Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
27
Reagan um öryggismálaráðstefnuna:
Getur stuðlað
að stöðugleika
Washington, 10. september. AP.
SKÖMMU áður en öryggismálaráð-
stefna Evrópu var sett að nýju í
Stokkhólmi í gær, hvatti Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti til þess,
„að umræður þar yrðu lalvarlegar
og málefnalegar“ og miðuðu að því
Sri Lanka:
Vísa á bug frétt-
um um fjöldamorð
Colombo, Sri Lanka, 9. seplember.
STJÓRNVÖLD á Sri Lanka hafa
vísað á bug fréttum um að flokkur
Sinhala hafi stöðvað áætlunarbíl og
myrt 36 af 37 Tamflum, sem voru
farþegar með bflnum.
Atburðurinn var sagður hafa átt
sér stað fyrir utan borgina
Medawachchiya, um 167 km fyrir
sunnan Jaffna, höfuðborg Norð-
ur-Sri Lanka.
I yfirlýsingu frá öryggismála-
ráðherra landsins sagði, að flokkur
vopnaðra manna, sem ekki væru
kunn deili á, hefði á föstudag
stöðvað áætlunarbíl við bæinn
Poonewa, nærri Medawachchiya.
„Menn þessir brutu rúðu í bílnum,
rændu persónulegum munum
nokkurra farþega og hurfu síðan
inn í frumskóginn.“
„Það er ekki flugufótur fyrir frétt-
um um að farþegarnir hafi verið
myrtir," sagði í yfirlýsingunni.
að draga úr hættunni á hernaðar-
átökum í Evrópu.
Þetta kom fram í yfirlýsingu,
sem gefin var út í Hvíta húsinu
siðdegis í gær, mánudag, skömmu
áður en fulltrúar komu saman til
upphafsfundar sjöundu annar ráð-
stefnunnar.
„Stokkhólmsráðstefnan getur
lagt fram mikilvægan skerf til
þess að skapa stöðugleika og ör-
yggi í Evrópu og bæta samskipti
austurs og vesturs," sagði Reagan.
„A komandi mánuðum mun koma
í ljós, hvort ráðstefnunni auðnast
að gegna því mikilvæga hlutverki
sínu að stuðla að friði í álfunni."
Öryggismálaráðstefna Evrópu
hófst í Stokkhólmi í janúar 1984
og tók það ráðstefnufulltrúana,
sem eru frá öllum NATO-löndun-
um, Varsjárbandalagslöndunum
og hlutlausum ríkjum Evrópu,
heilt ár að komast að samkomulagi
um dagskrá ráðstefnunnar.
Þegar sjöttu önn ráðstefnunnar
lauk í maí I vor, kvaðst formaður
bandarísku sendinefndarinnar,
James Goodby, vona, að Jokaum-
ræður gætu hafist í haust.
Bretland:
Sósíaldemókrat-
ar íhuga samruna
við frjálslynda
Torquay, Knglandi, 10. september. Al*.
LKIDTÍNíI Sósíaldemókrata-
flokksins á Bretlandi, David
Owen, sagði í ræðu á ársþingi
flokksins í gær, að til greina kæmi
að sameinast Krjálslynda flokkn-
um, sem nú er í bandalagi við Sósí-
aldemókrataflokkinn, til að öðlast
meiri völd á þingi.
Fylgi bandalags flokkanna
tveggja hefur aukist svo um
munar undanfarið, en það hefur
nú meira fylgi en Ihaldsflokkur-
inn, en aðeins minna en Verka-
mannaflokkurinn, samkvæmt
skoðanakönnunum. Frjálslyndi
flokkurinn hefur 18 menn á
þingi og sósíaldeómkratar sjö,
en ef skoðanakannanir gefa
rétta mynd af fylgi bandalagsins
nú, má búast við að bandalagið
fái allt að 80 þingsæti í næstu
kosningum. Owen sagðist hins
vegar á móti því að flokkarnir
sameinuðust samstundis og vill
að flokkarnir bjóði fram hvor í
sínu lagi í næstu kosningum, en
haldi bandalaginu sín á milli.
Byltingartilraunin í Thailandi:
Forsprakkarnir
sluppu úr landi
Bugfcoh, Thailandi, 10. neplember. J
PREM Tinsulanonda, forsætisráð-
herra Thailands, sagði í dag, að
stjórn hans hefði beitt „mildilegustu
aðferðum“ við að bæla niður hina
misheppnuðu byltingartilraun, sem
gerð var í landinu á mánudag, í því
skyni að forðast blóðsúthellingar og
varðveita þjóðareiningu.
Thailenskir þingmenn kröfðust
þess í dag, að Kriangsak Choman-
and, fyrrum forsætisráðherra
Thailands, sem grunaður er um að
hafa verið framarlega í flokki
uppreisnarmannanna, yrði rekinn
af þingi
Tinsulanonda forsætisráðherra
sagði á fyrsta fundi sínum með
blaðamönnum eftir uppreisnina,
að neyðarástandslögin, sem lýst
var yfir í uppþotinu, yrðu fram-
lengd í nokkra daga í viðbót.
Hann sagði, að skipuð hefði ver-
ið nefnd, sem bæði óbreyttir borg-
arar og hermenn ættu sæti I, til að
rannsaka aðdraganda uppreisnar-
innar.
Paniang Kantarat, aðstoðar-
varnarmálaráðherra, sagði, að að-
alforsprakkar uppreisnarinnar,
fyrrverandi yfirmaður í hernum,
Monoon Rubkachorn ofursti, og
bróðir hans, Manat Rubkachorn,
yfirmaður öryggissveita hersins,
hefðu flúið til Singapore seint á
mánudagskvöld.
Gull- og gimsteinasalar opnuðu
verslanir sínar á nýjan leik í dag,
og sögðu forystumenn viðskipta-
lífsins, að uppreisnin mundi hafa
sáralítil áhrif á afkomu fyrir-
tækja.
Uppi voru getgátur um, að fólk
mundi hópum saman taka út inn-
eignir sínar í bönkum, og var
seðlabanki landsins í viðbragðs-
stöðu á mánudag. Ekki kom þó til
þess, að bankar þyrftu á peninga-
aðstoð að halda af þessum sökum.
Saudi-Arabía:
Ætla að lækka
hráolíuverðið
Kuwait, 10. september. AP.
STJÓRNVÖLD í Saudi-Arabíu,
sem er eitt af forysturíkjum OPEC,
samtaka 13 olíuframleiðsluríkja,
ætla aó lækka olíuverð hjá sér hinn
1. október nk„ aö því er fram
kemur í dagblaðinu Al-Watan í
Kuwait í dag, þriöjudag.
Blaðið segir að stjórn landsins
„hafi komist að bráðabirgðasam-
komulagi" við fjóra bandaríska
sameignaraðila að ARAMCO,
Shell-olíufélagið hollenska og
japanska fyrirtækið Mitsubishi
um að tengja hráolíuverð við
markaðsverð á olíuvörum.
„Þetta hefði í för með sér
umtalsverða lækkun á verði hrá-
olíu frá Saudi-Arabíu,“ sagði
blaðið.
Al-Watan hafði eftir heimild-
armönnum innan olíuviðskipt-
anna í London, að gengið yrði
endanlega frá þessu samkomu-
lagi SaudiArabíu og olíufélag-
anna strax og Ahmed Zaki
Yamani, olíumálaráðherra
landsins, kæmi heim úr orlofi
frá Ítalíu.
♦ •
SOLUHRÆÐSLA ?
Leidbeinandi: Haukur Haraidsson, Námskeið Stjórnunarfélags íslands í sölutækni byggir á þróuð-
______markaðsstjóri_ um aðferðum nútíma sölutækni. Fjallað er um söluhræðslu,
markaðsumhverfi og aðstæður, söluaðferðir, áætlanagerð og
skipulagningu, notkun dreifibréfa og fleira.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim er fást við sölumennsku og
skipulagningu á sölukerfum.
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
Stjórnunarfélag
íslands