Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
Kröfur Alþýðusambands Vestfjarða í bónussamningum:
40 króna fiskvinnsluálag að
hluta til tekið af bónusgrunni
SÉRSTAKT fiskvinnuálag aö upphæð
40 krónur, þar sem 30 krónur komi af
bónusgrunni og 10 krónur til viðbótar
frá vinnuveitanda, er ein meginkrafa
Alþýöusambands Vestfjarða í kom-
andi samningum um bónus fisk-
vinnslufólks, en gengið var frá kröfu-
gerðinni um helgina og hefur hún
verið send vinnuveitendum. Með
þessu móti er gert ráð fyrir að bónus
verði aldrei haerri en sem nemur 63%
af greiddum heildarlaunum.
Þá er gerð krafa um að bónus-
grunnur hækki og verði miðaður
við taxta fiskvinnslufólks með 5
ára starfsreynslu. Greiddur verði
bónus fyrir öll störf og þau störf
sem ekki er hægt að tímamæla fái
75% af meðalbónus. Tekin verði
upp föst nýting í stað meðalnýt-
ingarkerfis og breytingar á stöðl-
um og verktilhögun verði ekki
gerðar öðruvísi en í samvinnu við
Alþýðusambandið. Þá verði fólki
gert ljóst þegar prufur og sýni eru
tekin hver vinnuhraði þess sé og
þak verði áfram á vinnuhraðanum,
þannig að fólk fái ekki greidd um-
Afla ekið til
Ólafsfiarðar
BÓNUSVINNUSTÖÐVUN hófst á
Siglufirði á mánudagsmorgun og
minnkaði framleiðsla frystihúss
Þormóðs ramma á Siglufirði um 50%
en einungis var unnin dagvinna og
engin eftirvinna. Annar togari Sigl-
firðinga, Stálvíkin, er nýkominn inn
með 130 tonn og bíður því afli
vinnslu. Gripið var til þess ráðs að
aka hluta hans til Ólafsfjaröar til
vinnslu þar, en þar er ekki í gildi
bónusvinnustöðvun.
„Það gengur alveg eins og við er
að búast. Þetta byrjaði í morgun og
afköstin minnkuðu I báðum húsun-
um, eins og eðlilegt getur talist. Ég
gæti trúað að það væri um 50% í
stærra frystihúsinu," sagði Kol-
beinn Friðbjarnarson, formaður
verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu-
firði, er Morgunblaðið innti hann
eftir gangi mála þar á staðnum í
bónusvinnustöðvun.
Vinnuveitendasambandið hefur
kært Vöku fyrir Félagsdómi fyrir
ólögmæta boðun verkfalls, þar sem
ríkissáttasemjara hefur ekki verið
tilkynnt um vinnustöðvunina, eins
og kveðið er á um í vinnulöggjöf-
inni. Kolbeinn var spurður um
þetta atriði og sagði hann að verka-
lýðsfélagið hefði alltaf litið svo á
að hér væri ekki um verkfall að
ræða, heldur afnám ákveðins
vinnufyrirkomulags og launa-
greiðslukerfis og því þyrfti ekki að
tilkynna það til ríkissáttasemjara.
Fólk ynni sína vinnu með fullkom-
lega eðlilegum hætti, eins og aðrir
þegnar þjóðfélagsins.
A Siglufirði eru í gildi sérsamn-
ingar um bónus. Kolbeinn sagði að
þrír viðræðufundir hefðu verið
milli félagsins og atvinnurekenda
og hefði farið nokkuð vel á með
deiluaðilum, þó vissulega hefði
talsvert borið í milli. Hann sagðist
engu þora að spá um það, hvort
þetta yrði langvinn bónusvinnu-
stöðvun.
fram ákveðin afköst.
Pétur Sigurðsson, forseti Al-
þýðusambands Vestfjarða, sagði
kröfurnar meðal annars miða að
því að minnka ákvæðisvinnuþátt-
inn í heildarlaunum fólks og hafa
stjórn á óhóflegum kröfum bónus-
vinnunnar til þess. Hann sagði Al-
þýðusambandið tilbúið til viðræðna
við vinnuveitendur um að leggja
niður bónus og taka upp nýja að-
ferð, sem skili því sama til beggja
aðila.
Pétur sagði að þeir myndu fara
sér hægt til að byrja með og gefa
vinnuveitendum góðan tima til að
kynna sér kröfugerðina, enda væri
hér um flókin mál að ræða. Þeir
myndu nú á næstu vikum fara I
frystihúsin og ræða kröfugerðina
við fólkið. Ef hins vegar vinnuveit-
endur yrðu tregir til viðræðna,
lumuðu þeir á fleiri en einni aðferð
til að fá þá til að ræða við sig. „Við
teljum þetta fjaðrafok sem hefur
verið yfir því hvort tilkynnt hafi
verið um bónusstöðvun eða ekki.
Það að leggja bónus niður, er
spurning um samtök fólks, en, ekki
það að skipanir komi að ofan. Ef
fólk finnur þörfina fyrir slíkar að-
gerðir fer það út í þær og ef það
stendur saman þá jafngildir það
allsherjarverkfalli," sagði Pétur.
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Japanskur togari íReykjavík
Japanskur togari kom við í Reykjavík í gær á leið sinni á miöin við
Grænland. Þótt víða gangi að nota gömul dekk á fótreipið í stað
bobbinga hefur þeim líklega þótt vissara að kaupa nokkra bobbinga
frá Odda hf. til að tryggja veiðihæfni trollsins.
Búnaðarbanki íslands:
Óbreyttir vextir af afurðalán-
um þýða 40 til 50 milljóna tap
„Treysti því að ríkisstjórnin leiðrétti þetta,“ segir Stefán Pálsson bankastjóri
„ÞETTA horfir einfaldlega þannig við okkur í Búnaðarbankanum að þessir
vextir fá engan veginn staðist," sagði Stefán Pálsson bankastjóri í Búnaðar-
banka íslands aðspurður um þá stöðu sem komin er upp að vextir af
afurðalánum landbúnaðarins eru neikvæðir, eins og frá var greint í frétt
Morgunblaðsins sl. fóstudag.
„Þegar viðskiptabankarnir yfir-
tóku þessar lánveitingar af Seðla-
bankanum í vor, var um það samið
við ríkisstjórnina að þessir vextir
skyldu haldast þangað til aðrir
vextir yrðu komnir á svipað stig.
Þá var gert ráð fyrir að vextir
færu lækkandi vegna minnkandi
verðbólgu. Nú hefur þróun mála á
hinn bóginn orðið sú að vextir
hafa farið hækkandi og eru nú al-
mennir innlánsvextir um það bil
7% hærri en vextir á afurða-
lánunum," sagði Stefán.
„Við höfum gert viðskiptaráð-
herra grein fyrir þessu máli og
hann hefur lofað að taka það upp
á vettvangi ríkisstjórnarinnar.
Við höfum reiknað það út, að mið-
að við upphæð þessara lána í fyrra
myndi það þýða milli 40 og 50
milljóna króna tap fyrir bankann
að lána á óbreyttum kjörum og
það munar um minna. Ef ekki
kemur til leiðrétting munum við
væntanlega segja þessum lánum
upp og ég á ekki von á að aðrir
viðskiptabankar muni fást til að
veita þau á þessum kjörum. Það er
hinsvegar bundið í lögum að þessi
lán skuli veita og þannig myndi
skapast sjálfhelda. Ég ber á hinn
bóginn það traust til ríkisstjórn-
arinnar að hún muni skilja þetta
mál og leiðrétta það áður en vand-
ræði hljótast af þegar sláturtíð
hefst. Þetta er fyrst og fremst mál
ríkisstjórnarinnar," sagði Stefán
Pálsson bankastjóri að lokum.
íJrslitakeppni bresks sjóstangaveiðimóts hófst í gœr í Garðsjó
FYRRI dagur úrslitakeppni bresks
sjóstangaveiðimóts fór fram hér á
landi út af Garðskaga í gær. Kepp-
endur eru tíu Bretar, sem komust í
úrslit í undankeppni í Brighton í
Bretlandi fyrr í sumar. Breskir sjón-
varpstökumenn fylgdust með keppn-
inni, auk annarra enskra blaða-
manna, og hyggjast sjónvarpsmenn-
irnir gera landkynningarmynd um
ísland sem sýnd verður í sjónvarpi í
Bretlandi.
Haldið var úr Keflavíkurhöfn í
gærmorgun. Keppnin stóð til
klukkan 16.00 síðdegis og var þá
haldið til hafnar þar sem veiði
hvers og eins var vigtuð. í dag
verður keppninni haldið áfram og
verða úrslit kunn í kvöld. Sá ber
sigur úr býtum er þyngstan afla
hefur eftir þessa tveggja daga
veiði.
Keppendur voru að vonum
ánægðir með árangur fyrri dags-
ins hér á íslandi, að eigin sögn, ef
haft er í huga að á úrslitamótinu í
fyrra, sem haldið var i Túnis,
fékkst aðeins einn fiskur úr sjó.
Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra:
„Eðlilegt að hafa
tvo forstjóra við
Byggðastofimn“
„ÉG TEL að það sé mjög eðlilegt að
hafa tvo forstjóra við Byggðastofn-
un,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra í samtali við
Morgunblaðið er hann var spurður
um ágreining stjórnarflokkanna
varðandi fjölda forstjóra við Byggða-
stofnun, en sjálfstæðismenn hafa
lýst því yfir að þeir telji að þar eigi
einungis einn forstjóri að vera.
„Ég tel það mun eðlilegra en að
hafa 3 bankastjóra í bönkunum,"
sagði Steingrímur og bætti við,
„Byggðastofnun er byggðapólitísk
stofnun. Það eru alltaf skiptar
skoðanir um það hvað eigi að veita
miklu fjármagni til þess að við-
halda byggðum á hinum ýmsu
stöðum. Þá er ákaflega eðlilegt að
þeir flokkar sem eru í stjórn komi
báðir að skoðun þeirra mála með
því að eiga sinn forstjórann hvor.“
Steingrímur sagði að ágreining-
ur um forstjórastarf hjá Þróunar-
félaginu væri ekki fyrir hendi á
milli stjórnarflokkanna. Fram-
sóknarmenn gerðu sér fulla grein
fyrir því að þar væri um hlutafé-
lag að ræða, og því myndi stjórn
félagsins ráða í forstjórastarfið,
Kfltrov* Kor l/ppm 1