Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
Klaufaleg mörk
„ÞETTA var ekki eins gott og fyrir
tveímur árum og því ekki nema
von aö við séum ekki eins kátir
og þá,“ sagði Sigurður Lárusson,
fyrirliöi Skagamanna, eftir leikinn
þegar hann var spuröur að því
hvort hann væri ánægður með
leikinn.
Mörkin sem við fengum á okkur
voru hálf klaufaleg. Viö létum þá
teyma okkur of mikið út úr víta-
teignum og síöan komu þessir háu
krossboltar sem viö réöum ekki
við. Þeir eru mjög sterkir en ég er
ekki viss um aö þeir séu eins
sterkir eins og liöiö sem viö lékum
viö hérna áriö 1983.“
— Hvernig leggst síðari leikur-
inn í þig?
„Hann leggst bara vel í mig.
Okkur gekk vel aö leika þar síöast
og viö getum ýmislegt lært af
þessum leik hérna í kvöld þannig
aö leikurinn úti leggst bara vel í
mig,“ sagi Siguröur fyrirliöi aö lok-
um.
Stærðarmunurinn
okkur í óhag
„VIÐ HEFÐUM alveg getað fengið
betri úrslit. Viö létum þá teyma
okkur of langt út og síöan komu
fyrirgjafirnar sem viö réðum ekki
viö. Svæðiö á fjærstönginni
opnaöist of mikiö þegar vörnin
var komin of mikið út úr víta-
teignum," sagði Hörður Helga-
son, þjálfarí Skagamanna, eftir
leikinn í gær.
„Við vissum aö þeir myndu leika
svona en engu aö síður réöum viö
ekki viö þetta. Stæröarmunurinn
er einnig okkur í óhag því þeir eru
talsvert hærri en viö og því gekk
okkur svona illa aö ráöa viö þessar
háu sendingar yfir á fjærstöngina."
— Hvernig fannst þér Aber-
deen-liðið?
„Mér fannst þeir ekki lakari en
þegar þeir léku viö okkur hér fyrir
tveimur árum. Þeir léku mun fastar
núna og þaö var greinilegt aö þeir
mundu eftir leiknum hérna þá þvi
þeir voru á varöbergi og gáfu ekk-
ert eftir í þessum leik.“
— Kvíðinn fyrir seinni leikn-
um?
„Nei, ekki get ég sagt þaö. Viö
erum sennilega úr leik i keppninni
aö þessu sinni en viö munum
reyna aö þétta vörnina og láta þá
ekki teyma okkur of framarlega.
Viö ætlum aö ná hagstæöari úrslit-
um úti en hér heima. Viö hljótum
aö læra eitthvaö af þessum leik og
nýta okkur þaö í þeim seinni,"
sagöi Höröur.
Morgunblaöiö/Bjarni
• John Hewitt skorar hér annað mark Aberdeen í leiknum gegn Akurnesingum ■ gærkvöldi. Vörn Skaga-
manna galopnaðist eftir fyrirgjöf frá vinstri og Hewitt átti ekki í erfiðleikum með að skora.
Attum að skora meira
„Ég er auðvitaö ánægöur með
þessi úrslit en viö hefðum átt aö
skora miklu fieiri mörk, sérstak-
lega í fyrri hálfleik, því þá fengum
við mörg góð færi og það hefði
ekki verið ósanngjarnt þó við
heföum skorað fimm mörk þá,“
sagöi Alex Ferguson þjálfari Ab-
erdeen eftir að hans menn höfðu
sigrað ÍA í Evrópukeppni meist-
araliða.
„Þessi leikur var mun auöveldari
fyrir okkur en þegar við lékum
hérna áriö 1983. Viöhorf leik-
manna minna til þessa leiks var
mun betra en þá, núna var viöhorf
leikmannanna 100% og þá er mun
auöveldara aö leika. Núna vanmát-
um viö alls ekki ÍA enda vorum viö
heppnir hér fyrir tveimur árum og
vorum ákveðnir í aö láta þaö ekki
henda okkur aftur."
— Hverníg fannst þér ÍA leika í
kvöld?
„Ég sá leik þeirra gegn Fram
hérna á Laugardalsvellinum fyrir
skömmu og þá lóku þeir betur en í
kvöld þannig aö ég veit aö þeir
geta leikiö betur."
— Ertu þá ef til vill smeykur
við seinni leikinn?
„Nei, ég get nú ekki sagt þaö,“
sagöi Ferguson góölátlega og
bætti síöan viö: „Þetta voru mjög
góö úrslit fyrir okkur og nú megum
viö tapa 2:0 heima og þaö er
ágætis tilfinning aö geta leyft sér
þaö.“
Jafnt hjá Borussia
Jafnt i Madríd
ATLETICO Madrid og Celtic
geröu jafntefli, 1:1, í Evrópu-
keppni bikarhafa á Spáni í
gærkvöldi. Sertien skoraði fyrir
Atletico á 34. mín. en Mo John-
ston jafnaði fyrir Skotana á 69.
mín. Bonner, markvörður Celt-
ic, varöi vítaspyrnu í leiknum.
Celtic lék mjög vel skipulagðan
varnarleik í gær og stendur vel
að vígi fyrir síðari leikinn. Leik-
urinn var mjög fjörugur.
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréltamanni
BORUSSIA Mönchengladbach og
Lech Poznan frá Póllandi gerðu
jafntefli, 1—1, á heimavelli Bor-
ussia í gærkvöldi í Evrópukeppni
félagsliöa.
Pólverjarnir léku varnarleik og
byggöu á skyndisóknum sem gáf-
ust vel. Þjóðverjarnir sóttu mikiö
en gekk lítiö aö brjóta á bak aftur
vörn Pólverjanna. Staöan var 0—0
í hálfleik, Borussia skoraði síöan á
9. mín. og var þar aö verki Frank
Mill sem skallaöi laglega í markiö
eftir fyrirgjöf.
Pólverjarnir skoruöu síöan jöfn-
unarmarkiö er tæpar tuttugu mín-
útur voru til leiksloka og var þaö
eflir mistök í vörn heimamanna,
Morgunblaðsins i Þýskalandi.
þaö var Likasik sem náöi aö skora
eftir aö markvöröur Borussia haföi
variö skot hans en misst knöttinn
aftur út í teiginn og átti Likasik
auövelt meö aö renna knettinum í
autt markiö.
Monaco vann
MONACO sigraði Universitatea
Craiova 2:0 í Evrópukeppni bik-
arhafa í gærkvöldi. Þessi fyrri
leikur liöanna fór fram í litla rík-
inu við Miðjaröarhafiö
Þaö voru landsliösmennirnir
frábæru Bruno og Bellone (22.
min.) og Bernard Genghini (79.
mín.) sem skoruðu mörkin.
ptaymo
TAKTU ÞÁTT í
Allir krakkar á aldrinum 4 — 11 ára mega vera meö. Þetta er ekkert mál. Þú færö mynd
til aö lita í næstu „Playmo-búð“ (leikfangabúö, bókabúö, kaupfélagi eöa stórmarkaöi).
Þú skilar síöan myndinni inn, fyrir 15. október.
ptaymobil
Hvað skal gera:
Litið myndina hinumegin
með vax- tré- eða tússlitum.
5krifið nafn, aldur og
heimilisfang, hér fyrir neðan
og skilið í viðkomandi
verslun fyrir 15. október
1985.
flðfn:_____________________________
Aldur:_____________________________
heimilisfang:______________________
Verðlaun:
1. verðlaun eru Playmobil leiK-
föng fyrir 4.000,— Kr.
2 verðlaun eru Playmobil leiK-
föng fyrir 3.000,— Kr
og 40 auKaverðlaun.
REQLUR
1 ÞátttaKa er heimil öllum
börnum á aldrinum 4 - 11 ára
2 Dómnefnd teKur tillit til aldurs,
við úrsKurð bestu myndanna
5. Úr5Kurði dómnefndar verður
eKKi breytt
UEFA-
keppnin
HELSTU leikir í UEFA-kepppninni:
Tórinó frá italíu sigraöi Panathinaik-
os frá Grikklandi 2:1 á heimavelll. Ant-
onio Comi og Walter Schacner skor-
uöu fyrir Tórínó en Saravakos fyrir
gestina.
Auxerre (Frakklandi) sigraöi AC Mil-
an (italíu) 3:1 á heimavelli.
Mörk Frakkanna: Garande 2, Sergio
Danio. Mark AC: Paolo Virdls.
Liege — Waker Innsbruck 1:0.
Markiö geröi Thans.
Inter Milan frá ítalíu sigraöi St. Gall,
Sviss, 5:1 í Mílanó. Mörkin: Sandro Al-
lobelli, Marangon. Mandorlini, Rumm-
enigge 2, Mark St. Gall: Walter Pell-
egrini.
AEK Aþenu sigraöi Real Madrid 1:0
á heimavelli. Markiö geröi Papaioann-
ou á 10. min.
Rangers sigraöi Osasuna frá Spáni i
Glasgow. Craig Patterson geröi eina
markiö.
Hajduk Splik vann Mets heima 5:1.
Petrinovic (1) og Z. Vujovic (4) geröu
mörkin. Eina mark Metz geröi Boc-
ande.
Dinamo Bukarest vann Vardar
Skopje, Jugoslaviu. 2:1. Waregem
vann Árhus 5:2. Mörk Waregem: Veyt,
Dekenne. Desmet, Decrane og Van
Baekel. Mörk Árhus: Lundkvist og
Poulsen.
Dundde United vann Bohemians
5:2. Mörk Skotanna: Paul Sturrock 3,
Eamonn Bannonn 2.
Videoton — Malmö FF 1:0. Mark
Videoton: Tibor.
Legia Varsjá sigraöi Víking frá Staf-
angri 3:0. Mörk Pólverjanna geröu
Dariusz Dziekanowkski, Tomasz Arce-
usz og Kazimierz Buda.
Coleraine og Lokomotive Lelpzig
geröu jafntefli, 1:1, á Noröur-irlandl.
Mark íranna: Ricky Wade. Lokomoti-
ve: Liebers.
Atletico Bilbao sigraöí Besiktast frá
Tyrklandi 4:1. Salinas 3 og Sarabia
geröu mörk Bilbao.
Xamax Neuchatel (Sviss) sigraöi
Sportul Búkarest 3:0.
Spartak fró Moskvu sigraöi TPS
(Finnlandi) 1:0 í Moskvu.
Dinamo Tirana — Hamrun Spartans
1:0
Pirin Blagoevgrad — Hammarby 1:3
Lazk Linz — Banik Ostrava 2:0
Dnepr — Wizmut 3:1
Raba Eto Györ — Bohemians Prag
3:1
Leiðrétting
I FRÉTT á íþróttasíöu síöastliöinn
þriöjudag er sagt frá sigri Vest-
manneyinga í 2. deild. Þar er sagt
frá því aö flugeldum hafi verið skot-
iö á loft á laugardagskvöld. Þaö var
bó ekki gert knattspyrnumönnum
IBV til heiöurs eins og sagöi í frétt-
inni, heldur var flugeldasýningin í
tengslum viö 20 ára afmæli Hjálpar-
sveitar skáta í Vestmannaeyjum.
Velviröingar er beöist á því rang-
hermi sem fram kom í fréttinni.