Morgunblaðið - 11.09.1985, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1985
íslandsmeistarar ÍA
íslandsmeistarar ÍA í knattspyrnu kvenna 1985. Efri röö taliö frá vinstri: Haraldur Sturlaugsson form., Knattspyrnuráös Akraness, Kristín
Aðalsteinsdóttir, Guöríöur Guömundsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Ágústa Frióriksdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Ragna Lóa Stefánsdóttir,
Sigurlín Jónsdóttir, Karítas Jónsdóttir, Ragnheiöur Jónasdóttir, Steinn Helgason þjálfari.
Fremri rðö taliö frá vinstri: Júlía Sigursteinsdóttir, Jónína Víglundsdóttir, Asta Benediktsdóttir, Vala Úlfljótsdóttir, Laufey Sigurðardóttir,
Guðrún Gísladóttir, Díanna Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Vðndu Sigurgeirsdóttir.
Vetrarstarf
Þórshamars
að hefjast
Karatefélagió Þórshamar hefur
flutt sig um set og hefur nú feng-
iö í nýja og glœsilega aðstööu í
Árseli í Árbn.
Félagsmenn vonast til að sjá
sem flesta eldri félaga í vetur. Öfl-
ugt vetrarstarf er nú aö hefjast.
Nýir félagar eru velkomnir á byrj-
endanámskeiö og fer innritun fram
i síma 78944.
(Fréttatilkynning)
Einliðaleiks-
mót hjá TBR
Eínliöaleiksmót TBR í badmin-
ton fer fram í TBR-húsinu viö
Gnoöarvog á sunnudag.
Þátttökutilkynningar skulu ber-
ast til TBR fyrir föstudag nk.
Beckenbauer 40 ára í dag
— æðsti draumur hans að vinna Nickiaus í golfi
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaðatns í Þýskalandi.
KEISARINN, Franz Becken- þýska landsliösins ( knatt-
bauer, landsliósþjálfari vestur- spymu er 40 ára í dag, miöviku-
• Franz Beckenbauer er mikill áhugamaóur um golf og eyðir öllum
sínum frítíma í golf.
dag. Beckenbauer á aö baki 103
landsleiki fyrir Vestur-Þýska-
land og hefur hann leikið 424
leiki í Bundesligunni. Hann er
einn litríkasti knattspyrnumaö-
ur Þýskalands.
Hans æösti draumur á afmæl-
isdaginn er aö vinna Jack Nicki-
aus í golfi, en Beckenbauer er
mikiil áhugamaöur í golfíþróttinni
og stundar golf í frítímum sínum.
Önnur ósk hans er aö Vestur-
Þjóðverjar veröi Evrópumeistar-
ar í knattspyrnu 1988, en þá
rennur ráöningarsamningur hans
út sem landsliðsþjálfari.
Hann segir aö sér líöi betur nú
á fertugsafmæli sínu en þegar
hann var tvítugur, hann sé nú i
miklu meira andlegu jafnvægi.
Afmælisdegi sínum ætlar hann
aö eyöa í Kaupmannahöfn og
horfa þar á landsleik Dana og
Svia.
„Eg vona aö einkalíf mitt veröi
eins gott á komandi árum og þaö
hefur veriö hingaö til, ég er ham-
ingjusamur," sagöi Beckenbau-
er.
Hann var spuröur um hvaö
tæki viö hjá honum eftir aö
samningur hans rennur út sem
landsliösþjálfari 1988. „Þaö er
aldrei aö vita hvaö maður tekur
sér fyrir hendur, þaö kæmi vel til
greina aö fara til Bandaríkjanna
og gerast þar landsliðsþjálfari.
Mér leiö mjög vel í Bandaríkjun-
um þau fjögur ár sem ég dvaldi
þar og væri gaman aö komast
þangaö aftur.“
Bill hættir hjá KS
— hefur áhuga á að þjálfa áfram hér á landi
„ÉG ER ÁKVEÐINN í aó hætta
sem þjálfari hjá Siglfirðingum
eftir þetta keppnistímabil og hef
ég jafnvel áhuga á aö breyta til
hér á landi og taka aö mér eitt-
hvert annað lið,“ sgaði Bill Hodg-
son, þjálfari KS í 2. deild karla,
er hann var inntur eftir því hvort
hann ætlaöi að halda áfram sem
þjálfari liösins. Hann hefur veriö
hjá KS í fjögur ár og telur að tími
sé kominn til aö breyta til.
„Mér hefur liöið mjög vel hér á
landi og Siglfiröingar vilja allt fyrir
mig gera, en ég tel að ég og leik-
mennirnir hjá KS hafi gott af því aö
breyta til. Þetta er allt í góöu og í
samráði við knattspyrnuráöiö á
Siglufirði. Þaö kæmi vel til greina
hjá mér aö taka aö mér 1. deildar
liö hér á landi, þ.e.a.s. ef eitthvert
félag vill fá mig. Ég á marga góða
vini á Siglufiröi og í liöinu. Þetta
hefur verið mjög skemmtilegur tími.
Siglfiröingar eiga nú gott 2. deild-
ar-liö og þaö eina sem vantar til-
finnanlega á Siglufjörö er nýr gras-
völlur og þá er hægt aö fara að
búast við enn meiru af liöinu, en
völlurinn sem nú er notaöur er ekki
nógu góöur og háir það knattspyrn-
unni á Sigluf iröi, “ sagöi Bill.
Lendl sigraði
í fyrsta skipti
— á US Open í tennis - Mandlik-
ova vann Navratilovu í úrslitum
TÉKKAR unnu tvöfaldan sigur á
bandaríska meistaramótinu í
tennis sem lauk í New York á
sunnudag. Ivan Lendl vann John
McEnroe í úrslitaleik og Hana
Mandlikova vann Martinu Navrat-
ilovu í úrslitaleik á laugardag.
Tékkinn Ivan Lendl vann Mc-
Enroe, 7—6, 6—3 og 6—4 i úr-
slitaleik. Lendl haföi unniö Jimmy
Connors í undanúrslitum, 6—2,
6—3 og 7—5. John McEnroe vann
Svíann Mats Wilander í undanúr-
slitum, 3—6, 6—4, 4—6, 6—3 og
6—3. Þessi viöureign var mjög
jöfn og tvísýn og sýndi Svíinn ungi
oft á tíöum mjög góöan leik.
Þeir McEnroe og Lendl mættust
síöan i úrslitaleik eins og áður seg-
ir og var sigur Lendls sannfærandi
og nokkuö öruggur. „Ég er svo
ánægöur að ég get varla lýst þvt,
sagöi tvan Lendl eftir sigurinn.
Þetta er í annaö sinn sem Lendl
vinnur keppni á þessu keppnis-
tímabili, áöur vann hann franska
opna meistaramótiö og þá vann
hann einnig McEnroe í úrslitaleik.
McEnroe hefur unniö Opna banda-
riska meistaramótiö fjögur síöust
árin og ef hann heföi unniö i
fimmta sinn heföi þaö veriö met.
„Allir bjuggust viö aö McEnroe
sigraði, þar sem hann hefur unniö
mig í úrslitaleik í tveimur keppnum
í síöasta mánuöi, þannig aö þaö
var engin pressa á mér og spilaöi
ég ekki undir neinu álagi," sagöi
Lendl.
Hana Mandlikova sigraöi Mart-
inu Navratilovu í úrslitaleik og kom
sigur hennar mikiö á óvart. Hana
lagði sterkustu tenniskonur heims,
fyrst Chris Evert Lloyd og síðan
Martinu, svo þaö fór ekkert á milli
mála aö sigur hennar var mikill.
Þetta var mikill sigur fyrir Tékka í
tennisíþróttinni og er mikill upp-
gangur í tennis i Tékkóslóvakíu og
margir efnilegir keppendur. „Þetta
er mesti sigur sem Tékkóslóvakía
hefur unniö i tennis,” sagöi Jan
Kodes, fyrirliði tékkneska liösins.
Hana Mandlikova er aöeins 20
ára og á svo sannarlega framtíöina
fyrir sér sem tennisstjarna.
Getrauna- spá MBL. 'ii Sunday Mirror »* I </> i M Ui Þi 1 * I ö m » 1 Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Sheffield Wed. X X 1 X X 1 2 4 0
Aston Villa — Coventry 1 1 X X 1 1 4 2 0
Chelsea — Southampton X X 1 1 1 X 3 ' 3 0
Everton — Luton 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Ipswich — Birmingham X 1 X 2 1 X 2 3 1
Man. City — Man. United 2 2 2 2 2 2 0 0 6
Newcastle — WBA X 1 1 1 1 1 5 1 0
Nott’m Forest — Tottenham 2 1 2 X X 2 1 2 3
Oxford — Liverpool 2 2 2 2 X 2 0 1 5
Watford — QPR 1 1 1 X 1 1 5 1 0
Leeds — Sunderland 1 1 1 1 X 1 5 1 0
Portsmouth — Stoke 1 1 1 1 1 1 6 0 0