Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 35 menn sem margir hverjir ótt&st 1 að pólitískt jafnrétti hefði í för með sér að þeir yrðu undirokaðir þegar beiskjufullir negrar fengju meirihluta. Hann lagði á það áherzlu að forysta Afríska þjóðar- ráðsins gerði sér fyllilega grein fyrir mikilvægi þessa máls. „Um hvita menn í Suður-Afríku gildir annað en um hvita menn annars staðar í Afríku. Hvítir menn í Suður-Afríku eiga hér heima — þetta er ættland þeirra," sagði Mandela. „Við viljum að þeir búi hér með okkur og fari með völd ásamt okkur.“ Hann er málhress og talar með brezkum hreim. Hann leggur á það ríka áherzlu að jafnvægi og stilling skipti meginmáli þegar að- skilnaðarstefna verði afnumin og komið á traustu þjóðfélagi fólks af mismunandi kynþætti. Er hann ræddi t.d. um þá erfiðleika sem yrðu því samfara að sameina þéttbýlissvæði hvitra manna í Jó- hannesarborgogaðliggjandi borg- arhluta þar sem negrar eru nú eft- ir að slík skipan hefur verið i heila öld, lét Mandela í ljós þá skoðun að hann myndi ekki beita sér fyrir því að negrar flyttu hömlulaust inn í borgina. „Við viljum að Jó- hannesarborg verði áfram sú fagra og blómlega borg sem hún er nú. Þess vegna erum við fús að samþykkja að búseta verði aðskil- in þar til húsakostur hefur verið endurnýjaður og atvinnumögu- leikar eru fyrir hendi þannig að negrar geti flutt inn í Jóhannes- arborg með heiðri og sóma." Ég spurði Mandela hvernig svo hófsöm stefna samræmdist yfir- lýstu markmiði samtaka hans að beita valdi til þess að steypa harð- stjórninni í Suður-Afríku af stóli. Hann sagðist æskja þess að nauð- synlegar breytingar i Suður- Afríku færu friðsamlega fram, enda yrðu negrar þeir sem mest myndu þjást ef þeir létu ofbeldið ná tökum á sér. „Hins vegar,“ sagði hann, „ef leiðtogar hvltra manna ganga ekki til móts við okkur af heilindum, ef þeir vilja hitta okkur til að ræða pólitiskt jafnrétti, ef þeir hafa í rauninni ekki annað fram að færa en það að við verðum að sætta okkur við áframhaldandi undirokun af hálfu hvítra manna, þá eigum við alls ekki um annað að velja en grípa til ofbeldis. Og það skaltu vita að þá munum við ná yfirhöndinni." Mandela viðurkenndi að stjórn- in hefði hernaðarlega yfirburði enda gætu negrar ekki unnið sigur á harðstjórninni í hernaðarlegum átökum. „Hinsvegar getum við gert henni lífið litt bærilegt með tímanum og með aðstoð annarra á landamærunum og með stuðningi flestra þjóða heims og með auk- inni menntun okkar sjálfra." Mandela vísaði þeirri kenningu á bug að Afríska þjóðarráðið væri handbendi Sovétstjórnarinnar eða lyti stjórn Kommúnistaflokks Suður-Afríku.' Hann lagði á það áherzlu að ráðið væri sjálfstætt og óháð og að innan þess væri ríkj- andi agi. Hann líkti kommúnist- um innan ráðsins við róttæka menn á Bretlandi og í öðrum vest- rænum lýðræðislöndum. f lok samtalsins bauð Mandela mér að skoða vistarverur sínar og hitta samherja sina. Hann visaði mér og nokkrum embættismönn- um upp bogadreginn stiga, glugga- lausan. Stálbentar dyr voru á báð- ar hendur og á leiðinni höfðu varðmenn aðstöðu. Mandela sló á létta strengi og sagðist víst ekki eiga mikla möguleika á þvi að flýja. Fangageymsla sem hann er 'hafður í er rúmgott herbergi, einir 6 metrar á annan veginn og 12 á hinn. Úr þvi er stigi sem liggur upp á þak byggingarinnar. Það er hátt til lofts i herberginu og inn um rimlagluggana efst á ramm- gerðum múrveggnum skín sólin svo vistarveran er björt en glugg- arnir eru þó svo hátt uppi að út um þá er ekki hægt að sjá fangels- ið í heild sinni eða hinar fögru hæðir umhverfis. Hver fangi hef- ur lítið stálrimlarúm til að hvílast í og meðfram veggjunum eru bókahillur. Mandela og félagar hans hafa neitað því að taka þátt í vinnu sem föngum er ætlað að inna af hendi. í staðinn notar Mandela tímann til þess að rækta lítinn þakgarð sem umkringdur er veggjum. Það er Mandela sem hefur búið til þennan garð og annast hann dag- lega. Hann er þannig gerður að um tveimur tylftum olíufata með mold I er dreift um hann og þar dafna tómatar, gúrkur og annað grænmeti. Þegar ég kvaddi Mandela, bað- andi I sóískininu á þakinu, var hann að hlúa að gróðrinum, og bíður eftir tækifæri til að leiða þá þjóð sem nú hefur hann í haldi. Biðin hefur nú staðið í nærfellt aldarfjórðung. í FANGELSI í ALDARFJÓRÐUNG ótt Nelson Mandela sé lokaður inni er hann mjög áhrifamikill og allt annað en ósýnilegur. Þó hefur þessi maöur sem flestir s-afrískir negrar líta á sem leiðtoga sinn veriö hulinn sjónum manna allt frá árinu 1962. Hann var fangelsaöur fyrir forystu í vopnuðum andófsaögeröum Afr- íska þjóöarráðsins, sem bönnuö eru meö lögum, gegn aöskilnaðar- kerfinu. Frægö Mandela hefur víöa borizt og honum má nú líkja viö goðsögn. Hann er tákn dulúðarinn- ar sem umlykur andstööu þjóöar- innar. Reglulegar heimsóknir í fangelsið fær hann þó aöeins frá fjölskyldu sinni og milljónir stuön- ingsmanna hans hafa aldrei litiö hannaugum. Mandela fæddist áriö 1918. Hann var elzti sonur ættarhöfö- ingja í lendunni Transkei sem nú hefur að nafninu til hlotiö sjálf- stæöi. Hann nam lög og gekk í Afríska þjóðarráðiö 1944. Hann var einn helzti forystumaöur þeirra aöila aö ráöinu sem beittu sér fyrir friösamlegri baráttu gegn aöskiln- aöarstefnu á árunum eftir 1950. Eftir aö lögregla drap 69 svarta mótmælendur í Sharpeville áriö 1960 fóru vonir Mandela og ann- arra ráösleiötoga um friðsamlegar breytingar aö dofna og áriö 1961 stofnuöu þeir hernaöardeild ráös- ins, Umkhonto we Sizwe, þ.e. .spjót þjóöarinnar". í bæklingi sem ráöiö sendi frá sér á þessum tíma segir: „Það var ekki þetta sem viö hefðum kosiö, heldur er þetta verk valdstjórnarinnar sem hefur hafn- aó hverri friðsamlegri kröfu fólks- ins um réttindi og frelsi." Mandela var handtekinn 1962 en þá haföi hann veriö í hópi þeirra sem stjórnuöu skipulagöri skemmdarstarfsemi Umkhonto we Sizwe fyrstu mánuöina. Félagar hans — svartir þjóðernissinnar og hvítir kommúnistar — náöust árið eftir. Þegar réttarhöldum lauk var NELSON MANDELA Mandela dæmdur í lífstíöarfang- elsi. Viö réttarhöldin talaöi Mandela um „þá hugsjón aó koma á frjálsu lýöræöisþjóófélagi þar sem allar manneskjur byggju saman í sátt og samlyndi og heföu jöfn tækifæri." „Þetta er sú hugsjón sem ég geri mér vonir um aö lifa fyrir í þeirri von aö hún rætist," sagöi hann. „En ef nauðsyn krefur er þetta hugsjón sem ég er reiðubúinn aó láta lífiö fyrir." Síöan hefur innilokunin veriö eins konar boðberi og oröstír Mandela hefur aldrei verió dreginn í efa né því haldiö fram aó hann hafi hvikaö frá markmiöum stnum. Frægó hans hefur ekki einungis borizt um alla Evrópu heldur og til Englands þar sem lagiö „Free Nel- son Mandela" komst nýlega á lista yfir 10 vinsælustu rokklög. j fjarveru Mandela og félaga hans hefur Afríska þjóöarráöiö haldiö áfram vopnaöri baráttu og stjórnaö skæruliöaaögeröum sín- um frá útlagabækistöövum í Zambíu. i Suöur-Afríku er þaó lagabrot aö gera eöa segja eitthvaó sem oröið gæti ráöinu til framdrátt- ar, en yfirvöldin telja aö ráöiö lúti stjórn kommúnista og Sovétstjórn- arinnar. Þó er þaö svo, ef marka má samtöl viö unga og öfgasinn- aöa negra, aö ráöiö er sá aðili sem fyrst og fremst heldur fram málstað þeirrafyrir jafnrétti. í Suöur-Afríku eru margir sem halda því fram aö endi veröi ekki bundinn á vandræöi í landinu nema stjórn hvítra manna hefji viöræður viö Mandela og þjóöarráöiö, en horfur á slíkum samfundum eru allt annað en bjartar. í janúar sl. bauóst forseti land- sins, P.W. Botha, til þess aö láta Mandela lausan ef hann fordæmdi ofbeldi. Þetta var boð sem Mand- eia gat ekki þegiö án þess aö kljúfa samtök sin og segja skiliö viö stuóningsmenn sína. Tilgangur yfirvalda komst ekki í hámæli en hann kann aö sumu leyti aö hafa veriö í því fólginn aö stjórnin hafi viljaö koma sér vel vió stjóm Reag- ans og þannig gert „jákvæö af- skipti" hennar réttlætanleg. Þótt ekki hafi veriö látiö aö því liggja aö heilsa Mandela væri aö bila gæti tilgangurinn jafnframt hafa verið sá að koma því þannig fyrir aö hann dæi ekki í fangelsi — en slíkur atburöur myndi tvímælalaust kalla á mikla reiöi af hálfu negra, hverjar svo sem ástæöur dauösfallsins væru. Mandela hafnaöi sínu eigin frelsi um leiö og hann setti fram gagnkr- öfur á hendur stjórnvöldum um að samtök hans fengju lagalega viöur- kenningu og aö samfangar hans yróu einnig látnir lausir. 23ja ára dóttir hans, Zinzi, tilkynnti um þessa afstööu hans í Soweto 10. febrúar. „Faöir minn segir: „Ég get ekki og mun ekki taka á mig neinar skuldbindingar á meóan ég og þiö, mitt fólk, erum ófrjáls," sagöi hún. „Ykkar frelsi og mitt verður ekki aöskilið." í vetur gefur Atlantik kost á dvöl á Mallorka, frá 21. októ- ber til 26. marz. í boöi er hiö glæsilega hótel Bosque Sol, í höfuðborg Mall- orca, Palma. Dvaliö er í stúdíó- íbúðum, sem eru stofa og eld- hús, en einnig er fullkomin hótelþjónusta, ásamt hitaöri sundlaug, sauna, nuddi, mini- golfi, þvottahúsi, verzlun, bar og fleiru. Innifalið er hálft fæöi. Hóteliö er vel staösett, viö Belver Park, þar sem stutt er í allar verzlanir, veitingahús og yfirleitt allt er hugurinn girnist. otwivm Feröaskrifstofa, lönaöarhúsinu, Hallveigarstíg 1, s. 28388. DfNERS CLUB INTERNATIONAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.