Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 01.09.1985, Síða 34
J'J- • •’*!' '.I <Mf iT ■ ty. i ir>:tAU JV.M l; 'iliiA iUdlIilUS 34 -------—-— -■ ---------------MORGtTWBLAPtÐ.-SUWNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 NELSON MANDELA Samtal í fangelsi Eftir Samuel Dash „Þetta eni átthagar hvítra manna í Suður- Afríku — hér eiga þeir heima.“ Ætli þetta séu ummæli bónda í Suður-Afríku eða stjórnmála- manns sem er fylgjandi aðskilnaðarstefnu? Hvorugt. Þetta sagði Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, en hann situr í fang- elsi. Hér fer á eftir samtal sem hann átti nýlega við Samuel Dash, lagaprófessor við Georgetown-háskóla, en þar gerir Nelson Mandela grein fyrir stefnu samtaka sinna, sem gerir ráð fyrir pólitísku jafnrétti og ríkis- stjórn þar sem menn af öllum kynþáttum í landinu skipta með sér völdum. Samuel Dash hefur einn Bandaríkjamanna fengið leyfi til að hitta Mandela að máli. Viðtalið birtist í New York Times Magazine í byrjun júlí en það átti sér stað í janúarmánuði sl. Um við- mælanda sinn segir greinarhöfundur, sem var aðalráðgjafi öldungadeildarinnar í Water- gate-málinu um árið: „Mér fannst ég standa frammi fyrir þjóðhöfðingja en ekki skæruliða- foringja." Alan Cowell er forstöðumaður ritstjórnarskrifstofu The New York Times í Jóhannesarborg. Hann rifjar upp sögu Afríska þjóðarráðsins og varpar á það Ijósi af hverju samtökin hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þau muni ekki ná markmiðum sínum með friðsamlegum aögeröum. Er ég fór til Suður-1 Afríku í janúar til þess að halda erindi um dóma yfir þeim sem gera sig seka um refsivert athaefi átti ég ekki von á því að ég yrði fyrsti Amer- íkaninn sem fengi leyfi til þess að himsækja Nelson Mandela, sem hafður er í haldi, og eiga við hann viðræður. í erindinu hafði ég ekki dregið dul á þá skoðun mína að aðskilnaðar-kerfið í Suður-Afríku væri óviðurkvæmilegur grundvöll- ur refsingar fyrir glæpi. Á þessum tima var mér Ijóst að stjórn Suður-Afríku hafði nokkrum dög- um áður vísað á bug þeirri mála- leitan Edwards Kennedy öldunga- deildarþingmanns að ganga á fund Mandela. Það kom því á óvart þegar dómsmálaráðherra Suður-Afríku, H.J. Coetsee, sagði frá því á fundi að hann væri fús að leita eftir samþykki ríkisstjórnarinnar fyrir því að kona mín og ég fengjum tækifæri til þess að ræða við Mandela og skyldi það verða liður í röð heimsókna í ýmis fangelsi, en þær skyldu skipulagðar í ljósi þess að ég væri sérfræðingur í refsi- rétti. Að morgni næsta dags hringdi Coetsee til mín og skýrði mér frá því að heimsóknin skyldi hefjast þá þegar. Þar sem Sara kona mín var þá ekki stödd í gisti- húsinu fékk hún ekki tækifæri til að koma með mér. Mandela er í haldi í Pollsmoor- fangelsi, sem er nýtízku refsi- stofnun i námunda við Höfðaborg. Þangað var hann fluttur árið 1981 en þá hafði hann verið hafður á Robben Island í nærfellt tvo ára- tugi, hinni alræmdu fangaeyju rétt undan strönd Suður-Afríku þar sem fyllsta öryggis er gætt, og búið þar við mikið harðrétti. Ég kom til Pollsmoor um hádegisbil. Var mér fyrst ekið um svæði þar sem gular tígulsteinsbyggingar voru dreifðar nokkuð en siðan var ekið að fimm hæða byggingu þar sem Mandela og fimm aðrir leið- togar Afríska þjóðarráðsins eru í haídi á efstu hæðinni. Mér var vísað inn i teppalagða skrifstofu majórs i refsiþjónustu Suður-Afríku og var sú skrifstofa á fyrstu hæðinni. Þar beið ég stundarkorn þar til Mandela snar- aðist inn og fagnaöi mér. Þetta er grannur og hávaxinn maður, frið- ur sýnum, og mun unglegri en ætla mætti af manni sem orðinn er 66 ára. Hann var klæddur sín- um eigin fötum, vel sniðnum bux- um og skyrtu úr khaki-efni, en ekki venjulegum fangafötum úr bláu gallabuxnaefni. Hann virtist hraustur og vel á sig kominn til Iíkama og sálar. Hann er stilltur og traustvekjandi í fasi, höfðing- legur í framgöngu, og stakk það heldur í stúf við það umhverfi sem við vorum staddir í. Reyndar fannst mér ég vera í návist þjóð- höfðingja á meðan á fundi okkar stóð, en hvorki skæruliðaforingja eða öfgafulls hugmyndafræðings. Það fór ekki á milli mála að í þessu fangelsi er ekki farið með Mandela eins og hvern annan refsifanga. Majórinn var viðstadd- ur fund okkar sem stóð í tvær og hálfa klukkustund. Þar voru einn- ig nokkrir s-afrískir varðmenn og embættismenn sem fylgdu mér á þennan fund. Þeir brugðust þann- ig við ákveðnum en kurteislegum ábendingum Mandela eins og hann væri yfirmaður þeirra. Þeir opnuðu hlið og dyr eftir fyrirsögn hans á meðan hann ieiddi mig um húsið og sýndi mér það. Frá upphafi lét Mandela í ljós staðgóða þekkingu á málefnum líðandi stundar og má það undrum sæta þegar þess er gætt að hér er um að ræða mann sem hefur verið í fangelsi svo lengi. Er hann heils- aði mér hældi hann mér fyrir frammistöðu mína er ég var ráðgjafi Watergate-nefndarinnar og síðan lét hann í ljós í löngu máli skoðun sína á því sem fram hafði farið á ráðstefnu þeirri er ég hafði nýlokið þátttöku í. Hann ræddi einnig af mikilli þekkingu um afvopnunarviðræðurnar í Genf sem hann fylgist með af miklum áhuga. Er talið barst að málefnum Suður-Afríku fór ekki á milli mála að enda þótt yfirlýsingar Mandela kæmu fram i samtalinu við mig ætlaðist hann til þess að ég kæmi þeim á framfæri við stjórnvöld Suður-Afríku. Hann sagði að allan þann tína sem hann hefði verið í haldi hefði stjórn hvítra manna neitað að ræða við hann um stefnu og markmið hans og Afríska þjóð- arráðsins. Ég skrifaði ekki hjá mér það sem okkur Mandela fór á milli en svör Mandela við spurn- ingum eru rakin hér á eftir. Eg spurði Mandéla hvort hann gerði sér vonir um að stjórnin gerði alvöru úr því að afnema lög sem banna hjónaband fólks af mismunandi kynþætti og slaka á ákvæðum þar sem negrum er bannaður aðgangur að þéttbýl- issvæðum. Hann brosti. „Nú ertu að tala um grundvallaratriði," sagði hann. „Reyndar er það mér ekkert metnaðarmál að giftast hvítri konu eða svamla í sundlaug hvíts manns. Kjarni málsins er pólitískt jafnrétti." „Stefna okkar er skýr,“ sagði Mandela. „Hún grundvallast á þremur meginatriðum: 1. Samein- uð Suður-Afríka — engar tilbúnar „lendur". 2. Negrar fái sfna full- trúa á löggjafarþinginu — engin aðild að aðskilnaðarsamkundum þeim sem nýlega hefur verið kom- ið á fót fyrir hina lituðu og þá sem eru ættaðir frá Asíu. 3. Einn mað- ur — eitt atkvæði. Ég spurði Mandela hvernig stefnuskrá hans kæmi við hvíta Húsgagnasýning í dag, sunnudag, kl. 2—5. BOR6/IR- Hreyfilsbútinu á horni Grens- asvegar og Miklubrautar. Sími 68-60-70. húsqöqn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.