Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Víkingur ekki sviptur gullinu „ÉG GET fullyrt aö Víkingur Traustason kraftlyftingamaður veröur hvorki sviptur gullverö- launum sínum eöa Noröurlanda- meistaratitli. Hann braut engar reglur á Noröurlandamótinu og var ekki skylt aö mæta í lyfjapróf hjá þeim aóilum sem óskuðu eftir því. Eg sit sjálfur í stjórn Noröur- landasambandsins í kraftlyfting- um og veit hvaö ég er aö segja,“ sagöi Ólafur Sigurgeirsson for- maöur Kraftlyftingasambands ís- lands í gær. En í blaóinu í dag er greinargerö frá Ólafi um mál þetta. Morgunblaðsins í Þýskalandi. Uppselt er nú þegar á leikinn og heföu Svíar geta selt mun fleiri aögöngumiöa, en þar sem leik- vangurinn tekur aöeins 45.000 manns er þaö ekki hægt. Beckenbauer, landsliösþjálfari Vestur-Þjóöverja, hefur valið liö sitt sem mætir Svíum, athyglisvert er aö Uwe Rahn er ekki í liðinu aö þessu sinni. Liöiö er skipaö eftirtöldum leik- mönnum: Markveröir: Harald Schumacher ogUlrichStein. Varnarmenn: Klaus augenthaler, Berholt, Buchwald, Förster, Her- gert og Jakobs. Miövallarleikmenn: Allgöwer, Briegel, Magath, Matthaus, Meier, og Thom. Framherjar: Grundel, Littbarski, Mill, Rummeniggeog Föller. Beckenbauer velur Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, Iréttamanni MJÖG mikill áhugi er fyrir leik Svía og Vestur-Þjóðverja í undan- keppni heimsmeistarakeppninn- ar í knattspyrnu sem fram fer í Stokkhólmi í næstu viku. Ragnar og Sigurður a „World Cup“ GSÍ hefur valiö þá Sigurð Péturs- son og Ragnar Ólafsson sem keppendur íslands á „World Cup“-mótinu í golfi sem fram fer dagana 17. og 20. október í Port- úgal. Golf hjá GS Á sunnudaginn veróur haldió golfmót á vegum bygginganefnd- ar Golfklúbbs Suóurnesja. Mót þetta er ætlað til að safna fé til byggingar híns glæsílega golf- skála þeirra Suðurnesjamanna en ætlunín er að reyna að Ijúka byggíngu skálans fyrir landsmót- ið sem haldið veröur þar syöra næsta sumar. Á sunnudaginn veröa leiknar 18 holur meö og án forgjafar og veröa vegleg verölaun í boöi fyrir sigur í mótinu og aö sjálfsögöu veröur leikið á hinum glæsilega 18 holu velli þeirra GS-manna. Einnig veröa veitt sérstök verölaun á öll- um par 3-holum vallarins. „Töframaðurinn Þorbjörnsson“ Frá Bernharð Valityni, Iráttamanni Morg- unbtaóains, i Frakklandi. FRÖNSKU blööin eru sammála um aó Guðmundur Þorbjörnsson hafi verió sá leikmaöur Vals gegn Nantes sem mest kvað aó. Segir L'Equipe aó hann hafi sýnt stór- góöa takta — og kallar hann „töframanninn Þorbjörnsson". Lárus Guömundsson (fyrir miöju) í leik meö Bayer Uerdingen. „Knapp ekki haft samband við mig“ — segir Lárus Guðmundsson knattspyrnumaður „HAFI Tony Knapp sagt það í sjónvarpsviðtali í íþróttaþætti hjá Bjarna Felixsyni að hann hafi rætt viö mig og boðið mér aö koma í landsliöshópinn þá er það Bremen tapaði Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fréttamanni Morgunblaósins í Þýskalandi. ÞYSKALAND mátti þola tap gegn sovéska liöinu Odessa, 2-1, á heimavelli þeirra viö Svartahafiö. Þessi leikur var liður í Evrópu- keppni félagsliöa, staöan í leikhléi var 2-0 fyrir Odessa. Igor Jurlshenko, skoraöi fyrsta mark Sovétmanna strax á 13. mín. markið kom eftir skyndi- sókn. Alexander Tscherbakov bætti ööru markinu viö fyrir heimamenn þremur minútum fyrir leikhlé. Bremen tókst aö laga stööuna strax í upphafl seinni hálfleiks er Norbert Meier skoraði. Uppselt var á leikvanginn hjá þeim í Odessa sem tekur 70.000 áhorfendur. Odessa var sterkari aöilinn i leiknum allan leikinn og voru þeir nærri aö þæta viö þriðja markinu en Bremen aö skora sitt annað. i Odessa er enginn lands- liösmaður og var liðiö aö leika i fyrsta sinn í Evrópukeppnl, en þeir uröu í fjóröa sæti í sovésku 1. deildinni ífyrra. Bremen þarf nú aöeins aö vinna Sovétmennina meö einu marki gegn engu á heimavelli sínum. Þaö ættu aö teljast góöar líkur á aö Bremen komist áfram. Óvænt í Istanbul GARATASARAY frá Istanbul í Tyrklandi sigraöi Widezew Lodz frá Póllandi 1-0 í Istanbul I gærkvöldi í fyrri leik þessara liöa í Evrópukeppni bikarhafa. Erhan Onal gerði eina mark leiksíns úr vítaspyrnu sem heima- menn fengu á 14. mínútu leiksins. 40.000 manns sáu leikinn í Ist- anbul þar sem heimamenn voru mun ákveðnari og betri aðilinn, Pólverjarnir fengu þó nokkra möguleika á að skora en án árangurs. alrangt. Knapp talaöi aldrei við mig. Hinsvegar hafói einn úr stjórn KSÍ samband viö mig og fór þess á leit viö mig aó ég gæfi kost á mér í landsliöshópinn. Þaö gerði ég ekki vegna þess aö ég treysti ekki Tony Knapp, hvorki sem þjálfara eöa persónu. Hann hefur óhikaö borið uppá mig lygar og veriö meö ósannar fullyröing- ar,“ sagöi Lárus Guömundsson knattspyrnumaður þegar hann var inntur eftir því í gærdag af hverju hann gæfi ekki kost á sér í landsliöshópinn í knattspyrnu sem leikur gegn Spáni í næstu viku. -Ég er mjög leiöur yfir því aö þurfa aö hlusta á alls kyns sögu- sagnir frá Knapp. Hann býr til sögur sem líta vel út fyrir hann. Sem dæmi get óg nefnt aö hann segir aö ekki sé búiö aö ganga frá samningum hans og norska félagsins Brann. Þvert ofan í þaö sem norsk blöö og framkvæmdastjóri Brann heldur fram. Máske er þaö vegna þess aö Knapp átti aö ræða viö KSÍ fyrst. Þaö er ekkert launungarmál aö skemmtilegustu leikir sem viö at- vinnumennirnir erlendis tökum þátt í eru landsleikir fyrir hönd islands. Viö höfum afskaplega gaman af því að hittast og spila saman. Mér finnst því afar leiöinlegt aö þurfa aö neita KSÍ aö mæta í hópinn ein- göngu vegna þess aö ég treysti ekki þjálfara liðsins vegna framkomu hans í minn garð,“ sagöi Lárus. „Iskalt bað“ — sagði franska íþróttadagblaöið í fyrirsögn um leik Vals og Nantes Frá Bernharó Valasyni, Iréttamanni Moryunblaóaina, í Frakklandi. „Iskalt baó,“ sagöi franska íþróttadagblaóiö L’Equipe um leík Vals og Nantes í gær, en Valsmenn sigruöu sem kunnugt er 2:1 í fyrrakvöld. L’Equipe segir aö liö Nantes hafi lengstum ráöiö lögum og lof- um á vellinum en oröiö aö sætta sig viö tap gegn „fiskimönnunum" frá islandi. Blaöiö segir ennfrem- Skólamót íslandsmót framhaldsskóla í knattspyrnu 1985 verður haldið í októbermánuöi. Þátttökutilkynningar ásamt þátttöku- gjaldi, kr. 1600, sendist til skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511, 128 Reykjavík, fyrir 26. september nk. Mótanefnd KSÍ. ur: „Veðriö á Islandi kom leik- mönnum Nantes í opna skjöldu. Noröanvindur og ísköld rigning komu í veg fyrir aö þeir næöu aö sýna sitt besta.” Blaöið rómar geysilegan bar- áttuvilja og kraft Valsmanna. „Þeir böröust um hvern einasta bolta og gáfu frönsku leikmönn- unum aldrei friö," sagöi blaöiö. Aö ööru leyti hrífst blaöiö ekki af leik Valsmanna og segir aö þá sjaldan aö þeir sköpuöu sér marktækifæri hafi Bertrand Demanes markvöröur ekki veriö í vandræöum meö aö verja. Blöö hér í Frakklandi viröast ekki taka tap Nantes ýkja alvar- lega, heimaleikur liösins sé eftir og þá veröi aöstæöur allar þeim í hag. Telja þau aö þá þurfi varla aö spyrja aö leikslokum. Leika á nyrsta rellinum í dag SJÖ MANNA golfhópurinn sem ætlar sér að leika á nyrsta, syösta, vestasta, austaata, hæsta og lægsta golfvelli heims er kominn til landsins. Þeir fé- lagar leika á Akureyri í dag, en völlurinn þar er nyrsti 18 holu golfvöllur heims. Aö sögn Pat O’Bryan, sem er forsvarsmaöur hópsins, þá skaut þessari hugmynd upp í kollinn á honum þegar hann var á ferö á milli Hong Kong og italíu. Hann var ákveöinn í því að framkvæma hana og nú er hún aö veröa aö veruleika. Fyrsti áfanginn hefst í dag. Meöal þeirra sem eru í hópnum er Arnost Kopta, Júgóslavi, sem er fyrrum meistari áhugamanna í heimalandi sínu. Peter Tang frá Hong Kong, en hann er núna þjálf- ari i Kína og Vincent Tahabalala frá Suöur Afríku, atvinnumaður í golfi, sem sigraöi í franska opna meistaramótinu áriö 1976. Þeir félagar léku Grafarholts- völlinn í gærdag og voru nokkuð ánægöir bæöi meö útkomuna svo og völlinn sjálfan. Ekki kvörtuöu þeir yfir veörinu og sögöu aö þaö væri bara hressandi aö leika i svölu veöri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.