Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 47 Löghlýðni skaðar ekki íþróttalíf okkar — eftir Ólaf Sigurgeirsson Með grein þessari vil ég mót- mæla þeirri fullyrðingu Alfreðs Þorsteinssonar, að neitun Víkings Traustasonar á lyfjaprófi lyfja- nefndar norska íþróttasambands- ins skaði íslenskt íþróttalíf. Mál Víkings er samkynja máli Jóns Páls Sigmarssonar frá í vor, er hann varð skotspónn löglausra at- hafna ÍSÍ, mannréttindabrota og ærumeiðinga. Víkingur er löghlýð- inn eins og Jón Páll og fer eftir öllum þeim reglum sem honum ber að fylgja. Löghlýðni skaðar ekki okkar íþróttalif, heldur rang- ur fréttaflutningur og það, að menn eins og Alfreð Þorsteinsson skuli veljast til starfa í íslenskri íþróttahreyfingu. Sem formaður lyfjanefndar ÍSf á hann að starfa eftir reglugerð, sem rúmast á A4 blaðsíðu. Hann skilur ekki eina einustu grein þar. Einnig virðist hann ekki skilja stöðu kraftlyft- ingasambandsins ennþá. Það sam- band er þó búið að senda keppend- ur á 3 alþjóðleg mót. Evrópum- eistaramót, þar sem eitt silfur vannst, Norðurlandameistaramót unglinga, þar sem tvö gull og eitt silfur unnust og siðast Norður- landameistaramót, þar sem 2 gull unnust, og um helgina sendir sam- bandið fullt 10 manna lið á Heimsmeistaramót unglinga. Frá stofnun kraftlyftingasambandsins hef ég ekki orðið vitni að neinu starfi hjá ÍSf á sviði kraftlyftinga, sem Alfreð telur þó fsí eiga að sjá um. Staðreyndirnar í máli Víkings Traustasonar eru þær, að hann hefur ekkert brotið af sér. Hann vann til gullverðlauna, sem ekki verða af honum tekin. Honum kemur fSÍ og norska íþróttasam- bandið ekkert við. Norðurlanda- meistaramótið í Þrándheimi var ekki lyfjaprófað mót, þar sem Kraftlyftingasamband Norður- landa taldi ekki ástæðu til að ætla, að norrænir kraftlyftingamenn noti ólögleg lyf. Norska íþrótta- sambandið var greinilega ekki á sömu skoðun og sendi lyfjanefnd sína á vettvang (ef til vill að beiðni Alfreðs Þorsteinssonar). Þetta gerðu þeir á grundvelli nor- ræns samnings, sem fSf er aðili að, en ekki KRAFT, sem stendur utan þess. fslensku keppendurnir höfðu þau fyrirmæli að afhenda þeirri nefnd, ef hún kæmi, skjal frá formanni KRAFT, þar sem reifað var þetta prinsippmál og hvers vegna lyfjanefndinni kæmi íslensku keppendurnir ekki við. Því skjali leyndi lyfjanefndin norska fyrir fréttamönnum, og því fór sem fór um fréttaflutning af málinu. Lyfjapróf erlendis eru ekki öll undir sama hatti. Séu þau fram- kvæmd af samtökum eða mönn- um, sem kraftlyftingasambandið er óháð eru þau ekki virt. Lyfja- próf á vegum samtaka, sem KRAFT er aðili að eru á hinn bóg- inn virt, og hafa íslenskir kraft- lyftingamenn gengist undir þau erlendis eftir stofnun KRAFT. Höfundur er lögfræðingur og for- maöur KRAfT. Þessar vinkonur, Guðný Magnúsdóttir og Berglind Óskarsdóttir, efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar og þær söfnuðu 1000 krónum. Hjálparstofnun kirkjunnar færðu þessar telpur rúmlega 600 kr. Það var ágóði þeirra af hlutaveltu, sem þær efndu til. Telpurnar heita: Anna Björk Marteinsdóttir, Sara Hlín Hálfdanardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir. Þær María Kristin Helgadóttir og Lilja Kristjáns- dóttir efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Samtök sykursjúkra og söfnuðu rúmlega 700 kr. Þessir krakkar efndu fyrir nokkru til hlutaveltu til ágóða fyrir Fimleikadeild Stjörnunnar og söfn- uðu 1.860 kr. Krakkarnir heita Ragnar Jónasson, Ásthildur Björnsdóttir, Auðbjörg Björnsdóttir. Á myndina vantar einn úr hlutavelturáðinu, Andrés Birki Sighvatsson. ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN - LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN - FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN BIJNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI E e g
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.