Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 72
 ðlfKKUR IHBMSKBUU Velrardagskrá hefst 9. september. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Reykjavík: Erill hjá lögreglunni ; „^rill var hjá lögreglunni í Reykja- vík í fyrrinótt, útköll á annað hundrað, mest vegna ölvunar og árekstra, sem voru óvenju margir. Engin alvarleg slys urðu á mönnum. Brotist var inn í herbergi á Hótel Loftleiðum um miðnætur- bilið og peningum stolið frá er- lendum ferðamanni. Þjófurinn náðist fljótlega og hafði honum ekki tekist að koma nema litlum hluta þýfisins í íslenska mynt. Skömmu fyrir miðnætti var slökkviliðið kallað út vegna bruna í Grænuhlíð, en þegar til ■ — -jjíom reyndist um gabb að ræða, sem lögreglunni tókst að rekja til tveggja unglingspilta. Kl. 2.30 var ráðist á stúlku í Austurstræti. Náðist í árásar- manninn, en hann neitaði, og stúlkan var á bak og burt þegar átti að spyrja hana um atburða- rásina. Síðar um nóttina slasaðist stúlka nokkuð þegar hún hljóp á ^yrrstæða bifreið í miðbænum. Pétur í byrjunarliðinu PÉTUR Pétursson er í byrjunar- liöinu hjá spsenska félaginu Hercules Alicante, sem í dag leikur gegn Zaragossa í 1. umferð spænsku deildarkeppninnar í knattspyrnu. Pétur segist engu kvíða þótt knattspyrnan sé öðruvísi en hann eigi að venjast og hitinn miklu meiri en hann hafi áður þekkt. Pétur er tilbúinn að leika með íslenska landsliðinu gegn Spánverjum í Sevilla í september eins og fleiri lands- liðsmenn, t.d. Ásgeir Sigurvins- son. Sjá viðtal við íslenzka at- vinnumenn í knattspyrnu á bls. 63 og 69. VEÐURGUÐIRNIR ætla ekki að gera það endasleppt við Reykvíkinga og aðra Sunnlendinga á þessu sumri, sem nú er brátt á enda. Þessi litla hnáta tók til við garðyrkjustörf í blíðunni í gærmorgun. Það var ekki svo mikið haft fyrir því að klæða sig, beldur brá sú litla sér bara út á nátt- kjólnum og greip til klórunnar. MorgunbiaJií/Þorkeli Stjórnvöld hafa hrifsað peningana úr atvinnulífínu — segir Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI „ÞESSI ríkisstjórn, eins og undanfarnar ríkisstjórnir, er mjög frek til fjárins 1 á innlendum peningamarkaði. Ríkisstjórnirnar eru í samkeppni við atvinnu- lífíð, þær yfirbjóða það í vöxtum í krafti þess, að stjórnmálamenn þurfa ekki að standa perssonulega reikningsskil gerða sinna og það er hiuti vandans. Stjórnvöld vilja peningana hvað sem það kostar og hrifsa þá frá atvinnuveg- unum. Því verður að ljúka,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenzkra iðnrekenda, í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið hefur þessi orð eftir Víglundi í kjölfar ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar, þess efnis, að peningakerfi landsins sé staðnað og vanþróað og öndvert einstakl- ingum og hluti af vanda atvinnu- veganna. Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambandsins og formaður bankaráðs Samvinnubankans, segir að atvinnuvegirnir hafi ekki fengið nægilegt fjármagn til að byggja upp nauðsynlegt eigið fjár- magn og það sé satt að segja nöt- urlegt að höfuðatvinnuvegur þjóð- arinnar, sjávarútvegur og fisk- vinnsla, skuli vera eins illa stadd- ur og raun beri vitni. Það verði að finna einhverjar leiðir til þess, að þeir aðilar, sem vilja byggja upp atvinnurekstur og geti það án þess að leita til opinberra aðila, fái að leita á hinn alþjóðlega peningam- arkað eins og gengur og gerist meðal annarra þjóða. Hin lang- varandi verðbólga, sem þjóðin hafi mátt sætta sig við, sé meðal ann- ars orsök þessa, menn hafi anzi mikið gert út á hana og eytt um efni fram. Sjá nánar á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Fiskirækt og eldi námsgrein í grunnskólanum á Klaustri Gerum allt sjálf, drögum á, kreistum, klekjum, ölum og seljum, segir skólastjórinn, Jón Hjartarson NEMENDUR níunda bekkjar Grunnskólaas á Kirkjubæjar- klaustri hafa undanfarin tvö ár átt þess kost að stunda verklegt nám í fiskirækt og fiskeldi og vinna sér jafnframt inn nokkurn pening fyrir skólafélagið og skólann. Skammt frá skólanum er fiskeldisstöðin í Tungu, sem skólinn befur fengið til afnota, og nú nýlega leigt. Krakkarnir framleiða þar seiði eft- ir kúnstarinnar reglum og selja siðan, bæði til ræktar í ám og vötn- um og til fiskeldisstöðva. Síðustu seiði vetrarstarfsins, 20 þúsund talsins, vora seld til Nauteyrar við ísafjarðardjúp, og sótti flugvél þau á fimmtudaginn. „Þessi tilraunakennsla hófst fyrir tveimur árum og hefur smám saman tekið á sig skýrari mynd,“ sagði skólastjórinn, Jón Hjartarson, sem er upphafsmað- ur þessarar nýju námsgreinar við skólann. „Við gerum allt sjálf,“ sagði Jón, „frá því að draga á fiskinn f ánum, kreista úr honum hrognin og klekja út, ala þau og selja.“ Fiskeldisstöðin sem krakkarn- ir nota er í eigu fyrirtækisins Fiskiræktar hf., en stærstu hluthafar eru Kristinn Guð- brandsson forstjóri Björgunar, Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður og eiginkona og börn Snorra heitins Hallgrímssonar læknis. Að sögn Jóns Hjartar- sonar hefur fyrirtækið ekki not- að stöðina í allnokkur ár og því hafi verið auðsótt mál að fá hana lánaða og leigða. Krakkarnir vinna við þetta á veturna á meðan skólinn starfar. „Þau fá ekki beinlínis borgað," sagði Jón, „enda er þetta náms- vinna, en ef það verður hagnaður fær skólafélagið 10% af honum, sem krakkarnir mega nota til kaupa á áhöldum fyrir skólafé- lagið eða til ferðalaga. í sumar hafa þau til dæmis fengið milli 40 og 50 þúsund. Hin 90% renna til skólans sjálfs til frekari upp- byggingar og til sérstakra áhald- akaupa,“ sagði Jón. Jón sagðist hafa mikinn áhuga á að koma upp í skólanum veiga- meira starfi í fiskirækt, „svona einn til tvo vetur á framhalds- skólastigi, sem myndi útskrifa starsfólk i fiskeldisstöðvar, eða þá krakka sem tengdust nátt- úrufræðibrautunum í fjöl- brautaskólunum“, sagði hann, en bætti við að sennilega félli sú hugmynd ekki alveg inn i ramma gru nnskólalagan na. í vetur leið voru sextán krakk- ar í níunda bekk i skólanum, en þeir verða tólf i vetur. Alls eru nemendur skólans 110. Leigjendur Fjalakattarins út fyrir 1. desember nk. LEIGJENDUR Fjalakattarins í Aðalstræti eiga að vera búnir að rýma húsnæðið fyrir 1. desem- ber nk. samkvæmt samningi þeirra við eigandann. Fulltrúi eigandans, Ingi R. Jóhannsson, sagði i samtali við Morgunbiaðið, að hann byggist við að Fjalakötturinn yrði rifinn eftir að leigjendur færu út. „Eigandinn hefur boðið borginni húsnæðið til sölu, en engin viðbrögð hafa komið frá henni. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir eigandanum er að fá fullt verðmæti út úr eign sinni enda hefur verið greiddur skattur af henni skilvíslega gegnum árin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.