Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Upplagseftirlit Verzlunarráðs íslands: Morgunblaðið efst með 45.351 eintak „Settum skilyrði sem ekki var gengið að og vorum þess vegna ekki með í könnuninni,“ segir Hörður Einarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar Slasaðist í bflveltu í Kópavogi MorKunblaAið/Júlfus Tveir menn slösuðust í bílveitu á nýju Keykjanesbrautinni skammt frá hesthúsum Kópavogs á ellefta tímanumí gærkvöldi. Annar maðurinn, farþegi í bílnum, var fluttur á slysadeild Borgarspítalans, en ekki var vitað um hversu alvarleg meiðsl hans voru þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Keflavík: Eignir Heimis hf. slegnar á 80 millj. Kröfur í þrotabúið námu 235 millj. kr Triton bauð hæst í skip fyrirtækisins SAMKVÆMT upplagseftirliti Verzl- unarráðs íslands, sem nú birtist öðru sinni, er Morgunblaðið í efsta sæti, með 45.351 eintak í meðaltalsdreif- ingu í lausasölu og áskrift. Hefur dreifingin aukist um liðlega 1.000 eintök frá fyrstu könnun ráðsins. Helgarpósturinn er meö 14.863 ein- tök og tímaritið Mannlíf 13.605 ein- tök. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem tekur þátt í þcssari könnun. Könnun þessi nær yfir tímabilið janúar til júní 1985 og sýna tölurn- ar meðaltalsfjölda eintaka blaða og tímarita, sem dreift var á tímabil- inu. Framkvæmd eftirlitsins er sú, að útgefendur gefa upp upplags- og dreifingartölur, en löggiltur endur- skoðandi annast eftirlitið. Hefur hann aðgang að bókhaldi fyrir- tækjanna til þess að sannreyna framkomnar upplýsingar. „Við hjá Verzlunarráðinu höfum ekki fengið neinar haldgóðar skýr- Frumsýning á Amadeus: Gæti skilað hjartaskurð- lækningum 150 þúsundum VERÐI uppselt á frumsýning kvik- myndarinnar „Amadeus", sem verð- ur í Háskólabíói klukkan 21 í kvöld, safnazt tæplga 150 þúsund krónur, sem renna munu tii styrktar hjarta- skurðlækningum á íslandi, sem hefj- ast næsta vor. Framleiðandi mynd- arinnar og Háskólabíó hafa ákveðið að gefa andvirði þessarar fyrstu sýn- ingar til styrktar þessu málefni. Kvikmyndin Amadeus, sem fjallar um líf og tónlist Mozarts, hefur hlotið 8 Óskarsverðlaun, m.a. sem besta kvikmyndin, fyrir beztu leikstjórnina og fyrir beztan leik í aðalhlutverki karlmanns. Hún hefur slegið öll aðsóknarmet á Norðurlöndum, þar sem hún var tekin til sýningar fyrir rúmu ári. ingar hjá útgefendum hvers vegna þeir eru ekki með í upplagseftirlit- inu hjá okkur," sagði Árni Árna- son, framkvæmdastjóri Verzlunar- ráðs íslands, er blaðamaöur Morg- unblaðsins spurði hann hvort hann hefði einhverjar skýringar á því að Morgunblaðið væri eina dagblaöið sem tekur þátt í upplagskönnun ráðsins. Árni sagði að NT og DV hefðu tekið þátt í undirbúningi að þessu eftirliti, en þegar að eftirlit- inu hefði komið, hefði komið í Ijós að DV vildi ekki taka þátt í eftirlit- inu. „Ég hef aldrei fundið út hvers vegna,“ sagði Árni. Hann sagði jafnframt að hjá NT hefðu ný við- horf komið með nýjum mönnum, en taldi að NT myndi koma inn í svona könnun bráðlega. Markmiðið með þessari könnun sagði Árni vera það að veita aug- lýsendum trúverðugar og sannar upplýsingar um upplag dagblaða, þannig að þeir gætu borið saman hvað kostaði að auglýsa og hvert upplag blaðanna væri. „Við settum tvö skilyrði fyrir þátttöku okkar að þessu upplags- eftirliti," sagði Hörður Einarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjöl- miölunar, er blaðamaður spurði hann hvers vegna DV væri ekki með í könnuninni. „í fyrsta lagi að auglýsingastofurnar sem standa fyrir þessu skuldbindi sig til þess að greiða auglýsingar til blaðanna í hlutfalli við útbreiöslu þeirra og að auglýsingastofurnar greiði kostn- aðinn við framkvæmd upplagseft- irlitsins. Við myndum strax taka þátt í þessu, ef þessi tvö skilyrði væru samþykkt," sagði Hörður. Einsog áður segir var meðaltals- dreifing Morgunblaðsins á þessu tímabili 45.351 eintak. Dagur á Ak- ureyri hafði 5.990 eintaka dreifingu og Helgarpósturinn 14.863 eintök. Samkvæmt könnuninni er Mannlíf með mesta dreifingu tímarita, eða 13.605 eintök, Gestgjafinn er þar í öðru sæti, með 9.940 eintök og Heil- brigöismál í 3. sæti með 7.113 ein- tök. Æskan er í 4. sæti tímarita með 7.026 eintök, Lopi og band í 5. sæti með 6.880 eintök, Gróandinn í 6. sæti með 6.822 eintök og Tölvu- blaðið í 7. sæti með 5.530 eintök. EIGNIR útgcrðar- og fiskvinnslufyr- irtækisins Heimis í Keflavík voru í gær seldar hæstbjóðendum á upp- boði hjá bæjarfógetanum í Keflavik vegna gjaldþrots. Kröfur í gjald- þrotabúið námu 235 milljónura króna, en eigirnar voru slegnar á 80,5 milljónir. Helgi S, skip Heimis hf., var slegið Umboðs- og heild- versluninni Triton á 61,5 milljónir, en aðrar eignir voru slegnar Lands- bankanum á 19 milljónir króna. Fyrirtækið var í eigu fjölskyldu Harðar Falssonar og hefur verið innan vébanda sömu fjölskyldu í 39 ár. Hörður hefur rekið það í 23 ár. Miklar líkur eru á því að fjöl- skyldan missi allar eigur sínar í kjölfar uppboðsins. Jón Eysteinsson, bæjarfógeti í Keflavík, sagði í samtali við Morg- unblaðið að uppboðið á eignum Heimis hefði farið fram í þrennu lagi. Skipið hefði verið boðið upp að kröfu Fiskveiðasjóðs, sem átt hefði á því áhvílandi skuldir að upphæð 63,2 milljónir króna. Fisk- veiðasjóður hefði hins vegar ekki boðið meira en 61,1 milljón króna í skipið og það því verið slegið Trit- on fyrir 61,5 milljónir. Trygginga- verð skipsins væri 60,7 milljónir króna. Á skipinu hefðu auk þess verið áhvílandi lögveðskröfur að upphæð 2,9 milljónir króna. Sagð- ist hann telja, að aðrir veðhafar eins og Landsbankinn, Byggða- Fimm á slysadeild úr árekstri FIMM manns voru fluttir á slysa- deild Borgarspítalans eftir harðan árekstur á gatnamótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar seint í gær- kvöldi. Ekki var vitað hvað fólkið var mikið slasað þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Bílarnir skemmdust svo mikið að flytja varð þá í burtu með kranabíl. sjóður, Samábyrgð íslenskra fiski- skipa og Olíuverslun íslands fengju ekkert greitt úr þrotabú- inu, en þessir aðilar hefðu átt nokkrar fjárhæðir hvílandi á því. Aðrar eignir fyrirtækisins, fisk- móttaka, skrifstofuhúsnæði, hraðfrystihús og fleira hefðu síð- an verið slegnar Landsbankanum, sem hefði verið stærsti kröfuhaf- inn í þær eignir. Jón Eysteinsson sagði þetta vera langstærsta mál sinnar tegundar, sem tekið hefði verið fyrir hjá embætti hans, eng- in fyrri mál af þessu tagi væru þessu lík. Erfiða stöðu Heimis hf. má rekja til breytinga, sem gerðar voru á skipi þess, Helga S. Skipið var upphaflega byggt í Austur- Þýzkalandi 1959, en yfirbyggt 1982. Þegar samið var um breyt- inguna á skipinu, var áætlaður kostnaður 7 milljónir króna, að breytingu lokinni var kostnaður- inn 14 milljónir og skuld eigand- ans vegna breytingarinnar nemur nú um 85 milljónum króna. Þegar breytingunni var lokið, átti Heim- ir hf. 50% í skipinu. Á síðasta ári skilaði fyrirtækið 11,4 milljónum króna í hagnað fyrir fjármagns- kostnað. Hollandsheimsókn forseta: Grænfriðungar hætt- ir við að mótmæla Áttu fund með sendiherra íslands og afhentu honum bréf og styttu af steypireyð Wageningen, Hollandi. Prá Kggerti H. KjarUnasyni, frétUritara MorgunblaðHÍnH. EKKI verður af mótmælum grænfriðunga gegn hvalveiðum ís- lendinga sem þeir ætluðu að efna til við heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, til Hollands á morgun, fimmtudag og á Tóstudag. Komið var á fundi Lies Vedder frá grænfriðungasamtök- unum og Emars Benediktssonar, sendiherra íslands, og fór hann fram í Haag í dag. Ræddust þau við og athenti Lies sendiherranum bréf frá grænfriðungum til ís- lenskra stjórnvalda og styttu af steypireyð til forsctans. Á fimmtudaginn í síðustu viku hringdi fréttaritari til höfuð- stöðva grænfriðunga í Hollandi vegna þess að þeir höfðu undir- búið mótmælaaðgerðir til að vekja athygli á hvalveiðum ís- lendinga við heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, til Holiands dagana 19. og 20. september. í þeim viðræðum stakk fréttaritari upp á því við Lies Vedder að í staðinn fyrir mótmælaaðgerðir þeirra yrði reynt að koma á fundi grænfrið- ungasamtakanna og sendiherra íslands, Einars Benediktssonar, í London. Samtökin gengust inn á þessa tillögu og í dag, miðviku- dag, kl. 15.30 hittust þau á fundi á Hótel Promenade í Haag, Lies Vedder og Einar Benediktsson. Grænfriðungar afhentu sendi- herranum bréf í nafni 70 þúsund hollenskra félagsmanna, þar sem rakin er saga þátttöku ís- lendinga í alþjóðasamþykktum gegn mengun sjávar og fyrir verndun dýra í útrýmingar- hættu. Einnig afhenti Lies hon- um litla styttu af steypireið sem hann lofaði að koma til forseta fslands ásamt þeim skilaboðum að það væri von samtakanna að hvalir dæju ekki út. Lies Vedder sagði að viðræðu- aðilar hefðu gefið sér tíma til að skýra skoðanir sínar. Sendiherr- ann lýsti þeirri skoðun íslenskra stjórnvalda að með því að halda áfram hvalveiðum til rannsókn- astarfa yrði hvalastofnunum ekki stefnt í hættu. Grænfrið- ungar lýstu aftur á móti áhyggj- um sínum með því að nefna dæmi um það fordæmi sem þess- ar veiðar gæfu, og sjá mætti til dæmis af viðbrögðum Suður- Kóreu. Lies sagi ennfremur að islenski sendiherrann hefði verið mjög vel upplýstur um aðrar að- gerðir samtakanna, til dæmis gegn mengun Norðursjávarins. Með þessum fundi hefur verið komið í veg fyrir að mótmælaað- gerðir af hálfu grænfriðunga- samtakanna gegn hvalveiðum fslendinga verði á meðan á opin- berri heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, til Hollands stendur. Grænfriðung- ar voru ánægðir með þær opinskáu viðræður sem áttu sér stað og bentu á að það væri ekki þeirra ósk að skaða vinsamleg samskipti á milli íslands og Hollands. Forsetaheimsóknin og fslandskynningin munu því ef að líkum lætur fara vel fram. MorgunblaAið/Bjarni Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra opnar sýninguna. íslenska fiskeldissýning- in sett í Laugardalshöll ÍSLENSKA fiskcldissýningin (Ice- landic fish farming exhibition) í Iaugardalshöll var sett í gær. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráöhcrra, opnaði sýninguna form- lega. í ávarpi sínu sagðist hann sannfærður um að fiskeldið yrði einn af hornsteinum íslensks at- vinnulífs og gæti verið ein leiðin, kannski sú mikilvægasta, til þess að leiða þjóðina út ur þeirri efnahags- kreppu sem hún er í. John V. Legate, forstjóri Ind- ustrial & Trade Fairs Internation- al Limited, fyrirtækisins, sem v.oM»w ovnínmtnq spfTftí í úvprni sínu við setninguna að þótt sýn- ingin væri ekki stór vonaðist hann til að hún hjálpaði til við þróun fiskeldis á íslandi. fslenska fiskeldissýningin er fyrsta sýning sinnar tegundar hér á landi. Um 40 fyrirtæki, innlend og erlend, taka þátt í henni. Áber- andi er ýmis búnaður til atvinnu- greinarinnar, svo sem eldisker bæði sjó- og strandkvíar, fóður og ýmis tæknibúnaður, en margt fleira er þar einnig að finna. Sýningin stendur fram á sunnu- dag og er opin frá kl. 11 til 19 aua dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.