Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAUIft.SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 23 Óvenjulegur en glæsilegur fatnaður frá Frakklandi Þeari „Uaflétti'* kvöMkUeða»ður vakti mikla athygli! Þessi minnti óneiUnlegn i lát- bragftsleikara. VIÐ opnun sýningarinnar „Heimilið ’85“ í Laugardals- höll sl. fimmtudag, sýndu franskar tískusýningarstúlk- ur sýnishorn af haust- og vetrarfatnaðinum frá Frakklandi, og voru með- fylgjandi myndir teknar við það tækifæri. Fatnaðurinn sem stúlk- urnar sýndu var óvenjulegur en þó afar glæsilegur. Bar mikið á þunnum og léttum flíkum, sem líklegast yrðu heldur skjóllitlar hér uppi á íslandi. Frönsku sýningarstúlk- urnar tíu munu sýna enn meira af haust- og vetrar- fatnaðinum frá Frakklandi á heimilissýningunni sem stendur fram á sunnudaginn 8. september. Tilkomumikift höfuftskraut sem líklegast yrði þó ekki hentugt í rokinu hér á íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Visa-greiðslukort; Sama úttekt innheimt tvisvar — aldrei hægt að útiloka mistök að fullu, segja starfsmenn Visa-íslands ÍSLENSKUR maftur sem var á ferft á Hawaiieyjum nýlega og greiddi fyrir ýmsa þjónustu þar meft Visa-greiðslu- korti var eftir heimkomuna kraflnn tvisvar um greiðslu fyrir sömu úttekt- ina. Þetta mál hefur nú verið leiðrétt og viðkomandi beðinn afsökunar á þessum mistökum. Morgunblaðið ræddi við tvo starfsmenn Visa-ísland, þau Gísla Marteinsson og HöUu Leifsdóttur vegna þessa máls. Hvorugt þeirra kvaðst muna eftir þessu ákveðna máli, en Gfsli sagði að nýlega hafi komið fyrir að nokkrir aðilar hafi verið tvírukkaðir, vegna mistaka sem orðið hefðu á aðalskrifstofu Visa í London, en í gegnum þá skrifstofu fara öll viðskipti, sem Is- lendingar eiga með Visa-kort er- lendis áður en þau eru send til inn- heimtu hér heima. Gísli kvað þessi mistök nú hafa verið leiðrétt og yrðu korthafar ekki fyrir neinu tjóni þeirra vegna. Hann sagði ekki ljóst í hverju mistökin hafi verið fólgin en einhverra hluta vegna hefði hluti af segulbandsspólu fyrir tölvukeyrslu afritast og sömu færslurnar verið færðar tvisvar. Þau Gísli og Halla sögðu að mjög strangt eftirlit væri með öllum þáttum greiðslukortaviðskipta hjá Visa-fyrirtækinu. Þannig væri strangt eftirlit með aðilum sem tækju við greiðslu með kortunum og þau fyrirtæki, sem uppvís yrðu að svindli, væru sett á svartan lista og viðskiptum við þau hætt. Þá væri samanburður gerður á reikn- ingsyfirlitum og fylgiskjölum og tölur bornar saman. Þau sögðu einnig að litil hætta væri á að greiðslur væru færðar á ranga reikninga. Kortin væru númeruð samkvæmt kerfi 16 tölustafa og hætta á ruglingi væri mun minni en til dæmis samkvæmt nafnnúm- erakerfinu. Fram kom í viðtölunum við Gfsla og Höllu að korthafar væru að því er virtist vel á verði og færu vand- lega yfir reikningsyfirlit sín áður en þeir greiddu reikningana. Þau sögðu að þrátt fyrir allt eftirlit hafi vissulega komið upp mistök, enda væri aldrei hægt að girða full- komlega fyrir slikt. Þessi mál hefðu öll verið leiðrétt og ef ekki tækist að finna þann aðila sem ábyrgur væri lenti tjónið á Visa- fyrirtækinu. TEKURÐU EFTIR VERÐINU ? Silver-Reed EX 42 rafeindaritvélin - vönduö, fjölhæf og á einstöku veröi. ■ Áferðarfalleg prentun ■ Leturhjól ■ 3 íslenskar leturtegundir ■ Sjálfvirk leiörétting. Verð KR. 19.990 % SKRIFSTOFUVELAR H.F. % & Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377 Helstu soluaðilar auk Skrifstofuvéla hf.: Revkjavlk: Penninn, Hallarmúla Húsavlk: Bókaverslun Pórarins Stefánssonar Vestmannaeyjar kiami hf. Akureyri: Bókval Isaflöröur: Bókaverslun Jónasar Tómassonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.