Morgunblaðið - 13.09.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
Er kominn tími til róttækra breytinga á íslenskri feröaþjónustu?
„Leggjum Ferðamála-
ráð íslands niður“
Getur ferðaþjónustan tekið ábyrgð á markvissri sókn í
ferðamálum og lagt fram eigið fjármagn til þeirra hluta?
— eftir Sigurð
Sigurðarson
„Og er lagt til að frjáls samtök
fyrirtækja og annarra, sem at-
vinnu hafa af ferðamannaþjón-
ustu, verði stofnuð og taki við
hlutverki Ferðamálaráðs íslands,
sem verði lagt niður í núverandi
mynd.“ Svo segir m.a. í atvinnu-
málaályktun 28. þings Sambands
ungra sjálfstæðismanna, sem
haldið var á Akureyri um síðustu
mánaðamót.
Líklegt er að þessi skoðun ungra
sjálfstæðismanna veki nokkra eft-
irtekt enda róttæk breyting á
skipulagi ferðamála hér á landi.
Því er ekki úr vegi að kynna stutt-
lega, hvað í þessari ályktun felst
og hverjar gætu verið fyrirmynd-
irnar.
Ferðaþjónustan er mik-
ilvæg atvinnugrein
Ferðaþjónustan er gjaldeyris-
skapandi atvinnugrein. Hún er því
í eðli sínu „útflutningur". Útlend-
ingar eru hvattir til að koma hing-
að til lands. Þeir greiða fyrir þjón-
ustu flutningsaðila, flugfélaganna,
sem eru í eigu Islendinga, eða
Norrænu, ferjunnar sem er í eigu
hlutafélags og íslendingar eiga
m.a. hlutabréf í. Útlendingar njóta
þjónustu hótela, flugfélaga, áætl-
unarbíla, verslana, veitingahúsa,
bílaleiga og fleiri og fleiri aðila
innanlands.
En ferðaþjónustan er einnig í
eðli sínu gjaldeyrissparandi. Þeir
fslendingar, sem kjósa frekar að
ferðast innanlands en erlendis,
spara þjóðfélaginu um ieið dýr-
mætan gjaldeyri.
Fjölbreytt og gróskuleg þjón-
usta, sem jafnframt er vel skipu-
lögð, verður síðan til þess að ferða-
menn dreifast víða um land og um
leið dreifist fjármagnið. Það nýtist
til launagreiðslna, uppbyggingar
og fjárfestingar í byggðum lands-
ins. Fyrir vikið eykst atvinnuör-
yggi og þannig stuðlar ferðaþjón-
ustan að því að halda jafnvægi í
byggð landsins. Þannig er hagnað-
ur þjóðarbúsins bæði beinn og
óbeinn.
Talið er að rúmlega 4.000 manns
starfi að meira eða minna leyti að
ferðaþjónustu. Beinar gjaldeyris-
tekjur af þjónustu við erlenda
ferðamenn námu á síðasta ári um
1.100 milljónum króna og er þá
aðeins átt við þann gjaldeyri sem
skilað var til baka.
Séu þessar gjaldeyristekjur
bornar saman við heildarfram-
leiðsluverðmæti útflutnings lands-
manna á árinu 1984 kemur í ljós
að íslensk ferðaþjónusta, þ.e. sá
hluti hennar sem fellur undir þjón-
ustu við útlendinga, skapar mun
meiri gjaldeyri en útflutningur
landbúnaðarafurða, en um það bil
jafn mikið og tekjur af kísiljárns-
framleiðslu. Ferðaþjónustan
stendur ekki langt að baki útflutn-
ingsiðnaðinum og má það teljast
talsvert afrek þar sem skipulagn-
ing og aðstæður iðnaðarins eru
langtum fullkomnari og þróaðri.
Tafla 1 Vöruútflutningur lands-
manna á árinu 1984
Verðmæti í millj. kr.
Sjávarafurðir........... 16.469
Iðnaðarvörur............. 2.164
Á1 og álmelmi............ 3.444
Kísiljárn................ 1.065
Landbúnaður................ 406
Ferðaþjónusta............ 1.100
Samkvæmt meðfylgjandi töflu
er ferðaþjónustan ein af meiri-
háttar atvinnugreinum þjóðarinn-
ar.
Inn í dæmið er ekki tekinn sá
gjaldeyrissparnaður, sem fólginn
er í ferðum íslendinga um eigið
land í stað útlanda, enda harla
erfitt að meta slíkt af einhverju
viti. Það er einnig erfitt að gera
sér grein fyrir því ástandi, sem
skapast myndi ef drægi úr heim-
sóknum erlendra ferðamanna
hingað. Ljóst er þó að slíkt myndi
valda gífurlegri röskun víða um
land, eins ef drægi úr ferðalögum
íslendinga um landið.
Það er samdóma álit flestra, sem
til þekkja, að möguleikar til ferða-
þjónustu hér á landi eru gífurlegir.
Af þeirri þjónustu, sem gæti höfð-
að sterklega til útlendinga, má
nefna heilsulindir, sem byggjast á
notkun jarðhita til lækninga,
uppbyggingu gönguleiða um há-
lendi landsins, bætta aðstöðu til
ráðstefnuhalds, gæsaveiðar, lax-
og silungsveiði, jökiaferðir og
fleira og fleira.
Forsenda fyrir góðri og arðbærri
ferðaþjónustu er þó góðir akvegir
með bundnu slitlagi, bætt vega-
kerfi á hálendinu, öruggar flug-
samgöngur og jafnframt traustir
og góðir flugvellir, betri ferjur og
bættar ferjusamgöngur, fleiri hót-
el, góð tjaldsvæði og ekki síst
lægra verðlag.
Yfirstjórn ferðamála
Á síðasta Aiþingi var gildandi
lögum um Ferðamálaráð íslands
breytt nokkuð. Vægi breytinganna
er þó ekki mjög mikið ef tekið er
mið af skipan Ferðamálaráðs ís-
lands. Fjölgað er í ráðinu og eiga
þar nú sæti 23 aðilar. Fimm þeirra
skipar samgönguráðherra, en
samgönguráðuneytið fer með yfir-
stjórn ferðamála hér á landi. Ráð-
herra skipar bæði formann og
varaformann ráðsins. Að auki
skipa eftirtaldir aðilar einn full-
trúa hver: Félag hópferðaleyfis-
hafa, Félag íslenskra ferðaskrif-
stofa, Félag leiðsögumanna, Félag
sérleyfishafa, Ferðafélag fslands,
Flugleiðir, Náttúruverndarráð,
Samband veitinga- og gistihúsa,
„önnur flugfélög en Flugleiðir hf.“,
Ferðaþjónusta bænda, Reykjavík-
urborg og ferðamálasamtök, en
þau erú starfandi í öllum kjör-
dæmum og tilnefna einn mann
hvert. Níu síðastnefndu aðilarnir
hafa ekki átt fyrr aðild að Ferða-
málaráði, enda eru ferðamálasam-
tök tiltölulega nýtt fyrirbrigði..
Við ofangreinda skipan ráðsins
er að sjálfsögðu margt að athuga.
Til dæmis má spyrja hvers vegna
ferðafélagið Útivist eigi ekki aðild
að ráðinu rétt eins og Ferðafélag
íslands? Hvers vegna eiga bílaleig-
ur ekki einnig aðild að ráðinu rétt
eins og flugfélög eða rútueigend-
ur? Hvers vegna skyldi Félag land-
varða ekki eiga aðild að ráðinu rétt
eins og Félag leiðsögumanna?
Hvers vegna á Stéttarsamband
bænda aðild að Ferðamálaráði
ásamt Ferðaþjónustu bænda, en
ekki stéttarsamtök þjóna, verslun-
armanna eða langferðabílstjóra.
Hvers eiga ofangreindir aðilar
að gjalda, eða hvers vegna eiga
þeir og fjölmargir aðrir ekki aðild
að Ferðamálaráði íslands, eða
stendur ráðið ekki undir nafni?
Hvers vegna er verið að blanda
saman stéttarfélögum, félagasam-
tökum atvinnurekenda, sjálfboða-
Sigurður Sigurðarson
„MeginmáliÖ er hins
vegar þaöj hvort Feröa-
málaráöi Islands sé
stætt aö starfa sem opin-
ber stofnun eöa hvort
ráöið eigi að vera frjáls
félagasamtök þeirra er
njóta hagnaöarins og
þola tapiö af rekstri fyr-
irtækja í ferðaþjónustu.
Eins og fram kom í
upphafi eru ungir sjálf-
stæöismenn á síðar-
nefndu skoðuninni.
liðafélagi, ferðamálasamtökum,
einkafyrirtækjum, opinberri
stofnun og sveitarfélagi. Hvers
vegna eru þessir aðilar teknir fram
yfir aðra sem hér hafa t.d. verið
nefndir af handahófi? Hvar er
samræmingin?
Líklega er svarsins ekki að leita
í nútímanum heldur á þeim tíma
sem hið fyrsta Ferðamálaráð ís-
lands var stofnað. Þar var valin
sú leið sem enn er haldið áfram á.
Annað hvort hefur mönnum ekki
hugkvæmst gáfulegri breytingar á
skipulagi ferðaþjónustu eða menn
óttast aðrar leiðir. Staðreyndin er
þó sú, að margra áliti, að árangur
starfs Ferðamálaráðs íslands hef-
ur verið mjög lítill. Margt kemur
þar til sem of flókið yrði að ræða
í þessari grein.
Ferðamálaráð er að öllu leyti
fjármagnað af hinu opinbera. Þó
má geta þess að þóknun ráðs-
manna fyrir funda- og nefndarset-
ur er greidd af þeim aðilum sem
hafa tilnefnt þá! Þar með er upp
talinn sá kostnaður sem ráðsaðilar
hafa af þátttöku sinni. Ríkissjóður
fjármagnar starfsemi Ferðamála-
ráðs íslands að öllu leyti. Fríhöfn-
inni í Keflavík, sem er í eigu ríkis-
ins, er gert að greiða hluta af veltu
sinni beint til Ferðamálaráðs.
Á síðasta ári fékk Ferðamálaráð
kr. 19.984 millj. krónur til starf-
semi sinnar, þ.e.a.s. til skrifstofu-
halds og framkvæmda. Meginhluti
þessarar upphæðar kemur frá
Fríhöfninni. í ár eru veittar 8,5
milljónir úr ríkissjóði til Ferða-
málaráðs og mun tillag frá Frí-
höfninni verða um 12,0 milljónir.
Þess má geta hér að Flugleiðir
verja árlega 120 milljónum króna
til auglýsinga- og kynningarmála.
Reiknað hefur verið út að hlutur
Flugleiða af þeirri upphæð, sem
áriega er varið til fslandskynninga
á erlendri grund af íslendingum,
sé um 70%. íslandskynningar
Flugleiða koma að sjálfsögðu fleir-
um til góða en þeim sjálfum, nýtist
innlendum aðilum í ferðaþjónustu
því útlendingar sem hingað koma
með Flugleiðum kaupa að sjálf-
sögðu ekki alla sína þjónustu af
flugfélaginu.
Svo mikið „álit“ hafa ýmsir á
núverandi skipan ferðamála hér á
landi og starfi Ferðamálaráðs, að
sagt hefur verið að líklega gæti
ríkisvaldið ekki gert betur en að
gera Ferðamálaráð íslands að
deild innan Flugleiða. Ábyrgir
menn hafa sagt að þá myndi fram-
lag ríkisins nýtast mun betur en
með núverandi hætti. Ekki skal
hér lagður dómur á þessar fullyrð-
ingar. Meginmálið er hins vegar
það, hvort Ferðamálaráði fslands
sé stætt að starfa sem opinber
stofnun eða hvort ráðið eigi að
vera frjáls félagasamtök þeirra er
njóta hagnaðarins og þola tapið
af rekstri fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu. Eins og fram kom í upphafi
eru ungir sjálfstæðismenn á síðar-
nefndu skoðuninni. Þeir vilja
hvetja til þess að Ferðamálaráð
verði lagt niður en merki þess taki
upp almenn samtök aðila í ferða-
þjónustu. Fyrirmyndir má til
dæmis sækja til Verslunarráðs
íslands og Útflutningssamtaka
iðnaðarins.
Hér er tilvalið að kynna upp-
byggingu og starf þessara tveggja
samtaka. Annars vegar er um að
ræða algjörlega frjáls félagasam-
tök, en í hinu tilvikinu er um að
ræða hálfopinbera stofnun þar
sem fulltrúar ríkisins og þeirra
aðila, sem hagsmuna hafa að gæta,
sameinast.
Verslunarráö íslands
Fyrirtæki í rekstri tengdum
verslun og viðskiptum eiga aðild
að Verslunarráði Islands. Aðild er
ekki háð rekstrarformi. Innan
ráðsins fyrirfinnast einstaklings-
fyrirtæki, hlutafélög og samvinnu-
félög. Aðilar eru 520.
Aðilar að Verslunarráði íslands
greiða árgjald sem fundið er út
sem þúsundasti hluti af veltu (pró
mill, 0/00). Árgjöldum er skipt í
flokka eftir veltuupphæð aðildar-
félaga. Atkvæði á aðalfundi hafa
allir, en þó mismörg eftir því í
hvaða veltuflokk þeir veljast.
Háum félagsgjöldum fylgir því
réttur til meiri áhrifa.
í stjórn eiga 19 menn sæti og
eru 19 að auki í varastjórn. Stjórn-
in er kjörin á aðalfundi, sem er
haldinn annað hvert ár, og er þvi
kjörtímabil stjórnarmanna tvö ár.
Kosning til stjórnar fer fram
skriflega fyrir aðalfund. Öllum
aðilum að Verslunarráði íslands
eru send kjörgögn í pósti. Talið er
í stjórnarkjöri kvöldið fyrir aðal-
fund og eru úrslit kynnt á fundin-
um. Formaður ráðsins er kosinn
sér og á aðalfundi.
Stjórn Verslunarráðsins fundar
mánaðarlega, en þó með þeirri
undantekningu að ekki eru haldnir
fundir í júni og júlí. Stjórn ráðsins
kýs sér 4 manna framkvæmda-
stjórn og á formaður sæti í henni.
Framkvæmdastjórnin heldur sið-
an fundi á tveggja vikna fresti að
meðaltali.
Starfsemi Verslunarráðs Is-
lands er margvísleg, en þó felst
hún einkum í þremur atriðum:
Stefnumörkun í atvinnulífinu,
þjónustu við félagsmenn, nefna
má telexþjónustu og upplýsinga- ,
skrifstofu, en fyrir hvort tveggja
verða félagsmenn að greiða. Gefið
er út fréttabréf sem sent er öllum
aðilum. Að síðustu má nefna að
Verslunarráðið styður einstök
framfaramál sem snerta við-
skiptalífið að einhverju leyti. Ráð-
ið stundar eigin hagrannsóknir,
gefur umsögn um lagafrumvörp
og s.frv.
Á skrifstofu Verslunarráðs ís-
lands starfa 10-12 manns. Rekstur
skrifstofunnar kostaði 6,7 milljón-
ir 1983 en losaði 10 milljónir á
síðasta ári. Rekstrartekjur ársins
1983 námu kr. 7,8 milljónum
króna. Hlutur árgjalda í tekjum
er rúmar 4,2 milljónir króna eða
um 54%.
Útflutningsmiöstöö iön-
aðarins
Án efa gæti íslensk ferðaþjón-
usta tekið Útflutningsmiðstöð
iðnaðarins sér til fyrirmyndar.
Aðilar að Útflutningsmiðstöðinni
eru þessir: Félag íslenskra iðn-
rekenda, sem tilnefnir tvo menn í
stjórn, Samband íslenskra sam-
vinnufélaga, sem tilnefnir einn
mann, Landssamband iðnaðar-
manna, sem tilnefnir einn mann,
og að lokum tilnefnir iðnaðarráðu-
neytið og viðskiptaráðuneytið sinn
manninn hvort í stjórn.
Útflutningsmiðstöð iðnaðarins
er studd af hinu opinbera. Á árinu
1984 nam stuðningur ríkisins
samkvæmt fjárlögum kr. 2,9 millj-
ónum króna. I ár munu tekjur
Útflutningsmiðstöðvarinnar koma
með sérstöku framlagi af fjárlög-
um að upphæð kr. 4,5 milljónir.
Þá fær Útflutningsmiðstöðin hluta
af því gjaldi, sem lánþegum úr
Iðnlánasjóði er gert að greiða, og
að auki kemur framlag frá Iðn-
þróunarsjóði og að síðustu hefur
Útflutningsmiðstöðin tekjur af
einstökum verkefnum sem hún
ræðst í.
Á skrifstofu Útflutningsmið-
stöðvar iðnaðarins starfa 10
manns auk viðskiptafulltrúa í New
York og Færeyjum. Fyrir utan
annað starfsfólk eru starfandi þrír
markaðsfulltrúar hver á sínum
sérsviðum.
Hjá Útflutningsmiðstöð iðnað-
arins er unnið markvisst að mark-
aðsöflun erlendis fyrir hina ýmsu
útflytjendur iðnvarnings. Það sem
meira er, og skilur á milli t.d.
ferðaþjónustunnar og útflutnings-
iðnaðarins, að hér er á ferðinni
fagleg þjónusta við íslensk iðn-
fyrirtæki og sambönd þeirra.
Ráðnir eru viðskiptafulltrúar til
starfa á vænlegum svæðum og til
þess nýttur stuðningur opinberra
aðila. Erlendir markaðsráðgjafar
eru oft ráðnir og þá með tilstyrk
ráðuneytis eða norrænna sjóða.
Leitast er við að kynna íslenskum
framleiðendum atvinnuhætti á
erlendum mörkuðum svo þeir geti
betur uppfyllt þær kröfur sem
gerðar eru til eiginleika og gæða.
Útflutningsmiðstöðin stendur
fyrir markaðsferðum víða um lönd.
Nefna má ferðir sem nýlega voru
farnar til Skotlands, Grænlands,
Irlands og Hjaltlandseyja. Þá tók
Útflutningsmiðstöðin þátt í sam-
starfi við Norræna verkefnissjóð-
inn og lönd í Skandinavíu um
verkefni í Indónesíu.
íslenskir útflytjendur iðnvarn-
ings líta bjartsýnir fram á veginn.
Stjórn Útflutningsmiðstöðvarinn-
ar hefur t.d. samþykkt starfsáætl-
un þar sem m.a. er lögð áhersla á
frumkvæði markaðsfulltrúa í
störfum sínum. Áhersla er lögð á
að samræma stefnur til að nýta
betur krafta og bæta menntun.
Forsvarsmenn hafa sagt að ein
helsta hindrunin í vegi átaks í út-
flutningi sé skortur á hæfu fólki
til markaðsstarfa og því þurfi að
bæta menntun á því sviði.
Ekki er úr vegi aÁ gefa Þráni
Þorvaldssyni, framkvæmdastjóra
Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins,
lokaorðið í þessum kafla, en hann
segir í formála fréttabréfs Úi. „Við
gerum okkur grein fyrir því, að sú
starfsáætlun, sem hér er kynnt,
er nokkuð umfangsmikil og Út-
flutningsmiðstöðin er fáliðuð. En
við ætlum okkur nokkurn tíma til
að hrinda þessu í framkvæmd. Við