Morgunblaðið - 13.09.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
Veður
víða um heim
L*gst Haaat
Akureyri 14 ak«a«
Amalerdam 10 23 haiðakírt
Aþena 17 27 hatóakirt
Barcetona vantar
Bartin 9 23 ekýjað
t-n É BrUIMI 11 26 hatóakírt
CMcago 14 20 hatóakírt
Oubtin 10 18 akýjað
fanayjar 23 ekýjað
Franfcturt 10 23 hatóakirt
Ganf 8 23 haiðskirt
Hetsmki 7 14 hafðskirt
Hong Kong 25 30 halðskirt
Jarúaatom 18 25 haiðskírt
Kaupmannah 8 19 hatóskirt
Laa Patmaa vantar
Liaaabon 19 30 •kýjað
London 25 skýjað
Loa Angelaa 15 24 hatóskírt
Lúiomborg 21 skýjað
vantar
Matiorca vantar
Miami 22 30 rigning
Montreal 4 15 •kýjað
Moekva 6 12 skýjað
oa w 1- NIW T OrK 18 21 hatóskirt
Oató 3 17 haiöskirt
Parte 12 26 hatóakirt
Pakmg 17 25 akýjað
Raykjavik 11 akýjað
Rtó da Janatro 13 27 betOskírl
Rómaborg 13 30 beióskfrt
Stofckhútinur 9 12 skýjað
Sydney 12 19 akýjað
Tókýó 22 26 hoiðskírt
Vinarborg 9 22 haiðtkirt
Þórahotn 12 hatóakfrt
Astralía:
Heimsókn Mitterrands
harðlega mótmælt
^ ('anberra, Ártralíu, 12. september. AP.
ÁSTRÖLSK stjórnvöld tilkynntu Frökkum á þriöjudag aó þeir væru
óvelkomnir á Sudur-Kyrrahafseyjum og ákvörðun þeirra um að halda
áfram kjarnorkutilraunum þar bæri vott um fyrirlitningu í garð þjóða á
þessu svæði. Utanríkisráðherrann, Bill Hayden, sagði að stjórn Astralíu
teldi væntanlega heimsókn Francois Mitterrands Frakklandsforseta til
Mururoa-kóralrifsins vera óviðeigandi og ögrandi.
Upphaf þessa máls var að Heyd-
en afhenti Bernard Follin, sendi-
herra Frakklands, yfirlýsingu þar
sem væntanlegri heimsókn Mitt-
errands til Frönsku-Polynesíu á
föstudag er harðlega mótmælt, en
þar á hann að veita forsæti fundi
sem fjalla mun um kjarnorkutil-
raunir Frakka. í mótmælunum
segir m.a.: „Ríkisstjórn Ástralíu
álítur heimsóknina bera vott um
áreitni og að með henni sé ríkjum
á Suður-Kyrrahafi, að Ástralíu
meðtalinni, sýnd niðurlæging.
Einkum þar sem fundurinn virðist
hafa verið boðaður til að undir-
strika ákvörðun Frakka um að
halda áfram kjarnorkutilraunum,
þrátt fyrir mótmæli umheimsins
og ríkisstjórna í þessum heims-
Sænskum sjónvarps-
hnetti skotið upp
Stokkhólmi, 12. september. AP.
FYRSTA sænska sjónvarpsfjar-
skiptahnettinum verður skotið á
braut um jörðu á morgun, föstudag,
með Ariane-eldflaug. Verður þar
jafnframt um að ræða 15. geimskotið
á vegum Evrópsku geimferðastofn-
unarinnar.
Fjarskiptahnettinum verður
skotið upp frá Kourou í Frönsku-
Guayana í Suður-Ameríku og ef
allt gengur að óskum gefst sænsk-
um fyrirtækjum og stofnunum
innan tíðar kostur á að senda sjón-
varps- og útvarpsefni til allrar
Vestur-Evrópu. Fyrir á braut er
vestur-evrópskur fjarskiptahnött-
ur með 15 rásum en hvorki Svíar
né aðrar Norðurlandaþjóðir hafa
komist þar að. Jarðstöðin, sem
sent verður frá, er í Stokkhólmi
og verður tilbúin til notkunar í júlí
á næsta ári.
Heimsmeistaraeinvígið:
KARPOV Á MÖGU-
LEIKA Á AÐ JAFNA
FJÓRÐA skákin í heimsmeistara-
einvígi þeirra Karpovs og Kasp-
arovs fór í bið í Moskvu í gær og
hefur heimsmeistarinn frumkvæð-
ið, í fyrsta sinn í einvfginu. Skákin
fór rólega af stað og lengi vel virt-
ist svo sem hún hlyti að enda með
jafntefli. Það var þó óumdeilaniega
Karpov sem stóð örlítið betur og f
stöðum þar sem lítið er að gerast
og miklir liðsflutningar mögulegir,
nýtur heimsmeistarinn sín bezt
Karpov hélt vel á spöðunum og
þegar skákin fór f bið voru skáksér-
fræðingar í Moskvu almennt sam-
dóma um að hann ætti einhverja
vinningsmöguleika.
1 biðstöðunni getur Karpov
sótt að stöku peði áskorandans,
auk þess sem kóngsstaða Kasp-
arovs er illa varin. Hins vegar
er peðastaða og kóngsstaða
heimsmeistarans mjög traust,
þannig að það er ljóst að Kasp-
arov verður að tefla af mikilli
nákvæmni til að geta haldið
skákinni.
Heimsmeistari kvenna, Maja
Chiburdanidze, sagði eftir að
skákin fór f bið að Karpov stæði
augljóslega betur, en hún væri
ekki viss um að það nægði til
vinnings. Sovézku stórmeistar-
arnir Taimanov og Gufeld tóku
í sama streng en töldu að með
óaðfinnanlegri vörn ætti Kasp-
arov að geta haldið jafntefli.
4. einvígisskákin:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Drottningarbragð.
1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
Be7, 4. Rf3 — Rf6, 5. Bg5 — h6,
6. Bxf6 - Bxf6.
Þessi staða kom einnig upp í
þriðju skákinni þegar Kasparov
hafði hvítt. Hann lék nú 7. Db3,
en Karpov náði fremur auðveld-
lega að jafna taflið. Svo virðist
sem meistararnir séu enn báðir
á sömu skoðun og sl. vetur þegar
þeir treystu drottningarbragðinu
bezt þegar þeir höfðu svart.
7. e3 — 0—0,8. Dc2 — Ra6l?
Nýr leikur í stöðunni. I 27.
skák fyrra einvígisins svaraði
Kasparov með 8. — c5,9. dxc5 —
dxc4, en tókst ekki að jafna taflið
og tapaði. Hugmyndin með nýja
leiknum er að svara 9. cxd5 með
9. — Rb4. Eftir 20 mínútna
umhugsun lék Karpov.
9. Hdl — c5, 10. dxc5 — Da5, 11.
cxd5 — Rxc5,12. Dd2
Það var ekki vænlegt að reyna
að halda i peðið, því svartur er
á undan f liðsskipan. T.d. 12. d6
— Bd7 og síðan 13. — Hac8, 12.
dxe6 — Bxe6, 13. Rd4 — Had8
og svartur hefur góðar bætur
fyrir peðið.
12. - Hd8, 13. Rd4 — exd5, 14.
Be2 — Db6, 15. 0—0 — Re4, 16.
Dc2 — Rxc3, 17. Dxc3 — Be6, 18.
Dc2
Svartur situr að vísu uppi með
staka peðið á d5, en biskupaparið
tryggir honum töluvert mótvægi.
18. - Hac8, 19. Dbl - hc7, 20.
Hd2 — Hdc8
Eftir uppskiptin sem nú fara
í hönd hefur svartur að vísu ekki
lengur stakt peð á d5, en peða-
staða hans veikist á annan hátt.
Það var þvi sennilega skynsam-
legra að halda þessum hrók á d8
til að geta svarað 21. Rxe6 með
Dxe6.
21. Rxe6! — fxe6, 22. Bg4 — hc4,
23. h3 - Dc6, 24. Dd3 — Kh8,
25. Hfdl — a5, 26. b3 - Hc3, 27.
De2 — HÍ8,28. Bh5 — b5,29. Bg6
Karpov nýtur sin vel í slfkum
stöðum þegar andstæðingur hans
hefur ekkert mótspil. I fram-
haldinu kemur hann ár sinni
mjög vel fyrir borð, honum tekst
bæði að skapa sér færi á skálfnu
bl — h7 og einnig að leika e3 —
e4 á réttu augnabliki
29. - Bd8, 30. Bd3 — b4, 31. Dg4
— De8, 32. e4! — Bg5, 33. Hc2 —
Hxc2, 34. Bxc2 — Dc6, 35. De2 — 1
Dc5
Nú hótar svartur 36. — Hxf2,
37. Dxf2 - Be3.
36. Hfl — Dc3, 37. exd5 — exd5,
38. Bbl
Hér kom einnig vel til greina að
leika 38. Hdl, því bæði 38. —
Bh4?, 39. Hxd5 og 38. - Dc5, 39.
Dxf2+, 40. Khl - Kg8, 41. Dxd5
eru hagstæðar leiðir fyrir hvítan.
28. — Dd2, 39. De5 — Hd8, 40.
Df5 — Kg8
{ þessari stöðu fór skákin í
bið. Karpov, hvítur, lék biðleik.
Sennilegasti biðleikurinn er 41.
Bc2 til að reyna að koma hvita
hróknum i sóknina með 42. Hdl.
Svarti kóngurinn er hins vegar
í engri hættu eftir 41. Dh7+ —
Kf8.
Mislitir biskupar f þessari
stöðu auka jafnteflislíkur svarts
ekki sérlega mikið, þvi oft getur
verið erfitt að verjast i slíkum
töflum ef drottningarnar eru á
borðinu. Svartur getur t.d. með
engu móti valdað hvítu reitina
h7 og g6 og verður að treysta því
að kóngur hans eigi ávallt grið-
land á f8 f framhaldinu. Karpov
á þvi vinningsmöguleika í stöð-
unni, þrátt fyrir að hún sé frem-
ur einföld og liðsmunur jafn.
hluta.“ Hayden lýsti þvi yfir á
þingi á miðvikudag að Frakkar
gætu vel framkvæmt kjarnorku-
tilraunirnar í eigin landi. Hann
sagði að nýjar rannsóknir sýndu
að Frakkar gætu gert þessar til-
raunir á stóru svæði í Mið-
Frakklandi og einnig á eynni
Korsíku.
Mitterrand Frakklandsforseti.
Loðnuveiðar
ganga vel viðGrænland
Nuuk, 12. september. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, N J. Bruun.
Loðnuveiðarnar við Grænland ganga mjög vel nú og hafa
Færeyingar þegar veitt 40.000 af þeim 50.000 tonnum sem
þeir keyptu af grænlenzka kvótanum. Það var sá kvóti, sem
Grænlendingar sjálfir ákváðu, eftir aö viðræður ura veiðiheim-
ildir milli íslands, Noregs, Grænlands og Danmerkur fóru út
um þúfur. Dönsk skip hafa þegar veitt 12.500 tonn af þeim
15.000 tonnum, sem Grænlandi var úthlutað af Evrópubanda-
laginu.
Þótt loðnuveiðarnar hafi al-
mennt gengið vel, þá er svo ekki
hjá öllum. Danska blaðið Lemvig
Folkeblad hefur skýrt svo frá, að
Esbjerg-togarinn Shannon hafi
haft lítið út úr því, að taka þátt í
veiðunum á grænlenzka EB-kvót-
anum. Veiðar togarans hafi kostað
250.000 d. kr. (um eina millj. ísl.
kr.). Togarinn varð að hafa við-
bótarolíugeymi og sérstök sigl-
ingatæki meðferðis, þar sem
DECCA-þjónusta er ekki í ná-
grenninu. Túrinn tók 20 daga, en
af þeim var aðeins unnt að nota 4
daga til sjálfra veiðanna og eftir
þessa 4 daga hafði togarinn aðeins
veitt 50 tonn af loðnu.
POAC-ráð-
stefnan hafin
á Grænlandi
Nuuk, 12. september. Frá frétu-
riUra Mor^unblaðsins, NJ. Bruun
I Nars8ars.suaq á Suður-Græn-
landi er hafin alþjóðleg ráðstefna,
sem gengur undir nafninu POAC-
ráðstefnan (Port and Oecan Engen-
erring undir Arctic Conditions).
Þátttakendur eru 150 vísindamenn
víðs vegar að í heiminum, þar á með-
al Bandaríkjunum, Sovétríkjunum,
Japan og Kína.
Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlenzku landstjórnarinnar,
setti ráðstefnuna og sagði þar m.a.
að íbúar Grænlands ættu sjálfir
að eiga réttinn til þeirra auðæfa,
sem finnast þar á hafsbotni og því
þyrfti að gera breytingu á stjórn-
málasambandinu við Danmörku.
Jafnframt tók Motzfeldt það fram,
að náttúran á norður heimskauta-
svæðinu væri viðkvæm og ekki
mætti eyðileggja hana, „ekki held-
ur með olíuævintýrum*.
Gengi
gjaldmiðla
London, 12. september. AP.
LITLAR breytingar voru í dag
á gengi helstu gjaldmiðla gagn-
vart dollaranum og er beðið
eftir nýjum hagtölum frá
Bandaríkjunum. Verða þær
birtar á morgun og almennt
búist við, að þær segi frá aukn-
um hagvexti vestra.
Kauphallarstarfsmenn
sögðu, að tölurnar, sem á
morgun verða birtar í Banda-
ríkjunum, myndu gefa góða
mynd af efnahagslífinu þar í
landi og líklega sýna meiri
hagvöxt en spáð hafði verið
fyrir nokkru. Taka þessar
tölur til smásöluverðs, iðnað-
arframleiðslu og verðs frá
framleiðendum.
í Tókýó fengust í kvöld
244,05 jen fyrir dollarann en
242,75 í gær. Fyrir sterlings-
pundið fást nú 1,3087 dollarar
en 1,3077 í gær. Fyrir einn
dollara fást nú:
2,9570 vestur-þýsk mörk
(óbreytt), 2,4370 svissneskir
frankar (óbreytt), 9,0125
franskir frankar (9,0050),
3,3220 hollensk gyllini
(3,3175), 1.972,00 ítalskar lír-
ur (1.964,00), 1,3726 kanad-
ískir dollarar (1,3722).
I London fengust í kvöld
320,80 dollarar fyrir gullúns-
una en 320,50 í gær.
Kína:
Annar stórskjálft-
inn á þremur vikum
Peking, 12. sepiember. AP.
f MORGUN varð mikill jarðskjálfti í
Xinjiang í Vestur-Kína, nálægt
landamærum Sovétríkjanna. A.m.k.
fjórir létu lífið og tólf slösuðust al-
varlega, að sögn jarðskjálftastofnun-
arinnar í Xinjiang.
Skjálftinn, sem reið yfir um kl.
4.45 að staðartíma (20.45 að ísl.
tíma), mældist 6,8 stig á Richter-
kvarða.
Hinn 23. ágúst sl., fyrir aðeins
þremur vikum, varð geysimikill
jarðskjálfti á þessu sama svæði,
eða 7,4 stig á Richter-kvarða, og
þá fórust 63 og yfir 100 slösuðust.
Síðan hefur jarðskjálftastofnun
héraðsins skráð 631 skjálfta frá
1,0 upp í 5,1 stig á Richter-kvarða.