Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ1913 210. tbl. 72. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1985______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Charles Hernu, varnarmíla- ráðherra Frakklands V ar nar málaráðherra Frakklands: Hótar hörðum aðgerðum hafi verið logið að sér París, 18. september. AP. FRANSKI varnarmálaráðherr- ann, Charles Hernu, ítrekaði í dag að frönskum njósnurum hefðu ekki verið gefnar neinar skipanir um að sökkva Kainbow Warrior, skipi Greenpeace- samtakanna, en tók fram: „hafi verið logið að mér, eða mér ekki hlýtt, þá mun ég grípa til mis- kunnarlausra aðgerða". Varnarmálaráðherrann lýsti yfir þessu vegna fréttar sem franska dagblaðiö Le Monde birti í gær þar' sem fullyrt var að hann hefði vitað af sprengjutilræðinu. Hernu sagði að allt yrði gert til þess að komast að sannleikanum í máli þessu. í fréttum ríkisrekinnar sjón- varpsstöðvar á Nýja Sjálandi var aftur á móti greint frá því að „öruggar" heimildir hefðu staðfest frétt Le Monde þess efnis að aðrir njósnarar frönsku leyniþjónustunnar (DGSE), en þeir, sem nú eru í haldi á Nýja Sjálandi, hefðu fest neðansjávarsprengju á kjöl Rainbow Warrior og flúið í flugvél eða þyrlu nokkrum klukkustundum áður en sprengingin átti sér stað. Suður-Afríka: Lögregla varð þremur að bana í Höfðaborg Jóhannesarborg, 18. september. AP. TÆPLEGA 500 suður-afrískir her- menn berjast nú við þjóðernissinn- aða skæruliða svartra í suðurhluta Angóla á þriðja degi innrásar herja Suður-Afríku í landið. Lögreglan í Höfðaborg varð í dag þremur mönnum að bana, þar á meðal tíu ára stúlku. Lögregla hóf skothríð gúmmí- kúlna eftir líkfylgd í Attridge- ville í Pretoríu og dreifði mann- fjölda með táragasi. Verið var að fylgja fjögurra ára stúlku til grafar sem lögreglan viðurkennir að gúmmíkúla hafi orðið að bana í siðustu viku. Lögreglumaður var höggvinn í höfuðið með öxi þegar hann elti syrgjendur inn í bakgarð og drógu lögreglumenn hann á brott undir grjóthrið. Hópar blökkumanna efndu til óeirða í níu borgum í Suður- Afríku í dag og köstuðu grjóti og bensínsprengjum að óeirðalög- reglu. í einni borginni skaut lög- regla blökkumann til bana. Yfirlýsingar voru gefnar í fyrsta skipti í dag í höfuðstöðv- um varnarhers Suður-Afríku um átökin við skæruliða samtaka Afríkubúa í Suð-Vestur-Afríku (SWAPO) í Angóla. Suður-afríski landherinn eltir nú 400 til 800 skæruliða úr átt- undu herdeild SWAPO með að- • AP/Símamynd Tvö ungmenni flýja undan táragassprengjum lögreglu meðan á jarðarför fjögurra ára stúlku stóð í Attridgeville í Pretóríu. stoð könnunarflugvéla. „Öryggishersveitirnar hyggj- ast hafa upp á þessum skærulið- um og þurrka þá út,“ sagði í yfir- lýsingunni og var gefið í skyn að mannfall gæti orðið mikið, án þess að tala fallinna væri látin í té eða sagt hvar átökin færu fram. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið fordæmdi í dag innrásina. Suður-afríska útvarpsstöðin SABC sagði í leiðara í dag að gagnrýnendur innrásarinnar virtu að vettugi þá staðreynd að grípa þyrfti til aðgerða gegn öfl- um sem vilja brjóta niður mátt- arstólpa lýðræðis. Bretland: „Brottvísanastrídi“ við Sovétmenn hætt London, 18. sept AP. BRETAR lýstu yfir því að borttvís- un sex Breta frá Moskvu í dag yrði ekki svarað. Ríkisstjórn Mikhails Gorbach- ev, leiðtoga Sovétmanna, hefur neitað kröfum Breta um að svara Þrír Grikkir hand- teknir fyrir njósnir Ahtf>mi IK simlemher \P Aþenu, 18. september. AP. TVEIK rafeindasérfræðingar og einn liðsforingi úr gríska sjóhernum hafa verió handteknir og bornir þeim sökum að hafa selt bandaríska tölvutækni til Sovétríkjanna, að þvi er kemur fram í yfrrlýsingu frá gríska varnarmálaráðu- neytinu annars vegar og gríska innanríkisráðuneytinu hins vegar, sem gefin var út í dag. Rafeindatæknifræðingarnir tveir hafa verið nafngreindir, Mikael Megalokonomos, starfs- maður grísks innflutningsfyrir- tækis á tölvubúnaði frá Bandaríkj- unum, og Nikolaos Pipitsoulis, for- stjóri grísks rafeindafyrirtækis, og var þeim stefnt fyrir saksóknara í dag fyrir njósnir. Sjóliðsforinginn var nafngreind- ur sem Wassilios Serepessios, lið- þjálfi, og situr hann nú í yfir- heyrslum í herfangelsi skammt fyrir utan Aþenu. Tilkynningar varnarmálaráð- herrans og innanríkisráðherrans sigldu í kjölfar skrifa grískra dagblaða þess efnis að fjórir yfir- menn úr hernum og tveir óbreyttir borgarar hefðu verið handteknir. ekki í sömu mynt þegar meintum sovéskum njósnurum var vísað úr Bretlandi á mánudag og þriðjudag og ráku Sovétmenn sex Breta frá Moskvu í dag. Hefur því hvor þjóðin um sig vísað 31 manni úr landi á þremur dögum. Breska utanríkisráðuneytið lýsti því yfir nokkrum klukku- stundum eftir að Bretunum sex var vísað frá Moskvu að fleiri Sovétmenn yrðu ekki reknir frá Bretlandi en orðið væri og var því haldið fram að Bretar hefðu haft betur í viðureigninni. Margrét Thatcher, sem nú er stödd í Jórdaníu, sagði að kjarna sovéskrar njósnastarfsemi á Bretlandseyjum hefði verið út- rýmt og því yrði ekki um frekari viðbrögð að ræða við óréttlæt- anlegum brottvísunum breskra þegna frá Moskvu. í yfirlýsingu Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Breta, sagði meðal annars að Sovétmenn bæru alla ábyrgð á þeim brott- vísunum sem átt hefðu sér stað á undanförnum dögum. „Bresku stjórninni var ekki auðvelt að grípa til þess ráðs að vísa sovésk- um borgurum úr landi. En þetta áfall í samskiptum þjóðanna er ekki okkur að kenna og bætt sambúö við Moskvu verður ekki keypt á kostnað þjóðaröryggis Bretlands. Við vonum að sovésk yfirvöld hafi látið sér þetta að kenningu verða og sé svo er ekk- ert því til fyrirstöðu að sam- skiptin haldist óbreytt," sagði Howe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.