Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Ljósmyndir Bjarna Jónssonar Myndlist Bragi Ásgeirsson I Listasafni Alþýðu stendur nú yfir sýning á allmörgum ljós- myndum eftir ungan mann Bjarna Jónsson að nafni. Þetta mun frumraun Bjarna á sýningarvettvangi og ber fram- takið þess eðlilega vitni. Mynd- irnar eru margvíslegar og misjafnar ásamt því að mikið er um tilraunir á tæknivettvangi. Listrænir hæfileikar leyna sér þó ekki í mðrgum myndanna og á það við flest tæknibrögð er gerandinn viðhefur — allstaðar má finna eitthvað gott. Þannig er myndaröð hans „Gréta“ (3—6) vel og heiðarlega unnin — hreint og beint. Myndin „Síðasti raksturinn" getur talist í áttina að vera frumleg en nafnið ekki. Svart-hvíta myndin „New York“ (20) ber af öðrum er Bjarni tók í þeirri borg og til sýnis eru enda myndefnið mjög lifandi, — brú og net af vírum og köðlum, er mynda sterka byggingarfræði- lega heild. Allmikið er af fiskamyndum á sýningunni og eru þær æði misjafnar í útfærslu og gerð. Þóttu mér þær heillegastar, er drógu fram einkenni fiskanna, hreint og beint án nokkurrar tilraunastarfsemi í framköllun. Vísa hér til mynda eins og nr. 38, 40, 42, 43 og 44. „Kristaltært" (47), er hrein og klár og má það vera samheiti þess besta sem á sýningunni er að finna — skil- merkilegustu og hreinustu vinnubrögð skila þannig drjúg- asta árangrinum. Hinum unga manni tekst þó stundum vel upp í tilraunum sínum og vil ég hér sérstaklega vísa til myndarinnar „Take your time“ (65) sem í útfærslu er mjög „malerísk" og minnir furðumikið á sumar myndir enska málarans Richard Hamilton. Við skoðun myndarinnar uppgötvar maður einmitt hvernig sá maður vinnur sáldþrykk sín og yfirfærir jafn- vel á léreft... Umbúnaður myndanna rýrir á stundum áhrifamátt þeirra og hefði mátt vera einfaldari. Eink- um geldur myndin „Kisi“ (71) þess. í heild er þetta mjög ásjá- leg sýning og athyglisverð frum- raun. num í daú Húrra Húrra Húrraaa !! í dag færist Reykjavík skrefi nær heimsborgarmenningunni, þar sem boðið er upp á allt sem hugurinn girnist. íslendingar eru taldir „smart í tauinu“ enda framboðið á ýmiskonar tískufatnaði í fínu lagi. Aftur á móti hefur ekki verið eins auðvelt hérlendis að fylgjast með tískunni í veggmyndum. Nú verður breyting á því. Það eru ekki lengur bara fáir útvaldir sem hafa tækifæri til að prýða umhverfi sitt fallegum myndum. PASTEL býður fjölbreytt úrval af Gallery plakötum í eða án ramma, allt eftir smekk, efnum og aðstæðum. > * * * #Hvad er Gallery plakat? Pað er von þú spyrjir því slíkar myndir eru enn sjaldséðar á fslandi. Orðið „Gallery plakat“ er fullkomin sletta í íslensku en við höfum því miður ekki fundið betra nafn (tillögur vel þegnar). 4 «V Gallery plakat er sérstaklega hannað myndverk þar sem mynd og letur vinna saman. Það brúar bilið milli fjölda- framleiddra eftirprentana og listaverka í takmörkuðu upplagi (s.s. málverka og grafíkmynda). Gallery plaköt eru fyrst og fremst fjölbreytileg listaverk sem hæfa smekk og buddu allra. » PASTEL er líka innrömmun. Við getum líka rammað uppáhalds myjidina þína inn í ramma með uppá- halds litnum þínum. Ramrrrarnir okkar eru ekki alveg eins og allir aðrir rammar. Peir eru í öllum regnbogans litum og mismunandi þykktum bæði úr tré og áli. Þannig er hægt að velja litinn og áferðina sem á best við myndina og umhverfið. í PASTEL Laugavegi 33 (UPPI) eru Guðmunda og Hafsteinn til þjónustu reiðubúin og síminn er (9)1-19820. II Hvaða bækur ættum við að lesa að hallandi sumri? JÓHANNA KRLSTJÓNSDÓmR P.D. James: A Mind to Murder Útg. SphereBooks 1985 Fyrsta útgáfa þessarar bókar kom raunar út fyrir röskum tuttugu árum hjá Faber & Fab- er, en hún stendur mætavel fyrir sínu. P.D. James hefur verið lof- uð á seinni árum g kölluð drottn- ing glæpasagna og bækur henn- ar eru pottþéttar sölubækur. Hér er sögusviðið Steen- sjúkrahúsið. Þar vinna virtir og metnir geðlæknar ásamt sinu merka starfsliði að því að hlú að ríku og vel gefnu fólki, sem á við geðræna sjúkdóma að stríða. Þar ber höfuð og herðar yfir aðra doktor Etherege. En valinn mað- ur virðist í hverju rúmi. Þó er eitthvað undarlegt á seyði og ungfrú Bolam, eins konar skrán- ingarstjóri, hefur áhyggjur og biður um aðstoð stjórnarmanns sjúkrahússins. Hann kemur á vettvang, en þá hefur ungfrú Bolam verið fyrirkomið á hinn viðurstyggilegasta hátt. Lög- reglumaðurinn Dalgliesh er fenginn til að fást við þetta flókna verk: eiginlega er alveg óhugsandi að nokkur úr starfs- liðinu geti verið við morðið rið- inn, en það er líka nokkurn veg- inn óhugsandi að einhver utan- aðkomandi hafi framið það. P.D. James tekst ágætalega að halda spennu í þræðinum og lögreglumaðurinn Dalgliesh er klókur maður án þess að vera neitt ofurmenni. Ekki er rétt að rekja söguþráð svona bókar, en óhætt að mæla með henni til af- þreyingarlestrar. P.D. James Lisa Alther: Other Women Útg. New American Library, Sign- et Book 1985 í fljótu bragði minnist ég þess ekki að hafa lesið aðrar bækur eftir Lisu Alther en þessa, en á kápusíðu er vakin athygli á fyrri bók, „Kinflicks”, sem mun hafa vakið eftirtekt. í bókinni segir frá Caroline Kelley, sem er ung kona og skemmtilega sjálfstæð manneskja. En lífið hefur verið henni harla flókið og svo er nú komið að hún ræður ekki fram úr málum. Eftir miklar vanga- veltur ákveður hún að leita hjálpar Hannah Burke, sem er náttúrlega vel menntuð einmitt í því að sinna slíkum málum. Car- oline hefur litla trú á að samtöl- in geti hjálpað henni, martröðin og klúðrið er að vísu að buga John van’t Slot: Gvass á pappír. 8 erlendir Myndlist Bragi Ásgeirsson Nýlistasafnið Vatnsstíg 3 kynnir um þessar mundir verk eftir átta erlenda listamenn, sem allir tengj- ast eða eru afkomendur „nýja mál- verksins“, að eigin sögn. Þeir hafa allir átt myndir á sam- sýningum um allan heim og víða haldið einkasýningar. Á sýningunni í Nýlistasafninu eru myndir af ýmsum toga og gerðar í margvíslegri tækni svo sem með rissblýi, akrýl, gvass, filtpenna- teikningar og blandaðri tækni. Listamennirnir eru þeir Gerwald RockensUub, Jan Knap, Jan Mla- dowsky, John van’t Slot, Juliao Saram- ento, Peter Angermann, Stefan Szczesny og Tomas Stimm. Eftir að hafa skoðað sýninguna þykir mér flest af því sem til sýnis er skissur og uppköst, sem unnið er að frá degi til dags án þess að mikill þungi sé að baki vinnubragðanna. Þá þykir mér hugmyndafræðilega listin eiga jafn mikil ítök 1 gerend- listamenn unum og nýbylgjumálverkið — nema þá að viðkomandi hafi mis- skilið það. Þetta er ekki sýning sem grípur skoðandann föstum tökum og verð- ur honum til margvíslegra hugleið- inga — til þess er allt of mikið af svipaðri framleiðslu á markaðinum og hefur verið á undangengnum ár- um. Hinn almenni skoðandi listsýn- inga er búinn að fá nóg af slíku og það er enginn gæðastimpill þótt listamennirnir hafi sýnt þessa framleiðslu í 100 þjóðlöndum eða meira. Sum þessara nafna eru allþekkt og eiga það sameiginlegt að hafa gert betri verk en þeir sýna nú — miklu betri. Það þarf vandaðara val og sterkari verk til að hrífa okkur hér á norðurslóðum — hér gleypa menn ekki við öllu, jafnvel þótt út- lenskt sé. Ágæt sýningarskrá fylgir fram- takinu — í senn einföld og hagnýt — væri æskilegt að sem flestir sýn- enda á þessum stað tækju upp þetta form í framtíðinni og bættu við rit- uðum inngangi og hugleiðingum. Hluti úr safninu sjálfu er á efri hæð og er það góð viðbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.