Morgunblaðið - 11.09.1985, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
ÓLAFSSON
Þessi búnaður sér um að raða keilunum aftur upp, þegar búið er að fella þ*r allar.
Stúlka þessi leigir út kúlur og keiluskó. Fyrir framan hana sjást þessir forláta keiluskór.
Keiluíþróttin er ung hér á landi. 1. febrúar síðast-
liðinn var Keilusalurinn í Öskjuhlíð opnaður og
leiðin hefur legið upp á við síðan.
Um 50 milljónir manna stunda keilu í Bandaríkjunum
einum og um 10 milljónir keppa reglulega á viður-
kenndum mótum. Ef áhuginn væri jafnmikill á íslandi
þá mundu um 50 þúsund íslendingar stunda keilu og
nærri 10 þúsund kepptu á viðurkenndum mótum.
Keilan er ævaforn íþrótt eins og nærri má geta. Elstu
hlutirnir sem tengjast keilu fundust í grafhýsi barns í
Egyptalandi frá 5200 f.Kr. Þetta voru níu steinar og
hefur steinhnullungi verið velt að þeim gegnum lítið
marmarahlið. í Polynesíu léku menn „úla mæka“ til
forna, þar sem þeir veltu steinhnullungi aö steinkeil-
um. Vegalengdin var 18 metrar. Enn í dag er þetta ein
meginreglan í keilu.
Uppruna nútímakeilu má iíklega rekja til Þýskalands
langt aftur í aldir. Þar var hún ekki stunduð sem
íþrótt heldur sem trúarlega athöfn. Sagt er að Mart-
einn Lúther hafi ákveðið að best væri að hafa keilurn-
ar níu.
Það má lesa í mannkynssögubókum að leikurinn
barst um Evrópu, meðal annars til Norðurlanda og
loks til Bandaríkjanna. En þó að leikurinn hafi borist
um allan heim voru reglurnar með ýmsum hætti og
áhöldin ekki hin sömu. Til dæmis er ekkert vitað um
það hvers vegna Bandaríkjamenn bættu við tíundu
keilunni eða hvenær það gerðist. Um miðja 19. öld var
íþrótt þessi orðin svo vinsæl að keilusalir spruttu upp
eins og gorkúlur í mörgum borgum. Árið 1875 komu
saman fulltrúar frá níu keilufélögum í New York og
stofnuðu með sér samband til þess að reyna að sam-
ræma reglurnar. Deilur stóðu helst milli þeirra og
annarra keilara í landinu en 9. september 1895 var
loks stofnað Landssamband keilara og þar með var
grundvöllurinn lagður að þeim reglum og búnaði sem
enn er í gildi nær 80 árum síöar. Arið 1816 var svo
stofnað Alþjóóasamband kvenkeilara.
Árum saman hafa forsvarsmenn keilu leitað viður-
kenningar á íþróttinni sem ólympíugrein. Bandaríska
ólympíunefndin veitti keilu fullu viðurkenningu sem
ólympíuíþrótt í maí 1984. Það er búist við að keila
verði sýningaríþrótt á Ólympíuleikunum árið 1988 og
fullgild keppnisíþrótt 1992.
Það er fyrst á þessu ári, 1985, sem okkur íslendingum
stendur til boða að stunda þessa íþrótt af alefli. Nú
eru 12 brautir í gangi í Keilusalnum í Öskjuhlíð og
innan 2 mánaða er reiknað með að taka aðrar 6 í
notkun. Það var rölt á þennan ágæta stað í vikunni og
afrakstur þess birtist hér.
Morgunblaöift/Þorkell
Þessi er sko með stíl! Það fylgir ekki sögunni hvort allar keilurnar féllu eður ei. En einkunn fyrir stíf er ellefu.