Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 3 Nauðungaruppboði Þör- ungavinnslunnar frestað — fyrirtækið gengur vel í augnablikinu, segir framkvæmdastjórinn, Kristján Þór Kristjánsson AUGLÝSTU fyrsta nauöungaruppboöi á eignum Þörungavinnslunnar á Reykhólum, sem fram átti að fara á mánudaginn, var frestaö til 21. október nk. Uppboöiö átti að fara fram að kröfu Iönþróunarsjóös, en fyrirtaekiö skuldar sjóðnum um 50 milljónir króna og þar af eru 20 milljónir í vanskilum. „Málið fór óvart þessa leið, en ekki velt yfir á ríkið aftur, og þá uppboðinu hefur nú verið frestað og við væntum þess að framtíðar- lausn á vandamálum Þörunga- vinnslunnar liggi fyrir áður en til uppboðs kemur," sagði Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Þörungavinnslunnar, í sam- tali við Morgunblaðið. „Það þarf að fá svar við því hvort og þá hvernig eigi að reka fyrir- tækið í framtíðinni, hvort heima- menn eigi að reka það, eða ríkið, eða hvort leggja eigi fyrirtækið niður. Þetta eru þær spurningar sem menn eru að velta fyrir sér, eins og kunnugt er,“ sagði Kristján Þór. Ríkið á 97% í Þörungavinnsl- unni, en í vor samþykkti Alþingi lög sem gera heimamönnum kleift að yfirtaka rekstur fyrirtækisins með því að leggja fram tiltekið hlutafé, 11,5 milljónir króna. Að sögn Inga Garðars Sigurðssonar, stjórnarmanns í undirbúnings- stjórn heimamanna, hefur hluta- fjáröflun legið að mestu niðri undanfarið, en hann sagðist búast við að fljótlega kæmist skriður á það mál að nýju. En um hugsanleg kaup heimamanna á verksmiðj- unni hefur enn ekki verið rætt við iðnaðarráðuneytið, að sögn Inga Garðars. Kristján Þór sagðist persónu- lega vera þeirrar skoðunar að heimamenn ættu að flýta sér hægt í þeim efnum að taka fyrirtækið yfir. „Það verður að búa þannig um hnútana að vandanum verði á ég við að það verði að létta áhvíl- andi skuldum af fyrirtækinu og lagfæra markaðsmálin," sagði Kristján Þór. Kristján sagði að rekstur fyrir- tækisins gengi allvel í augnablik- inu. Þótt einungis hefði tekist að selja um 800 tonn af þangmjöli á fyrri helmingi ársins væru góðar líkur á því að það tækist að selja 3000 tonn á árinu ðllu. „Frá öndverðu höfum við átt við þrjú meginvandamál að stríða. í fyrsta lagi öflunina, í öðru lagi þurrkunina og loks sölumálin. Eg tel að við höfum náð tökum á tveimur fyrrnefndu atriðunum, en nú þurfum við að leggja allt kapp á sölumálin," sagði Kristján Þór Kristjánsson. Ný stálbitabrú smíðuð á Bjarnardalsá Ljósmynd/AS Nýlega hófust framkvæmdir viö brúarsmíði á veginum um Bröttubrekku yfir Bjarnardalsá. Þar er fyrir brú, sem talin er ónýL Steyptar hafa verið undirstöður í botni gljúfursins, en nýja brúin verður stálbitabrú meö steyptu gólfi. Pétur Óli Hansson íslendingur opinber saksóknari í New York UNGIIR íslenskur lögfræðingur, Pétur Óli Ilansson, hefur verið ráö- inn í sveit opinberra saksóknara í New York borg. Hann veröur á skrifstofu yfirsaksóknara borgarinn- ar Roberts Morgenthau, sem hefur lögsögu er nær yfir miðborgina og er taliö eitt stærsta lögsagnarumdæmi sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þaö þykir heiöur fyrir ungan lög- fra'öing aö vera ráöinn á skrifstofu yfirsaksóknara og fá ekki aðrir en þeir, sem staöið hafa sig sérlega vel í lögfræðináminu. Pétur Óli er elstur fjögurra sona Elínar Þorbjarnardóttur og Othars Hanssonar sölustjóra Coldwaters í New York. Pétur Óli lauk BA-prófi frá Cornell-háskóla 1980. Það sama ár hóf hann nám við Háskóla íslands, en hélt fljót- lega vestur aftur og settist í New York Law School. Þaðan lauk hann prófi í vor. Samhliða lög- fræðináminu vann Pétur Óli sem nemi á skrifstofu hæstaréttar- dómara í Hæstarétti New York- fylkis." " “ [\V Trésmíðaverkstæöi geta nú sparað tím< og fyrirhöfn við pantanir erlendis frá. Við eigum nægar birgðir af ofnþurrkuð um viði, - á mjög hagstæðu verði! Furu, eik, beyki, oregon pine, ask, meranti, ramin, mahogny, tekk, poplar, iroko, pitch pine, og m.fl. Þarsemfagmennimir versla byko SKEMMUVEGI2 . , ,. „ Kópavogi, timbur-stál-og plötuafgreiðsla, er per oh^ett simar 41000,43040 og 41049
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.