Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 29 Pólland: 50.000 manns hrópa vígorð til stuðnings Samstöðu Varsjá, 18. september. AP. FIMMTÍU þúsund manns hrópuðu vígorö til stuðnings Samstöðu, hinni bönnuðu verkalýðshreyfíngu landsins, í borginni Czestochowa, að lokinni messu á sunnudag, sem haldin var undir beru lofti. Leiðtogi Samstöðu, Lech Walesa, var viðstaddur, en þetta eru mestu aðgerðir til stuðnings samtökun- um í nær ár. Mieczyslaw Kakowski, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, átaldi atburðinn í pólskum blöðum og sagði að rómversk-katólsk kirkja landsins yrði að hætta að halda verndarhendi yfír andstæðingum ríkisins. Að öðrum kosti myndi það koma niður á sambandi ríkis og kirkju í Póllandi. Rakowski sagði ennfremur að alíska kerfi í landinu. Rakowski, mjög lítill minnihluti presta, sem nyti skjóls nokkurra biskupa, hefði leyft menntamönnum og baráttumönnum fyrir málstað Samstöðu að nota kirkjurnar til áróðurs gegn ríkinu og hinu sósi- sem er náinn samverkamaður Jar- uzelski hershöfðingja, er í fram- boði án mótframboðs á landslista tii pólska þingsins, en kosningar fara fram í október. „Kirkjan er dregin inn í afskipti af stjórnmál- um, sem hlýtur að hafa sínar af- leiðingar ... Sú staðreynd hlýtur að hafa áhrif á samskipti rikis og kirkju,“ sagði Rakowski og bætti við að þessi framganga kirkjunnar hindraði að hún treysti stöðu sína innan hins kommúníska kerfis. Fimm menn voru handteknir eftir þessa samkomu og sektaðir um sem nemur þriggja mánaða launum eða sitja 45 daga í fang- elsi. GENGI Ronald Keagan á fréttamannafundinum. Reagan á fréttamannafundi: Sem ekki um að banna til- raunir með geimvarnakerfi Washington, 18. september. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjafor- seti, sagði í gær, að ekki kæmi til mála að gera neitt það samkomulag við Sovétmenn, sem bannaði tilraun- ir með og smíði varnarkerfis í geimn- um. Kom þetta fram á fréttamanna- fundi, þeim fyrsta, sem Keagan held- ur í þrjá mánuði, en þar sagði hann einnig, að hann kynni að vera fús til að semja um það við Gorbachev, leiðtoga Sovétmanna, hvernig varn- arkerfínu yrði beitt. Gorbachev og Reagan munu hittast í Genf 19. og 20. nóvember nk. Á fréttamannafundinum hóf Reagan mál sitt með því að hvetja menn til að standa vörð um versl- unarfrelsið og varaði við verndar- hyggjunni, sem hann sagði mundu leiða til ófarnaðar. Fyrir banda- Greta Garbo vill heim til Svíþjóðar Stokkhólmi, 18. september. AP. SÆNSKA kvikmyndastjaman Greta Garbo átti áttræðisafmæli í dag, miðvikudag, og sagði af því tilefni við sænskan blaðamann, að hún þjáðist af heimþrá, vildi fara heim til Svlþjóðar. Var hér um að ræða fyrsta viðtalið sem Garbo hefur átt við blaðamann allt frá árinu 1927. Sven Broman, 63 ára gamall tímaritsútgefandi, sem skrifað hefur ævisögu Gretu Garbo, sagði að þessi stjarna þöglu myndanna óttaðist hins vegar að hún fengi ekki stundalegan frið, ef hún sneri aftur heim til Sví- þjóðar. „Hún vill fá að vera ein,“ sagði Broman við fréttamenn í Malmö, en hann ætlar að segja betur frá samtali sínu við Garbo í sjónvarpsþætti. Garbo hefur aldrei gifst og er barnlaus og hefur ekki talað við blaðamann frá 1927. Hún er bandariskur ríkisborgari og dvelst ýmist í Bandaríkjunum eða Sviss. ríska þinginu liggja nú mörg hundruð tillögur um tolla og höft á innflutningi til landsins, sem er miklu meiri en útflutningurinn. Á þessu ári er talið, að viðskiptahall- inn muni nema 150 milljörðum dollara. Reagan varði stefnu sína gagn- vart Suður-Afríku og kvaðst telja, að refsiaðgerðirnar, sem hann ákvað fyrir skömmu, hefðu hvorki verið of né van. „Þeir, sem gagn- rýna mig mest, finna mér það ýmist til foráttu, að ég hafi gengið of langt eða of skammt þannig að ég hlýt að vera nálægt miðjunni í þessum efnum," sagði Reagan. Fundurinn stóð í rúman hálft- íma og fór drjúgur hluti hans í spurningar og svör um væntanleg- an fund þeirra Gorbachevs og Reagans. Var hann spurður hvort ekki kæmi til mála að semja um geimvarnakerfið og svaraði hann því til, að rannsóknir á því eða einhverju öðru brytu ekki í bága við neina samninga. Hins vegar sagði hann, að til greina kæmi að semja um beitingu þess. E1 Salvador: GJALDMIÐLA London, 18. september. AP. GENGI Bandaríkjadollars hækkaði aðeins í dag þegar fréttir bárust um að húsbygg- ingar vestra hefðu tekið nokk- urn fjörkipp í fyrra mánuði. í Tókýó fengust í kvöld 242,05 jen fyrir dollarann á móti 241,25 í gær og gagnvart pundinu hækkaði hann einnig. Fást nú fyrir það 1,3362 dollar- ar en 1,3422 í gær. Gengi ann- arra gjaldmiðla gagnvart dollar er nú þetta: 2,8940 vestur-þýsk mörk (2,8735) 2,3807 sviss- neskir frankar (2,3740) 8,8275 franskir frankar (8,7750) 3,2565 hollensk gyllini (3,2405) 1.945,00 ítalskar lírur (1.933,00) 1,3770 kanadískir dollarar (óbreytt). Gullið féll enn í dag og er nú komið niður í 314,30 dollara fyrir únsuna. Náðu ekki fundum mannræningjanna San Salvador, El Salvador, 18. aeptember. AP. EMBÆTTISMENN E1 Salvador-stjórnar, sem fóru til Mexíkó á sunnudag í því skyni að komast í samband við skæruliða vegna ránsins á Ines Duarte Duran, dóttur Napóleons Duarte forseta, sneru heim í gær og sögðu, að ekki hefði tekist að ná fundum skæruliðaleiðtoganna. Julio Adolfo Rey Prendes, einn „Eg held, að þeir hafi ákveðið á nánasti ráðgjafi forsetans, sagði, síðustu stundu að koma ekki á að fullyrt hefði verið við sig í símaviðtali, að unnt væri að kom- ast í samband við mannræningj- ana eða fulltrúa þeirra í Mexíkó. minn fund,“ sagði hann. Með Rey Prendes í Mexíkó-ferð- inni var Ricardo Acecvedo Peralta aðstoðarutanríkisráðherra. FRYSTIKISTUR SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 200 lítra kr. 20.990 300 " " 22.990 350 " " 23.990 410 " " 24.990 510 " " 29.990 * Afsláttarverð v/smávægilegra útlitsáverka FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.