Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 9 Þeir eru að spá snjóavetri karlarnir Fyrirliggjandi i landinu eru eftirtaldir sleöar: Tundra: Léttur, lipur og ódýr. Ca. kr. 165.000.- Skandic 377 R. Léttur, lipur, traustur. Kr. 118—260 Formula MX. Alhliöa sleði, mjog hraöskreiöur, goður í brekkum og þýöur. Rúml. 300 þús. kr. Formula Plus. Meiriháttar á allan hátt. Hefur unniö svo til allar keppnir sem hann hefur tekiö þátt í. Ca. 380 þús. Einnig fyrirliggjandi flutningasleðar aftaní vél- sleöa. Örfáir notaöir sleöar til sölu og sýnis. Gisli Jonsson & Co. hf. Sundaborg 11, sími 686644 Hvernig á að nýta fjármunina? MtóÉmsp Frá SUS-þingi: Geir H. Haarde, Einar K. Guðfinnsson, Sigrún Traustadóttir. Velferðarríkið til umræðu Þing Sambands ungra sjálfstæöismanna, sem nýlega var haldiö á Akureyri, hefur vakið töluveröa athygli og þá ekki síöur þær samþykktir, sem þar voru geröar. Telja má líklegt aö samþykktir þingsins um velferöarmál eigi eftir aö vekja upp miklar umræöur og deilur. í setningarræöu sinni fjallaöi Geir H. Haarde fráfarandi formaður SUS um viö- horf ungra sjálfstæðismanna í velferöarmálum. í Stak- steinum í dag er birtur kafli úr ræöu Geirs H. Haarde. Geir H. Haarde sagði ennfremun „En reynum nú að átta okkur aðeins betur á nokkrum viðhorfum sem liggja til grundvallar sjálfstæðissternunni. I*au þarf auðvitað ekki að skýra en gáum samt aðeins að. Eins og áður er að vikið, er það megininntak í sjálf- stæðisstefnunni, að ein- staklingurinn, maðurinn sjálfur, sé aðalatriðið. Ekki hópurinn sem hann tilheyr- ir eða heildin, heldur hver og einn borgari og þegn. I»að er einstaklingurinn sem á réttindi og ber skyldur og það ber að tryggja honum eins mikið pólitískt og efnahagslegt svigrúm og kostur er án þess að það komi niður á sambærilegum rétti ann- arra manna. Og allir menn eiga jafnan rétt í þessu til- liti, enginn á rétt á meira frelsi en annar til að tryggja heill sína og sinna og leita lífshamingjunnar með þeim hætti sem hann sjálfur ákveður. Að sjálf- ögðu innan þeirra almennu siðgæðis- og samfélags- reglna sem þörf krefur í siðuðu samfélagi. En það er líka kjarni í okkar stefnu, að enginn skuli gjalda þess að vera þannig gerður að hafa ekki möguleika á við aðra til þess að sjá sér farborða eða þroska hæfilcika sína. Og það er raunar mæli- kvarði á siðferðistig hvers samfélags, hvern veg er séð fyrir þeim, sem á ein- hvern hátt cru undir í lífs- baráttunni, annað hvort vegna líkamlegrar eða and- legrar fötlunar, sjúkdóma eða ellimæði eða annars scm gerir það að verkum að fólk megnar ekki að sjá fyrir sér með eðlilegum hætti. Á þessum mælikvarða stöndum við íslendingar framarlega og vonandi dettur engum í hug að hrófla við því. I»ess verður vonandi langt að bíða að fólk á íslandi telji það eftir sér að rétta náunganum hjálparhönd með beinum eða óbeinum hætti.“ Að rétta náunganum hjálparhönd í ræðu sinni sagði Geir H. Haarde m.a.: „En það er á hinn bóg- inn ekki síður ástæðulaust að verja til þess miklum kröftum og fjármunum að styrkja fólk sem alls ekki þarf þess með. Slíkar ráðstafanir leiða einungis til þess að minna verður til ráðstöfunar fyrir þá sem raunverulega þurfa aðstoð- ar með og magnar óánægju þcirra sem undir kostnað- inum standa með vinnu sinni og skattgreiðslum. I»etta mál, þ.e. með hvaða hætti betur megi nýta fjár- muni þá sem renna til sam- neyzhinnar, ekki sízt á sviði heilbrigðis-, trygg- inga- og menntamáia, í einu orði velferðarmál- anna, er eitt af meginvið- fangsefnum þessa þings. Ekki vegna þess að við vilj- um draga úr aðstoð við þá sem hennar þurfa með, heldur þvert á móti vegna þess að við viljum nýta fjármagnið betur til þess að geta gert meira fyrir þá sem raunverulega þurfa á aðstoð að halda. Ekki vegna þess að við viljum ekki taka þátt í kostnaði scm af þessari starfsemi hlýzt, heldur vegna þess að við teljum að félagsleg að- stoð við þá sem þurfa hennar ekki með sé bæði óþörf, óeðlileg og skerði hagsmuni þeirra sem henn- ar þurfa í raun og veru með.“ Ekki deilt um markmið Loks sagði Geir H. Ilaardc: „llm þessi mál verða vonandi góðar og málefna- lega umræður hér á þing- inu næstu daga og vænti ég þess að þær tillögur, sem héðan berast um þessi mál veki athygli fyrir að vera í | senn djarfar og ábyrgar. En ég vil enn ítreka mikil- vægi þess að ekki sé ruglað saman markmiðum og leið- um í þessu sambandi. I»að er ekki deilt um það markmið, að tryggja sem bezt hag þeirra, sem höll- um fæti standa í lífsbarátt- unni, heldur með hvaða hætti það verður bezt gert l»að fer vel á því að Sam- band ungra sjálfstæð- ismanna taki nú visst frumkvæði í að fjalla um þessi mál með nokkuð öðr- um hætti en hefðbundið er. l»að er í tengslum við það, sem ég hef nú rakið, að við höfum valið þessu þingi kjörorðin Valfrelsi — Vöxtur — Velferð. í þess- um orðum er raunar visst orsakasamhengi. Frelsi borgaranna til að velja og hafna á efnahagssviðinu leiðir af sér meiri hag- kvæmni og betri nýtingu. l»ar með verður hagvöxtur meiri meira verður til skiptanna. Og þanng er hægt að auka almenna veF ferð í landinu, einhverjir eða allir geta borið meira úr býtum án þess að aðrir | fái minna." Einíöld — Odýr n.mnra | Pakkavog 20 kg. 50 kg. og ÍOO kg, Raímagn + raíhlöður ÖlAfUlR. ©ISLASOH & CO. m. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.