Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Eiríkur E. F. Guðmunds son að Meltúni — Fæddur 20. maí 1907 Dáinn 24. ágúst 1985 Eiríkur Guðmundsson lést á heimili sínu, Meltúni, laugardag- inn 24. ágúst sl. Útför hans verður gerð frá Lágafellskirkju mánudag- inn 2. sept. nk. kl. 14.00. Föðurbróðir minn, Eiríkur í Meltúni, er látinn á 79. aldursári. Maður trygglyndis og jafnaðar- geðs er fallinn. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Ágúst Halldórsson bóndi í Botni í Súgandafirði (Halldórssonar bónda, Hóli, Hvilftarströnd, Ön- undarfirði og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur frá Vöðlum, önundar- firði) og kona hans Guðfinna ólöf Daníelsdóttir (ólafssonar bónda Dalshúsum, og konu hans Guð- rúnar Edilríðar Sturludóttur frá Dalshúsum önundarfirði). Guðfinna var fyrri kona Guð- mundar, þá ekkja eftir Eirík Egils- son frá Árnarnesi í Dýrafirði, en hann lést árið 1903. Eignuðust þau Guðfinna og Eiríkur 7 börn, en eitt þeirra dó á fyrsta ári. Guð- mundur Ágúst var hennar seinni eiginmaður og áttu þau einn son, Eirík Egil Finn, sem hér er minnst. 'Brjóstveiki tók að hrjá Guðfinnu fæðingarár Eiríks og varð hún fljótt heilsulítil upp frá því. Guð- finna lést svo 11. ágúst 1912. Seinni kona Guðmundar Ágústs var Sveinbjörg Hermannsdóttir og eignuðust þau saman þrjú börn. Alls fæddust því 10 systkini þessa frænda míns og lifa hann tvö, sitt hvoru megin frá þau Guðrún Ei- ríksdóttir f. 1896, búsett á Flateyri í hárri elli, og Hermann Guð- mundsson, f. 1917, símstöðvar- stjóri á Akranesi. Vorið 1907 flyst að Botni ein- hleyp systir Guðmundar, Júlíana Halldórsdóttir, hagleikskona frá Hóli, ásamt fleirum. Eftir fæðingu Eiríks Guðmunds- sonar það vor og hnignandi heilsu Guðfinnu gengur Júlíana Eiríki nánast í móður stað og annast hann. Alla tíð í Botni reynist hún honum sem bezta móðir og minnt- ist hann hennar oft og jafnan er talað var um liðna tíð, og hvað hún hafi verið sér einlæg. Æska og uppvöxtur Eiríks var eins og tíðarandinn krafðist, fyrst við leik og störf, síðan á búi for- eldranna. Um vor 1927 hleypti Eiríkur heimdraganum og réðst í kaupa- vinnu að Skógum i Flókadal í Borgarfirði til hausts er hann hóf nám við Hvítárbakkaskólann næstu tvo vetur. Seinni vetur sinn þar kynntizt hann Sigríði Þór- mundsdóttur frá Bæ í Borgarfirði og með þeim tókst gagnkvæm tryggð og vinátta er seinna leiddi til hjúskapar. Vík varð milli vina er Hvítár- bakkadvöl lauk, þvi Eiríkur réðst þá að Korpúlfsstöðum frá vori ’29 til jafnlengdar árs ’30. Eftir það stóð hugur til frekari kynningar atvinnulífsins og fór hann það sumar á síld til Siglufjarðar. Haustið 1930 réðst hann svo sem fjármaður að Grímsstöðum á Mýr- um til vors ’31 er hann fer til sumardvalar á Bæ í návist unnustu sinnar. Það var ekki hlaupið að þvi að kaupa eða taka við búi í þá daga frekar en nú á tímum. Aura þurfti saman. Fullur vonar og vilja heldur Eiríkur á vertíð til Kefla- víkur um haustið og er fram á vetur. Þá veikist hann af berklum og flyst á Vifilsstaði. Eftir brottfararleyfi frá Vífils- stöðum, í huganum heill og von- góður um að bati hafi náðst, heidur hann svo um haustið 1932 til kennslustarfa við barnaskólann á Suðureyri, síns heimahéraðs. Hef- ur Eiríkur svo þar með höndum kennslu 9 ára barna og segir mér einn nemenda hans frá þeim vetri að þar hafi farið hæfileikamaður í tilsögn og vináttu við æskuna. Passar sú umsögn vel inn í þann ramma er kynni okkar leiddu af sér. Síðla þetta haust kemur svo Sigríður unnusta hans vestur. Brúðkaupsdagur þeirra rann upp 27. desember 1932 og voru þau gefin saman í Staðarkirkju. Skammt er högga á milli, ungu hjónin verða aðskilin þar sem Sigríður veikist uppúr áramótun- um og fer á sjúkrahúsið á ísafirði. Undir vor veikist svo Eiríkur einn- ig og lendir á sjúkrahúsinu. Þar liggja þau svo sjúklingar í sitt hvorri stofu, fram í október það ár er hún útskrifast og fer til móður- systur sinnar, Ingunnar á Reykja- hvoli í Mosfellssveit, en hann á Vífilsstaði hvar hann dvelst til desember 1934. Upp úr því ræðst Minning hann í vinnu til Alafoss. Ferðast nokkuð um landið sem sölumaður. Snemma árs 1937 þarf hann svo enn að leggjast inn á Vífilsstaði og vera langt á þriðja ár, til hausts 1939. Hefst nú loks tími aukinnar birtu sambúðar þeirra Sigríðar frá sjúkdómum, þótt hvorugt hafi gengið alheilt til skógar eftir vá- gest berklaveikinnar. En hugur fylgdi hönd og kjark vantaði ekki. Vann Eiríkur vetur í lausa- mennsku jafnframt því að þau hjónin komu sér upp litlu húsi til íbúðar í landi Reykjahvols er þau nefndu Hverabakka og bjuggu þar næstu átta árin. Þau flytja að Meltúni 1947 með húsið með sér, endurbæta það og stækka, byggja útihús og yrkja jörð. Á þessu ári hafa þau búið þar í 38 ár. Kærleiksheimili barna, frænd- og tengdaliðs varð Meltún. Margir komu, sumir sveitunganna oft. Hlýja var þar inni og ekkert tillit tekið til stærðar eða smæðar. Viðræður og veitingar voru þar viðhafðar af drengskap. Ekkert á torg borið. Erfitt getur verið á annað að minnast ef tvö eru um, sem hér. Kjördóttir eignuðust þau, Sigur- björgu, f. 23.11. ’41, kom hún til þeirra aðeins 2ja vikna gömul og var þeim sólargeisli, fyrst að Hverabakka, svo Meltúni og síðast en ekki síst hin seinni ár með fjölskyldu sinni. Svo var og með fósturbörnin sem trygga viðkomu áttu í skjóli hjónanna. Sigurbjörg Eiríksdóttir er framr.m. að mennt, gift Svavari Sigurjónssyni skipa- sm.m. og framr.m. Eiga þau þrjú börn, þau Áslaugu Sigríði, f. 19.02. 59., hjúkr.fr., hennar unnusti er Geir Magnússon bankastm. og eiga þau soninn Magnús Brynjar, 1 árs. Margréti Björk, f. 11.12. 63, stúd- ent, hennar unnusti er Ingólfur Geir Gissurarson, stúdent og nemi í íþr.kennslufr. Eiríkur Sigurjón, f. 23.09.72. Tvö börnn tóku þau Eiríkur til fósturs tímabundið og virtu sem sín eigin og tóku þau börn miklu ástfóstri við fósturforeldra sína. Þau eru Guðný Jóna Hallgríms- dóttir, f. 16.11. 45 sem kom til þeirra misserisgömul sumarlangt og seinna þrjú ár samfleytt. Henn- ar maki er Björn Haraldsson, kaupm., Grindavfk og eiga þau fjögur börn. Svo var það Sigmar Pétursson, hálfbróðir Sigurbjargar f. 23.09. 52. Hann kom 2ja ára og dvaldi með þeim fram að skólaaldri samfleytt og sumarlangt eftir það fram yfir fermingu. Aldrei þurfti hans að leita í túni eða utan. Fylgdi hann fóstra sínum hvert fótmál í önnum dagsins vakandi og sofandi. Sigmar er framr.m. að mennt, kvæntur Þrúði Jónu Kristjáns- dóttur og eiga þau þrjár dætur. Minningar eru ríkar frá heim- sóknum mínum í Meltún frá því fyrst ég kom þar 14 ára gamall. Reyndar hófust kynni lítilsháttar fyrr, er frændi og fjölskylda komu vestur í foreldrahús mín til heim- sóknar. Ég get varla sagt lítils- háttar kynni, því frá því fyrst ég sá frænda minn kviknaði neisti gjörþekkingar að mér fannst, svo aðlaðandi og viðmótsgóður var hann. Þær stundir sem ég hefi átt f návist hans um dagana eru geymdar kærleiksstundir minn- inganna. Einlæg elskusemi og vinarþel léku um handtak og koss. Eiríkur var ekki fasmikill maður þótt eftirminnilegur væri, en trún- að átti hann í sveit sinni og ábyrgð fylgdi hansgjörð. Nú er söknuður í brjóstum barnabarnanna og annarra í frændskap og vináttu sár. Allt líf tekur enda. Hann hafði fyrr á árum tekið út sína sjúkrahúsvist. Við sem eldri erum megum þakka f tímabundinni sorg hversu sterkur hann var sitt æviskeið og það sem hann okkur var. Hugheilar hluttekningarkveðjur sendi ég og fjölskylda min, nú að leiðarlokum, eftirlifandi eiginkonu hans, dóttur, fósturbörnum og aðstandendum öðrum. Skarð er fyrir skildi, frændi er fallinn f valinn. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Óskar Hermannsson Mér er Eiríkur Guðmundsson minnisstæður frá æskuárum. Lífs- glaður unglingur, æðrulaus og stundum gáskafullur. Strax á æskuárum urðu erfið veikindi hlutskipti hans. Þá sýndi sig best karlmennska hans og manndómur. Æðruleysið entist honum. Glaðværð hans og kfmni- skyn fölskvaðist aldrei. Þrátt fyrir valta og veika heilsu var Eirfkur gæfumaður þar sem hann bjó með Sigríði á smábýli sínu, sinnti um bú sitt og studdi börn sfn til þroska. Þar er falleg saga sem af má læra. Okkur sýnist að sumum séu bundnir þyngri baggar en öðrum. Þeir sem undir því rísa hafa mest að gefa. Þaðan stafar ljómi á hrjóstur lífsins. Þannig er gott að minnast Eiríks í Meltúni með virðingu og hlýrri þökk. H. Kr. Eiríkur E.F. Guömundsson bóndi á Meltúni í Mosfellssveit varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 24. ágúst sl. á sjö- tugasta og níunda aldursári. Með Eiríki er genginn gætinn og gegn maður, sem ávann sér vin- sældir og traust samferðamanna með vinsamlegu viðmóti og greiðasemi ásamt þéttum per- sónuleika. Eiríkur fæddist í Botni í Súg- andafirði þann 20. maí 1907, sonur hjónanna Guðfinnu Daníelsdótt- ur, ættaðri af Snæfjallaströnd og Guðmundar Halldórssonar frá Hóli í Önundarfirði. Eiríkur sleit barnsskónum á fæðingarstað sínum en varð að þola það mótlæti að missa móður sína í barnæsku en föðursystir hans, Júlíana Halldórsdóttir, sem þá var einnig í Botni gekk honum í móðurstað. Æska og uppvaxtarár Eiríks voru honum erfið því í bernsku kenndi hann berklaveiki sem hann barðist við fram á fullorðinsár. Þrátt fyrir heilsuleysi og hið hefð- bundna aðstöðuleysi aldamóta- kynslóðarinnar stefndi hann suð- ur og tók kaupavinnu í Borgarfirði vorið 1927. Settist síðan í Hvítár- bakkaskólann um haustið og sat þar tvo vetur. Þar kynntist hann konuefni sínu, Sigríði Þórmund- ardóttur frá Bæ í Bæjarsveit. Þau festu svo ráð sitt og giftust þann 27. desember 1932 heima í Botni í Súgandafirði. Á þessum árum var ekki úr mörgu að moða en bæði unnu þau fyrir sér á ýmsum stöðum en 1939 fengu þau fastan samastað og byggðu sér íbúðarhús að Reykja- hvoli í Mosfellssveit í skjóli hinna mætu hjóna þar, Ingunnar og Helga Finnbogasonar. Sigríður var kunnug á Reykjahvoli og hafði starfað þar áður en ráðist fyrst að Reykjahvoli 1926. Hún vann þar oftar og tengdist húsbændum þar og heimili traustum vináttubönd- um sem leiddi svo af sér að þau byggðu Hverabakka í túnfætinum 1939. Sigríði og Eiríki varð ekki barna auðið en nú er samastaður var fenginn í nýja húsinu ætt- leiddu þau telpukorn, Sigurbjörgu Eiríksdóttur, sem var augasteinn þeirra og eftirlæti. Þá fóstruðu þau einnig upp Sigmar Pétursson framreiðslumann en bæði eru þau myndar- og dugnaðarfólk. Árið 1947 snéri Eiríkur sér að búskap og lét þá að mestu af öðr- um störfum en hann hafði unnið öll tilfallandi störf m.a. á Álafossi um tveggja ára skeið. Eiríkur var mikill hagleiksmaður og stundaði smíðar, málarastörf, veggfóðrun og pípulagnir við miklar vinsældir enda einnig smekkvís í besta lagi. Eftir stríðið gekkst hreppsnefnd Mosfellshrepps fyrir því að stofna til nýbýla á jörðum hreppsins að- allega á Lágafelli og Varmá. Þá hlaut Eiríkur land á austurmörk- RENAULT 9 NÚTÍMABÍLL MEÐ FRAMTÍÐARS HnTJi lh,..,....js' 13 . , 9 er sparneytinn, snarpur og þyður, auk þess er hann framhioiadrifinn. , vandaður fragangur, ðryggi og ending hafa tryggt Renault 9 vinsældir víða uixi lönd. Komdu og taktu í hann, pa velstu hvað viö melnum It. o
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.