Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Reiðhöllin á eftir að marka tímamót — segir Eyjólfur ísólfsson Líkan »í Tcntulepi reiðbtfll REIÐHÖLLIN hf. er hluUfélag sem stofnað var snemma á þessu ári. Markmið félagsins er að reisa og reka reiðhöll sem vera á vettvangur fyrir hross og hestamennsku. Auk þess á reiðhöllin að vera sýningar- höll, þar sem margskonar starfsemi getur farið fram. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þá Eyjólf ísólfsson stjórnarmann Reiðhallarinnar og Gylfa Geirsson framkvæmda- stjóra félagsins á dögunum. Þeir voru fyrst spurðir að því hvernig undirbúningur fyrir byggingu reiðhallar gengi. Þeir voru sammála um að hann gengi vel. „Nú þegar hafa safnast hlutafjárloforð að upphæð 6 millj- ónir króna frá um 80 aðilum. Auk Ætarí -jaaTvd á mánudögunv. Nýja sunnudagsjógúrtin sér fýrír því - þykk og íburðar- mikil. Gædd ávöxtum og öðrum fjörefnum í ríkum mæli. Tegundimar eru tvær; ein með jarðarberjum og banönum - önnur með kryddlegnum rúsínum. Sunnudagsjógúrt -Gleðileg viðbót við góða skapið. 50ÁRA þess er framlag úr Kjarnfóðursjóði 2 milljónir króna. Annars kostar minnsti hlutur í reiðhöllinni 30.000 krónur og er hægt að greiða þá upphæð á þremur árum, vaxta- laust, en miðað er við byggingar- vísitölu," sagði Gylfi. Eyjólfur bætti því við að vonast væri eftir að fá meira úr Kjarnfóðursjóði. „Hestamenn hafa lengi borgað i þennan sjóð og við teljum okkur eiga rétt á að fá nokkra fjárhæð úr honum" Reiðhöllin verður um 3.000 fm að flatarmáli. Sýningarsvæðið sjálft verður 1.200 fm eða 20x60 m. í húsinu verður rúmgott and- dyri, þar sem t.d verður hægt að hafa sýningarbása, kaffiteríu, snyrtingu, búningsklefa, áhalda- geymslu og aðstöðu til að hýsa hross. Áhorfendasvæðið á að rúma um 1.000 manns en möguleiki verður á að stækka það með því að setja gólf yfir sýningarsvæðið. Þá ætti húsið að rúma um 3.000 manns. - En hvernig verður reiðhöllin nýtt? „Reiðhöllin nýtist til margra hluta,“ sagði Eyjólfur. „Fyrst og fremst verður reiðhöllin nýtt sem þjálfunarstöð og reiðskóli. Þeir sem vilja þjálfa hesta sína innan húss geta pantað sér tíma. í reið- skólanum verður boðið upp á reið- kennslu fyrir almenna hestamenn, tamningamenn og reiðkennara og tel ég þann vettvang einna mikil- vægastan. Hestamannafélög og sveitarfélög geta sent menn á nám- skeið og þannig tryggt að þau hafi hæfa reiðkennara á sínum snærum í framtíðinni. Þarna verður rekin þjálfunarstöð fyrir lamaða og fatl- aða. Hestasýningar verða haldnar og keppni, hestaíþróttir. Hægt verður að halda ýmsar sýningar t.d. búvöru- og vélasýningar, skemmtanir, stóra fundi, hljóm- leika o.fl. Við gerum ráð fyrir því að Reykjavíkurborg verði hluthafi I þessu fyrirtæki og að æskulýðs- starf færist að einhverju leyti í reiðhöllina. Af þessari upptaln- ingu má sjá að þarna mun fara fram margþætt starf. Og síðast en ekki síst verða haldnar sölusýningar á hrossum I reiðhöllinni. Hugmyndin er sú að í hverri viku verði ákveðnir sölu- dagar og að bændur taki sig sam- an, kannski af ákveðnu svæði á landinu og auglýsi hvenær þeir verði með hross sín til sölu. Við þetta gæti skapast skemmtileg markaðsstemmning. Sölusýningar sem þessar gætu hleypt miklu lífi I hrossasölu í landinu og komið bændum og öðrum sem selja hross til góða“. - Hvenær má búst við að reið- höllin rísi? „Reiðhöllin á að risa i Grjótnámi Reykjavíkur, rétt fyrir ofan svæði Hestamannafélagsins Fáks á Víði- völlum," sagði Gylfi Geirsson. „Fyrirhugað er að koma niður sökklum i haust og gera húsið siðan fokhelt næsta sumar. Okkur dreymir um að reiðhöllin verði tilbúin fyrir fyrirhugaða Land- búnaðarsýningu 1987.“ Rekstrargrundvöllur reiðhallar- innar var kannaður af fyrirtækinu Ráðgarði. Gert er ráð fyrir að rekstur reiðhallarinnar verðir erf- iður fyrstu 2-3 árin en eftir það ætti reksturinn að skila arði. Að lokum sagði Eyjólfur ísólfs- son: „Þessi reiðhöll kemur til með að marka tímamót. Sá timi sem hestamenn geta þjálfað hesta sína Iengist og hægt verður að nota haust- og vetrarmánuðina til að undirbúa aðalþjálfunartimann. Reiðhöllin á eftir að vera mið- punktur hestamennskunnar og ég er viss um að íslendingar jafnt sem útlendingar eiga eftir að sækja reiðskólann. Auk þess hefur þjálfun i reiðhöll marga kosti m.a. þann að hestarnir truflast ekki af umhverfinu t.d. bílaumferð. Með bættri vinnuaðstöðu á þjálfunar- tíminn eftir að nýtast hestamönn- um betur".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.