Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
Morgunbladið/Sigurgeir
Magnús 1‘orsteinsson, sveitarforingi sveitar skáta í Vestmannaevjum, afhjúpar minningarskjöldinn.
Hjálparsveit skáta:
Minningarskjöldur
um tvo látna félaga
Vestmannaeyjum, 16. septemher.
í LOK hinnar umfangsmiklu leitar- og björgunar-
æfingar sem Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyj-
um stóð fyrir í síðustu viku var stutt athöfn við
hið nýja félagsheimili sveitarinnar sem nú er
risið við Faxastíg. Var þar afhjúpaður minningar-
skjöldur sem Landssamband hjálparsveita skáta
færði HSV til minningar um tvo meðlimi sveitar-
innar sem höfðu látist við störf á vegum sveitar-
innar, þá Kjartan Eggertsson og Hannes óskars-
son. Sóknarpresturinn í Eyjum, séra Kjartan Örn
Sigurbjörnsson, flutti stutta hugvekju og Magnús
Þorsteinsson, sveitarforingi HSV, afhjúpaði
minningarskjöldinn sem var komið fyrir við dyr
hins nýja félagsheimilis.
- hkj.
Komið með einn „hinna slösuðu" til aðhlynningar.
Mor^unblaðið/SÍKurseir.
Annasamt í stjórnstöð.
Fjórmenningarnir sem stjórnuðu æfingunni og sveitarforingi Hjálparsveitar
skáta í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Bjarni Sighvatsson, Magnús Þor-
steinsson, Steingrímur Benediktsson, Sigurður Þ. Jónsson og Ólafur Lárus-
son.
Sjúklinganna leitað á torsótt-
um og vandfundnum stöðum
250 manna æfing í tilefni af 20 ára afmæli
Hjálparsveitar skáta í Vestmannaeyjum
VeMtmannaeyjum, 16. aeptember.
Á FÖSTUIIAGSKVÖLD og laugardagsnótt í síðustu viku fór fram hér um-
fangsmikil leitar- og björgunaræfmg. Æfingin stóð yfir í röskar 12 klukkú-
stundir og voru þátttakendur um 250 manns. Það var Hjálparsveit skáta í
Vestmannaeyjum sem fyrir þessari æfingu stóð og var hún haldin í tilefni 20
ára afmælis sveitarinnar sem er á þessu ári. Þátttakendur voru úr hinum
ýmsu hjálparsveitum skáta á landinu og flugbjörgunarsveitum auk félaga úr
Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Björgunarsveitinni Stakk í Keflavík. Þá
tók þátt í æfingunni sérstök hundasveit skáta með fimm sérþjálfaða leitar-
hunda.
Sviðsett var leit að hópi vísinda-
manna frá Sameinuðu þjóðunum
sem áttu að hafa stundað rann-
sóknir á áhrifum eldgossins á
gróðurfar á Heimaey. Upp kom í
hópnum skæð vírusveiki sem rekja
mátti til matareitrunar en þessi
vírus getur valdið blóðrásartrufl-
unum og að menn geti dottið niður
hvar sem er, fengið óráð og miklar
skyntruflanir. { æfingunni var 21
„sjúklingi" komið fyrir á ýmsum
stöðum út um alla eyju og í úteyj-
um, misjafnlega illa útleiknum af
völáum veikinnar og slysa af
hennar völdum. Þá barst í miðri
æfingu beiðni um að sækja „slas-
aðan“ skipverja um borð í skip úti
á rúmsjó.
Leiðinlegt veður var þessa nótt
en æfingin fór öll fram í myrkri,
roki og rigningu. Bátar voru mikið
notaðir en slæmt var í sjóinn og
reyndi því verulega á þennan þátt
björgunarstarfsins. „Sjúklingarn-
ir“ áttu margir kalsama nótt en
þeir síðustu fundust ekki fyrr en
laust fyrir hálf tíu á laugardags-
morgni enda voru margir „sjúkl-
inganna“ á harla torsóttum og
vandfundnum stöðum. Verulega
reyndi einnig á fjallamennsku- og
sigkunnáttu björgunarsveitanna í
þessari æfingu. Eftir að „sjúkl-
ingarnir" fundust þurftu björgun-
armennirnir síðan að greina
meiðsl þeirra og búa um þá til
flutninga í bæinn. Var síðan sú
greining og meðferð metin í
stjórnstöð æfingarinnar sem var
til húsa í nýbyggingu sem Hjálp-
arsveit skáta í Vestmannaeyjum
er að byggja og senn verður full-
gerð.
Að lokinni þessari umfangs-
miklu æfingu ræddi fréttaritari
Mbl. stuttlega við Bjarna Sig-
hvatsson úr Hjálparsveit skáta og
innti hann eftir því hvernig til
hefði tekist.
„Allir sem þátt tóku í æfingunni
eiga hrós skilið fyrir mjög góða
frammistöðu og við erum harla
ánægðir með útkomuna. Það kom í
Ijós að kunnátta manna í skyndi-
hjálp og fjallamennsku er mjög
góð. Það var ánægjulegt að sjá
hvað þetta fólk sem hingað kom til
Eyja í svartamyrkri og rigningu
og þurfti svo t.d. að síga í hamra
eftir slösuðu fólki, stóð sig vel við
þessar slæmu aðstæður. Það var
í Bakkafjöru í myrkri og talsverðu brimi í 6—7 vindstigum.
varla að fólkið sæi niður fyrir
tærnar á sér sökum myrkurs. Að
fólk komi og geti leyst þessi störf
við þessar aðstæður þykir okkur
vel að verki staðið. Þá held ég að
fólkið hafi komist að raun um það
að eyjan okkar er stærri en sýnd-
ist á korti," sagði Bjarni Sig-
hvatsson einn úr „fjórmenn-
ingaklíkunni" sem hafði á hendi
stjórn æfingarinnar og skipulagn-
ingu.
Tryggvi Páll Friðriksson, forseti
Landssambands hjálparsveita
skáta, var þátttakandi í æfingunni
og sagði hann í samtali við Mbl. að
hann væri ánægður með þessa æf-
ingu og sagðist álíta að vel hefði
til tekist. „Þetta var ansi stór að-
gerð og eins og oft vill verða gekk
ekki allt saman snurðulaust fyrir
sig, það er ávallt eitthvað sem
kemur uppá. Ég tel að þessar
sveitir sem hér tóku þátt í æfing-
unni hafi staðið sig vel og geti ver-
ið ánægðar með árangurinn,"
sagði Tryggvi Páll Friðriksson.
- hkj.
Kjartan og leitarhundarnir, en fimm
slíkir leitarhundar voru notaðir I æf-
ingunni.