Morgunblaðið - 13.09.1985, Page 13

Morgunblaðið - 13.09.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985 13 (Ljósm. Siguröur Hróarsson) Hér er drottningin á tali við einn hinna langtaðkomnu, prófessor Hans Kuhn frá háskólanum í Canberra í Ástralíu. mollu, sem óneitanlega ríkir stundum í kringum forníslenzkar bókmenntir og sögu, einfaldlega vegna þess að þeir sem leggja stund á greinarnar eru flestir með býsna líkan bakgrunn og menntun. Þinghaldið Hingað til hefur þinghaldið verið með hefðbundnum hætti, þ.e. það hafa verið haldnir fyrirlestrar yfir öllum þingheimi, án þess að menn hafi haft tækifæri til að kynna sér efni þeirra áður. Nú var ákveðið að reyna annan hátt. Tveimur höfuðefnum þingsins, kristindómi og vestur-norrænum bókmenntum og svo miðlun og útgáfu texta, var skipt niður í annars vegar sjö og hins vegar tvær fyrirlestraraðir. Þátttakend- ur gátu svo valið sér tvær raðir og fengið fyrirlestrana senda heim um mánuði fyrir þingið. Þegar á þingið kom fengust svo allir fyrir- lestrarnir. Síðan voru fyrirlestr- arnir ekki lesnir upp, heldur reif- aði höfundur efnið í stuttu máli, annar fræðimaður var fenginn til að segja álit sitt, og svo voru umræður. í lok hverrar fyrir- lestraraðar voru svo almennar umræður um allt efnið. Þessi tilhögun som á ensku og nútíma-norðurlandamálum kall- ast workshop, smiðja, þótti gefast nokkuð vel og er óneitanlega með léttara yfirbragði en fjöldafyrir- lestrar. En hún naut sín þó kannski ekki sem skyldi, því hvort tveggja var, að þátttakendur voru ef til vill helzt til margir til að af fjörlegum umræðum gæti orðið og eins var tíminn oft í knappara lagi, einkum ef umræðustjóri veitti ekki fyrirlesara og andmælanda að- hald. En fjörlegustu umræðurnar voru þó auðvitað manna i millum utan fyrirlestranna. Þá erum við einmitt komin að höfuðgildi svona þings. Við lifum á ráðstefnu- og fundaglöðum tím- um, svo mörgum þykir nóg um, en alltaf er þó gagnsemin einkum fólgin í að hitta mann og annan. Leiðir fræðimanna I þessari grein liggja sjaldan saman. Það er alltaf eitthvað um að fræðimenn komi hingað og vinni t.d. á Árnastofnun og enn fleiri koma til að vinna um lengri eða skemmri tíma á Árna- safni í Kaupmannahöfn. En á forn- Þing að þremur árum liðnum Ferð á vegum Hafn- arfjarðarsóknar til Njarðvíkur SUNNUDAGINN 15. september býður safnaöar.stjórn Hafnarfjarðar- kirkju í messuferð til Njarðvíkur- sókna. Farið verður frá Hafnarfjarð- arkirkju klukkan 12.30. Messa verður sótt í Ytri-Njarð- víkurkirkju þar sem prestarnir séra Þorvaldur Karl Helgason og séra Gunnþór Ingason messa, og Helgi Bragason, organisti Hafnar- fjarðarkirkju, fyrrum organisti Njarðvíkursókna, leikur á orgel og stjórnar söng. Að messu lokinni verður kirkjan í Innri-Njarðvík skoðuð og drukkið kaffi í safnaðarheimili hennar. Á heimleiðinni verður komið við í „Bláa lóninu". Við það verður miðað að komið verði til baka um fimmleytið. Þeir sem hug hafa á að fara í þessa ferð hafi vinsamleg- ast samband við sóknarnefndar- formann eða sóknarprest Hafnar- fjarðarkirkju. Bjarni Linnet er sóknarnefndarformaður og Gunn- þór Ingason er sóknarprestur. (Fréttatilkynning) sagnaþingi er hægt að ganga að flestum þeim vísum sem leggja I alvöru stund á forníslenzkar bók- menntir, forvitnast um rannsókn- arverkefni þeirra og hvað er að gerast á stofnunum þeirra eða í háskólum. Hvað er að gerast og hvar? Alþjóðlega sögufélagið, sem heldur þingin, gefur út fréttabréf með fróðleik um verk, sem er verið að vinna eða eru fyrirhuguð. Eitt- hvað hafa menn verið óduglegir að senda upplýsingar, en þarna er sem sagt til vettvangur. Það eru auðvitað ekki hreinar línur um hvað er að gerast í hverju landi, en þó má kannski gefa nokkur dæmi. í Danmörku setur Árnasafn auðvitað mestan svip á iðkun ís- lenzkra fornbókmennta. Við safnið er einkum unnið að útgáfu texta og svo er unnið að samningu mjög stórrar orðabókar yfir fornmálið. Kennsla í forníslenzku er tengd safninu, og textarnir eru lesnir á íslenzku. Stúdentarnir eru fremur fáir, en væru vísast fleiri, kæmu t.d. úr fornensku og -þýzku, ef þýðingar væru notaðar. Danskir áhugamenn um kvennasögu hafa einnig komið auga á íslenzkar fornbókmenntir og huga að þeim í kvenlegu ljósi. Á Þýzkalandi hefur lengi verið mikill áhugi á forníslenzkum bók- menntum. Hann minnkaði eftir stríðið, andsvar við áhuga nazista sem hafði verið, en er nú mjög að aukast. Þar er gömul og gróin hefð fyrir rannsóknum á trúarbragða- sögu, fornaldarsögum og svo ekki sízt efni sem er tengt þeirra eigin fornbókmenntum, t.d. Niflunga- ljóðum. í Bandaríkjunum er fræðaflóran harla fjölbreytt. Þar er mikill áhugi á að tengja ýmsar greinar, t.d. félagsfræði og mannfræði við bókmenntarannsóknir, svo er þar mikill áhugi á hvers kyns miðalda- fræðum. Þetta smitar umvélun þeirra sem leggja stund á fornís- lenzkar bókmenntir. En þeim sem standa föstum fótum í íslenzka efninu finnst kannski eins og stundum sé nokkuð glannalega farið með staðreyndir og þær tengdar óskyldu efni. Það þykir nokkuð hæfilegt að halda fornsagnaþing á þriggja ára fresti, svo næst verður komið saman árið 1988. Hvar er ekki endanlega ákveðið, en Gautaborg þykir vænlegur staður. Júgóslavar hafa boðizt til að halda þingið í Dubrovnik, en það verður að segj- ast eins og er, að það setur mun skemmtilegri svip á þingið að það sé haldið þar sem fagið er stundað og eitthvert heimafólk haldi uppi merkinu. Það var einmitt heima- fólkið á síðustu ráðstefnu sem gaf svo góðan tón ... TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR (Ljósm Sigurrós Erlingsdóttir) í lokahófinu tróð meðal annarra upp þessi föngulegi, íslenzki stúdentahópur og flutti rímur með glæsibrag. Hver segir að rímnalistin sé útdauð meðal íslenzkra ungmenna? Talið frá vinstri eru Ragnhildur Richter, Guðrún Ingólfsdóttir, Vilhjálmur Sigurjónsson og Védís Skarphéðinsdóttir. (Ljósm. SD) íslenzku handritin voru til margra hluta nytsamleg áður en allra þjóða fræðimenn tóku að velta sér upp úr þeim. M.a. var hægt að nota þau í bolsnið. Eftirgerð af einu slíku hékk frammi þegar þinggestir heimsóttu Árnastofnun á Amakri. Ekki var þó sniðið boðið falt fyrir þá saumaglöðu í hópnum. Gunnar Kvaran leik- ur í Bústaðakirkju GUNNAR Kvaran sellóleikari held- ur tónleika í Bústaðakirkju nk. sunnudag, 15. september. Verkin sem hann flytur eru einleikssvítur nr. 1, 2 og 3 fyrir selló eftir J.S. Bach. Tónleikar þessir eru þeir fyrstu af þremur kirkjutónleikum sem Tónlistarfélagið stendur fyrir í tilefni af ári tónlistarinnar og 300 ára afmæli Bachs og Hándels. Gunnar Kvaran hóf tónlistar- nám hjá dr. Heinz Edelstein en stundaði síðan nám hjá Einari Vigfússyni, við Tónlistarskólann í Reykjavík. Frá 1964—71 var Gunnar nemandi Erlings Blöndal Bengtssonar við Tónlistarháskól- ann í Kaupmannahöfn, og aðstoð- arkennari hans frá 1968—1974. Framhaldsnám stundaði Gunnar hjá prófessor Reine Flachot í Bas- el og París. Gunnar hefur haldið tónleika í Frakklandi, Hollandi og á öllum Norðurlöndunum. Hann kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík. Gunnar sagði í samtali við blm. að þetta yrði í fyrsta skipti sem hér væru leiknar þrjár svítur á einum tónleikum. Um verkið sagði hann að einleikssvíturnar þrjár væru mikill prófsteinn fyrir strengjahljóðfæraleikara og gerðu ýtrustu kröfur til flytjandans. Hver svíta hefði sín sérstöku ein- kenni; svíta nr. 1 væri einföld og ljoðræn; svíta nr. 2 innhverf og dálítið þunglyndisleg og svíta nr. 3 full af krafti og bjartsýni. Tónleikar Gunnars Kvaran verða sem fyrr segir í Bústaða- kirkju á sunnudag og hefjast kl. 20.30. Á öðrum kirkjutónleikum Tónlistarfélagsins, sem haldnir verða seinnipartinn í október, mun Helga Ingólfsdóttir, sembal- leikari flytja verk eftir Bach. Þeir þriðju og síðustu verða haldnir í Kristskirkju 19. nóvember. Þar munu Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari og Hörður Áskelsson orgel- leikari flytja sónötur eftir Bach og Hándel. Gunnar Kvaran sellóleikari. Niðjatal og ættarmót Hvannatúni í Andakfl, 9. sept. Afkomendur Guðmundar Jónsson- ar og Helgu Jónsdóttur frá Þingeyri í Dýrafirði héldu ættarmót á Hvann- eyri hinn 18. maí sl. í tilefni af ættarmótinu gáfu þau út niðjatal, þar sem 194 af- komenda og maka þeirra er getið og sóttu mótið 140 manns. Guðmundur Bjarni Jónsson fæddist 9.12. 1869 að Lokinhöm- rum við Arnarfjörð og Helga Jóna Jónsdóttir fæddist 5.11. 1882 að Botni í Súgandafirði. Þau hjónin bjuggu á Þingeyri til ársins 1940, en síðan á Akranesi. Guðmundur andaðist árið 1954, Helga 1966. Þau eignuðust 10 börn, en 8 þeirra komust til fullorðins- ára. í framhaldi af ættarmótinu á Hvanneyri fór 20 manna hópur 15.—17. júní á æskuslóðir þeirrá við Dýrafjörð og í Lokinhamra. DJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.