Morgunblaðið - 11.09.1985, Side 53

Morgunblaðið - 11.09.1985, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985 53 Amar Arinbjarnar sigraði á Coca Cola-tennismótinu • Verölaunahafar á Coca Cola-mótinu um helgina. UM HELGINA var haldiö fyrsta Coca Cola-tennismótið á vegum TBR á völlum félagsins við Gnoð- arvog. Skréðir keppendur voru 32 í einliðaleik karla og 4 í einliða- leik kvenna. í tvíliöaleik karla kepptu 6 lið og í tvíliöaleik kvenna 2 lið. Þá var haldiö aukamót þeirra keppenda, sem töpuðu fyrsta leik sínum. Mótið fór vel fram í ágætu veðri. i einliöaleik karla var hart barizt í mörgum leikjanna og voru þaö einkum ungu piltarnir sem sýndu klærnar. Þannig sigraöi t.d. Jón Páll Gestsson 17 ára Einar Óskars- son í spennandi leik og Ragnar T. Árnason 15 ára velgdi fööur sínum Árna T ómasi rækilega undir uggum í æsispennandi leik, þar sem Árni vann fyrsta sett 6—2, en Ragnar vann annaö sett í oddalotu 7—6. Úrslitasettið vann síöan Árni með því aö merja sigur í oddalotu 8—6. í undanúrslitum lék síöan Christian Staub viö Kjartan Óskarsson og Arnar Arinbjarnar viö Árna Tómas. Christian Staub náöi ekki aö sýna sína réttu hlið í leiknum og lauk honum meö sigri Kjartans 6—2/ 6—0, en þetta var í fyrsta skipti sem Kjartan vinnur sigur á Christian og hafa (jeir þó marga hildi háö. í hin- um undanúrslitunum sigraöi Arnar Árna Tómas eftir góöan leik og sýndi Arnar mikiö öryggi í leik sín- um eins og reyndar i öllu þessu móti. Úrslit leiksins uröu 6—4/ 6—3 Arnari í hag og var þetta jafn- framt í fyrsta skipti sem Arnar vann sigur á Árna, en Arnar er nýbakaður islandsmeistari í tennis. í úrslitum kepptu því Arnar Arinbjarnar og Kjartan Óskarsson. Arnari gekk mjög vel í byrjun leiksins og komst strax í 4—0 og síöan 5—2, en Kjart- an sýndi þá mikla keppnishörku og góöan leik og tókst aö komast yfir í 6—5. Meö mikilli yfirvegun tókst Arnari þó aö jafna metin í 6—6 og síöan aö vinna settiö í oddalotu, sem hann vann 7—3. í næsta setti komu svo yfirburðir Arnars í Ijós þar sem hann sýndi mjög góöan leik og mikið öryggi og vann hann settiö 6—0 og þar með leikinn og mótiö. i aukaflokki karla sigraði Haukur Margeirsson Stein Sveinsson í undanúrslitum og Reynir Óskars- son sigraöi Þórarin Ragnarsson. Reynir sigraöi síöan Hauk í jöfnum og spennandi úrslitaleik meö tölun- um 3—6/6—4/6—2, en báöir þessir leikmenn hafa sýnt miklar framfarir nú í sumar. í tvíliöaleik karla léku íslands- meistararnir Arnar Arinbjarnar og Kjartan Óskarsson til úrslita viö þá feðga Árna T ómas og Ragnar T óm- as, en þessi sömu lið léku einnig til úrslita á islandsmótinu. Þeir feögar náöu ekki aö veita jafn mikla mót- stööu í þetta sinn og sigruöu þeir Kjartan og Arnar örugglega 6—2/ 6— L I einliðaleik kvenna sigraði dönsk stúlka, Pia Sörensen, hinn nýbakaöa íslandsmeistara, Guönýju Eiríksdóttur, og lék því til úrslita viö islandsmeistarann frá því í fyrra, Margréti Svavarsdóttur. Margrét vann fyrsta sett auöveld- lega 6—0, en þurfti síöan aö hafa mikið fyrir því aö sigra í ööru setti. sem varö jafnt og spennandi. Margrét haföi þó sigur í því 7—5 og vann þar meö leikinn. Til úrslita i tvíliöaleik kvenna léku síðan þær Pia og Guöný viö Mar- gréti og Steingerði Einarsdóttur og sigruöu þær Pia og Guöný í fjörug- umleik6—2/6—4. Coca Cola-mótiö var sjötta tenn- ismót sumarsins og líklega þaö næstsíöasta. Góð þátttaka hefur verið í öllum þessum mótum eöa 40—50 manns og stundum meir. Þeir Arnar Arinbjarnar, Kjartan Óskarsson, Christian Staub og Árni Tómas Ragnarsson hafa veriö sig- ursælastir á þessum mótum, en þó er breiddin mjög aö aukast og margir ungir piltar aö ná sér vel á strik í íþróttinni. í kvennaflokki hafa þær Dröfn Guömundsdóttir, Guöný Eiríksdóttir og Margrét Svavars- dóttir verið sigursælastar, en þar mætti breiddin vera meiri. Golf á Nesinu Á laugardaginn verður síðasta golfmótið hjá Nesklúbbi á þessu ári. Þaö er Rosenthal-mótiö, opin kvennakeppni þar sem öllum konum er heimil þátttaka, nema þeim sem eru í meistaraflokki. Verölaunin eru sérlega glæsileg og eru allar konur, byrjendur jafnt þær sem lengra eru komnar, hvattar til aö mæta. Skráning fer fram í golfskála NK og síminn þar er 17930. • Margrét Svavarsdóttir, sigurvegari í einliðaleik kvenna, á fullri ferö í mótinu. Meistaraátak á Selfossi Selfosoi 8. saplomber. ÁÐUR en Selfossliðið hélt til fyrri úrslitaleiksins (3. deild og lék við Einherja á Vopnafirði tóku nokkur fyrirtæki sig saman og styrktu liðin um fjárhæð sem nam far- gjaldinu til Vopnafjarðar. Þessi stuðningur vr nefndur Meistara- átak og hugsað sem liður ( aö færa íslandsmeistaratitil 3. deild- aráSelfoss. Þrátt fyrir þaö að Selfossliöiö hafi oröiö aö þola tap gegn Ein- herja, þaö eina á þessu sumri, hefur þaö ekki minnkaö stuöninginn við liöiö og ekki er annað aö heyra en Selfossbúar muni fjölmenna á völl- inn þegar seinni leikurinn fer fram hér. Oröiö tap og aö tapa er Sel- fossbúum ekki tamt á tungu eftir undangengiö sumar enda liöiö í knattspyrnu taplaust frá því snemma í vor og geta fá lið státaö af slíku. En Einherjar veröa sjálfsagt tregir aö láta þaö af hendi sem þeir hafa unnið með sögulegum sigri yfir Selfossi þannig aö þaö veröa örugglega meistarataktar sem áhorfendur á Selfossvelli fá aö sjá íseinnileik liðanna. Sig. Jóns. Sigurður vann í frásðgn okkar af meistaramóti öldunga í frjálsum (þróttum i blaðinu í gær brengluðust nöfn þegar greint var frá úrslitum ( spjótkasti karla i flokki 35—39 ára. Sigurvegari varö Sigurður Þ. Jónsson, HSH, kastaöi spjótinu 52,36 metra en Halldór Matthias- son, KR, varð annar með 46,06 metra. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Kunne han vinne guUÍ kun mot og vitje erbeídet han seg fram mot málet... BRENT ’tARVER JOHN IRELAND Almost You Brook Adams (Lace) fer á kostum i þessari mynd sem fjallar um óham- ingjusamt hjónaband og örþrifaráó sem fólk getur tekið í slíkum aöstæö- um. Sýningartíml 98 mín. Einkaréttur og dreifing Vídeóval Laugavegi 118. Julie Darling Atburðagóö spennumynd sem eng- inn getur misst af. Aðalhlutverk: Sybil Danning sem hefur leikió i Jungle Warriors og Chained Heart og Anthony Franciosa sem kunnur er fyrir leik sinn í Death Wlsh II og Careless. mnmt. unvrs t.Kimv im w. kvkkv 'tN n». umhvvi \jt •» «autu>(. hillJutn y\.\ii\ vi iuav.vvmhikm i»%tv > .*>*.:•■♦.* nmMw .VUXW‘*K«i*8>XVV*lKI MiVMHWIOK* «««.*• MAKKIKlKimrri' M.IKKUfMIV .«•.UHMMV«I«K MMN KV~ «1 U K» vm .1* r»* IVl>M IIT»I < »1 Kt »< >\(| ÍSLENSKUR TEXTI Crossbar Áhrifamikll saga ungs hástökkvara sem vinnur bronsverölaun á Ólymp- íuleikunum en veröur síöan fyrir slysi og missir annan fótinn. Myndin fjall- ar um mann sem vill halda íþrótt sinni áfram þrátt fyrlr slys og óhöpp. Aöalhlutverk: John Ireland og Brent Carven sem fara á kostum. Sýningartími95min. Fást á öllum helstu mynd bandaleigum landsins Dreifingarsími 29622.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.