Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 6

Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 ÚTVARP / S JÓN VARP A oddinn Ifrönsku brúðu-og teiknimynd- inni Oliver bangsi sem er sýnd í aftanstundinni á þriðjudögum greinir frá litlum bangsa er flæk- ist gjarnan frá mömmu og pabba út í hinn stóra heim. Litli bangs- inn er ósköp óreyndur og því skotspónn varganna í skóginum. En að lokum enda þó þessar ferðir ætíð á klappi lítilla lófa er fagna því þá Oliver bangsi kemur aftur heim til mömmu og pabba og allt verður eins og áður í litla trénu þeirra. Þannig er heimur ævintýr- isins og þannig er heimur allra þeirra er sjá á eftir börnum sínum út í hinn stóra heim. Öll vonumst við eftir að geta klappað af kæti þegar börnin okkar koma aftur heim. Innst inni viljum við að Oliver bangsi er hefir bælt dún- mjúka koddann í litla rúminu verði einhvern tíma stór og sterk- ur og haldi út í hinn stóra heim. En snýr Oliver alltaf aftur? Vargarnir í skóginum eru á hverju strái í skugga leiktækjasalanna, í sakleysislegum partíum, f húsa- sundum að baki skemmtihúsa þar sem stjörnurnar skína og inni í sjálfum stjörnusalnum. Oft er ekki til neins að setja sólbjarta voð utan um gamla koddann er forðum hýsti hina ljósu lokka. Það er komið blóð í dúninn. En slfkt má nú þvo af í ævintýrinu. Sprautan Þessar hugsanir hvörfluðu um huga minn er ég horfði á myndina af henni Gullu er sjónvarpið hefir látið gera og fjallar um fíkniefna- notkun unglinga í Reykjavík og hlýddi á umræður þær er Sigrún Stefánsdóttir stýrði í sjónvarpssal að aflokinni sýningunni. Þvf hver er raunar munurinn á henni Gullu og honum Oliver. Þau eru sakleys- ingjar er rata lítt um refilstigu. Og þó er sá munurinn að ævin- týrið er búið í mannheimi, við get- um ekki lengur treyst því að börn okkar rati aftur heim. Ein stunga stálnálar í æð barns getur svipt það vegabréfi að því mikla ævin- týri sem lífið er þrátt fyrir allt. Nú þegar er nokkur hópur Reyk- vískra barna er reikar á meðal varganna og biður um fleiri stung- ur. Hver veit hvenær heróínið seytlar inní hinar ungu æðar er þenja sig mót stálinu harða? En eitt er víst að þegar eitrið hvíta hefir einu sinni samlagast blóðinu þá hafa vargarnir yfirtökin og æ fleiri munu finna blóðdropa i hin- um hvíta dún. Samt horfa menn aðgerðarlausir á hinn sístækkandi áhættuhóp er reikar um borgina tilbúinn að gleypa herófnið og dreifa því. Vargarnir vilja meira gull þvf líka stækka sundlaugarn- ar og vélarnar í Benzunum. / seglbúðum En ungmennafélagsandinn ríkir ofar öðru í seglbúðum ráðherr- anna. Þar hverfa menn til bannár- anna og hella niður bjórlíki. í rabbinu við Sigrúnu taldi einn þátttakenda, Sigtryggur Jónsson sálfræðingur er þekkir vel til fyrrgreinds áhættuhóps að helst væri til bjargar að reisa tvenns konar meðferðarstofnanir fyrir hina verst settu. f fyrsta lagi langtímameðferðarstofnun f ná- grenni borgarinnar, þar sem börn- in fengju ákveðna menntun er gerði þeim kleyft að takast á við lífið á nýjan leik. í öðru lagi stofn- un innan spitalanna þar sem geðsjúkir fíknaefnaneytendur fengju líkn. Hvernig væri nú að ráðherrar og þingmenn nudduðu ungmennafélagsglýjuna úr augun- um leyfðu bjórinn en létu gjald af umboðslaunum og af mjöðnum dýra renna óskert til áfengis- og fíkniefnavarna? Ólafur M. Jóhannesson ■I Fimmtudags- 35 umræðan verð- — ur að þessu sinni í umsjón Rafns Jóns- sonar, flugmanns og fyrr- verandi fréttamanns, og verður fjallað um skóla- mál og þá stefnu sem þau hafa tekið á undanförnum árum. Rafn sagði að þau sem hann ræddi við í þættinum væru Inga Jóna Þórðar- dóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, Þorlákur Helgason, skóla- stjóri fjölbrautaskólans á Selfossi, Kári Arnórsson, skólastjóri Fossvogsskól- ans, og einnig yrði rætt við foreldra. Rafn sgaðist einnig vonast til þess að geta skotið inn í þáttinn við- tölum við þá sem stóðu að stofnun Tjarnarskóla, skólamenn utan af landi og kennaraháskólanema. Eitt meginþema þáttar- ins verður sú breyting sem átt hefur sér stað á undan- förnum tíu árum, eða u.þ.b. síðan grunnskóla- lögin voru samþykkt af Alþingi. Einnig verður fjallað um hvort aðstaða skóla úti á landsbyggðinni sé sú sama og skólanna í Reykjavík. Þá verður fjall- að um hverskonar undir- búning nemendur koma með sem veganesti út í lífið og hvaða áhrif einka- skólar geti haft á þróun mála í framtíðinni. ÚTVARP Gott Þáttur um ■i Sjöundi og síð- 05 asti þáttur — Kristjáns Árnasonar um ljóðaþýð- ingar Helga Hálfdánar- sonar verður á dagskrá Ríkisútvarpsins í kvöld. Að þessu sinni verða lesin ljóð ýmissa höfunda um náttúruna og nefnist þátt- urinn „Gott land“. Kristján sagði að meðal þeirra skálda sem Helgi hefði þýtt ljóð eftir um þetta efni væru T.S. Eliot, Sófókles, Horatíus, Göthe, land náttúruljóð Puskin, Keats, Hesse og einhverja fleiri. „í þessum ljóðum þeirra koma fram viðhorf til náttúrunnar og sum eru einhverskonar árstíðaljóð," sagði Krist- ján. Eins og fyrr sagði verð- ur þetta síðasti þáttur Kristjáns um ljóðaþýðing- ar Helga Hálfdánarsonar en Kristján bætti því við að í vetur mætti jafnvel búast við öðrum þáttum í hans umsjón. Skólamál hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu og um þau verður rætt í kvöld. Myndin er frá setningu Tjarnarskóla nú fyrir skömmu, en ekki er ólíklegt að einkaskóla beri á góma í umræðunni. Hvert stefnir í skólamálum? Um það verður fjallað í Fimmtudagsumræðunni Rökkurtónar á rás 2 22 ■1 Rökkurtónar 00 Svavars Gests i — verða á dagskrá Rásar tvö í kvöld og verður þátturinn helgaður lögum sem hafa orðin „Singer", „song“ eða „singing" í titli sinum. Svavar sagði að fyrir viku síðan hefði hann verið með þátt með söngv- aranum og lagasmiðnum Neil Diamond og hefði hann þá tekið eftir því að í titli margra laganna hefðu þessi orð komið fyrir. Því hefði hann farið að velta því fyrir sér hvort ekki væri möguleiki á að setja saman heilan þátt þar sem eingöngu væri spiluð lög með eitthvert þessara orða í titlinum. Svavar sagðist síðan við nánari eftirgrennslan hafa komist að því að lög af þessu tagi voru mýmðrg og hefði því tekið saman 15 til 20 lög sitt úr hvorri áttinni. Cleo Laine er okkur íslendingum að góðu kunn. Hún verður meðal flytjenda í þætti Svavars Gests í kvöld. FIMMTUDAGUR 19. september 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7Æ5 Málræktarþáttur Endur- tekinn þáttur Sigrúnar Helgadóttur frá kvöldinu áð- ur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Ragnar Snær Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Bleiki togarinn" eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Guörún Birna Hannesdóttir les (3). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra Þáttur I umsjá Þóris S. Guö- bergssonar. 11.00 „Ég man þá tlö“. Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Létt tónlist. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12J20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Nú brosir nóttin". Æviminningar Guðmundar Einarssonar. Theódór Gunn- laugsson skráöi. Baldur F’álmason lýkur lestrinum (17). 14.30 Miödegistónleikar. a. Sönglög eftir Franc Schu- bert. Kurt Moll syngur; Cord Garben leikur á planó. b. Strengjakvartett nr. 1 I D- úr op. 11 eftir Pjots Tsjafko- vskí. Borodin-kvartettinn leikur. 15.15 Tföindi af Suðurlandi. Umsjón: Þorlákur Helgason. 1S.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16JW A frfvaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.05 Barnaútvarpiö. Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.5 Til- kynningar. Daglegt mál. Sig- urður G. Tómasson flytur páttinn. 20.00 Frá Kaprf. 19.15 A döfinni 19.25 Eg heiti Ellen (Jeg heter Ellen) Sænsk barnamynd um telpukorn sem fer I sendiferð fyrir mömmu slna. Þýöandi Baldur Sigurösson. (Nordvis- ion — Sænska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Graflk i Höllinni Hljómsveitin Grafik leikur. Þátturinn var gerður á hljóm- leikum I Laugardalshöll 17. júnl I sumar. Upptöku stjórn- aöi Viðar Vikingsson. 21.10 Blómamyndir Banks — Blómaskrúð Kyrrahafs- stranda (Banks Florilegium) Aströlsk heimildamynd. Ariö Sveinn Einarsson segir frá. Fyrri hluti. 20.35 Jass f Stúdlói 1 Jón Páll Bjarnason leikur á gltar, Arni Scheving á vlbra- fón, Tómas Einarsson á bassa og Alfreð Alfreösson á trommur. 21.05 Erlend Ijóð frá llönum tlmum. Kristján Arnason kynnir Ijóöapýöingar Helga Hálf- danarsonar. Sjöundi og slö- asti þáttur: Gott land. Lesari: Kristln Anna Þórarinsdóttir. 21.30 Frá hjartanu. Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. RÚVAK. 1768 lagði James Cook skipstjóri upp I þriggja ára vlsinda- og könnunarleiö- angur umhverfis jörðina. I ferðinni var m.a. kannað meginland Astrallu I fyrsta sinn. Fremstur vlsindamanna I leiöangrinum var grasa- fræðingurinn og íslandsvin- urinn sir Joseph Banks. Hann safnaöi 738 áöur ókunnum plöntum sem aö- stoöarmenn hans teiknuðu slöan og máluðu af mikllli nákvæmni. Nú að röskum tveimur öldum liðnum hafa þessar myndir loks veriö prentaöar I dýrustu og vönd- uðustu útgáfu sem um getur. Um þetta þrennt, leiöangur- inn, jurtasöfnun Banks og út- gáfu blómamynda hans fjall- 22.00 Einsöngur I útvarpssal Agústa Agústsdóttir syngur lög eftir Skúla Halldórsson, Ragnar H. Ragnar og Þórar- inn Jónsson. Stephen Yates leikur á planó. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræöan. Hvert stefnir I skólamálum? Umsjón: Rafn Jónsson. 23.35 Kvöldtónleikar. Serenaöa I d-moll op. 44 fyrir blásarasveit, selló og kontrabassa effir Antonln Dvorák. Sonsortium class- icum-kammersveitin leikur. 24.00 Fréttir. Dagskrártok. ar myndin. Umsjónarmaöur Robert Hughes. Þýðandi og þulur Ari Trausti Guö- mundsson. 22.10 Ránið I neðanjarðarlest- inni (The Taking of Pelham One Two Three) Bandarlsk blómynd frá 1974. Leikstjóri: Joseph Sargent. Aðalhlutverk: Walt- er Matthau, Robert Shaw og Martin Balsam. Fjórir harö- svlrarðir afbrotamenn ræna neðanjarðarlest I New York og krefjast lausnargjalds fyrir farþegana af borgarstjórn- inni. Atriði l myndinni geta vakið ótta hjá ungum börn- um. Þýðandi: Björn Bald- ursson. 23.50 Fréttir I dagskrárlok v FIMMTUDAGUR 19. september 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlðgin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 I gegnum tlöina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—17.00 Bylgjur Stjórnendur: Asmundur Jónsson. 17.00—18.00 Einu sinni áöur var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnutna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé. 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalii. Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rðkkurtónar Stjómandi: Svavar Gests 23.00—24.00 Kvðldsýn Stjórnandi: Tryggvi Jakobs- son. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 20. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.