Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.09.1985, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 Um aumingjaskap og almættið — eftir Arnór Hannibalsson Átök milli manna og ríkja hefj- ast með því, að annar aðilinn ræðst á hinn. Ef eitt ríki ræðst með vopnuðum her á annað riki, hvor aðilinn ræður því þá, hvort styrjöld hefst? Flestir myndu svara því til, að árásaraðilinn eigi upphafið að styrjöldinni. En það er einnig hægt að halda því fram, að sá sem ráðist er á, beri ábyrgð á því hvort átök verða að styrjöld. Með því að ákveða að veita mót- spyrnu, sé sá sem ráðist er á, að ákveða að gera átök að styrjöld. Uppi eru á dögum menn sem halda þessu fram. Þeir kalla sig „friðar- sinna“ og hafa nokkurt fylgi, eink- um á meginlandi Evrópu. Ekkert viðnám Rauði herinn réðst inn í Ung- verjaland í október 1956. Ungverj- ar risu upp til varnar virðingu sinni. Samkvæmt því sjónarmiði, sem hér var nefnt, voru það Ung- verjar sem egndu til styrjaldar með því að veita ofbeldinu viðnám. Aftur á móti fóru Tékkar með friði, þegar þeir létu innrásarheri flæða yfir landið í ágúst 1968 án þess að æmta né skræmta. Margir þeir sem þannig hugsa telja sig vel kristna. Þeir vitna í guðspjall Mattheusar, 5,39. Þar stendur að menn skuli enga mót- spyrnu veita hinu illa og ekki rísa gegn meingjörðarmanninum. Þetta þýðir það að veita beri hinu illa óheftan framgang. Það þýðir þá einnig, að hið illa er til. Heilag- ur Ágústínus kirkjufaðir lenti í vandræðum með skrattann. Ef guð er algóður, hví skapaði hann þá ekki algóðan heim? Svarið við þessu er, að guð fann að það sem hann skapaði var harla gott. En í heiminum er oft skortur á hinu góða. Og guði þótti við hæfi að láta menn þjást, svo þeir fyndu teiðina til hans. Sú kenning, að heimurinn sé ill- ur í eðli sínu og á valdi skrattans, heitir maníkeismi. Maníkeum finnst endilega að við búum I myrkraveröld. En ef til vill mun böl batna. Czesíaw Miíosz, nóbelsverð- launaskáld, yrkir um það á einum stað, að hann vænti endurnýjunar allra hluta. Hann vitnar í Postul- anna gjörninga, 3,21, en þar er tal- að um endurlífgunartíma og endurreisnartíma allra hluta, ap- okatastasis. Kristindómur fjallar um heimsendi, apokalypsis, þegar sól tér sortna og sígur fold í mar. Þá verða hinir dauðu dæmdir eftir verkum sínum. Þeim sem ekki finnast ritaðir í lifsins bók verður kastað í eldsdíkið. Stjórnleysi Marteinn Lúter kenndi, að menn skyldu ekki sýna harðstjórn og ofbeldi mótstöðu. Menn eiga að fara eftir því, sem postulinn segir, að vera yfirboðnum valdastéttum hlýðnir. Því að valdstéttin er frá guði, og sá sem veitir valdstéttum mótstöðu, veitir guði mótstöðu. Engin synd er hræðilegri. Því kallaði Lúter varnarlitla bændur óða hunda. í bændauppreisninni 1525 voru 130.000 þeirra drepnir. Carnegie námskeiðið Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í Síöumúla 35, uppi. Allir velkomnir. ★ Námskeiðiö getur hjálpaö þér aö: ★ Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS- TRAUST. ★ Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sannfæringarkrafti, í samræöum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustaö. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíöa. Fjárfesting í menntun gefur þér arö ævi- langt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Menn eiga að þola alla kúgun. Fangar hafa engan rétt til að leita frelsis. Þeir hermenn sem lentu í fangelsi Tyrkjasoldáns höfðu eng- an rétt til að brjótast úr prísund- inni, því að það væri að ræna eig- andann löglegri eign. Soldáninn átti fangana svo sem búfénað sinn. Postulinn segir og í I Kor. 7,20, að hver og einn sé kyrr í þeirri stöðu, sem hann var kallað- ur í. Sá sem er fæddur þræll á ekki að setja það fyrir sig, en gera sér gott úr því. Er eitthvert samhengi í þessu? Líklega er það fólgið í orðum post- ulans, að guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku og veikleika. Guð hefur útvalið hið fyrirlitna (I Kor. 1,27). Að baki þessu er fyrirlitning á heiminum, sú afstaða, að láta sér í léttu rúmi liggja þótt hann sé lagður í rústir. Sigurinn er í undanhaldinu. Frið- rik Nietzsche bendir á það af mik- illi skarpskyggni I bókinni Der Antichrist að í þessum hugmyndum kristinna höfunda leynist náinn skyldleiki við stjórnleysi, anar- kisma. Afstaða til heimsins er neikvæð. Heimurinn og öll þekk- ing á honum má fara sína leið. Þeir sem hafa hina réttu trú eru hólpnir. Sá sem neitar að verja sig og neitar að berjast, jafnvel fyrir þeim gildum, sem gera lífið þess virði að lifa því, er ekki líklegur til mikilla afreka. Sá, sem vill vera frjáls, verður að hafa dirfsku til að bera. En „friðarsinninn” vill ekkert slíkt. Allt skal jafnt. Allt skal skorið niður við sama trog. Enginn má skara fram úr öðrum. Á íslenzku heitir þetta aumingja- skapur. Um að leggja niður skottið Þjóðverji nokkur að nafni Jónatan Schell hefur lýst því í bók er hann nefnir „Örlög jarðar", að við blasi útþurrkun alls lífs á jörð- inni. Sprengjan mun binda enda á allt sem byggzt hefur upp á millj- örðum ára. Ekki sé um annað að ræða en að reyna að bjarga erfð- avísum mannkyns óbrengluðum. Allt sé í sölurnar leggjandi fyrir það. Það verði að leggja niður alla valdbeitingu, afnema ríkisvaldið, þjóðríkið. En það að leggja niður ríkisvald heitir öðru nafni stjórn- leysi, anarkismi. Það skiptir ekki máli hver hefur yfirhöndina, aust- rið eða vestrið. Það þarf að bjarga erfðavísunum. Schell og skoðanabræður hans álíta, að sprengjan sé æðsta Arnór Hannibalsson þróunarstig siðmenningarinnar. Sprengjan er einnig hið æðsta stig Hins Illa. Heimur, sem þannig hefur þróast, hefur ekki af neinum jákvæðum verðmætum að státa. Þessi heimur er illur. Hann getur þá ekki verið sköpunarverk algóðs guðs. Hinn eilífi guð, hið æðsta jákvæða gildi, er þá ekki til. Hann er ekki eilífur, ef hann, sem já- kvætt gildi, er ekki tii. Guð er dauður. Hann hefur aldrei verið til. Hann er dauðinn. Heimurinn er þess eins virði að hata hann. Ef einhverju á að bjarga, þá er það að einhverjir lifi af til að skila erfða- vísum áfram til næstu kynslóða. Hinn annar dauði blasir við. Hinn fyrsti dauði er dauði líkam- ans. Hinn annar er eldsdíkið. í það er varpað þeim, sem ekki eru rit- aðir í bók lambsins. Dauði guðs og eldsdíkið fram- undan eru rökrétt ályktun af hin- um „kristna“ aumingjaskap. Samt skal ég ekki dæma um það, hvort fylgismenn Páls post- ula eru guðlausir neikvæðismenn. En þeir sem hagnýta sér ofan- nefndar hugmyndir í þágu „friðar- ins“ eru það. Það sem þessir menn gleyma, er það að það er til í dæm- inu, að menn vilji fórna lífinu fyrir mikilvæg gildi, eins og t.d. frelsi og sjálfsvirðingu. Það er frekar lágt risið á þeirri kenningu að menn eigi að beygja höfuð sín fyrir allri kúgun. Var ekki mein- ingin að stuðla að sigri hins góða? Vinnst sá sigur með því, að hið illa hafi óheftan framgang? „Friðar- sinnarnir“ hafa tapað öllu trausti á mannlegu viti. Vísindin eru synd. { tali þeirra grillir oft í löng- un og þrá eftir heimsendi. Hug- myndir þeirra eru nútímaútgáfa af fornum hugmyndum um þús- undáraríkið. Heimurinn er dæmd- ur til að farast, vegna þess hversu hann hefur festst í syndafeni. En upp mun rísa jörð úr ægi öðru sinni. Þá hefst þúsundáraríkið. Menn eru uppgefnir á loforðum um þúsundáraríki sem árangur af stéttabaráttu, sigri öreiganna yfir auðvaldinu. Þegar byltingin ber árangur öfugan við það sem ætlað var, þarf samt að sýna fram á að samfélag frjálsra manna er illt, og ber að rífa það niður. Þegar það hefur tekizt blasir alsæla eilífs friðar við, þjóðfélag þar sem allir eru jafnir og enginn sýnir dugnað fram yfir annan. Frið frekar en sprengju; Niður með það þjóðfé- lag, sem lætur okkur svima af sprengjuógninni! En það þjóðfé- lag, sem þeir beina spjótum sínum að, er hið vestræna þjóðfélag, sem hefur frelsi einstaklingsins I heiðri. Áköllin um „sprengjuna“ eru notuð sem skálkaskjól til að ryðja úr vegi varnarviðbúnaði vestrænna þjóða. Þótt sprengju- vörpum sé raðað austan megin við járntjaldið láta þeir sig það engu skipta. Siðmenningin vestan járntjalds er hvort eð er dauða- dæmd. Og því þá að hafa áhyggjur af gúlaginu? Og úr því engu ber að bjarga úr siðmenningu Vestur- landa, því þá að hafa áhyggjur af mannréttindum eða mannrétt- indabrotum? Við eigum hvort eð er ekki að veita meingjörðamann- inum mótstöðu. Að tapa trausti á mannvitinu Hér að framan hefur verið sýnt fram á, að þeir sem hafa tapað öllu trausti á viti manna til að sjá fótum sínum forráð sitja uppi með að trúa á ekkert, hvorki guð né menn. Afstaða þeirra verður al- gert neikvæði, hatur í garð alls þess sem gerist í eigin þjóðfélagi. Sumt af þessu fólki leiðist út í hryðjuverk og sprengjutilræði. Af því hafa borizt fréttir nú í sumar bæði frá Þýzkalandi og Belgíu. Það undarlega er, að þetta er gert I nafni „friðar“. Vesturlönd halda uppi vörnum, af því að þau eru neydd til þess, dæmd til þess. Allir sanngjarnir menn biðja og vona, að sá dagur rísi upp, að öll kjarnorkuvopn verði aflögð og þeim eytt. En að- stæður eru ekki til þess. Vestur- lönd halda uppi málstað mann- réttinda. Jafnvel „friðarsinnun- um“ myndi bregða í brún, ef þeir vöknuðu einn góðan veðurdag upp í alræðisþjóðfélagi án mannrétt- inda. Þann dag sem Vesturlönd af- vopnast einhliða hefst heimsstyrj- öld. Tillögur „friðarsinna" miða að styrjöld. Spurningin um styrjöld eða frið er að litlu leyti spurning um vopn eða tækni. Hún er spurn- ing um það, hvort fólk á Vestur- löndum hefur hug og dug til að verja sjálfsvirðingu sína. Höfundur er dósent rið heimspeki- deild Háskóla íslands. saman en reynslan hefur sýnt, að á meðan slíkar ráðstafanir leiða ekki til verulegra launahækkana, verða þær aldrei annað en kattar- þvottur. Það er sjálfsögð mannréttinda- krafa foreldra og barna, að öll börn eigi kost á nægum og góðum dagvistarheimilum með hæfu og menntuðu starfsliði. Slíkt næst ekki fram meðan öll störf eru metin á mælikvarða frjálshyggj- unnar eftir arðsemi sinni í bein- hörðum peningum.“ Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Mótmælir lítilsvirðingu í garð fóstra 8TTJÓRN Alþýðubandalagsins í Reykjavík samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi 3. september sl.: „Stjórn ABR mótmælir þeirri fádæma lítilsvirðingu í garð fóstra og vanþekkingu á störfum þeirra, sem yfirlýsingar Davíðs Oddsson- ar borgarstjóra í fjölmiðlum að undanförnu gefa til kynna. Jafnvel hefur mátt skilja á yfirlýsingum borgarstjóra, að hann áliti vanda dagvistarheimilanna leystan til frambúðar, sem öllum, sem til þekkja, er ljóst, að er fjarstæða. Það, sem borgarstjóri kallar lausn- ir, eru í besta falli bráðabirgðaráð- stafanir, sem í raun eru til þess ætlaðar að fá betra starfsfólk fyrir lágmarkslaun. Hið eina, sem orðið getur til bjargar í þessum efnum er gagngert endurmat ráðamanna á uppeldisstörfum, en vanmat þeirra og vanþekking á uppeldis- hlutverki dagheimila er hrikalegt. Að sjálfsögðu er aukin menntun starfsfólks á dagvistarheimilum spor í rétta átt, en námskeið fyrir ófaglært starfsfólk er engin ný lausn, sem Davíð Oddsson hefur fundið upp. Öðru nær, slík nám- skeið hafa verið haldin árum Andarungadauðinn f Mývatnssveit: Kuldakastið ekki orsökin — segir Árni Halldórsson Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Arna Hall- dórssyni í Garði í Mývatnssveit. Vegna fréttar í Mbl. 29. ágúst síðastliðinn um dauða á andar- ungum við Mývatn á þessu sumri vil ég koma á framfæri eftirfar- andi: Það er ekki rétt sem skilja má á fréttinni að kuidakastið þann 12. og 13. júlí hafi ráðið úr- slitum um dauða unganna, því að í vikunni fyrir kuldakastið voru ungarnir byrjaðir að drepast þrátt fyrir að þá væri hiti 14—16 stig og sólskin og til var að ungarnir fyndust dauðir margir saman lík- ast því að þeir hefðu drepist undir mæðrum sínum. Þvi mun það vera rétt sem doktor Arnþór Garðars- son segir að kuldakastið hafi bara flýtt fyrir annars dauðadæmdum ungum, sem voru að dauða komnir vegna átuleysis. Það cr ekkert nýtt hér að ungar drepist í norðankuldahretum, en þá var nær eingöngu um unga að ræða sem villst höfðu frá mæðrum sinum og nutu ekki umönnunar. Það er nýtt að ungar sem eru með öndum drepist svo sem hefur verið þrjú síðustu sumur og svo rammt kveður að þessum ungadauða að vart kemst nokkur ungi upp undan sumum Ándategundum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.