Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
41
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Forðast má gagnrýni með þvíað
— segja ekkert — gera ekkert —
og vera ekkert.
— reynsla kynslóðanna.
Rétturinn sem hér fylgir, er að
sjálfsögðu, hafinn yfir alla gagnrýni.
Þetta er mjög bragðgóð
Pönnusteikt
smálúða
með sveppum
og möndlum
800 gr smálúðuflök
50 gr smjörvi
Ví> bolli mjólk
1 tsk. salt
Vi bollihveiti
Vt bolli möndlur
100 gr sveppir
Vi bolli fínsöxuð púrra
'Æ bolli vatn og 1 ten. kjúklinga-
kraftur
(kemur í stað víns)
1. Roðflettið smálúðuna og sker-
ið í hæfilega stór stykki. Saltið er
leyst upp í mjólkinni og eru fisk-
stykkin lögð i mjólkina.
2. Hreinsið sveppina og sneiðið
niður. Hitið helminginn af smjörv-
anum á pönnu. Möndlurnar eru
afhýddar og klofnar í tvennt. Þær
eru steiktar í feitinni ljósbrúnar
og síðan teknar af pönnunni.
Sveppirnir steiktir í sömu feitinni
í 2—3 mín. og eru þeir einnig
teknir af pönnunni.
3. Bætið á pönnuna því sem eftir
er af smjörvanum ásamt 1—2
matsk. af matarolíu. Setjið hveitið
i plastpoka. Látið sem mest af
mjólkinni renna af fiskstykkjun-
um og hristið þau með hveitinu í
pokanum þar til þau hafa fengið
léttan hveitihjúp. Þau eru steikt í
feitinni fallega brún á báðum hlið-
um og síðan tekin af pönnunni og
látináheittfat.
4. Púrrulaukurinn saxaður er
settur á heita pönnuna og steiktur
í um Vi mín. því næst er sveppun-
um bætt á pönnuna og þeir steiktir
með 'k mín. til viðbótar. Vatni
með uppleystum kjúklingakrafti
er bætt út í og að síðustu möndlun-
um. Hristið pönnuna til að jafna
sósuna og bætið við salti ef þurfa
þykir.
5. Setjið yfir fiskinn á fatinu og
berið fram með soðnum kartöflum.
Verd á hráefni
800 gr smálúðuflök kr. 160
100 gr sveppir kr. 39
möndlur kr. 15
púrra kr. 10
mmmmSmUmRMmmm
Kr. 244
Til kartöfluframleið-
enda og -seljenda:
Vilji menn aukna sölu á kartöfl-
um, þá verður meðhöndlun nyju
uppskerunnar að vera mun betri
en hún er í dag. Það er allt of
mikið af grænum og hálfgrænum
kartöflum í verslunum.
Orðsendmg
(fl fyrirtækja
og einstaklinga í atvinnurekstri
Skattrannsóknarstjóri hefur ákveöið að kanna bókhald þeirra aðila sem eru skyldir til að gefa út reikninga í
viðskiptum sínum við neytendur. Kannað verður hvort farið er eftir þeim reglum sem gilda um skráningu
viðskipta á nótur, reikninga og önnur gögn, Dagana 23. september til 7. október verða 400 fyrirtæki úr 27
atvinnugreinum heimsótt af starfsmönnum Skattrannsóknarstjóra í þessu skyni.
Könnunin nær til fyrirtækja úr eftirtöldum atvinnugreinum:
Númeratvlnnu- grelnar: Heltl atvlnnugreinar:
261 Trésmíði, húsgagnasmíði
262 Bólstrun
332 Gleriönaður, speglagerð
333 Leirsmlði, postulínsiðnaður
339 Steinsteypugerð, steiniðnaður
350 Málmsmlði, vélaviðgerðir
370 Rafmagnsvörugerð, raftækiaviðgerðir
383 Bifreiðaviðgerðir, smurstöðvar
385 Reiðhiólaviðgerðir
395 Smíöi og viðgerð hljóðfæra
410 Verktakar, mannvirkiagerð
420 Bygging og viðgerð mannvirkia
491 Húsasmfði
492 Húsamálun
493 Múrun
494 Pípulögn
495 Rafvirkiun
496 Veggfóðrun, dúklagning
497 Teppalögn
719 Ferðaskrifstofur
826 Tannlækningar
841 Lögfræðiþjónusta, fasteignasalar
842 Bókhaldsþjónusta, endurskoðun
843 Tæknileg þjónusta
847 Innheimmtustarfsemi
867 Ijósmyndastofur
869 Persónuleg þjónusta ót. a.,t.d. heilsuræktarst.
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI
A/ýr W&KÓUNN
innritun stendur yfir í síma: Reykjavík 38830
Hafnarfjörður 52996.
Kl. 10-12 og 14-19