Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID. FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 21 Jón Guðjónsson formaður HVÍ Mikill hugur að ráðast ístór verkefni „MÉR fínnst þetta bafa verið með skárri þingum sem ég hef setið,“ sagði Jón Guðjónsson formaður HVÍ. „Umræður hafa verið líflegar og sýnt að mönnum er ekki alveg sama hvern- ig málin snúast eða um hvað. Það er athyglisvert við stjórnarkjör að ungt fólk kemur inn. Þetta eru ákveðin kynslóðaskipti og unga fólkið kemur með nýjar hugmyndir bæði í stjórn og varastjórn. Áhersluatriðin á þessu þingi sýna að hugur manna er nógu mikill að ráðast í stór verkefni s.s. að gera Þrastalund að stærri stað en til þess þarf peninga og hreyfingin er fjárvana. Áð efla íslenskt og hvetja til þess að íslenskar vörur séu settar fram undir íslensku nafni er mark- vert. Við viljum fá iðnrekendur tii að taka meira tillit til þessa og mættu þeir leggja hreyfingunni meira lið í tilefni af þessu framtaki. Hjá okkur í HVÍ er aðaláherslan á íþróttastarfinu. Nú í sumar vor- um við með sumarbúðir 9. árið í röð í Núpsskóla. Aðsókn var mjög góð, alls 120 krakkar 6—14 ára.“ Sig. Jóns Landsmótið eykur íþróttaáhugann „ÞAÐ MÁ segja að undirbúningur Landsmótsins sé ekki langt kominn,“ sagði Kristján Yngvason formaður HSÞ, en mótið verður haldið á sam- bandssvæði Þingeyinga á Húsavlk 1987. Kristján tók við formennsku sl. vor. Hann sagði að í byggingu væri íþróttahús á Húsavík og lagfæringar yrðu gerðar á íþróttaaðstöðunni. „Sundaðstaða hefur verið nokkur höfuðverkur. Við sóttum um að flytja sundið að Reykjahæð í Mý- vatnssveit þar sem er 25 m laug en þingið hafnaði því, þannig að við verðum að setja upp bráðabirgða- laug fyrir mótið. Hér á þinginu hafa komið upp athyglisverðar hugmyndir um útileikhús á lands- mótinu þar sem léttar sýningar yrðu í gangi og meira höfðað til barna í dagskránni. Starfið í HSÞ hefur verið í nokk- urri lægð en með Landsmótinu vonumst við til að blása lifi í starf- ið. Fjármálin hafa verið erfið en við erum með ýmsar hugmyndir að rétta þau við. Kristján Yngvason formaður HSÞ Ég geri ráð fyrir að við verðum með algjörlega nýtt lið á Lands- mótinu á Húsavík, í frjálsum íþrótt- um og í sundi sem er vaxandi grein með tilkomu n’yju laugarinnar í Reykjahlíð. Það sem mér finnst athyglisvert við þetta þing er að hér er meira af ungu fólki sem tekur þátt í starf- inu. Umræður hafa verið snarpar hér um störf stjórnarmanna sem sýnir að líkur eru á að kynslóða- skipti verða innan UMFÍ á næstu árum.“ Sig. Jóns. Gaman að sjá hverjir það eru sem stjórna „Mér fínnst mjög gaman að sjá hvað er að gerast innan UMFÍ og að vita hverjir það eru sem stjórna. Sér- staklega gaman var að fylgjast með umræðum um sundmálið á Húsavík," sagði Svanhildur Kristjónsdóttir íþróttakona úr Kópavogi sem var meðal þingfulltrúa á Flúðum. „Hjá okkar félagi verður við sem erum þátttakendur að hafa áhuga á félagsstarfinu sjálf og sjá um hlut- ina, fjáröflun og þess háttar. Við hjá frjálsíþróttadeild Breiðabliks höfum enga sterka karla sem standa á bak við okkur. Svanhildur Kristjónsdóttir Það er þokkalegur áhugi fyrir starfinu, svona 15—20 sem æfa frjálsar að staðaldri eftir ieiðsögn frá þjálfara," sagði Svanhildur. Athyglisvert hvað fólk er sammála um starfið „Það sem mér fínnst athyglisvert hér á þessu þingi er hvað fólk hvað- anæva af landinu er sammála um hlutina og kemur sér vel saman um starfíð," sagði Þórgunnur Torfadóttir framkvæmdastjóri ÚSÚ. Hún er frá Hala í Suðursveit og ungmennafélag- ið þar heitir Vísir með 80—100 félaga og aðalstarfíð í kringum frjálsar íþróttir. Þórgunnur Torfadóttir „Starfið hjá ÚSÚ lá að verulegu leyti niðri í fyrra en er núna á upp- leið. Við höfum verið með sumar- búðir og leikjanámskeið fyrir krakka sem sýna þessu starfi mik- inn áhuga. Við stefnum að þvi að vera með gott lið á Húsavík á næsta Landsmóti," sagði Þórgunn- ur. RÁÐNINGARRÁÐGJÖF HAGRÆÐINGAR HF. ( nútímafyrirtækjum skiptir miklu máli að finna réttan starfskraft fyrir hvert starf. Val þetta getur verið vandasamt og tímafrekt. HAGRÆÐING hf. býður nú uppá ráðning- arráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir. ( ráðgjöf HAGRÆÐINGAR hf. felst m.a. aðstoð við flokkun umsókna, mat á um- sækjendum, val starfskrafta, gerð ráðn- ingasamninga, gerð starfslýsinga og kynn- ingu fyrirtækja fyrir nýjum starfskröftum. 7// Ráðgjöf þessi er sveigjanleg í eðli sínu þannig að hægt er að fá aðstoð á hvaða stigi ráðningar sem er. Hringið í síma 28480 og fáið sendan upplýsingabækling. Kristján Sturluson, ráðgjafi. HAGRÆÐING hf. býður einnig uppá samskiptagrein- ingu, aðgerðagreiningu, þjónustugreiningu, vinnusál- fræðilegar rannsóknir og námskeið. HAGRÆOINGhf // STARFSMENN STJÓRNUN SKIPULAG Til starfa í Thai- landi á vegum RKÍ JÓN Karlsson, hjúkrunarfræðingur, er nýfarinn til Khao-i-Dang á landa- mærum Thailands og Kambódiu, þar sem hann mun starfa næstu sex mán- uði í sjúkraskýli sem Alþjóðarauði- krossinn rekur. Kristín Ingólfsdóttir, hjúkrunar- fræðingur er nýkomin heim eftir sex mánaða starf á vegum Rauða kross íslands í fjarlægum löndum, fyrst i Sómalíu og síðar í Kenýa. Rauði kross íslands sendi fyrst hjúkrunar- fræðinga til Thailands árið 1979 og æ síðan hefur verið þar starfandi hjúkrunarfræðingur á vegum RKÍ. Jón Karlsson er sá sextándi í röð- inni. Þess má geta að nýlega bárust RKÍ sérstakar þakkir frá Alþjóða- rauðakrossinum fyrir framlag sitt til starf seminnar í Thailandi. (Frétutilkjnning) Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.