Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 46
V* 46
l
'
i
I
i
i
I
!
I
(
í
I
♦
I
{
f
$
!
PáíðiídrffnÉlÍAEfilÍ,: SÍJÍJNÚDAbtíÍÍl SeWÉSÍbÍÍR 1985
IÞINGHLEI
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Stefnan í öryggismálum:
Bjarg sem
ekki bifast
Það er ein af frumskyldum hverr-
ar sjálfstæðrar þjóðar að tryggja ör-
yggi sitt í viðsjálum heimi. Reynslan
hefur fært okkur heim sanninn um
að það verður ekki gert með hlut-
leysi. Þrátt fyrir yfirlýst hlutlausi
vóru þrjú Norðurlanda hernumin í
heimsstyrjöldinni síðari: Danmörk,
ísland og Noregur.
Þessi ríki vóru, reynslunni ríkari,
meðal stofnenda Atlantshafsbanda-
lagsins, varnarbandalags vestrænna
ríkja. Frá stofnun NATO hefur frið-
ur ríkt og ráðið ferð í þeim heims-
hluta, sem það tekur til. Á sama
tíma hafa fjölmörg staðbundin hern-
aðarártök, utan V-Evrópu og
N-Ameríku, kostað tugi milljóna
mannslífa.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur“, segir fornt spak-
mæli. Það má ekki sannast á þeim
verðmætum, sem vega þyngst í
mannlegri velferð, friði og frelsi. Atl-
antshafsbandalagið, NATO, var og
er skjaldborg umhverfis frið, full-
veldi og frelsi Vesturlanda.
Reynsan hefur sýnt og
sannað gildi NATO
Skoðanakannanir hafa leitt i
ljós að mikill meirihluti þjóðar-
innar styður aðild íslands að Atl-
antshafsbandalaginu og varnar-
samninginn við Bandarikin. Jafn-
vel nokkur hluti kjósenda Alþýðu-
bandalagsins, sem helzt andæfir
aðildinni að NATO, er sama sinn-
is.
Andstaða Alþýðubandalagsins
nær í raun aðeins að dyrum
stjórnarráðsins. Það hefur unað
sór vel í ríkisstjórnum, sem virða
NATO:
SKJALDBORG
ÞJÓÐA
UMFRIÐ
MEÐ FRELSI
aðildina að NATO og varnarsamn-
inginn við Bandaríkin. Það hefur
aldrei yfirgefið slíkt stjórnar-
samstarf viljugt. Alltaf með eftir-
sjá!
Alþýðuflokkur, Bandalag jafn-
aðarmanna, Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur styðja, þeg-
ar grannt er gáð, meginþætti ríkj-
andi stefnu í utanríkis- og örygg-
ismálum. Alþýðubandalag skipar
sér á öndverðan bekk, a.m.k. í
stjórnarandstöðu. Kvennalistinn
er skuggi Alþýðubandalagsins i
þessum málaflokki.
Ólafur heitinn Jóhannesson,
fyrrverandi utanríkisráðherra og
fyrrverandi formaður Framsókn-
arflokksins, talaði fyrir munn
þorra landsmanna þegar hann
komst svo að orði:
„Ég tel að reynslan hafi sýnt og
sannað þörf þessa bandalags. Mér
sýnist reynslan hafa sannað, að
það hafði réttmætt ætlunarverk,
og það hafi gegnt því hlutverki á
færsælan hátt.
Á starfstíma bandalagsins hef-
VARNARSAMSTARF VESTURLANDA
Lslendingar tóku stjórn utanríkismála í eigin hendur fyrir Qörutíu og fimm árum, eftir bernám
Danmerkur, en fram aö þeim tíma fóru Danir með utanríkismál okkar.
Það kom í hlut Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar, fyrrum formanna Sjálfstæðisflokks, að
móta og fylgja fram sjálfstæðri íslenzkri utanríkisstefnu.
Þeir lögðu höfuðáherslu á tvennt.
í fyrsta lagi stjórnarfarslegt og efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar; að hvergi félli blettur á þetta
meginatriði í fjölþjóðlegu samstarfi.
í annað stað að tryggja varnaröryggi þjóðarinnar í viðsjálum heimi — og frið með frelsi í okkar
heimshluta — með varnarsamstarfi við þær þjóðir sem skyldastar eru okkur að þjóðfélagsgerð,
menningu og lífsviðhorfum.
Meðfylgjandi mynd, sem tekin var á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu á sl. ári á 35 ára
starfsafmæli NATO — sýnir ræðumenn ráðstefnunnar: Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi formann
Alþýðuflokks, Ólaf Jóhannesson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og Geir Hallgríms-
son, utanríkisráðherra, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins.
ur ekki komið til styrjalda í þeim
heimshluta, sem það tekur til...
Bandalagið hefur ekki farið með
ófriði á hendur neinni þjóð. Stað-
hæfingar um það, að því væri ætl-
að árásarhlutverk, hafa því reynzt
marklausar — hafa hvorki stoð í
veruleikanum né sögunni...
Ég er líka þeirrar skoðunar, að
Íað hafi verið rétt ráðið af okkur
slendingum að gerast þátttak-
endur í þessu varnarbandalagi
vestrænna þjóða."
ólafur Jóhannesson sagði
ennfremur:
„Það (Atlantshafsbandalagið)
hefir samkvæmt ætlunarverki
sínu verið varnarbandalag, sem
hefir séð til þess, að innan þess
umdæmis væru engin óvarin lönd
eða landshlutar, sem gætu freist-
að árásaraðila. Þar í liggur mikil-
vægi bandalagsins, sem og í því,
að árás á eitt bandalagsríki skuli
skoðuð sem árás á þau öll.“
Hnattstaða íslands á hern-
aðarlega mikilvægu hafsvæði
Hnattstaða íslands á hernaðar-
lega mikilvægu hafsvæði, mið-
svegar milli hins gamla og nýja
heims, skapaði landinu hættur,
sem rangt var að loka augum
fyrir. Við vórum undir svipaða sök
seldir og fleiri smáþjóðir, að geta
ekki tryggt varnaröryggi okkar
sjálfir. Varnarsamstarf við þær
þjóðir, sem skyldastar eru okkar
að þjóðfélagsgerð, menningu og
lífsviðhorfum, var því sjálfsagður
kostur.
Kjartan Jóhannsson, alþingis-
maður og fyrrverandi formaður
Alþýðuflokksins, komst svo að
orði um þetta efni á 35 ára starfs-
afmæli NATO:
„Við þær aðstæður (þegar Atl-
antshafsbandalagið var stofnað)
sáu menn nauðsyn þess að sporna
við fótum og bindast samtökum
um sameiginlegar varnir, þar sem
allir væru fyrir einn og einn fyrir
alla. Menn gerðu sér ljóst, að ann-
aðhvort fengi enginn að njóta frið-
ar ellegar allir. 1 minum huga er
þetta kjarninn í hugsun stofnþjóð-
anna.
Þátttaka íslands var jafnframt
ákveðin á þeim forsendum, að í
henni fælist beggja hagur. lslend-
ingum var ljóst, að þeir gátu ekki
tryggt öryggi sitt á eigin spýtur.
Þeir yrðu að eiga sér samherja og
bandamenn. Oðrum bandalags-
þjóðum var jafnframt hagur að
aðild Islands, af þvi að það treystii
þeirra öryggi, að Island væri
þátttakandi í bandalaginu. Slíkur
gagnkvæmur hagur skapar vita-
skuld traustustu undirstöðu alls
samstarfs, enda hefur sú orðið
reyndin."
Það fyrirkomulag, sem verið
hefur á varnarsamstarfi og í ör-
yggismálum Evrópu, hefur tryggt
HUSGAGNASYNING I DAG
sunnudag
KL. 2—5.
2GRGAK-
Hreyfilthúsinu é horni Gr«m- í — /L ^ JtZ Æm
áavegar og Miklubrautar. F1 | J Sfjfyfj W
Sími 68-60-70. W
NÁMSKEIÐ í
SÖLUSÁLFRÆÐI OG
SAMSKIPTATÆKNI
HAGRÆÐING hf heldur námskeið í sölusálfræði og
samskiptatækni helgina 7. og 8. september 1985,
kl. 9-16 báða dagana.
Efni:
- Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra við kaup og sölu.
- Atferlisgerðir og áhrif þeirra á kaup og sölu.
- Samtalstækni.
- Ákvarðanataka og hvernig má hafa áhrif á hana við kaup og
sölu.
- Tilboð, eðli þeirra og uppbygging.
- Samningar og hin ýmsu stig þeirra.
- Mikilvægi tvíbindingar samninga (sölubinding og sálfræðileg
binding).
- Persónuleikaþættir og samskiptagerðir, nýting þeirra til áhrifa
í sölu.
Þátttakendur:
Námskeiðið er ætlað sölufólki, innkaupastjórum, verslunar-
stjórum, afgreiðslufólki og „andlitum fyrirtækja útávið".
Leiðbeinandi:
Bjarni Ingvarsson, skipulags- og vinnusálfræðingur.
Nánari upplýsingar og tilkynningar um þátttöku f sfma 28480
milli kl. 13 og 17 alla virka daga.
HAGRÆOINGhf
STARFSMENN STJÓRNUN SKIPULAG