingöngu rætt
leiðir til að fá ófaglært fólk til að
leysa vandann. Fjöldi fóstra eru i
öðrum störfum eða heimavinnandi
og harmar stjórn FÍ áhugaleysi
borgaryfirvalda á að fá þær til
starfa.
Stjórn FÍ fagnar því framtaki
að auka starfsmenntun ófaglærðra
starfsmanna með námskeiðshaldi,
en undirstrikar að það kemur ekki
í stað fóstra. Hins vegar hefur
sókn ungs fólks i námsbrautir
uppeldisstétta minnkað og er það
afleiðing af lélegum launakjörum.
Þeirri þróun þarf að snúa við með
bættum launum og vinnuskilyrð-
um og lýsir stjórn FÍ eftir tillögum
borgaryfirvalda í þvi skyni.
Fóstrur og forstöðumenn hafa
ítrekað vakið athygli yfirvalda á
starfsmannavanda dagvistar-
heimila en ekki fengið viðbrögð
sem skyldi. Stjórn FÍ skorar þvi á
borgaryfirvöld að setja á laggirnar
nefnd fulltrúa allra þeirra sem
hlut eiga að máli til að leita lausna
hið fyrsta.
ÆflNQASTÖÐIN
ENGIHJALLA 8 • ® 46900
HAUSTDAGSKRÁIN
LÍKAMSRÆKT í TÆKJASAL:
ÆFINQASIOÐIN
ENGIHJALLA 8 * W 46900
Kvennaleikfimi
Byrjenda- og framhaldsflokkar. 4 vikna námskeið
2svar í viku. Styrkjandi, vaxtarmótandi og friskandi
leikfimi. Komið í góðan félagsskap.
Aerobíc fyrir unglinga
Stelpur og strákar 13 ára og eldri. Frábært stuð meö
nýjustu lögunum. Mætum öll í Engihjallann.
Leikfimi ffyrír barnshafandi
2svar í viku létt hreyfing, slökun og styrkjandi æf-
ingar. Líkamsrækt á þessum tíma á ekki síður rétt
ásér.
Slökun:
Ljósalampar — vatnsgufubað — nuddpoítar.
Þetta er bara byrjunin, seinna kemur meira. Innritun
í öll námskeió í síma 46900, 46901 og 46902 frá kl.
14.00.
Frábær aöstaða til líkamsræktar. Styrkjandi —
megrandi og hressandi æfingar í velbúnum tækjasal.
Ótal möguleikar. Komdu, fáðu æfingakerfi við þitt
hæfi.
Frjáls mæting, mánaöarkort fyrir karla og konur á
öflum aldri.
AEROBIC
4 vikna byrjenda- og framhaldsnámskeið. Kennt
2—3 í viku. Hörku leikfimi eykur þol og styrk með
dúndur músík.
Æfingar meö lóöum
4 vikna styrkjandi leikfimi með lóðum og þyngingum.
Frískandi félagsskapur og árangurinn lætur ekki á
sér standa. Kennt 2svar í viku.