Morgunblaðið - 13.09.1985, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1985
„ %
Afmæliskveðja:
Sighvatur P. Sighvats
' Sauðárkróki 70 ára
Á þessum merku tímamótum í
lífi Sighvats, hlýt ég að senda
honum kveðju mína og fjölskyldu
minnar, því margs er að minnast,
en Sighvatur mun vera fyrsti
maðurinn i lífi mínu sem ég bast
vináttuböndum sem enst hafa æ
síðan.
Það var aðeins yfir götuna að
fara frá Mikkahúsinu að símstöð-
inni, sem voru æskuheimili okkar,
en í húsi gömlu símstöðvarinnar
hefur hann átt heima alla sína ævi.
Pétur, faðir Sighvats, var sím-
stöðvarstjóri og þúsundþjalasmið-
ur, með hin undursamlegustu
verkfæri til að skoða og fá lánuð
ef verið var að basla við smíðar.
Mínar fyrstu barnsminningar eru
tengdar Sighvati og var ég heima-
gangur á „Stöðinni", eins og hús
þeirra var kallað. Þar gekk ég
undir nafninu folaldið, og þótti
gott.
A „Stöðinni" var ekki aðeins
fróðlegt að fylgjast með verkstæð-
inu og því tæknilega starfi sem
þar fór fram, heldur einnig þeim
fjölbreyttu veiðum sem Sighvatur
og Pálmi, eldri bróðir hans, stund-
uðu. En hjá þeim var ég „háseti",
þegar verið var að draga fyrir á
Sandinum eða í fjörunni framan
við þorpið. Var minn hlutur öll
rauðspretta og sandkoli, sem kom
í vörpuna. Lagði ég hann í búið
hjá móður minni að hluta og seldi
afganginn. Þannig aflaði ég minna
fyrstu króna.
Sighvatur átti fjóra bræður og
eina systur, Ragnheiði, sem dó
ung. Pálmi var elstur, veiðimaður
af guðsnáð, meðan honum entist
aldur, þá Gunnar, afburða hag-
leiksmaður, en féll frá ungur.
Þriðji Ragnar, sem dó mjög ungur.
Þórður sá fjórði, einnig allur í
tækninni. Sighvatur var svo yngst-
ur, og lifði og hrærðist í veiði-
mennsku.
Þekking Sighvats á dýralífi, til
sjós, til lands og í lofti er fágæt,
og er unun á að hlýða þegar hann
segir frá eðli og háttum dýranna.
Ekki er ég í vafa um að vísinda-
menn gætu farið í smiðju til hans
og numið fróðleik sem ekki verður
af bókum numinn. Seinast þegar
við hittumst sagði hann mér
merkilega sögu um undraverða
hætti helsingja, þó ekki verði hún
rakin hér, en ég drep á aðra sögu
sem sýnir athyglisgáfu þeirra
bræðra, Pálma og Sighvats.
Ég mun hafa verið um 12 ára
og „kúskur" á Öxnadalsheiði þegar
þessi saga gerðist. Kom ég í helg-
arfríi út á Krók oggekk með Pálma
niður á Kamb. Þar voru fjórir bát-
ar nýkomnir að landi, og lá aflinn
í fjörunni, tilbúinn til aðgerðar.
Pálmi leit á aflann 1 fjörunni og
sagði sjómönnunum á hvaða mið-
um þeir höfðu verið. Samsinntu
þeir því og kváðu rétt vera. Þannig
gekk með alla fjóra bátana. Ég
varð hissa, en þorði ekki að opin-
bera fáfræði mína og spurði einsk-
is þá. Fyrir stuttu sagði ég Sig-
hvati frá þessu, og ekki stóð á
svörum. Hann sagði mér nákvæm-
lega af hverju maður þekkir fisk-
inn af miðunum.
Þetta litla dæmi sýnir þá miklu
athyglisgáfu sem þeir bræður eru
gæddir.
Lengi réru þeir bræður á trillu
sem Leiftur hét og voru fengsælir
mjög. Síðar leigðu þeir mótorbát
frá Akranesi og gerðu út á síld í
nokkur sumur. En alltaf unnu þeir
saman meðan Pálma naut við, og
reyndist farsælt.
í allnokkur ár stundaði Sig-
hvatur símavinnu hjá Þórði bróður
sínum. Þegar Þórður hætti með
símavinnuna gerðist Sighvatur
háseti á einum af skuttogurum
Skagfirðinga og kom sér vel að
vanda.
Nú fór hann að eldast og fór í
land, en í samvinnu við elsta son
sinn, Ragnar, sem hafði keypt sér
trillu af bestu gerð, gerðist Sig-
hvatur nú traustur liðsmaður og
hollur ráðgjafi, og er enn að, þó
minna sé en áður var. Samhliða
þessu hefur hann unnið í uppskip-
unarvinnu undir farsælli stjórn
góðkunningja síns, Steindórs
Steindórssonar, sem þar ræður
ríkjum.
Ekki má láta ógetið þess eðlis-
þáttar í skapgerð Sighvats, sem
er gjafmildin. Það munu vera ófá
tonnin af fiski sem hann hefur
gefið vinum og kunningjum, og
mun margan einstaklinginn hafa
munað um minna.
Annar ríkur eðlisþáttur Sig-
hvats er sérstakur frásagnarhæfi-
leiki, samfara stálminni. Segir
hann frá á góðu máli og rneð
nokkuð sérstöku orðavali, sem ekki
er allra. Ekki skal þetta undra, því
sagnaþulir eru í ættinni.
En Sighvatur hefur ekki verið
einn í lífsbaráttunni. Snemma bast
hann konu sinni, Herdísi Pálma-
dóttur frá Reykjavöllum í Tungu-
sveit, svo ekki var farið útfyrir
héraðið í konuleit. Eiga þau átta
börn, 5 drengi og 3 stúlkur, sem
öll eru hin mannvænlegustu og
flest hafa sest að í heimabyggð.
Þau hjón munu fagna vinum
heima á Króki f kvöld, föstudags-
kvöld, og er ekki að efa að þar
munu margir hylla þennan sér-
staka persónuleika, vin minn, Sig-
hvat á Stöðinni.
Ottó A. Michelsen
>
Lokahrina
Stuðmanna
Félagsgarði í Kjós
í kvöld, föstudagskvöld kl. 22.00
Sætaferðir frá BSÍ og Akranesi kl. 22.00
Frevvangi Eyjafirði laugardagskvöld
■ — ~o Sætaferöir frá Öndvegi Akureyr^^^ >
g Dalvík kl. 22.30
Hótel Sögu
w
Bflaklúbbur Akureyrar:
Torfærukeppni
á sunnudaginn
Torfærukeppni Bílaklúbbs Ak-
ureyrar verður haldin sunnudag-
inn 15. september klukkan 14.00 í
Glerárdal ofan Akureyrar. Keppt
verður í tveimur flokkum jeppa,
sérútbúnum og hefðbundnum. 12
keppendur eru skráðir til leiks.
(FrétUtilkynning)
Nýlistasafnið:
Samsýning
átta lista-
manna
SAMSÝNING átta erlendra lista-
manna verður opnuð í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg í kvöld kl.
20.00.
Gerwald Rockenscaub frá Aust-
urríki sýnir þrjú olíumálverk. Jan
Knap sýnir fjórar teikningar af
trúarlegum toga, Jan Mladowsky
frá Prag leggur til fjórar akrýl-
myndir. John van’t Slot sýnir
fimm gouache-myndir og Juliao
Saramento þrjár akrýlmyndir.
Einnig eru átta fíltpennateikn-
ingar eftir Peter Angermann og
tvær myndir eftir Stefan
Szczesny. Loks sýnir Austurríkis-
maðurinn Thomas Stimm tólf
gouache-myndir af eðlilegu og
frjálslegu baðstrandalífi.
Sýningin stendur til sunnudags-
ins 22. september og er opin dag-
lega frá kl. 16.00 til 22.00.