Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 15 „Úrslitin ráðast á öðrum degi" — Rætt við Bretann Chris Lord á 360 hestafla Audi Quattro „ÉG ER ástfanginn af „henni“, „hún“ er frábær. Ég hef farið illa með „hana“ stundum og „hún“ hefur valdið mér vonbrigðum. En „hún“ er frábær." Þannig lýsti Bret- inn Chris Lord kraftmesta bfl Ljóma- rallsins, 360 hestafla Audi Quattro sem hann segist í gamni ástfanginn af. Hann ekur ásamt íslenskum aðstoðarökumanni, Birgi Viðari Halldórssyni. Spjallaði Morgunblað- ið við Lord um keppnina. Christ Lord hefur keppt í rall- akstri í 13 ár og er nú orðinn framarlega í keppni í Bretlandi. Fyrstu átta árin ók hann með styrk frá Vauxhall-bílaverksmiðj- unum, en skipti síðan yfir á Talbot í tvö ár. Árið 1983 ók hann sem atvinnuökumaður fyrir Mazda— bílaverksmiðjurnar á Mazda RX 7. Núna ekur hann hinum fjór- hjóladrifna Audi Quattro og nýtur aðstoðar Audi í Englandi. Er blaðamaður spjallaði við Lord var hann nýkominn frá því að skoða keppnisleiðir. „Mér líst mjög vel á vegina, en þeir eru þröngir. Ég verð að passa bílinn vel, hann má lítið hreyfast til hliðanna á vegin- um. Ég held að úrslitin muni ráð- ast á Kjalvegi á öðrum degi. Það verður því mikilvægt að vera i forystu eftir fyrsta dag, því fram- úrakstur er erfiður á Kili. Mér finnst gott að vera með rásnúmer fjögur, þá get ég séð hve hratt fremstu bílarnir fara á fyrstu leið- unum og get hagað mínum akstri eftir því,“ sagði Lord. „Ef vegirnir verða hálir mun Quattro-bíllinn hafa mikla yfir- burði, en ég veit ekki enn hvs mikill hraði er I keppninni hér. Við sjáum til. Við Birgir höfuiu aldrei unnið saman áður, en okkur kemur mjög vel saman. Andinn í bílnum er góður, sem er mikilvægi í svona langri keppni. Við erum með viðgerðarmann frá Englandi, en það er spurning um hve mikið verður hægt að laga bílinn ef eitthvað alvarlegt gerist. Hann er það tæknilega flókinn að það þarf marga sérþjálfaða við- gerðarmenn. Quattro-inn er góður þegar hann er í lagi, en ef bilar, þá er hann hræðilegur. Því mun ég keyra varlega. Ég held að helsti andstæðingurinn verði Finninn Geitel og hann mun reyna mikið Audi Quattro Chris Lord og Birgis V. Halldórssona í keppni í Bretlandi. Samskonar bflar hafa verið framarlega í heimsmeistarakeppninni. Bfll Lord er keppnisbfll fyrrum heimsmeistara, Finnans Hannu Mikkola. til að vinna. Ef ég næ forystu þá mun Geitel keyra grimmt. Þið hafið úrval vega hér og keppnin getur auðveldlega orðið liður í Evrópumeistarakeppninni ef skipulagið er gott. í Bandaríkj- unum eru áætlanir um að rall- keppni þar verði liður í heims- meistarakeppninni, en þeir byrj- uðu rallakstur á svipuðum tíma og íslendingar. Þið hafið því gott tækifæri hér,“ sagði Lord. Að- spurður um hvernig tilfinning það væri að eiga að keppa í bíl, sem hefur verið framarlega í heims- meistarakeppninni sagði Birgir. „Þetta er stórkostlegt tækifæri. Draumur allra ralláhugamanna. Ég þekki ekki bílinn og veit ekki hver hraðinn verður, en hann verður örugglega mikill. Við eigum mikla möguleika á sigri, enda vanir að keppa til sigurs. Ég vona að Lord verði ekki of kappsfullur við stýrið, þvi keppnin er löng. Ég gæti trúað að úrslitin ráðist á fyrstu tveimur dögunum," sgði Birgir. G.R. „Traustur bíll er mikilvægastur — segir Ómar Ragnarsson « ÞAÐ ER sannarlega skarð fyrir skyldi að Ómar Ragnarsson skuli ekki taka þátt í Ljómarallinu. Hann sigraði keppnina í þriðja sinn á sl. ári og hlaut þá einnig fslandsmeistaratitilinn. Vegna meiðsla verður hann fjarri góðu gamni. Þar sem Ómar er öllum hnútum kunnugur í Ljómarallinu spjallaði Morgunblaðið við hann um keppnina. „Mér er nokkuð sama þó ég keppi ekki núna. Mér leið verr fyrir tveimur mánuðum, þegar það varð ljóst að ég yrði að hætta. Þá var staðan ágæt í íslandsmeistara- keppninni. Mér er sama núna,“ sagði Ómar. „Ljómarallið núna verður íslendingum erfitt. Er- lendu keppnisbílarnir eru mjög góðir. Það hefði ekki veitt af því að „setja allar fleytur á flot“ gegn þeim. Þekking heimamanna á aðstæðum skiptir máli, en þessir ökumenn sem koma núna eru í mikilli æfingu og eru fjótir að átta sig á aðstæðum. Því finnst mér ekki rétt sem verið er að gera með Ljómarallið. Það hefur verið stytt, erfiðar kaflar hafa verið teknir út mikið vegna tilmæla útlendinga. Ég samþykki ekki þetta væl um grófar leiðir. Keppendur verða bara að vara sig á grófum leiðun- um. Þetta má ekki verða eintómur hraðakstur, þá verður Ljómarallið eins og hver önnur keppni í Evr- ópu. Keppnin á að vera erfið, ögrandi. Þannig að mönnum finnst afrek að ljúka keppni. Það er smám saman verið að draga tenn- urnar úr Ljómarallinu," sagði Ómar. „Galdurinn við að ná árangri í keppninni er að fara ekki of geyst af stað, eins og menn gera alltaf. Menn keyra eins og brjálæðingar í byrjun og eru fljótlega komnir með bílinn í hengla. Það þarf að fara skynsamlega af stað og meta síðan stöðuna á öðrum degi. Þetta verður hörkukeppni. Ef hraðinn veðrur mikill þá er betra að vera á einföldum bíl. Því er ég hræddur við bilanir í Audi Quattro Chris Lord og Birgis Viðars. Finninn Peter Geitel lærði lexíu í fyrra, ég hef trú á honum í þessari keppni. Bjarmi hefur líka sterkan bíl, held ég. Það er númer 1, 2 og 3 að hafa traustan bíl og aka skynsamlega," sagði ómar. G.R. ASEA framleiddl fyrsta 3ja fasa rafmótorinn árið 1890. í dag er ASEA MOTORS einn af stærstu mótorframleiðendum í heimi. Nýi mótorinn frá ASEA, gerð MBT, er hljóðlátur, sterkbyggður og sparneytinn á orku. Rönning á ávallt til mótora í birgðageymslum og veitir tækniþjónustu. Endurseljendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.