Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1- SBPTEMBER 1985 51 Að margra áliti myndi þessi flokk- ur jafnvel komast til valda ef kosn- ingar yrðu haldnar nú, þvi það er gífurleg hræðsla i hvftum um að breytingarnar séu of örar.“ Sumir segja að með þvi að ýta undir sjálfstæði einstaka kynbálka svertinyja í Suður-Afríku sé verið að hindra þá í þátttöku í stjórn landsins. „Butalezi, ættarhöfðingi Zulu- manna, stærsta ættbálksins í Suð- ur-Afríku, segir það. Við erum hluti af Suður-Afríku, segir hann, og neitum því að verða sjálfstæðir því við viljum ekki aðskilnað. Þetta er sá svarti andstæðingur stjórnar Suður-Afríku, sem mest er tekið mark á ... “ Og hver er þín skoðun, hefur But- alezi réttfyrir sér? „Ég hélt áður fyrr að stefna Bú- anna, að stofna sérstök svört ríki væri rétta leiðin til að veita svert- ingjum nokkurt sjálfsforræði, en sá megingalli er á þessu fyrirkomu- lagi að fjórði hluti svertingja landsins býr í borgum. Og hvað á að gera við þá? Hvernig er hægt að veita þeim þátttöku í hinu pólitíska kerfi? Það er snúið vandamál sem varla verður leyst fyrr en svert- ingjarnir eru komnir á sama menn- ingarstig og hvíti maðurinn." Og þú vilt meina að það verði ekki í bráð? „Stjórnin leggur gífurlegt kapp á að mennta svertingja landsins á öllum sviðum, enda eru fleiri menntaðir svertingjar í Suður- Afríku en i allri Afríku samanlagt. Á síðastliðnu ári útskrifuðust 50 þúsund svartir stúdentar, og nú eru 5 milljónir svartra við nám í Suð- ur-Afríku — eða meira en heildar- fjöldi hvitra. Og stjórnin veitir þeim fyrirtækjum sem mennta svertingja 100% skattfrádrátt þess fjár sem til þeirra hluta fer. Svo menn skulu ekki láta sér detta f hug að aðskilnaðarstefnan sé sprottin af mannvonsku — Búarnir eru engar skepnur, þeir eru trúaðir og kirkjuræknir með afbrigðum og þeirra skoðanir byggja ekki á mannvonsku; þeir trúa þvf aö þeir séu að gera rétt og leggi raunsætt mat á staðreyndir. Það þýðir ekki að afhenda svertingjum landið fyrr en þeir hafa þroska til að fara með það.“ Þú nefndir það áðan að svert- ingjamir vceru menningarlega aft- arlega á merinni, sem erfreistandi að túlka svo að þeir hafi ekki samið sig nógsamlega að menningu hvíta mannsins. En hvað með þeirra eig- in menningu, á hún ekki rétt á sér? „Auðvitað, þeir hafa sína eigin menningu, og hún er falleg. Fal- legri en okkar. Svertingjar eru gott fólk, en þeir eru húðlatir og hafa lítið verksvit. Sko, mín skoðun er sú (og hefur alltaf verið), að mér er andskotans sama hvaða litur er á því fólki sem er í vinnu hjá mér, bara ef það vinnur sitt verk þokka- lega. En vandamálin sem maður lendir í með suma svertingjana, þau eru hreint ótúleg. Það má aldrei gefa svertingja meira en eina fyrirskipun f einu, þá fer allt i köku. Hann tekur við einum fyrir- mælum og kemur svo aftur og fær önnur. Þá getur það gengið. Hef- urðu nokkurn tfma orðið vitni að þvf að manni sé kennt á skóflu? Þetta er hjartagott og vingjarnlegt fólk upp til hópa, en þeir eru bara gagnslausir til vinnu, greyin. En konurnar eru duglegri, enda eru þær fyrirvinnan oft á tíðum. Þegar maður gengur i gegnum svertingjahverfin sér maður kon- una labba fremsta með vatnsfötu á höfðinu, en bóndinn fylgir á eftir ríðandi á hesti. Karlarnir sitja fyrir framan kofana á daginn á meðan konurnar plægja akrana. Þetta eru þeirra siðir, svo það er ekki von að svarti karlpeningurinn hafi mikið vit á vinnu." En eitthvað hlýtur þetta að hafa breyst. eflir því sem fagkunnátta verður tíðari meðal svartra? „Víst hefur það breyst. Mikið. Þegar ég kom fyrst til landsins fyrir rúmum 20 árum var það und- antekning að svertingi væri fag- lærður, þeir voru eingöngu í illa launaðri endurtekningarvinnu. Nú cru margir svertingjar ágætir fag- menn í góðum stöðum. En það tek- ur lengri tíma en 20 ár að brúa bilið milli hvítra og svartra og menn verða að sýna þolinmæði.” En er ekki hœtt við því að þol- inmæði svartra sé á þrotum? Upp- þotin og óeirðimar benda til þess. „Sannleikurinn er sá, að svert- ingjarnir eru ekki að berjast við hvíta manninn, þeir eru að berjast innbyrðis, meira og minna. Rétt áður en ég fór voru til dæmis mikl- ar óeirðir milli tveggja ættbálka svertingja í einni gullnámunni. Þetta er alltaf að gerast. í Soveto, hinni svörtu útborg Jóhannesar- borgar, eru framin 20 morð á viku. Svertingjar að drepa svertingja. Það jafngildir þvi að eitt morð sé framið á dag á Islandi. Og ég skal segja þér eina sögu. Einhverju sinni var ég að tala um pólitík við svarta stráka sem voru í vinnu hjá mér, eins og ég geri svo oft. Og þá segir einn: Uss, ég skil ekkert í þessari lögreglu. Af hverju skýtur hún ekki þessa krakka sem eru að brenna húsin okkar? Þetta eru algeng viðbrögð, sem við eigum erfitt með að skilja. En það er engu að síður mikil undiralda í þessum átökum, og það er enginn vafi á því að Rússar eiga mikinn þátt í því að ýta undir og ýfa óeirðirnar og beita fyrir sér unglingum úr svertingjaþorpunum. Reyndar finnst mér Vesturveldin nokkuð sofandi gagnvart umsvifum Rússa þarna niður frá; það er eng- inn vafi á því að þeir eru að reyna að ná undirtökunum i Suður- Afríku. Sem er alvarlegur hlutur, aðallega vegna málmanna, sem landið er ríkt af. Sumir þessara málma eru eingöngu til í Suður- Afríku og Rússlandi svo menn geta rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hefði ef Rússar næðu sterkum ítök- um í landinu." Þú minnist á það áðan að 25% svartra í Suður-Afríku byggi í borg- um. En nú hefur stjómin lagt mik- ið kapp á að halda svertingjum utan borganna. „Já, það er stefna stjórnarinnar að hafa ekki fleira fólk í borgunum en hægt er með góðu móti að hýsa og veita vinnu. Reynslan kennir okkur að í borgum, þar sem fólk streymir óhindrað inn í milljóna- tali, sprettur upp atvinnuleysi, sem aftur leiðir til lélegs kaups. Svo það eru tvær hliðar á þessu máli; með því að halda aftur af fólksfjölgun í borgunum verður á stundum skort- ur á vinnuafli — „artificial short- age“, eins og sagt er á ensku, — sem verður til þess að kaupið hækkar og þeir sem í borgunum búa hafa það betra. Það er pólitiskt mat hvernig menn vilja haga þessu, en persónu- lega vildi ég gefa þetta frjálst, því ég aðhyllist kapítalíska kerfið, hnefaréttinn. Láta skeika að sköp- uðu, þá fæ ég ódýrari vinnukraft!" Hvemig lítur hinn hvíti almenn- ingur á gagnrýni heimsins á að- skilnaðarstefnuna? „Mönnum er sama um viðskipta- bann og annað af þeim toga, en það fer í taugarnar á þeim að fá ekki að keppa í íþróttum á alþjóðavett- vangi. Suður-Afríkanar eru „sportkreisí". En ég má til með að minnast á Rússana ( þessu sam- bandi. Þeir eru í fremstu víglfnu að benda á Suður-Afríku, hneykslaðir upp fyrir eyru. En hefurðu nokkurn tíma séð rússneskan íþróttamann með austurlenskt andlitsfall? Eða generál? Og svo eru þeir að tala um aðskilnaðarstefnu?" Hvaða augum lítur þú framtíð Suður-Afríku? „Vandamálin eru mörg, miklu fleiri en við höfum talað um. (Og svo eru íslendingar að tala um vandamál. Þegar ég kem heim til íslands verð ég alltaf jafn hissa á því að ekki skuli vera búið að kippa í liðinn þessum krónísku smá- vandræðum hér.) Líttu til dæmis á þessa mixtúru af fólki sem þarna er saman komin, þetta er eins og smámynd af Sameinuðu þjóðunum! Það eru átta svertingjaættbálkar, Indverjar, kynblendingar, Búar, Englendingar, Portúgalir, Grikkir, Gyðingar, Þjóðverjar. Það er erfitt að halda þessu saman svo úr verði heilsteypt ríki. Og það verður að halda vel á málunum til að allt hrynji ekki gjörsamlega, eins og viða hefur gert í Afríku, þar sem áhrif hvita mannsins hafa ekki verið nægilega mikil.“ l»órir S. (iröndal skrifar frá Flórída Allt fyrir hangikjötið Enn hefir vont fólk geystst fram á ritvöllinn til að níða niður hangikjötið. Það er sagt vera krabbameinsvaldur og hin versta fæða í alla staði. Það er þannig ekkert heilagt lengur. Einhvern tíma í framtíðinni verður líklega sagt um hann Gulla róna, sem dó langt fyrir aldur fram, eitthvað þessu Hkt: „Hann fór illa með sig hann Gulli, og var óreglumaður allt sitt líf. Hann reykti og drakk allt of mikið og svo át hann líka hangikjöt." En ég læt slíkar fréttir sem vind um eyru þjóta, og held áfram að elska heitt mitt hangikjöt. Þegar ég skrapp heim á Frón í sumar, brá ég mér því í kjötbúð, daginn áður en ég hvarf af landinu, til að ná mér í vænt hangikjötslæri. Sem þaulvanur hangikjöts- maður vissi ég, að ég þurfti að verða mér úti um dýra- læknisvottorð, til að ég gæti með vissu komið lostætinu inn í guðs-eigið-land, hérna í henni Ameríku. Ég hafði heyrt nokkrar sögur af löndum mín- um, sem farið höfðu út í heim með vottorðslaust hangikjöt og orðið fyrir því að láta gera það upptækt hjá sér. Slíkt myndi teljast til stóráfalls í mínu lífi. Jæja, það var kominn föstu- dagseftirmiðdagur í borginni við Sundin, og mig vantaði vottorð fyrir hangikjötið mitt. Hringdi ég í yfirdýralækni þjóðarinnar við Sóleyjargötu, en þá var mér tjáð, að embætt- ismaðurinn væri ekki í bænum. Samt væri hægt að fá útgefin vottorð, en eingöngu milli klukkan eitt og tvö á daginn. Nú var klukkan farin að ganga fjögur. Tjáði ég stúlkunni, sem var á hinum enda símalínunn- ar, að ég væri að fara af landi brott daginn eftir, og mætti ekki til þess hugsa, að hangi- kjötslærið mitt myndi lenda í höndunum á fáfróðum amer- iskum tollurum, sem væri nokkurn veginn öruggt, ef ég kæmist ekki yfir vottorð. Svar- aði hún þá, að ég gæti reynt að hringja eftir sjö um kvöldið. Þannig var, að ég var boðinn í kveðju-kvöldverð hjá vina- fólki þetta siðasta kvöld, og átti ég að mæta klukkan sex. Ég hefði því orðið að eyða dýr- mætum matlystaraukatíma í að bíða til klukkan sjö og síðan að aka á staðinn og ná í vott- orðið. Það fannst mér súrt, en samt varð hangikjötið að ganga fyrir. Datt mér þá í hug að reyna aðrar leiðir til að koma málinu í höfn strax. Ég hringdi á skrifstofu kjötfyrirtækisins, þar sem ég hafði keypt lærið. Eftir nokkurt þóf, náði ég tali af kvenmanni, sem tjáði mér, að á hestaspítala Fáks fyrir ofan Árbæ, myndi verða við dýralæknir nokkur, eftir klukkan fimm, og hefði hann stundum hlaupið undir bagga í svona tilfellum. Þakkaði ég konunni fyrir og kvaddi með virktum. Þar sem Reykjavík hefir rifnað út og orðið stórborg, síð- an ég þekkti hana náið hér áð- ur fyrr, varð ég fyrst að grandskoða borgarkortið i símaskránni, áður en ég lagði af stað. Ók ég svo niður á Miklubraut og stefndi út úr bænum. Umferðin var mikil, því fjöldi fólks var búinn að ljúka vikustritinu og var að flýta sér heim í Breiðholtið og hin nýju hverfin. Og nú var farið að rigna. Reykvískir bílstjórar sýnd- ust mér vera jafn óþolinmóðir og kollegar þeirra í Flórída, og sýndu þeir því lítinn skilning utanbæjarmanni, sem var að Þarna stóö nú söguhetj- an, hnípin, undir hest- húsvegg fyrir utan Reykjavík, í rigningunni, bíöandi eftir því, aö tek- in yrði röntgenmynd af hné Skjóna, svo hún gæti ávarpað dýralækninn og fundið út, hvort hann gæti gefíð út löglegt plagg, til að hægt væri að flytja út til Ameríku eitt vænt hangikjötslæri. reyna að lesa vegaskilti og al- mennt átta sig á aðstæðum. Auðvitað fór svo, að skakkur póll var tekinn í hæðina, og beygt of fljótt. Áður en ég vissi af, var ég kominn inn í mitt Breiðholtið. Ég var rammvillt- ur og fannst ég vera kominn til útlanda! Að lokum komst ég út á veg- inn aftur og hélt áfram ótrauð- ur. Fann ég hesthús Fáks, þótt langan tíma tæki að finna sjálfan hestaspítalann. Kátir lækir runnu niður stigana milli hesthúsanna, því nú gekk yfir ágætis sumarskúr. Dýralæknirinn var að huga að gæðingi og virtist vera að búa sig undir að taka röntgen- mynd af einu hné hans. Eig- andinn, falleg hefðarfrú úr borginni, stóð áhyggjufull á svip og reyndi að róa dýrið. Ég vildi ekki trufla og beið því rétt innan við dyrnar og lét lítið á mér bæra. Eftir drykklanga stund var allt tilbúið fyrir myndatökuna, og klæddist læknirinn þá blýsvuntu og sömuleiðis frúin, til þess að vernda sig fyrir geislunum. Var ég þá beðinn að ganga út fyrir á meðan hleypt yrði af. Þarna stóð nú söguhetjan, hnýpin, undir hesthúsvegg fyrir utan Reykjavík, í rigning- unni, bíðandi eftir þvi, að tekin yrði röntgenmynd af hné Skjóna, svo hún gæti ávarpað dýralækninn og fundið út, hvort hann gæti gefið út lög- legt plagg, til að hægt væri að flytja út til Ameríku eitt vænt hangikjötslæri. Loks var myndatökunni lok- ið og hægt var að ávarpa lækn- inn. Hann var ekkert nema al- mennilegheitin, en kvaðst hvorki hafa eyðublöð né að- stæður til að gefa út vottorð þar. En hann bauðst til að reyna að hjálpa mér, ef ég gæti komið heim til hans milli klukkan átta og níu um kvöld- ið. Þakkaði ég honum, en sagð- ist heldur myndu reyna við Sóleyjargötuna um sjöleytið. Nú var klukkan orðin sex, svo ég ók beint í kvöldverðar- boðið. Húsráðandi var óhress yfir því, að ég skyldi ekki geta þegið matlystaraukann, en ég sagðist þurfa að bíða til klukk- an sjö, svo ég gæti hringt á Sóleyjargötuna og vonandi far- ið þangað að ná mér í vottorð. Eftir áeggjan hans sló ég samt á þráðinn rétt. fyrir hálf sjö. Konan mundi eftir mér frá því fyrr um daginn og sagði mér að koma bara strax; hún myndi gefa út vottorðið! Ég beið ekki boðanna en ók þangað í 'loft- köstum. Hún er falleg Sóleyjargatan og þá er ekki síður rómantískt Fjólugötumegin, en þar er gengið um bakdyrnar inn í hús yfirdýralæknisins. Hringdi ég bjöllunni og var beðinn að koma á efri hæðina. Þar var unga konan, sem ég hafði verið að tala við i símann, svona ljómandi sæt og almennileg. Hún var að strauja, en krakk- arnir léku sér í næsta herbergi. Brá hún sér inn í næstu stofu og tók til við að vélrita vottorð- ið. Þegar ritvélarglamrið hætti og hún kom ekki fram, kíkti ég fyrir horn og sá þá, að borðinn í ritvélinni hafði farið í flækju og var hún að reyna að greiða úr henni. Ég fór með stutta bæn í hljóði, og brátt komst allt í lag og stúlkan birtist með hið langþráða vottorð. Greiðsla var innt af hendi og vottorðinu stungið í djúpan vasa. Konan var kvödd og hún óskaði mér góðrar ferðar. Uti skein kvöld- sólin. Kveðjukvöldverðurinn var hinn ánægjulegasti, og daginn eftir var svo stigið um borð í Flugleiðavélina og þotið til síns heima. Yfirvaldið í Baltimore fékk í hendur vottorðið, en hangikjötið hafnaði í frysti- kistunni hér niður í Flórída. Það bíður nú eftir því, að nógu gott tilefni gefist til að það verði tekið upp og soðið. Þegar eigandi þess verður búinn að brýna hnífinn og byrjar að skera, vill hann ábyggilega rifja upp fyrir matargestunum söguna af föstudagseftirmið- deginum í borginni við Sundin, þegar hann fór að eltast við að fá útgefið dýralæknisvottorðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.