Morgunblaðið - 13.09.1985, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
Dr. Dallas
Þá er Súellen gengin í það
heilaga enn á ný og hver
haldiði að sé svaramaður, náttúru-
lega gamall kærasti og ekki þarf
að spyrja að því að Jayarr sá
skúrkur er brúðguminn og nátt-
úrulega er Cliffbarns í veislunni
sem reyndar átti að vera ósköp
látlaus — svona fjögurhundruð
manns í útikokteil. Hvar enda
þessi ósköp og allur heimurinn
horfir á, ekki nema von að Erró
láti engla hnita hringa yfir höfði
nóbelskáldsins og ljóð nútíma-
skáldanna ná ekki fram í sal sök-
um bilaðra míkrófóna. Satt að
segja bíð ég spenntur eftir því að
einhver listfræðingurinn manni
sig upp í að rita doktorsritgerð um
Súellen og Jayarr sem væri ekki
vitlausara efni en blessuð súr-
mjólkin sem sænska kerlan var að
sögn bráðfyndna fréttaritarans í
Lundi í morgunútvarpi gærdagsins
í fimm ár að semja doktorsritgerð
um og fékk ótal ferðastyrki um
Norðurlönd, sennilega til að heim-
sækja Árnastofnun og svo nátt-
úrulega mjólkurbúin, en nú er
blessuð konan orðin fil kand í súr-
mjólk. Já eitthvað kosta nú þessi
ósköp þegar annar helmingur
mannkyns verður tekinn að skrifa
lærðar ritgerðir um athafnir hins
helmingsins. Hvað um það þá kom
vel á vondan að sögn bráðfyndna
fréttaritarans í Lundi því fil merk-
ir á sænsku, ja hvað haldiði auðvit-
að — súrmjólk. Finnst mér ekki úr
vegi að breyta þessu titlatogi og
aðlaga það þeim „raunveruleika"
er rannsóknarverkefnin spanna,
þannig mætti kalla þann er skrifar
doktorsritgerð um Súellen dr.
Dallas.
Ritgerðarefnið:
dr. Dallas
En í fullri alvöru lesendur góðir
þá held ég nú að Dallas fari senn
að heyjast í rannsóknarritgerð svo
dularfullur er sá heimur er þar
birtist. Til dæmis hef ég tekið eftir
því að allar yngri konurnar í
þættinum eru afar brjóstastórar
nema sú sem er í stjórnmálunum
og svo náttúrulega Missellí sem
er nánast kynlaus, ýmist í
mjaðmalausum náttkjól eða eins-
konar gamaldags fermingardressi.
Nú þessar glæsipíur styðja menn
sína með ráðum og dáð en þeir eru
gjarnan töff og ríkar útivinnuhetj-
ur. Þá er lögð rík áhersla á fjöl-
skylduhelgina en samt er J.R. eins
og rófulaus hundur út um allan
bæ á eftir hverju pilsi. Auðvitað
er hér bara um leikþætti að ræða
en eitt er ég viss um að þessir
þættir nytu ekki svo mikilla vin-
sælda og raun ber vitni ef þeir
snertu ekki viðkvæma strengi í
þjóðarsálinni. Það er svo fræðing-
anna að greina þessa strengi og
skrifa um þá lærðar ritgerðir sem
rykfalla á bókasöfnum
Skvampið:
Á meðan þau dókument rykfalla
æðir lífið áfram og máski stefnir
þetta allt saman í átt til hins gullna
Dallas þar sem fegurðarlæknamir
hafa breytt hverri kerlu í Pamelu
og þar sem þjónamir líða hljóðlaust
um marmaratröppur sundlauganna
en lýðurinn lætur sér nægja að horfa
á dýrðina af sjónvarpsskermum og
drekkur þynnta sjússa af börum
Jayarranna á góðri stundu. Og allir
brosa ánægðir og sælir til hinna
björtu geisla Dallassólarinnar sem
hvergi nær að smjúga innum steinda
glugga hinna fomu bókasafna þar
sem Dallasfræðingamir sitja með
sveittan skallann og lýsa veruleikan-
um með hinum nýja kannsellístfl
sem er gjaman á mörkum bundins
og óbundins máls en rykið fellur
grátt og guggið yfir handritastaflana
í hillunum á meðan lífið ef líf skyldi
kalla líður hjá á Ewing-búgörðunum
og þjónarair gerast sífellt léttstígari,
vindlarnir digrari og skvampið í silf-
urtærri sundlauginni verður ljóð
morgundagsins.
ólafur M.
Jóhannesson.
ÚTVARP/SJÓNVARP
Sam Waterman og Mia Farrow í hlutverknm sfnum.
Bíómynd byggð á sögu
eftir F.S. Fitzgerald
21
H Saga F. Scotts
30 Fitzgerald um
Gatsby hinn
mikla er mörgum hériend-
is vel kunn, enda lesin af
og til í menntaskólum.
Bíómynd kvöldsins er
byggð á bókinni og er það
kvennagullið Robert Red-
ford, sem fer með aðal-
hlutverkið.
Myndin segir frá ungu
fólki sem nýtur lífsins eins
og það framast getur og
saman við það blandast
ástir og óhamingjusamt
hjónaband.
Myndin hefst á því er
ungur maður, Nick
Carraway að nafni, ákveð-
ur að flytja til Long Island
frá Mið-vesturríkjunum. f
næsta nágrenni við hann
býr frænka hans, Daisy,
ásamt auðugum manni
sínum, Tom Buchanon, en
hjónaband þeirra er ekki
gott.
Skammt frá býr Gatsby,
sem þekktur er fyrir sín
stóru samkvæmi og er
talinn stórefnaður.
Nick er boðið í eitt
samkvæmið og þar hittir
hann Gatsby í fyrsta sinn.
Vinkona Nicks, Jordan
Baker, biður Nick fyrir
hönd Gatsbys að bjóða
Daisy til tedrykkju og
bjóða Gatsby einnig.
Daisy og Gatsby höfðu
átt ástarævintýri saman
fyrir 5 árum og hann reyn-
ir að fá hana til að segja
manni sínum, Tom, að hún
hafi aldrei elskað hann.
Tom grunar hvernig í
pottinn er búið og dregur
nú til tíðinda.
Auk Roberts Redford
fara með aðalhlutverk:
Mia Farrow, Sam Water-
man, Bruce Dern og Karen
Black. Leikstjóri er Jack
Cleyton.
Fréttaþáttur um
kosningar í Svíþjóð
■■^■i Kosningarnar í
1 Q30 Noregi eru rétt
1 um garð gengn-
ar og þá taka kosningar í
Svíþjóð við.
f kvöld verður sýndur í
sjónvarpinu fréttaþáttur
frá Boga Ágústssyni um
kosningabaráttuna þar og
á sunnudaginn fá sjón-
varpsáhorfendur að sjá
Boga segja frá kosninga-
úrslitum í beinni útsend-
ingu.
Nýtt lag með Mezzo-
forte í Pósthólfinu
■■■■ Pósthóif Val-
| a qq dísar Gunnars-
X rí dóttur verður á
sinum stað á rás 2, en það
mun vera eini þátturinn
sem verið hefur frá upp-
hafi á sama tíma.
Að þessu sinni verður
það hljómsveitin Mezzo-
forte sem kemur í heim-
sókn í þáttinn með alveg
glænýtt lag eftir þá Gunn-
laug Briem og Friðrik
Karlsson. Valdís sagði að
þetta lag hefði ekki áður
verið spilað fyrir almenn-
ing, en það væri alveg
dúndurgott, eins og hún
orðaði það, og mætti jafn-
vel búast við meiri vin-
sældum á því lagi en
Garden Party.
„Garden Party var
instrumental-lag,“ sagði
Valdís, „og náði mjög
miklum vinsældum í ljósi
þess en í þessu lagi er
sungið og því hægt áð bú-
ast við betri undirtekt-
um.“
Valdís sagðist ætla að
spjalla við þá í þættinum
um hvað þeir hefðu verið
að aðhafast að undan-
förnu og hvað væri fram-
undan.
Mezzoforte hafa komist nálægt þvf að gera garðinn frægan
og kannski þeir geri það endanlega með hinu nýja lagi sínu.
ÚTVARP
FÖSTUDAGUR
13. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn. Morgunútvarpið. 7.20
Leikfimi. Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Sigurðar G.
Tómassonar frá kvðldinu áð-
ur.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15
Veðurfregnir. Morgunorð: —
Asdis Emilsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Glatt er I Glaumbæ" eftir
Guðjón Sveinsson. Jóna Þ.
Vernharðsdóttir les (13).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 „Það er svo margt að
minnast á".
Torfi Jónsson sér um þátt-
inn.
11.15 Morguntónleikar.
Tónlist eftir Johann Sperger,
Johann Joachim Quantz og
Georg Friedrich Hándel.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12J0 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 „Nú brosir nóttin".
Æviminningar Guðmundar
Einarssonar. Theódór Gunn-
laugsson skráöi. Baldur
Pálmason les (13).
14.30 Miðdegistónleikar.
15.15 Létt Iðg.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 A sautjándu stundu.
Umsjón: Hanna G. Sigurð-
ardóttir og Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 Barnaútvarpið.
Stjórnandi: Kristln Helga-
dóttir.
17.35 Frá A til B.
Létt spjall um umferöarmál.
Umsjón: Björn M. Björgvins-
son. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til-
kynningar.
Daglegt mál. Guðvarður Már
Gunnlaugsson flytur þáttinn.
19.15 Adöfinni
Umsjón: Marlanna Friðjóns-
dóttir.
19.25 Bráðum kemur betri tlð
(Alting er næste ár)
Dðnsk barnamynd um lltinn
kúasmala og fjölskyldu hans
I Afrikurlkinu Zimbabwe.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir. (Nordvision —
Danska sjónvarpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
21.05 Kosningar I Svlþjóð
Fréttaþáttur frá Boga
20.00 Lög unga fólksins.
Þóra Björg Thoroddsen
kynnir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Þilskipaútgerð á Norður-
landi. Jón frá Pálmholti tekur
saman og flytur (6).
b. Danska sýslumannsfrúin á
Helgustöðum. Guðrlður
Ragnarsdóttir les frásögu-
þátt eftir Viktor Bloch úr
safninu „Geymdar stundir".
Umsjón: Helga Agústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum.
Atli Heimir Sveinsson kynnir
„Poeml", fiölukonsert eftir
Hafliða Hallgrlmsson.
22.05 Tónleikar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
Agústssyni.
21.05 Skonrokk
Umsjónarmenn Haraldur
Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
21.30 Gatsby
(The Great Gatsby)
Bandarlsk blómynd frá 1974
gerð eftir frægustu skáld-
sögu F. Scotts Fitzgeralds,
Leikstjóri Jack Clayton.
Aðalhlutverk: Robert Red-
ford. Mia Farrow, Sam Wat-
erman, Bruce Dern og Karen
Black.
Arið 1925 kemur ungur
22.35 Úr Blöndukútnum.
— Sverrir Páll Erlendsson.
RÚVAK.
23.15 Tónleikar Kammermús-
fkklúbbsins i Bústaðakirkju
17. mars sl. Guðný Guö-
mundsdóttir og Szymon Kur-
an leika á fiðlur, Robert
Gibbons á lágfiðlu og Carm-
el Russill á selló.
a. Strengjakvartett nr. 7 I
fls-moll op. 108 eftir Dmitri
Sjostakovitsj.
b. Strengjakvartett I C-dúr
K.465 eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart.
c. Klarinettukvintett I h-moll
op. 115 eftir Johannes
Brahms. Einleikari á klarin-
ett: Einar Jóhannesson.
maður til New York til að
læra verðbréfaviðskipti og
leigir sér hús á Long Island.
Hann kemst I kynni við
auðugan en leyndardóms-
fullan granna sinn, Gatsby
aö nafni, vegna frændsemi
við æskuunnustu hans sem
nú er gift öðrum manni.
Samskipti þessa fólks og
vina þeirra einkennast af
glaumi og glæsibrag á yfir-
borðinu en leiða þó til voveif-
legra atburða.
Þýðandi Oskar Ingimarsson.
23.50 Fréttir I dagskrárlok
Kynnir: Gunnsteinn Ólafs-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
FÖSTUDAGUR
13. september
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Asgeir Tómas-
son og Páll Þorsteinsson.
14.00—18.00 Pósthólfið
Stjórnandi: Valdls Gunnars-
dóttir.
16.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ólafsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagð-
ar klukkan: 11:00, 15:00
16:00 og 17:00.
Hlé.
20.00—21.00 Lög og lausnir
Spurningaþáttur um tónlist.
Stjórnandi: Siguröur Blðndal.
21.00—22.00 Bögur
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
22.00—23.00 A svörtu nótun-
um
Stjórnandi: Pétur Steinn
Guðmundsson.
23.00—03.00 Næturvakt
Stjórnendur: Vignir Sveins-
son og Þorgeir Astvaldsson.
(Rásirnar samtengdar að
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
FÖSTUDAGUR
13. september