Morgunblaðið - 19.09.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
„ísland? Þekkirðu sterkasta mann í heimi? Hann er íslendingur ef ég
man rétt, eða er hann írskur?“ Leigubílstjórinn leitar svara við þessum
spurningum á fleygiferðinni út á Schiphol-flugvöll, reyndar búinn að lofa að
gera sitt besta til að koma farþeganum tímanlega á áfangastað, segist þó
ekki gera ráð fyrir neinum kraftaverkum. Hann tilheyrir greinilega einhverj-
um hinna lituðu minnihlutahópa þjóðarinnar sem nú eru samanlagt um 10
prósent landsmanna, fólk sem heldur fast í fornar venjur og siði en er smám
saman að öðlast meiri réttindi í Hollandi, taka t.d. í fyrsta sinn þátt í
kosningum á næsta ári. Við hálffljúgum fram hjá íþróttaleikvanginum og
bílstjórinn upplýsir að fyrirhugað sé að byggja nýjan leikvang, sem taki 200
þúsund manns í stað þeirra hundrað þúsunda sem rúmast á þessum velli,
fyrir Ólympíuleikana sem verða að öllum líkindum haldnir í Amsterdam
1992. Hann segist yfirleitt ekki lesa dagblöð, og er ókunnugt um að forseti
þess lands, sem fætt hefur af sér sterkasta mann í heimi, er svo að segja rétt
ókominn í opinbera heimsókn. Og áfram er brunað, fram hjá kúluhúsi sem
hýsir flugminjasafn og eftir mörg hundruð metra löngum undirgöngum,
bílstjórinn kvartar um hita, er klæddur vattúlpu og segist vera eins og í
saunabaði í sólinni fyrir ofan. „Það var rigning og suddi í morgun þegar ég
fór af stað en veðrið hér er síbreytilegt, skiptast á skin og skúrir.“ f huganum
rifjar farþeginn upp veðráttu heimalandsins, kannast við svipaða veðurfars-
lýsingu og minnist orða erlends ferðamanns er hann sagði: „Á íslandi er
ekkert veður, bara sýnishorn.“
Og meðan ekið er í loftinu út á
flugvöll þjóta nokkrir minnis-
punktar úr nýlokinni fimm daga
kynnisferð í boði hollensku ríkis-
stjórnarinnar a.m.k. á leyfilegum
hámarksökuhraða um lönd hug-
ans.
Fljótt á litið virðist fátt annað
sameiginlegt með löndunum tveim
en síbreytileg veðrátta. Hollend-
ingar eru þó ekki ósvipaðir fslend-
ingum í útliti oggætu vegfarendur
í Amsterdam auðveldlega einnig
verið á gangi í Austurstræti án
þess þeir skæru sig úr. Landið
sjálft er þó ólíkt, Hollendingar
sem eru 14,4 milljónir búa á landi
sem er 37.305 ferkílómetrar eða
um það bil þriðjungur íslands.
Hollendingar hafa um aldir barist
við náttúruöflin eins og íslend-
ingar, en það eru ekki eldgos sem
hrella þá heldur reynir sjávarguð-
inn stöðugt að leggja undir sig
stóran hluta landsins. Talið er að
um helmingur landsins sé undir
sjávarmáli, og á því búa um 60%
þjóðarinnar, lægsti skikinn er 6,7
metra undir yfirborði sjávar á
flóðlandi í nágrenni Rotterdam. í
suðausturhlutanum eru hæðir og
hólar og talsvert skóglendi, en þar
mælist landið hæst, 321 metrar yf-
ir sjávarmál.
Glíman við hafið hefur verið
óvægin, kostað lönd og mannslíf.
Norðursjórinn hefur brotið skörð í
ströndina, þannig myndaðist m.a.
Suðursjór, og árnar Rín, Maas og
Schelde, sem jafnframt eru aðal-
flutningaæðar Evrópu, hafa
margsinnis flætt yfir bakka sína.
Allt frá 15. öld hafa vindmillur
verið notaðar til að þurrka upp
landið, í dag eru þó flestar þeirra
minjar um liðna tíð, nútimadælu-
stöðvar sjá um að Hollendingar
geti gengið þurrfættir um landið í
dag.
Delta-áætlunin, vörn
gegn innrás sjávar
Arið 1953 var síðasta stórflóðið
sem kostaði eyðileggingu ótal
mannvirkja, stórfelldan dauða
húsdýra og 1835 mannslíf. Sjórinn
flæddi yfir stórt svæði í suðvestur
hluta landsins og í kjölfar þess
ákváðu stjórnvöld að slíkar hörm-
ungar mættu alls ekki endurtaka
sig. Var þá ráðist í undirbúning
Delta-áætlunarinnar, en hún felur
í sér að ármynnum, vogum og vík-
Heimsins snúnasta skegg? Einn af vegfarendum (Amsterdam.
Tilbúinn garður eftir Jean Dubuffet, fyrir utan Kröller
Miiller-safnið.
V'atnsgeymar hjá Gist-brocades þar sem bakteríur sjá um
að hreinsa mengað vatn.
um þar sem sjávarfalla gætir er
lokað, búin til nokkurs konar
gerviströnd. Delta-áætlunin er í
fullum gangi, bygging sjógarð-
anna er nú senn ólokiö og gert ráð
fyrir að endahnúturinn verði
hnýttur fyrir október ’86. Bygging
sjógarðanna hefur í för með sér
breytingar á lífríkinu í suðvest-
urhluta landsins, vogar og víkur
verða að stöðuvötnum, saltmagn
vatnsins minnkar smám saman og
í kjölfarið verða talsverðar breyt-
ingar. Því var ákveðið að loka ekki
öllum víkum til fullnustu, og nú er
verið að leggja síðustu hönd á
mannvirki sem eingöngu verða
notuð á hættutímum, nokkurskon-
ar stormvarnarvirki, gríðarstórar
járnlokur halda yfirborðshæð
sjávarins stöðugu. Víkurnar hafa
verið heimkynni margskonar skel-
fiskstegunda og m.a. verið að
reyna að viðhalda þeim með þess-
um stormvarnarvirkjum.
Hollendingar þekkja þó fleira
en innrás sjávar í land sitt. Löngu
áður en sögur hófust komu þjóð-
flokkar frá Mið-og Suður-Evrópu
niður stórárnar og tóku sér þar
bólfestu, landið var á miðöldum í
tengslum við aðalsveldi nágranna-
Hrá sfld
og hanthíjahjd
— Heimsókn til Hollands