Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
Um útúrsnún-
inga og gífuryrði
* ^
— eftir Arna Arnason
framkvœmdastjóra
í Innansveitarkroniku sinni seg-
ir Halldór Laxness:
„Því hefur verið haldið fram að
íslendíngar beygi sig lítt fyrir
skynsamlegum rökum, fjármuna-
rökum varla heldur, og þó enn síð-
ur fyrir rökum trúarinnar, en
leysi vandræði sín með því að
stunda orðheingilshátt og deila
um titlíngaskít sem ekki kemur
málinu við; en verði skelfíngu
lostnir og setji hljóða hvenær sem
komið er að kjarna máls.“
Þessi gullkorn Nóbelsskáldsins
koma gjarnan í hugann, þegar sést
til viðbragða forystu bændasam-
takanna vegna umræðna eða
skrifa um landbúnaðarmál. Þar er
flest flokkað sem rógur og árás á
bændur.
í Árbók landbúnaðarins fyrir
árið 1984, sem nú er nýkomin út,
ritar Gunnar Guðbjartsson rit-
stjóri Árbókarinnar og fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins nokkurs konar
forystugrein. í sjálfu sér er grein-
in öll hin ómerkilegasta enda full
af órökstuddum, röngum og meið-
andi ummælum. Venjulegast eru
slík skrif ekki svara verð, en þegar
í hlut á opinber embættismaður,
er óhjákvæmilegt annað en koma
því á framfæri, að hér sé ósmekk-
lega að verki staðið og ekki manni
í stöðu Gunnars samboðið.
Ásakanir þess efnis, að Verzlun-
arráðið vinni „gegn íslenskum at-
vinnuvegum" og undirbyggi og
fylgi eftir rógsherferðum í því
skyni, dæma sig sjálfar. Á sjötta
hundrað félagar Verzlunarráðsins
úr nær öllum greinum atvinnulífs-
ins eru að sjálfsögðu besta
sönnum hins gagnstæða.
f grein sinni gerir Gunnar til-
raun til að vera málefnalegur, er
hann segir:
„Til dæmis hefur það (þ.e.
Verzlunarráðið, innskot mitt) tvo
lögfræðinga á launum í því skyni
að fá tvenn lagaákvæði sem Al-
þingi hefur sett og varða landbún-
aðinn dæmd ógild. Það eru ákvæði
í lögum um Búnaðarmálasjóð og
ákvæði um kjarnfóðurgjald í lög-
unum um Framleiðsluráð land-
búnaðarins."
Því miður misskilur hann gjör-
samlega um hvað þessi málarekst-
ur snýst.
Bæði málin snerta stjórnarskrá
lýðveldisins. Það fyrra snertir fé-
lagafrelsi, þ.e. spurninguna: Má
neyða menn gegn vilja sínum til
þátttöku í félögum og greiðslu fé-
lagsgjalda til þeirra? Stjórnar-
Árni Árnason
Ásakanir þess efnis, að
Verzlunarráðið vinni
„gegn íslenskum at-
vinnuvegum“ og undir-
byggi og fylgi eftir
rógsherferðum í því
skyni, að dæma sig
sjálfar.
skráin áskilur mönnum, sem
kunnugt er, rétt til að stofna félög
í öllum löglegum tilgangi. Hér er
því einungis verið að reyna á,
hvort þessi réttur er ekki líka sá,
að fá að standa utan félaga, sem
menn vilja taka þátt í, en þetta
frelsisákvæði er skilið þessum
skilningi í nágrannalöndum
okkar.
Hér á landi er hins vegar al-
gengt að menn öðlist aðild að fé-
lögum án þess að vera sérstaklega
spurðir. Þannig er t.d. oftast nóg
að ráða sig í vinnu til að verða
sjálfkrafa félagi I stéttarfélagi.
Félagsgjald til verkalýðsfélagsins
er svo tekið af laununum.
Hitt málið snertir 40. gr. stjórn-
arskrárinnar, sem segir að álagn-
ing skatta og breyting á þeirri
álagningu skuli gerð með lögum. 1
þjóðfélagi okkar eru hins vegar
margir skattar, sem virðast ekki
samrýmast þessu ákvæði. Lengst
er þó gengið í tilviki kjarnfóð-
ursgjaldsins, en sá skattur er
0—200% að geðþótta eins ráð-
herra, en auk þess fer innheimta
gjaldsins og ráðstöfun fram utan
fjárlaga og afskipta alþingis. Mál-
ið snýst því um það, hvort svo víð-
tækt valdframsal og slík útfærsla
á skattheimtu samrýmist stjórn-
arskránni og geti verið til eftir-
breytni á öðrum sviðum.
Vissulega getur það verið skilj-
anlegt að það komi mönnum á
óvart, að reynt skuli á það, hvort
eitthvert hald sé í lýðfrelsis-
ákvæðum stjórnarskrárinnar. Það
er þó eina lýðræðislega leiðin til
varnar, þegar á það skal reynt
hvort réttlæti, jafnrétti og frelsi
einstaklingsins sé einhvers metið í
þessu landi.
Þessi misskilningur er eitt, en
hitt er furðulegra, hversu óstinnt
forystumenn bændasamtakanna
taka upp alla umræðu um land-
búnaðarmál. í þessu efni verður
þeim að fara að skiljast, að mál-
efni landbúnaðar eru ekki einka-
mál forystunnar.
Erlendar lántökur, styrkir, út-
flutningsbætur og niðurgreiðslur,
sem renna til landbúnaðar skipta
auðvitað alla skattgreiðendur
máli. Þegar því er svo einnig bætt
við, að fullyrt er að t.d. sauðfjár-
búskapurinn sé afar óhagkvæmur
og eigi stóran þátt í gróðureyðingu
landsins, þá þarf engum að koma
á óvart að menn spyrji hvort önn-
ur skipan á þessari atvinnugrein
muni skila okkur betri árangri.
Viðbrögð bændaforystunnar eru
hins vegar að allar efasemdir,
hversu hógværar og vel rökstudd-
ar, séu rógur og árás á bændur.
Þetta er e.t.v. þeirra leið til að
draga athyglina frá því, að hverju
gagnrýnin beinist, sem er kerfið
sjálft, en það hefur forystan ein-
mitt átt sinn þátt í að skapa og
virðist umfram allt vilja vernda.
Höíundur er frnmk ræmdtsíjóri
Verzlunarráds ínlands.
Lýst stuðningi við hugmyndir um
fast aðsetur biskups á Hólum
HÉRAÐSFUNDUR Húnavatnspró-
fastadæmis var haldiaa á Hvamms-
Ljómandi
fflof
Einkaumboð á Islandi.
Fagurlega hönnuð hnífapör
úr vesturþýzku gæðastáli
Rokoko 9300
30 stk. í gjafakassa. Verð kr. 5.160-
&
'4
Westminster 9700
30 stk. í gjafakassa. Verð kr. 6.215,-
Contrast 529
WTO Chrom-Níckel-Start
90 g versilberl
Viener Barock 7000
30 stk. í gjafakassa. Verð kr. 6.215,-
Contrast 529
30 stk. í gjafakassa. Verð kr. 8.260,—
ATH.: Stórir gjafakassar með 72 stk.
til stærri hátíðargjafa.
VISA og EUROCARD
R.AMMAGERÐIN
KRISTALL
& POSTULÍN
HAFNARSTRÆTI19 SIMI 91-11081
Sendum í póstkröfu.
tanga sunnudaginn 1. september.
Áður en gengið var til fundarins var
haldin guðsþjónusta í Hvamms-
tangakirkju. Altarisguðsþjónustu
önnuðust sr. Guðni Þór Ólafsson á
Melstað og sr. Oddur Einarsson á
Skagaströnd, en sr. Baldur Rafn Sig-
urðsson í Bólstað predikaði. Að
guðsþjónustunni lokinni bauð sókn-
arnefnd Hvammstangasóknar til
kafTisamsætis í félagsheimilinu.
Sr. Róbert Jack prófastur setti
héraðsfundinn og flutti yfirlits-
ræðu sína. Gat hann um þá við-
burði sem hæst hafði borið í
kirkjulegu starfi sl. ár og um
breytingar á prestaskipan í pró-
fastsdæminu, en sr. Flóki Krist-
insson prestur á Hólmavík sagði
starfi sínu lausu eftir að hafa
hlotið kosningu í Stóra-Núps-
prestakalli I Árnesprófastsdæmi.
Þá hefur sr. Einar Jónsson prestur
í Árnespresta kalli á Ströndum
fengið veikindaleyfi og sr. Yngvi
Árnason á Prestbakka verið settur
til að gegna aukaþjónustu fyrir
hann.
Prófastur lagði fyrir fundinn til
kynningar og umræðu nýsett lög
um kirkjusóknir, safnaðarfundi,
sóknarnefndir, héraðsfundi o.fl.,
svo og lög um sóknargjöld sem
gildi taka hinn 1. janúar 1986.
Fundurinn kaus bá sr. Guðna Þór
ólafsson og Jón Isberg sýslumann
og safnaðarfulltrúa á Blönduósi til
að taka sæti í héraðsnefnd, en þá
sr. Árna Sigurðsson og Ólaf
Óskarsson í Víðidalstungu til
vara, en prófastur er formaður
nefndarinnar. Umræður urðu um
stofnun héraðssjóðs og var ný-
kjörinni héraðsnefnd falið að
vinna að stofnun hans.
Sr. Árni Sigurðsson flutti erindi
á fundinum og fjallaði i því um
Lima-skýrsluna og samskipti
hinna ýmsu kirkjudeilda. Þá
fluttu og erindi þau Gunnlaugur
Stefánsson fræðslufulltrúi Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og Pálína
Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur. Fjallaði Gunnlaugur um hjálp-
arstarfið, en Pálína greindi frá
dvöl sinni i Eþíópíu á vegum
Hjálparstofnunarinnar, en hún
vann þar að líknarstörfum.
Umræður urðu miklar á fundin-
um og var m.a. ályktað um stuðn-
ing við hugmyndir um fast aðsetur
víglubiskups á Hólum.
(FrétUtilkrnniag.)
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!