Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 64
OSKJUHLID KEILUSALURINN OPINN 1000-00.30 TIL DAGLEGRA NOTA FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Flugvélin TF-ETE stórskemmd utan brautar eftir óhappið í gærkvöldi. Morgunblaðiö/RAX Keflavíkurflugvöllur: Flugvél skall niður utan flug- brautar — Flugmaöur og farþeg- ar sluppu ómeiddir — Flugvélin talin ónýt LÍTIL einkaflugvél med fjórum mönnum skall niður fyrir utan flugbraut eftir flugtak á Keflavíkur- flugvelli í gærkvöldi. Engan sakaði, en vélin er mikið skemmd og jafnvel talin ónýt. Flugvélin var komin á loft í flugtaki um klukkan 20 í gær- kvöldi, þegar hún af einhverjum ástæðum hrapaði niður fyrir utan flugbrautina. Starfsmenn Loft- ferðaeftirlitsins fara á slysstað í dag til að rannsaka málið. Flug- vélin, sem er eins hreyfils vél af Cessna-gerð, ber einkennisstafina TF-ETE og er í eigu flugklúbbs á Keflavíkurflugvelli. Flugvélin er mikið skemmd og óvíst talið að henni verði flogið oftar. Gott veð- ur var þegar atburðurinn átti sér stað. Breytt vörugjald gefi 750 milljónir — Gert er ráð fyrir 350 milljóna króna hækkun þungaskatts — Afnám ýmissa söluskattsundanþága talið gefa um 400 milljónir llækkun vísitölu byggingarkostnaðar: Samsvar- ar 25,6 % árshækkun VÍSITALA byggingarkostnaðar reiknuð eftir verðlagi í september er 220 stig, en hún gildir í október— desember. Vísitalan hefur hækkað um 5,86% frá júní sem jafngildir 25,6% árshækkun. Frá september 1984 til jafn- lengdar á þessu ári hefur vísitalan hækkað um 36,2%. Áætluð vísi- tala byggingarkostnaðar miðað við ágústverðlag sl. var 226,05 og hefur hún því hækkað um 1,27 stig á milli mánaða. Af þessari hækk- un stafa 0,3% af hækkun gatna- gerðargjalda, 0,2% af hækkun á verði innihurða og 0,8% af hækk- un á verði ýmiss byggingarefnis, bæði innlends og innflutts. VERÐ á kindakjöti og öðrum sauð- fjárafurðum og nautgripakjöti hækk- ar í dag. Kindakjötið hækkar um það bil um 15% slátur og innmatur um 6,8% og nautgripakjöt um 8%. Ástæður hækkunarinnar eru annars vegar hækkun verðlagsgrundvallar landbúnaðarvara um síðustu mán- aðamót og hækkun ýmissa kostn- aðarliða í heildsöluverði, m.a. slátur- og heildsölukostnaðar, sem að stærstum hhita koma inn I verðið einu sinni á árí og hinsvegar hhit- fallsleg lækkun niðurgreiðslna. ABERDEEN frá Skotlandi sigr aði Akurnesinga í fyrri leik lið- anna í Evrópukeppni meistara- liða á Laugardalsvelli í gær. Skotarnir skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Akurnesinga. Akurnesingar náðu forystu í leiknum í fyrri hálfleik með marki Júlíusar Ingólfssonar úr vítaspyrnu en í þeim síðari skor- uðu meistararnir frá Aberdeen þrjú mörk. I*essa skemmtilegu mynd tók Júlíus Ijósmyndari Morgunblaðs- ins skömmu eftir að keppnis- knötturinn rifnaði. I>að er Karl l'órðarson, leikmaður Akurnes- inga, sem heldur á knettinum. Sjá um Evrópuleikinn á bls. 60, 61 og 63. RÁÐGERT er að hækkun þunga- skatts gefi um 350 milljónir króna af sér í ríkissjóð, samkvæmt drögum fjármálaráðherra að fjárlagafrum- varpi, en jafnframt er áformað að lækka bifreiðatolla. I>etta er einn lið- urinn í aukinni óbeinni skattheimtu, til þess að afla þeirra 1700 milljóna króna, sem gert er ráð fyrir til þess að ná greiðsluhallalausum fjárlögum fyrir árið 1986, samkvæmt áreiðan- legum heimildum Morgunblaðsins. Jafnframt er gert ráð fyrir að breytingar á tollalögum, einkum nýjar reglur um vörugjald, afli rík- issjóði 750 milljónum króna til við- bótar því sem ella hefði orðið. Af- nám á söluskattsundanþágum er talið munu gefa ríkissjóði um 400 milljónir í auknar tekjur og er þar einkum litið til ýmiskonar útseldr- ar þjónustu, sem í dag er ekki sölu- skattsskyld. Má þar nefna sölu lögfræðinga og verkfræðinga á þjónustu sinni, sölu bókhalds- og endurskoðunarfyrirtækja á þjón- ustu sinni og sölu á þjónustu gagnavinnslufyrirtækja. „Þetta er mikið aðhaldsfrum- varp, en þó að í því felist einhverj- ar umdeildar ráðstafanir verður Spánarkonung- ur lýsir áhuga á íslandsferð JÓHANN Karl II Spánarkon- ungur sagði í viðtali við Önnu Bjarnadóttur, blaðamann Morgunblaðsins, sem fylgzt hefur með opinberri heimsókn forseta íslands til Spánar, að hann og kona hans, Soffía drottning, hefðu verulegan áhuga á að heimsækja ísland, en sagði, að þau hjónin gætu eiginlega ekki ferðast til landa í einkaerindum áður .en þau hefðu komið þangað í formlegu boði. Forseti Islands og utan- ríkisráðherra sögðu í samtali við Morgunblaðið, að kon- ungshjónunum hefði verið boð- ið til íslands og þau væru vel- komin þangað hvenær sem þau hefðu tíma til. Sjá nánar um heimsókn forseta íslands til Spánar á bls. 37. aldrei um það deilt, að einhvern tíma hlýtur að koma að skuldadög- um, ef menn skulda," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Meginárangurinn, sem fólginn er í þessari niðurstöðu, er að mínu mati sá, að ný erlend lán 1986 takmarkast við afborganir af eldri lánurn," sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið I gær. Þorsteinn sagði jafnframt: „Þetta er fyrsti raunhæfi árangurinn sem náðst hefur í að takmarka erlenda skuldasöfrtun." Sjá nánar viðtöl við Albert Guð- mundsson, fjármálaráðherra, og Imrstein Pálsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, á bls. 4. Slátur- og heild- sölukostnaður: Nemur 820 krónum á meðallamb Við ákvörðun kindakjötverðs að þessu sinni var slátur- og heild- sölukostnaður ákveðinn 56 krónur á hvert kíló kjöts. Síðasta haust var sami kostnaður 36,09 kr. og hefur því hækkað um 55% á milli ára. SÍÐASTA haust var meðalfall- þungi dilka á landinu 14,65 kg og nemur því sá slátur- og heildsölu- kostnaður sem fellur á lamb af þeirri þyngd nú 820 krónum. Kindakiötíð hækk- ar um 15 % í dag Verðlagsráð ákvað óbreytta smásöluálagningu. Ákvörðum heildsöluverðsins í fimmmanna- nefnd var samþykkt samhljóða. Fulltrúar framleiðenda og verð- lagsstjóri greiddu atkvæði með ákvörðuninni, annar fulltrúi neyt- enda sat hjá, en hinn var veikur. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði að við verðlagninguna hefðu kostnaðarliðir verið framreiknað- ir með tilliti til verðlagsbreytinga en auk þess hefði verið sýnt fram á að slátur- og heildsölukostnaður hefði verið vanmetinn og slátur- húsin rekin með halla og hefði að nokkru verið tekið tillit til þess og þessi kostnaðarliður því verið hækkaður umfram verðlagsbreyt- ingar. Nefndarmenn hefðu sam- þykkt þessa verðlagningu nú en jafnfrámt hefði verið ákveðið að gera ítarlega athugun á þessum málum til að byggja verðlags- ákvarðanir á í framtíðinni því ekki hefði unnist til þess tlmi að þessu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.