Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 24
24 yíQi HnaMMTsaa .1 auoAauMKua .QiQAjavnjoaoM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 V estur-þýskar leyniþjónustur eru eins og gatasigti uppfullar af njósnurum andstæðingsins Markúsi Wolf, yfinnaiuii aostar-þýakti (acujóaaaþjónustunii- ar, hefur oft tekiat að klekkja i Veatur-ÞjMrerjuai i löngum ferli sínu. gagnnjóanastarfsemi Lorenz Betzing. Eftir Kari Blöndal FLÓTTI Hans Joachims Tiedges, yfirmanns í vestur-þýsku gagnnjósna- þjónustunni, til Austur- Þýskalands hefur valdið miklum úlfaþyt í Bonn. Uppljóstranir hans eiga eft- ir að vera dragbítur á gagn- njósnastarfsemi Vestur- Þjóðverja í Austur-Þýska- landi um ókomin ár. Ef til vill hefði verið hægt að koma í veg fyrir brott- hlaup Tiedges, ef Heribert Hellenbroich, fyrrverandi yfirmaður hans, hefði rekið hann frá störfum. Hell- enbroich vissi árum saman að Tiedge var drykkfelldur og þar af leiðandi ekki treystandi. Því kom ekki á óvart að Hellenbroich var vikið frá störfum á fimmtu- dag. Njósnamáliö hófst 8. ágúst þeg- ar Sonja Lúneburg, einkaritari Martins Bangemanns, viðskipta- ráöherra, hvarf sporlaust. Ursula Richter, bókhaldari hjá samtökum landflótta Austur-Þjóðverja, hvarf viku síðar og félagi hennar, Lorenz Betzing, sendiboði vestur- þýska hersins hvarf um svipað Íeyti. Ritararnir Luneburg og Richter voru að öllum líkindum þjálfaðir til njósna í Austur- Þýskalandi og sendir til Vestur- Þýskalands til að lauma sér markvisst inn í stjórnarkerfið í Bonn undir fölsku nafni. Ósigur vestur-þýsku ieyniþjónustunnar Hans Joachim Tiedge hvarf mánudaginn 19. ágúst. Fæstum datt í hug að hann hefði flúið á náðir Austur-Þjóðverja og var í Vestur-Þjóðverja. fyrstu talið að hann hefði framið sjálfsmorð. Helmut Kohl, kanslari, til- kynnti að þetta mál gæti skaðað samband Austur- og Vestur- Þýskalands og greindi vestur- þýska fréttastofan DPA frá því 22. ágúst. Austur-þýska gagnnjósnaþjón- ustan (Ministerium fúr Staats- sicherheit) brá skjótt við og lét svara ásökunum Kohls samdæg- urs í útvarpi undir fyrirsögninni: „Ósigur fyrir vestur-þýsku leyni- þjónustuna." I tilkynningu gagn- njósnaþjónustunnar sagði að frá upphafi ársins 1984 hefðu 168 vestur-þýskir njósnarar verið handteknir í Austur-Þýskalandi fyrir „glæpsamleg? niðurrifs- starfsemi gegn sósíalismanum og vörnum Varsjárbandalagsins". Síðan fylgdu óbein skilaboð til kanslarans: „Það er aðeins yfir- vegaðri stjórnarstefnu Austur- Þjóðverja að þakka, að þessi njósnamál spilltu ekki samkomu- lagi Austur- og Vestur-Þjóðverja." Daginn eftir tilkynnti austur- þýska fréttastofan ADN að Hans i Soaja Lttneburg. Joachim Tiedge, yfirmaður Aust- ur-Þýskalandsdeildar vestur- þýsku gagnnjósnaþjónustunnar (Bundesamt fúr Verfassungs- schutz), væri í Austur-Berlín og hefði leitað þar pólitísks hælis. Ef satt reynist að Tiedge hafi starfað fyrir Austur-Þjóðverja í áraraðir, þá er ljóst að gagn- njósnaþjónustan í Austur-Berlín (Ministerium fúr Staatssicher- heit) hefur haft veruleg áhrif á gagnnjósnir Vestur-Þjóðverja. Tiedge vann fyrir vestur-þýsku gagnnjósnaþjónustuna 19 ár og var öllum hnútum kunnugur í gagnnjósnastarfsemi Vestur- Þjóðverja. Hann hafði aðgang að upplýsingum um vestur-þýska njósnara og austur-þýska upp- ljóstrara í nágrannaríkinu. Hann hafði miðstjórnarvald í mannar- áðningum. Þegar óvíst var hvort treysta mætti umsækjanda voru skýrslur um hann sendar til Ti- edges og hann látinn skera úr um það hvort maðurinn væri hæfur til starfans. Tiedge gat því ákveðið hvort vara ætti umsækjendur við eða ráða þá í mikilvægar stöður, þrátt fyrir efasemdir leyniþjón- ustunnar. Fyrrverandi yfirmaður vestur- þýsku gagnnjósnaþjónustunnar, Hans Joachim Tiedge: Njósnarinn sem var á hvers manns vörum Vestur-þýski blaðamaðurinn Pet- er Felten var handtekinn fyrir njósnir 1979 er hann var á leið yfir landamærin til Austur-Berlínar. Austur-Þjóðverjar létu hann lausan 19. mars 1981 í skíptum fyrir aust- ur-þýska njósnara sem voru í haldi í Vestur-Þýskalandi. Daginn eftir að Felten var látinn Iau8 kom hann fram í útsendingu vestur-þýskrar sjónvarpsstoðvar. Þar sagðist hann geta fullyrt kinn- roðalaust og án þess að særa nokk- urn, að Austur-Þjóðverjar felli þá aðeins dóm yfir einhverjum að þeir hafi sannanir fyrir máli sínu. Felten, sem smyglaði gögnum um orrustuþotuna Tornado úr Austur-Þýskalandi fyrir vestur- þýsku gagnnjósnaþjónustuna í Köln, sagði að austur-þýsk yfir- völd hefðu sýnt sér það svart á hvítu að þau vissu að hann væri á vegum vestrænnar leyniþjón- ustu. „Og þeir vissu ótrúlega mikið af smáatriðum þannig að ekki þýddi fyrir mig að neita,“ sagði Felten. Það sem Felten fannst þá svo ótrúlegt kann að eiga sér einfalda skýringu. Við hlið Feltens í sjónvarpsút- sendingunni stóð feitlaginn rauð- hærður maður úr vestur-þýsku gagnnjósnaþjónustunni: Hans Joachim Tiedge. Tiedge var yfir- maður Feltens og vestur-þýskir sérfræðingar um öryggismál úti- loka ekki lengur að Tiedge hafi ljóstrað upp um Felten. Þá var ekki mikið gert úr máli Peters Felten. Það var ekki rannsakað hvort sannanir sem Austur-Þjóðverjar höfðu gegn Felten kæmu úr njósnaþjón- ustunni í Köln, þótt ýmislegt benti til þess. Svo að vitnað sé í Tiedge sjálfan: „Það getur ekkert verið hæft í því.“ Tiedge var ekki njósnaforingi eins og þeir koma fyrir í reyf- urum: Harður, ákveðinn og ónæmur fyrir öllu nema fögrum konum. Hann fæddist í Berlín og nam lög í vesturhluta borgarinnar, áöur en hann gekk til liðs við gagnnjósnaþjónustuna 1966. Hann var samviskusamur í starfi og talinn bæði hæfur og áreiðan- legur af samstarfsmönnum sín- um. 1979 var Tiedge gerður að yfir- manni Austur-Þýskalandsdeild- ar gagnnjósnaþjónustunnar. Hann stjórnaði aðgerðum í Aust- ur-Þýskalandi og sá um eftirlit með fjölskyldum njósnara sem voru í haldi þar. En Tiedge var drykkfelldur, barði konu sína og börn og fyrir kom að hann gleymdi mikilvæg- um skjölum á hótelherbergjum. Hann átti sér tvær fastaknæpur þar sem hann drakk oft, mikið Hans Joachim Tiedge og lengi. Að sögn nágranna hans missti hann ökuprófið í fyrra sakir drykkjuskapar. Og þar sem fátt fór leynt sem varðaði leyni- þjónustumanninn var áfengis- magnið í blóði hans brátt á hvers manns vörum: 2,3 prómill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.