Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985
33
Kanada-
menn með
kynlífs-
vanda
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Kanadamenn hafa síðustu árin
verið drjúgir í gerð ansi straum-
línulagaðra spennumynda af
ýmsum sortum. Fremstur í flokki
hefur verið leikstjórinn og hand-
ritahöfundurinn David Cronen-
berg með sína skrýtnu blöndu
af skrímslamyndum, vísinda-
skáldskap, þjóðfélagskrítík og
sálarfræði. Aðrir leikstjórar
hafa haldið sig innan viðtekinna
hefða hins sálfræðilega þrillers
eða sakamálamyndarinnar. Á
myndbandaleigunum má finna
töluvert gott úrval af þessum
kanadísku myndum sem þrátt
fyrir misjöfn gæði eru ávallt
áhugaverðari vegna frísklegs
handbragðs og öðruvísi umhverf-
islýsingar en fæst í sams konar
myndum Bandaríkjamanna.
Tveir sálfræðilegir þrillerar
sem báðir fást við voveiflega
atburði tengda afbrigðilegu eða
háskalega djörfu kynlífi skulu
nefndir hér. Þetta eru annars
vegar The Surrogate, gerð 1984,
og hins vegar Cross Country, gerð
1983. Sú fyrrnefnda segir frá
ófullnægðu hjónalífi stressaðs
bílasala og eiginkonu hans, sem
Art Hindle og Shannon Tweed
túlka með ágætum. Leikstjórinn
Don Carmody sem einnig skrifar
handritið við annan mann tengir
þennan kynlífsvanda með fremur
óljósum hætti dularfullum morð-
um sem framin eru á götum úti.
Ekki gengur sú tenging upp frek-
ar en annað í þessari spennu-
mynd sem þjáist af vanhugsuðu
og kjánalegu handriti, en heldur
þó athygli lengst af. Miklu meira
púður er í Cross Country sem
Paul Lynch leikstýrir einkar
snöfurmannlega. Þar er í mið-
punkti annar kanadiskur bissn-
issmaður sem er tæpur á taug-
inni vegna flókins ástarlífs.
Hann stekkur á brott þegar ást-
kona hans er myrt og böndin
berast að honum sjálfum. Hann
heldur af stað út á þjóðvegina
áleiðis suður yfir landamærin en
flýr hvorki þrúgandi fortíð sína
né þær uppákomur og fólk sem
mæta Ronum á leiðinni. Þetta er
virkilega krassandi þriller á
köflum og Richard Beymer, sem
varð unglingastjarna fyrir mörg-
um árum í Hollywood, gerir
örvæntingu og innri spennu
aðalpersónunnar nánast áþreif-
anlega með leik sínum. Þess má
geta að í báðum þessum myndum
leikur sá magnaði skapgerðar-
leikari Michael Ironside (Scann-
ers, Visiting Hours) rannsóknar-
lögreglumann sem fæst við við-
komandi morðmál, en fær því
miður ekki úr nógu að moða.
Stjörnugjöfín:
The Surrogate *Vi
Cross Country **'A
Tilraunir meö
mótefni gegn
ónæmistæringu
á næstu grösum
San Antonio, Texas, 30. ágúsL AP.
VÍSINDAMENN við líftæknistofnun
suðvesturríkjanna segjast reiðubúnir
að hefja tilraunir á kanínum og
músum með mótefni við ónæmistær-
ingu (AIDS). Vonast þeir til að hefja
tilraunir á öpum innan skamms.
Vísindamennirnir hafa fram-
leitt tvö prótein, svokölluð peptíð,
sem er að finna á yfirborði veir-
unnar, sem veldur ónæmistær-
ingu. Eru próteinin svipuð að gerð
og veiran sjálf og vonast vísinda-
mennirnir eftir að þau valdi því
að líkaminn framleiði mótefni
gegn veirunni, sem veldur ónæm-
istæringu.
Tilboðsverð á IMordmende
IMú getur þú eignast sjónvarp
eða myndbandstæki með
aðeins 8.000 króna
útborgun. Eftirstöðvar
greiðast á átta mánuðum
Staðgreitt kostar myndbandstækið aðeins kr. 43.980
Sjónvörpin eru til í mörgum stærðum og fást einnig á
sérlega hagstæðu staðgreiðsluverði.
Notaðu tækifærið og tryggðu þér nýtt Nordmende á
góðum kjörum.
NORDMENDE
SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800