Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 LYFTARAR Eigum til afgreiöslu nú þegar mikið úrval notaöra rafmagns- og diesel- lyftara. ennfremur snúnlnga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp i uppgeröan, leigjum lyftara, flytjum lyftara. Varahluta- og viögeröaþjónusta. Líttu inn — við gerum þér tilboö. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. u HAGLASKOT ódýr og örugg ® BRNO ®RREARMS MEPKURIA □■J PfíAHA CZECHOSICA/AKIA Clever haglaskotin eru þekkt fyrir gæði og nákvæmni. Nú fyrirliggjandi í ótal stærðum og gerðum. Einnig úrval af BRNO haglabyssum og rifflum. Markviss skot! örugg skotvopn! Fást í sportvöruverslunum og kaupfélögum um land allt. VERSLUNARDEILD HEIMILISVÖRUR ■ HOLTAGÖRÐUM SÍMI 8 12 66 VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fl. Danfoss VLT hraðabreytar fyrir þriggjafasa rafmótora allt að 30 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRPANTANIR-WÓNUSTA Félag skólastjóra og yfírkennara: Fjallað um kosti og galla einkaskóla — ríkisskóla Á ÁRSÞINGI og aöalfundi Félags skólastjóra og yfirkennara, sem haldið var fyrir skömmu, var fjallað um einkaskóla - ríkisskóla, kosti og galla þessara tveggja skólagerða. Framsögumenn voru Inga Jóna Þórðardóttir aöstoðarmaður ráð- herra, Gerður G. Óskarsdóttir endur- menntunarstjóri Háskóla íslands, Haukur Helgason skólastjóri í Hafn- arfirði og María S. Héðinsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla. í máli Ingu Jónu kom meðal annars fram að ákvæði um heimild til rekstrar einkaskóla hefði verið í lögum allt frá 1946 og er þess þar jafnframt getið að einkaskólar eigi ekki kröfu til styrks af al- mannafé. Sagði hún að viðtekin skilgreining á einkaskóla virtist vera sú að það sé skóli sem ekki er rekinn af ríkinu óháð því hver kostar rekstur hans. Að hennar mati væri það ekki kjarni málsins hver ætti skólann, heldur hverjum væri gert kleift að reka skóla og að það væri ekki sjálfgefið að hið opinbera þyrfti að reka skólana til að ná markmiðum laganna. Því bæri að gera sem flestum kleift að reka skóla og stuðla að fjöl- breyttu framboði og samkeppni, sem er nauðsynleg til að tryggja mestu mögulegu gæðin um leið og nemendur fá tækifæri til að velja hvaða skóla þeir sækja. Hinu opin- bera er skylt að greiða kostnað við nám skyldunámsnema óháð hverj- ir reka skólana. Sjónarmið þeirra sem teldu að tilkoma einkaskólans væri atlaga að ríkisskólanum sagði hún vera á misskilningi byggt og sýndi undra- verða en ástæðulausa ótrú á því Þrír þýskir bóksalar hafa dvalist hér á landi undanfarna daga. Ferð þeirra hingað til lands er verðlaun sem þau unnu til í sam- keppni sem fram fór í Vestur— Þýskalandi um bestu gluggaút- stillingu á bókinni Unter frostigen Stern, sem er þýðing Jóns Laxdal skólakerfi sem við búum við í dag. Einkaskólinn gæti hinsvegar gefið ríkisskólunum gullið tækifæri til að laga sig að nýjum tímum og breyttum kröfum ef í ljós kæmi- að ríkisskólarnir geti ekki sinnt þeim kröfum sem gerðar eru til menntunar í nútímaþjóðfélagi. Ef ætlast er til að skólarnir standist samkeppni verður að tryggja ákveðið sjálfstæði þeirra og fela stjórnendum þeirra enn meira ákvörðunarvald en þeir hafa í dag og þannig gefa skólunum ákveðinn sveigjanleika. En fyrst og fremst verður að efla tengsl við þá sem skólinn er orðinn til fyrir, nemendurna sem þar stunda nám. Þeirra rétt ber fyrst og síðast að tryggja. Gerður G. Oskarsdóttir lagði áherslu á að það væri fráleitt að nefna Tjarnarskóla einkaskóla, hann væri í raun ríkisskóli með „ábót“ og gagnrýndi hún af- greiðslu yfirvalda á málum Tjarn- arskóla og benti á að erlendis væru skólar með þessu sniði látnir standa undir sér. Hún sæi ekki að Tjarnarskólinn byði upp á nýjung- ar í kennslu, sem ekki hefðu þegar verið reyndar í grunnskólum, en reyndar hefði fjárskortur oft hamlað því að slíkar tilraunir fengju að dafna og þróast. Verði áfram haldið á þessari braut, að sérhópar geti gengið að því sem vísu að fá fulla fjárveitingu frá ríkinu til skóla, sem þeir ætla svo að greiða viðbótarframlag til, munum við þegar tímar líða standa uppi með tvö skólakerfi, annars vegar úrvalskerfi fyrir þá ríku og annars flokks fyrir hina. á Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon. Það var útgefand- inn Touristbuch Verlag í Hanno- ver, sem gekkst fyrir samkeppn- inni í samvinnu við Flugleiðir. Þjóðverjarnir dvöldu hér í fjóra daga og skoðuðu sig um í Reykja- vík og á Suðurlandi. María Héðinsdóttir skólastjóri Tjarnarskóla gagnrýndi grunn- skólann og sagði hann vera svifa- seinan í að fylgja þróun í sam- félaginu og nefndi sem dæmi val á námsefni. í þjóðfélaginu hefðu orðið miklar félagslegar breyting- ar á undanförnum árum, sem gerðu þær kröfur til skólanna, að þeir tækju enn frekari þátt í upp- eldisstarfi nemendanna með lengri og samfelldari skóladegi. f Tjarn- arskóla yrði reynt að leyta nýrra leiða til að uppfylla þessar kröfur með það meginmarkmið í huga að efla uppeldis- og fræðslustarf ís- lenskra barna. Skólagjaldið sem svo harðlega hefur verið gagnrýnt réttlætti ekki að hætta við stofnun skólans. Að mati stofnenda skólans leiddu skólagjöldin til aukins aðhalds kennara og þá um leið nemenda. Þegar ákveðið var að stofna skól- ann var treyst á dómgreind fólks, sem hefði hug á að leita nýrra leiða í menntun unglinga. Astæðuna fyrir stofnun Tjarnarskóla má rekja til þess að ekkert tækifæri gafst til að breyta skólunum eins og þeir eru reknir í dag, hvorki fjármálastefnu né menntastefnu. Þess vegna var skólinn stofnaður til að sýna hvað hægt væri að gera ef skólinn fengi meira sjálfræði. Loks talaði Haukur Helgason skólastjóri og taldi hann meginá- stæðuna fyrir stofnun Tjarnar- skóla vera hagnaðarvon og að nýir straumar í stjórnmálum með nýu íhaldsstefnunni þar sem allt á að vera í einkarekstri hafi gert skól- ann að veruleika. Stefnan hingað til hefði verið að skólinn ætti að vera skóli allra barna og þvi hefði verið fagnað en nýja íhaldsstefnan væri að ganga af skólanum dauð- um. Gagnrýndi hann harðlega Guðmund Magnússon blaðamann Morgunblaðsins fyrir greinarskrif í blaðið þar sem Guðmundur varp- aði fram þeirri hugmynd að for- eldrar fengju senda ávísun fyrir skólagjöldum barnanna og þeim væri síðan í sjálfsvald sett, hvaða skóla börnin sæktu. Þannig stend- ur stærsti stjórnmálaflokkur landsins að ómaklegum árásum á ríkisreknu skólana á meðan við búum við fjársvelti, lágum laun kennara og kjarabaráttu. Hann taldi að rétt væri að gera ráð fyrir einkaskólum eins og fram kæmi í lögum, en þáttur ríkisins í stofnun og rekstri hans væri ekki réttur eins og sértrúarafl í Sjálf- stæðisflokknum vildi knýja í gegn. Því vildi hann berjast gegn þeim öflum, sem mismunuðu börnum eftir efnahag foreldra. Að framsöguerindunum loknum fóru fram pallborðsumræður með þátttöku skólastjóranna Kára Arnórssonar og Ragnars Júlíus- sonar þar sem svarað var fyrir- spurnum fundarmanna. . Morgunblaðiö/Bjarni Bóksalarnir þýsku ásamt Sigurði A. Magnússyni. F.v. Rudolf Schwanz og kona hans Hildegard, Kania Waltraut, Sigurður A. Magnússon, Edgar Waltraut, maður Kaniu og Irmela Bornemann. BALLETT KENNSLA HEFST ÍBYRJUN OKTÓBER Byrjenda- og framhalds- flokkar frá 5 ára aldri INNRITUN DAGLEGA í SÍMA 15359 RAD R0YAL ACADEMY 0F DANCING BALLETTSKÓLI Guðbjargar Björgvins Iþróttahúsinu Seltjarnarnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.