Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 21 Samtökin Sólarhús: Hafa milligöngu um sölu íbúða á Mallorca F.v. Bárður Daníelsson, verkfræðingur og arkitekt, og Guðni Þórðarson, tveir hvatamanna að stofnun samtakanna. Morgunblaðið/Bjami FYRIR atbeina samtakanna Sólarhús gefst íslendingum nú tækifæri til að kaupa nýjar tveggja eða þriggja her- bergja íbúðir i Mallorca á Spáni. Sam- tökin Sólarhús voru mynduð af nokkr- um einstaklingum í sumar og er til- gangur þeirra einmitt að gera íslend- ingum kleift að kaupa með löglegum hætti íbúðir í hentugu sambýlishús- næði í suðurlöndum. Samtökin voru kynnt fréttamönnum á fundi í vikunni. Guðni Þórðarson, einn hvatamanna að myndun samtak- anna, kvað það mjög algengt í Norð- ur-Evrópu að eldra fólk keypti sér íbúðir í sólarlöndum þar sem það byggi yfir vetrartímann. Slíkar íbúðir væru flestar í stórum sambýlishúsum og í hverju slíku húsi byggi mestmegn- is fólk af sama þjóðerni. „Það hefur lengi verið draumur margra fslendinga að eignast hús- næði í sólarlöndum þar sem þeir geta dvalið yfir vetrartímann," sagði Guðni. „Nú ætlum við að reyna að gera þennan gamla draum að veruleika. Við könnuð- um hverra kosta væri völ í suður- löndum í þessu sambandi, með það í huga að finna íbuð sem uppfyllti vel þarfir kaupandans og sem að hann gæti auðveldlega leigt eða selt aftur hvenær sem hann óskaði þess, án verðfalls. Fyrir valinu varð ný, vönduð, íbúðarbygging á Magaluf, einum eftirsóttasta stað Mallorca." Guðni sagði að boðið væri upp á tveggja og þriggja herbergja íbúð- ir. Fyrir utan íbúðarbygginguna væri garður með stórri sundlaug og innandyra væru setustofur, upphituð sundlaug, gufubaðstofa og heilsuræktarstöð þar sem að- staða yrði til endurhæfingar og sjúkraþjálfunar. Þá hlið málsins myndu prófessor Þórður Harðar- son og Árni Tómas Ragnarsson, yfirlæknar, skipuleggja og ætlun- in væri að íslenskir læknar og hjúkrunarfólk yrðu starfandi í heilsuræktarstöðinni. Bárður Daníelsson, verkfræð- ingur og arkitekt, hefur skoðað ibúðarbygginguna, sem enn er í smíðum, en framkvæmdum lýkur í janúar nk. Sagði Bárður á fundin- um að byggingin væri vönduð og frágangur allur á íbúðunum mjög góður. Guðni sagði að samtökin hefðu nú fram eftir haustinu forgangs- aðild að kaupum á allt að 50 íbúð- um handa félögum sínum. Verð íbúðanna er nokkuð mismunandi, eftir því á hvaða hæð þær eru. Sem dæmi má nefna að tveggja herbergja íbúð á 2. hæð kostar kr. 1.737.000, þar af 625 þús.kr. lánað- ar til tiu ára. Jafnstór íbúð á efstu hæð, 6. hæð, kostar kr. 1.887.000, þar af 625 þús. kr. lánaðar til tiu ára. Þriggja herbergja íbúð á 2. hæð kostar kr. 1.987.000, þar af kr. 688 þús. lánaðar til tiu ára. Jafnstór íbúð á 6. hæð kostar kr. 2.137.000, þar af kr. 688 þús. lánaðar til tíu ára. Guðni sagði að kjörin á þessum íbúðum yrðu líklegast að teljast mjög hagstæð þar sem hægt væri að fá þriðjung kaupverðs lánaðan til tíu ára. Einnig gerði spænska sölufyrirtækið bindandi samning við kaupanda um sumarleigu íbúð- anna, þannig að þær leigutekjur einar ættu að greiða íbúðarverðið að mestu á 15 sumrum. Eigendur gætu því, ef þeir kysu svo, leigt íbúðir sínar á sumrin, en haft þær sjálfir til afnota frá nóv- ember til mars, og látið leiguna greiða íbúðarverðið. Þá gætu eig- endur fengið að dvelja í íbúðum sínum yfir hluta sumars, vors og hausts, ef þannig yrði gengið frá leigusamningnum. Guðni sagði að fundur hefði ver- ið haldinn um þessi mál á Hótel Borg í sumar og hefðu um 300 manns sótt hann. Þar hefði komið í ljos mikill almennur áhugi meðal manna um kaup á slíkum íbúðum í sólarlöndum. Kvaðst Guðna og vera kunnugt um fjölda Islend- inga sem eyddu vetrinum í leigu- húsnæði við Miðjarðarhafið. Kvaðst hann reikna með að ís- lendingar búsettir og starfandi erlendis, einkum í Svíþjóð og Lúx- emborg, myndu festa sér íbúðirn- ar á Mallorca og ekki væri ólíklegt að Vestur-íslendingar slægjust þar í hópinn. Hins vegar þyrftu Islendingar búsettir hér heima að sækja um leyfi til gjaldeyrisyfir- valda til kaupa á slíkum íbúðum erlendis. Væri vonandi að það yrði ekki vandkvæðum bundið, að öðr- um kosti yrðu íslendingar búsettir erlendis einir um hituna. Guðni gat þess að lokum að á næstu dögum hæfust viðræður við flugfélög um möguleika á ódýrum flugfargjöldum milli íslands og Mallorca, fyrir aðila að samtökun- um Sóiarhúsum. Ef næg þátttaka yrði væri mögulega hægt að koma flugfargjaldinu niður í 12 til 14. þús. krónur báðar leiðir. Skrif- stofa samtakanna Sólarhúsa er í Garðastræti 17, 3. hæð, og er opin alla virka daga frá kl. 14 til 18. 43466 Opið frá 13—15. Háaleitisbraut 40 fm á jarðh. Sérhiti. Laus fljótl. Hjarðarhagi — bílsk. 22 fm bílsk. Nýmalbikað bíla- plan. Laus strax. Efstihjalli - 2ja herb. 55 fm á 1. hæð. Vestursv. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. Flyðrugrandí - 2ja herb. 68 fm á 1. hæð. Laus í okt. Asparfell - 2ja herb. 60 fm á 7. hæð. Suðursvalir. Laus fljótl. Kjarrhólmi — 3ja herb. 95 fm á 1. hæö. Suöursv. Sér- þvottah. Laus í sept. Verð 1.850 þús. Krummah. — 3ja herb. 90 fm á 3. hæð. Suðursv. Laus fljótlega. Astún — 3ja herb. 96 fm íb. á 4. hæð. Glæsilegar innr. Laus 1. sept. Vesturberg — 4ra herb. 117 fm á 2. hæð. Vestursvalir. Laus fljótl. Verð 2 millj. Holtageröi — sérhæö 123 fm í tvíbýli, 3 svefnherb., bilsk.réttur. Skipti á 3ja herb. íb. með bílsk. æskil. Nýbýlavegur — sérh. 140 fm miðhæð í þríbýli. Laus 1. sept. Ekkert áhvílandi Verð 3,4 millj. Álfhólsvegvur — raöh. 180 fm endahús, 5 svefnherb., stór bílsk. Mikið endurnýjað. Mögul. að taka 3ja-4ra herb. í Furugrund uppi. Arnarhraun - parhús Laust fljótl. Borgarholtsbr. — einb. 175 fm hæð og ris í eldra húsi. Stór bílsk. Æskil. skipti á 3ja herb. íb. i Hamraborg. Hlaöbrekka — einbýli 115 fm grunnfl. á tveim hæð- um. Á efri hæð: 3. svefnherb., stofa, eldhús. Á jarðhæð: 50 fm bílsk., herb. og geymslur. Verð 4,2 millj. Holtagerði — einbýli 147 fm á einni hæð. 4 svefn- herb., stór bilsk. Gróinn garð- ur. Skipti á minni eign mögul. Sjávargata — Alftan. 124 fm timburhús, hæð og ris. Ýmis skipti möguleg. Fannafold - einbýli 147 fm á 1 hasð. Tilb. undir tré- verk frá Byggingariðjunni. Möguleiki á aö taka minni eign upp i kaupverö. Holtagerði - einbýli 160 fm aðalhæð. 4 svefnherb. Vandaðar innr. 70 fm í kjallara óinnréttað. Möguleiki að taka eign upp i kaupveröiö. Smiðjuv. — iðn.húsn. Tvær hæðir í nýbyggðu húsi, geta afhendast fokheldar að innan en fullfrág. að utan. Hver hæð 504 fm. Teikn. á skrifst. Verð pr. fm 14 þús. Vantar — Vantar Höfum kaupendur aö 3ja og 4ra herb. íbúð- um í Rvík og Kóp. VEGNA MIKILLAR SÓLU UND- ANFARIO VANTAR NÚ ALLAR STÆROIR EIGNA, j REYKJA- VÍK, Á SÖLUSKRÁ. E'' Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 12 ytir benainatbdinni Sölumenn: Jóhann HAIfdánarason, ha. 72057. Vilhjálmur Einaraaon, ha. 41190. Þórólfur Kriatján Beck hrl. Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! 29555 3ja-4ra herb. íbúö óskast Höfum veriö beönir aö útvega fyrir mjög fjársterkan kaupanda 3ja eöa 4ra herb. íbúö í Reykjavík eöa Kópa- vogi. Mjög góöar greiöslur í boöi fyrir rétta eign. kfiyMiUw EIGNANAUSTá Bólstaóarhlíð 6, 105 Reykjavík. Simar 29555 — 29558. Hrolfur Hjaltason. viöskiptafræömgur Nýtt Hringbraut 119 - „Penthouse“ Þessi stórglæsilega íbúö er til sölu og afhendist full- búin 1. nóvember 85, meö furupanil í loftum og vönd- uðum innréttingum. Svalir eru bæði í suöur og noröur. Frábært útsýni, sólrík og björt íbúö. Sveigjanlegir greiösluskilmálar. t...r V \_ » tí | !*> | ‘1_____ FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Ármúla 1 -108 Reykjavík - sími 68-77-33 Lögfræöingar: Pétur Pór Sigurösson hdl., Jónína Bjartmarz hdl. PASTCIGnOIAIA VITftlTIG I5, I. «6010**6065. Opiö 1-5 Kársnesbraut — sórh. 140 fm efri sérh. í tvtb. 30 fm bilsk. Æskil. sk. á 3ja-4ra herb. - ib. V. 3,3-3,4 millj. Víöimelur — hæö, ris Hæðin: 170 tm. Risið: 75 fm. Bílsk. 30 fm. Uþþl. á skrifst. Álfaskeiö — endaraðh. 125 fm auk bílsk. V. 2,6-2,7 millj. Kríuhólar — bílsk. 4ra-5 herb. 2. hæö. V. 2350 þús. Jörfabakki — 1. hæö 4ra herb. + herb. i kj. V. 2,2 millj. Suðurgata — hornlóö 160 fm tvíb. Bílsk. V. 4,5 millj. Fífusel — endaíbúö 110 fm. Falleg. Parket V. 2,3 millj. Dalsel — bílskýli 110 fm. 4ra herb. V. 2,4 millj. Dalsbyggö — Gbæ. 280 fm. Tvöf. bilsk. Ýmsir greiöslumögul. 50% útb. Skipti eða bein sala. Þetta er eign í sérfl. V. 6,5-6,7 millj. Flúöasel —• raöhús 150fm. Bilskýli. Fallegt. V. 3.8 m. 220 fm. Vönduð eign. V. 4,1 millj. Fljótasel — raöhús 170 fm. Endaraðh. Bílsk. V. 3,9 m. 250 fm á 3 hæðum. Bilsk. V. 4,6 m. 260 fm. Sérb. Tvib. Bílsk. V. 4,7 m. Ásgaröur — raöhús Gott 116 fm. V. 2,4 millj. Hörgshlíó — jarðhæö 70 fm. 3ja herb. V. 1,6 millj. Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur íbúðir af öllum stærðum og gerðum. — Skoóum og verðmetum samdægurs. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs: 77410. Opid í dag 1-3 Njálsgata - V. 500 þús. Ósamþykkt einstakl.ib. Lífeyris- sjóðslán getur tylgt. Laugavegur - 2ja herb. 40 fm ósamþykkt ristbúð. Mikið endurnýjuð og hugguleg. V. 1050 þ. Mosgeröi - 2ja-3ja herb. 60 fm ósamþykkt kjallaraib. Parket. Nýjar innr. Mikið end- urn. Góð íbúð. V. 1,3 m. Baldursgata - 4ra herb. rúmgóö 110 fm íb. með sérinng. Stór herb. með hátt til lofts. Gengið úr eldh. i þvottah. Bak- dyr. V. 2,2 m. Flúóasel - raöhús. 150 fm á tveimur hæðum. Á neöri hæð eru stofa, eldhús, búr og þv.hús. Á efri hæð eru 4 svefnherb., hol og bað. Geymsluloft yfir. Góöar innr. Gott bilskýli með tveim stæðum og þvottaaðstöðu. Verð 3,7-3,8 millj. Garðaflöt - einbýli. Giæsi- legt og fullbúið 220 fm hús. Allt á hæðinni. Á jaröhæð eru 2 herb. og tvöfaldur bilskúr. Eign í sér- flokki. V. 5,2 m. Brattakinn - V. 1800 þús. Litið einbýli, 55 fm hæð og kj. Laust fljótl. Fjöldi annarra eigna á tkrá. Vantar - Vantar Lítiö aérbýli i austurbænum meó bílskúr eða bílsk.rétti. Má þarfnast standsetn. Skipti koma til greina á mjög góöri 2ja herb. íbúö í Gerðum. 3ja-4ra herb. góöa ib. í vesturbæ. 4ra-5 herb. góöa ib. eöa hæö meö bilskúr í vesturbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.