Morgunblaðið - 11.09.1985, Page 32

Morgunblaðið - 11.09.1985, Page 32
32 MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. SEPTEMBER 1986 Af minnisblööum myndverkasmiós V — eftir Braga Ásgeirsson Kmilio Vedova teiknar í sand árið 1952 egar ég ákvað að ieggja í þessa hröðu ferð á milli nokkurra borga í Evrópu, þótti mér mestu varða að nota tímann vel. Ferðast í svefnvagni um nætur og nota tímann á daginn til skoð- unar á hverjum stað. Því settist ég niður eitt kvöldið og skipulagði ferðina út í ystu æsar og aldrei hafði ég gengið nákvæmar til verks á því sviði. Það voru miklar annir á litógraf- íska verkstæðinu þessa daga, starfsliðið var að fara í sumarfrí og miklu þurfti að koma í verk. Því var það, að ég lét panta ferðina í gegnum síma og eftir nákvæmum fyrirmælum mínum. í fyrsta og síðasta skipti hét ég sjálfum mér, er ég leit útkomuna, því að margt var öfugt við það, sem ég hafði beðið um og svo kyrfilega ritað niður. Fékk farmiða og gögn send í pósti á verkstæðið, og er þau bárust mér, var of seint að breyta til, því að helgarlokun var hafin. A mikilvægustu áföngum ferð- arinnar var mér ætlað að ferðast að degi til, og þar með tapaði ég tveimur dýrmætum dögum og full- komiega að ástæðulausu, eftir því sem ég síðar sannreyndi. Þetta olli því, að ég missti af tveimur mikilvægum sýningum í Feneyj- um, sem ég vissi þó ekkert um í upphafi fararinnar og ekki fyrr en dvöl minni þar var að ljúka. Voru það sýning á fjársjóðum Faraó- anna ásamt viðamikilli sýningu á Vínarskólanum í Palazzo Grassi. Hina síðasttöldu hefði ég umfram allt viljað sjá, því að þó ég þekki Vínarskólann vel, hef ég ekki séð ýkja mikið af frumverkum lista- mannanna. En hér gat ég engu breytt, áætlunina varð að halda, og þegar menn eru ekki með Visa— kort upp á vasann, er útilokað að taka áhættu nema með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum — einkum á þessum árstíma, er túrhestarnir flæða yfir Evrópu líkast engi- sprettusvermi. En eins og sagt hefur verið, þá fær maður jafnan eitthvað til baka fyrir það, sem maður missir, og það átti eftir að sannast fagurlega í þessu tilfelli. Ég hafði ekki farið þessa leið frá Munchen til Feneyja um Brennero-skarðið að degi til áður, og nú naut ég náttúrufegurð- arinnar ríkulega. Veður var hið fegursta, skyggni mjög gott og miðsumarfegurðin mögnuð i Ölp- unum. Til Feneyja kom ég síðdegis og dreif mig strax á hótelið, sem reyndist vera í næsta nágrenni við Markúsartorg og bar fagra nafnið Hotel Ala. Drjúgur spölur var frá aðaljárnbrautarstöðinni að hótel- inu, og áætlunarbáturinn „Vapor- ettan", sem ferjaði fólkið um aðal- síkið „Canal Grande", var troðfull. Er ég hafði komið mér fyrir á þilfarinu, lenti ég óvænt í því að vera beðinn um að líta eftir far- angri einhverra roskinna túrhesta, er fengu sæti inni, og varð ég mjög hlessa á því mikla trausti, því að nóg er um þjófana. En það er góð tilfinning að öðlast þannig traust bláókunnugs fólks á ferðalögum, og þetta var ekki í fyrsta skipti. Það merkilega skeði svo, að við fórum af á sama bryggjuhaus og ekki nóg með það, heldur gistum á sama hótelinu! En ekki sá ég meira af þessu fólki og sé víst aldrei. Herbergið, sem mér var úthlut- að, reyndist prýðilegt, og dreif ég mig umsvifalaust í bað, skipti um föt og skó og hélt síðan á Markús- artorgið til að athuga um opnun- artíma mikillar sýningar á verkum hins nafntogaða innfædda málara, Emilio Vedova (f. 1919). Sýningin var haldin á vegum menningar- máiaráðuneytis borgarinnar og spannaði nær 50 ára feril hins sér- stæða nútímamálara, er getið hefur sér alþjóðlegs orðstirs, fyrir kröftuga og skapmikla beitingu verkfæranna. Hann hefur verið „villtur" málari í áratugi, og þessi sýning opnaði augu fjölmargra fyrir sérstöðu hans og styrk. Vedova hefur þannig verið end- uruppgötvaður sem ofsafengnari öllum ofsafengnum, svo sem það heitir í listtímaritum núna — uppgötvaður af umheiminum, þrjátíu árum eftir að við Guð- mundur Erró sannfærðumst um ágæti hans sem málara. Hann var raunar frægur þá og hlaut meira að segja æðstu verðlaun Fen- eyjabiennalsins einróma árið 1960. En svo kom Poppið og síðan hug- myndafræðilega listin, „konzept- ið“, og það þótti ófínt á þeim árum að munda pensilinn. Gengi Vedova minnkaði og listaverkakaupmenn riftu samningum við hann. Hér átti listamaðurinn sjálfur nokkra sök á því, hvernig fór, því að hann reyndi að endurnýja sig með ýms- um „vafasömum" tilraunum, eins og fleiri málarar gerðu á þessum árum. En í dag þykja þessar til- raunir ekki lengur vafasamar, þótt hann sé vafalítið sterkastur í mál- verkinu. Emilio Vedova var um margt undrabarn fyrir teiknileikni og næmt litaskyn — en undrabarn í skugganum, eins og það heitir, því að menn eru að uppgötva þessar staðreyndir fyrst núna. Hann ('laudio Parmiggiani, Ítalíu: Al- chimia 1980 gerði glæsilegar „arkitektónískar" myndir af kirkjuhvelfingum á unga aldri og var þá m.a. inn- blásinn af Tintoretto og öðrum Feneyjamálurum. Hjartað tók viðbragð, er ég uppgötvaði, að sýn- ingin var opin til klukkan tíu um kvöldið, og ég ákvað að halda fyrst á „Trattoríu“ (matsölustað) til að vera vel búinn eldsneyti, er hin mikla sýning skyldi skoðuð. Ég fékk frábæra þjónustu af eiganda troðfulls veitingastaðar nokkurs, er ég vissi af fyrri reynslu að mætti treysta um góða spag- hettirétti. Þetta var gerðarleg valkyrja, sem töfraði fram lítið borð á góðum stað, þar sem ég mátti sitja einn og óáreittur. Kát- legt atvik kom fyrir á veitinga- staðnum, en slík atvik endurtaka sig í einhverri mynd í nær hvert skipti, er maður sækir Ítalíu heim. Það vill eðlilega fara svo, að ferðalöngum gengur sumum brösulega að umreikna hinar háu tölur lírunnar. Ameríkönum og Þjóðverjum, sem vanir eru að borga nokkra dollara eða mörk fyrir almenna máltíð, bregður í brún, er þeir skyndilega eiga að punga út tugþúsundir líra fyrir eina litla máltíð. Halda að verið sé að svindla á þeim — sem sjaldn- ast er raunin á veitingastöðum, þótt slíkt sé ekki útilokað frekar en annars staðar. Við næsta borð sátu roskin hjón með stálpaðri dóttur sinni, og er reikningurinn kom á borðið, sót- LA BIENNALE Dl VENEZIA ESPOSIZIONE INTERNAZIONALE D‘ARTE 1984 KRISTJÁN DAVÍÐSSON. SE2IONF. ISLANDESE roðnaði maðurinn og bjó sig undir að kvarta. Eiginkonan var engan veginn með á nótunum og þóttist ég sjá, að hún sagði eitthvað á þá leið: „byrjir þú einu sinni enn, er ég farin“. Karlinn lét sér ekki segjast og kallaði á þjóninn, en konan rauk út i fússi. Þjónninn var hinn alúðlegasti og var lengi að sannfæra manninn um, að reikningurinn væri réttur, sem hann og mun hafa verið, því að karlinn hvarf framlágur á braut. Það er nóg um slíkar ókeypis leik- sýningar þarna suðurfrá, og vissu- lega er það farsælast að setja sig vel inn í verðgildi lírunnar, um leið og komið er yfir landamærin. Það er einnig langbesta ráðið til að komast hjá og átta sig á prett- um. Beita kaldri yfirvegun í öllum málum og leitast við að halda fullkomnu jafnvægi. — Sýningin á verkum Emilio Vedova olli engum vonbrigðum — henni var vel fyrir komið, og það var einkar fróðlegt að fylgja þróun listamannsins frá fyrstu tið og hvernig hann hefur unnið úr margvíslegum áhrifum samtíma- listar, en þó um margt haldið sér- kennum sínum. Sjálfur lítur Vedova ekki út fyrir að vera villtur málari, — hann er hár vexti af ítala að vera, andlitsdrættirnir í senn mjúkir og skarpir, og honum hefur í senn verið líkt við spámann úr Biblíunni, rússneskan anarkista og Don Kíkóta. Ég fór rólega af stað daginn eftir — vissi, að Bienn- alinn, sem ég var kominn til að skoða, var ekki opnaður fyrr en upp úr hádegi. Notaði ég morgun- inn til að skoða freskur Tintorettos í Scuola Grandi di San Rocco og reika um öngstræti og skoða mannlífið. Að sjálfsögðu er gnótt listaverka að sjá í borginni, og þó er hún sjálf vafalítið mesta lista- verkið, þótt mjög hafi hún sett ofan um fyrri glæsileik. Borgin er að grotna niður og fúkkinn berast víða að vitum manns þrátt fyrir mikla viðleitni til björgunar, en það mun kosta gífurlegt fjármagn, ef takast á að forða henni frá að sökkva smám saman í hafið. Styrkja þarf undirstöður hennar og hreinsa síkin ásamt því að verja hana fyrir ágangi hafsins. Sorg- legt að hugsa til þess, að andvirði nokkurra sprengjuþota eða eld- flauga með kjarnaoddum mundu gera hér kraftaverk. En maðurinn er margfalt dugmeiri og ákafari yið að finna upp og framleiða tæki til eyðingar en uppbyggingar. Feneyjar vekja alltaf upp svo miklar og fjarrænar kenndir í brjóstum fólks, og þó er borgin ekki svipur hjá sjón móts við það, sem hún var á tímum Canaletto og Guardi, er máluðu svo undur- fagrar og sannverðugar myndir af borginni á öldum áður. Hér er auðvelt að verða ást- fanginn, enda blómstrar róman- tíkin hjá innfæddum sem aðkomn- um í síkjum, stórum sem smáum, í hreysum öngstræta og höllum stórfursta, í kofa sem konungs- höllum. Ég fór ekki varhluta af róman- tíkinni á minni stuttu dvöl og á leiðinni á Biennalinn í Vaporett- unni — veðrið var hið fegursta og báturinn yfirfullur af fólki á leið á baðströndina Lido di Venezia, sem svo sannarlega er heimsóknar virði. En ég tók eina veraldlega sýningu fram yfir alla rómantík. Ég þurfti að bíða í klukkustund, áður en hlið sýningarinnar var opnað, og notaði tímann til að ráfa um undursamlega fallegan garð og fá mér hressingu, rétt í þann mund er sýningarsvæðið var opn- að. Biennalinn í Feneyjum, eða tví- æringurinn, svo sem sumir vilja útleggja nafnið, hefur verið við lýði frá árinu 1897 og telst einn af meiri háttar myndlistarvið- burðum í heiminum hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.